Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, mars 09, 2005

Fyrirhuguð er kaupstaðarferð á morgun, fimmtudag 10/3. Þeir sem vilja hitta okkur geta slegið á þráðinn í síma 6166770, og munum við reyna að anna eftirspurn. Annars verður að mestu bara dúllast. Þurfum að sinna lánadrottnum og öðrum skólatengdum málum. Svo er splunkunýtt barn Önnu og Wolfs sem þarf að skoða. Gunnar og fjölskyldu væri gaman að skoða líka. Birgir Örn Thoroddsen þarfnast einnig skoðunar, sem og Tónabúðin sem er skyldustopp í kaupstaðarferð. Einnig er soldið nauðsynlegt að koma við í Ríkisútvarpinu, því það er svo skemmtilegt. Ef tími vinnst til er bókamarkaður í Perlunni sem er áræðanlega ekkert leiðinlegt að stoppa á. Annars er eitthvað lítið um skotsilfur, svo líklega er best að láta bókamarkaðinn bíða þar til á næsta ári. Komst að því þegar ég sat á bókasafninu í gær og lærði, að ég léki mér of lítið úti. Herbergið sem ég fékk til lesaðstöðu er kallað Babílon, man ekki af hverju, en það er gott að sitja þar. Er á leiðinni aftur núna. Man ekki eitthvað, er viss um að ég ætlaði að segja eitthvað meira, en því er stolið úr mér. Hver er að stela úr mér??????

Engin ummæli: