Leita í þessu bloggi

föstudagur, mars 04, 2005

Sveitin er alveg að gera sig. Ég er svo róleg og afslöppuð, að mér dettur ekki í hug að vera eitthvað að drífa mig í bæinn strax. Löbbuðum úti í gær, og fórum svo inní hlýjuna og gerðum kakó. Svo var leikið, og leikið og borðuð pízza og farið í bað og lesið mjallhvít og dvergana 7 og sofnað og þá horfðu foreldrar á heila seríu af "six feet under" sem er besta sjónvarpsefni sem gert hefur verið. Núna er verið að spá í sundferð, svo verð ég ábyggilega að reyna að opna Heidegger-bók og lesa og glósa og gera eitthvað smá um helgina. Annars skilst mér að það sé ædol í kvöld, og þar sem ég hef ekkert fylgst með því er kannski bara gaman að sjá hvernig þetta fer fram. Ég er náttúrulega almennur aðdáandi söngs, en veit ekki alveg hvort ég er aðdáandi þessarar keppni eða ekki. Verð bara að athuga það. Annars horfði ég líka á "Strákana" í gær, og ég sver'ða mér finnst Pétur ógeðslega fyndinn maður. Hann var líka svaka fyndinn útvarpsmaður, þannig að þetta kemur ekkert á óvart. Hef sko aldrei séð þessar "70 mínútur", þannig að ég er eiginlega að sjá sveppa, audda og pétur í fyrsta sinn í sjónvarpi. Ég er alveg að fríka út í sjónvarpi ha ha ha, gott að gera ekkert og glápa á sjónvarp. Það er svo gjörsamlega andstæðan við það sem ég er búin að vera að gera síðustu mánuði, og það sem ég kem til með að gera þá næstu...

Engin ummæli: