Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, júní 29, 2005

gísli, rebekka, viktor og svavar eru í heimsókn í berlín, á leið á eitt metalfestival, nýkomin af öðru sem var í frakklandi. þau BUÐU okkur á blinda staðinn, sem er bara myrkur á og allir enda á að borða með höndunum. þar fengum við surprice-menu, og innihélt hann að þessu sinni perluhænsn, strút og svín. þar með hef ég í fyrsta skipti borðað þetta téða perluhænsn, en strút og svín þekkti ég. vá hvað það var skrítið að borða í myrkrinu, og ég hélt í alvöru á tímabili að ég væri að éta snákasteik, elvar kom þeirri hugmynd inn í kollinn á mér. en, eins og fyrr, var þetta frábært, og við þökkum kærlega fyrir okkur. á morgun: hjálpum david hull að flytja, fer kannski á æfingu f. einhverja söngskemmtun, og eirik sördal hefur boðið okkur í hangiket með uppstúf um kvöldið. kannski næ ég einum eða tveimur tímum í lær þarna á milli. annars var ég andvaka í nótt, og las þýskar smásögur til að drepa tímann. það gekk það vel að ég glaðvaknaði og sofnaði bara undir morgunn. hohoho, ég held ég kunni smá þýsku.

Engin ummæli: