Leita í þessu bloggi

föstudagur, júní 03, 2005

netið búið að vera í lamasessi þessa viku, var að komast í lag aftur, svo nú er bloggað. Tvennir tónleikar í þessari viku: Hotel Bar á þriðjudag, órafmagnað, og Schokoladen á miðvikudag, rafdúettinn. Mikið var okkur vel tekið þar. Kynntumst líka nýsjálenskri hljómsveit sem heitir The Modern Pants, og breskum trúbadoramanni sem heitir David Hull. Sá kom í kaffi í dag, sátum í garðinum og skiftumst á góðum ráðum um tónlist og bransann. Hann sagði að við værum allt of góð og næs, yrðum að vera "more of an asshole" til að komast áfram. Við komumst þá að því að til þess væru nú í raun umboðsmenn, svo listamennirnir gætu sleppt því að vera "assholes", og haldið bara áfram að vera næs. Svo nú leitum við að umboðsmanni sem er til í að vera asshole fyrir rafdúettinn HELLVAR. Öllum umsóknum verður svarað, allar uppástungur vel þegnar. Það gengur ekki að verða að hætta að vera næs. Ég er svo hjartahrein að það væri bara mótsögn ef ég reyndi að ruddast eitthvað mikið. En þessi David Hull er nú sjálfur alveg ótrúlega yndislegur og ljúfur maður, og líklega vantar hann bara líka umboðsmann. Í öðrum fréttum: Las Schelling í Friedrichshein Volkspark í dag, og sólaði mig í leiðinni. Heitt og gott og sól, loksins. Dagurinn einn af þessum fullkomnu, svona dagur eins og Lou Reed samdi texta um. Finnst eins og Guð hafi stráð sykri yfir þennan dag, allt var fallegt og gott, og við vorum glöð.

Engin ummæli: