Leita í þessu bloggi

sunnudagur, desember 10, 2006

Óliver er með flottasta ímyndunarafl í heimi. Hann er einn að leika sér og dunda með dót og kubba á gólfinu, og ég er búin að heyra nokkur gullkorn: ,,Ha, er þetta með táfýlubragði?"
...og líka...
,,Nú, þú ert kóalabjörn. En ég er með ofnæmi fyrir kóalabjörnum. Æ, það var leiðinlegt. En ljónum, ertu líka með ofnæmi fyrir þeim. Nei, ekki ljónum."
...og...
,,Það eru allir dánir nema ég. Dánir og rotaðir, með töskur á halanum."

Þetta eru setningar sem Sjón væri stoltur af. Spurning hvort að hreinustu ljóðin verði til við fimm ára aldur, og allt eftir það sé bara nálgun.

Engin ummæli: