Leita í þessu bloggi

sunnudagur, september 20, 2009

jæja, nú er ég afmeyjuð hvað varðar franska súkkulaðiköku. gerði tvær í gærkvöldi og þær líta báðar guðdómlega út. notaði uppskrift frá ara frænda og hans var allavega sú besta sem ég hafði smakkað fram á þann dag...þannig að við vonum það besta. gærkvöldið fór semsagt í það að baka inni í eldhúsi og hlusta á rás 1 í leiðinni. svei mér ef það er ekki bara hin fullkomna útvarpsstöð. elskaði klassískan kóraþátt unu, og svo síðar um kveldið þáttur svanhildar jakobsdóttur sem er rosalega æðislega skemmtileg og góð. maður heyrir hana alltaf brosa og hún er svo notarleg, og gott ef hún er ekki að nota svona þematengingu milli allra laga sem hún spilar. í gær var verið að spila lög sem tengdust mánuðinum september og um daginn datt ég inná þátt sem fjallaði um gallabuxur!!! vá! elska! enda söng konan foli foli fótalipri og breytti lífi mínu smá við það.
verð að taka undir orð vinkonu minnar sem sagði um daginn að hún væri sátt við að borga afnotagjöldin þótt ekki væri nema til að hafa rás 1 áfram svona frábæra. En í dag: afmæli: keyra upp á völl, beygja grænáshliðinngang, keyra þá götu þar til komið er að keilisbraut, beygja keilisbraut til hægri, keyra keilisbraut/vikingroad fram hjá langbest-veitingastað út á enda götunnar og beygja þar til vinstri valhalla-road. keyra inn á fyrsta mögulega bílastæði á vinstri hönd, þar eru Fjörheimar.

Engin ummæli: