Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, nóvember 19, 2009

Það er löngu tímabært að færa líf mitt í orð. Ég hef ekki bloggað lengi, ekki vegna þess að ég hafi ekkert að segja heldur vegna þess að ég hef svo mikið að segja að mér finnst að ég verði að sitja svo lengi við tölvuna til að klára. En short version hljómar svona: Ég, Elvar og Óliver fórum með Rob á Snæfellsnes og borðuðum yndislegan kinnfisk úr þorski með Kela, kíktum eftir það í Lýsuhólslaug, með ölkelduvatni í. Svo var Dalvík heimsótt og borðað Spaghetti með Óliver eldri, Helgu og Urði. Viðkoma í Hrísey í nokkra klukkutíma, með tilheyrandi stoppi og spjalli í kjörbúðinni og labbi um göngustíg. Hittum fullt af hönum og hænum og enn meira af rjúpum. Ef til vill er það ekki "common knowledge" (ég vissi það allavega ekki) en fuglar eru friðaðir í Hrísey og af sömu ástæðum eru kettir bannaðir. Gerir Hrísey líklega að besta stað á Íslandi fyrir fólk með kattaofnæmi. Frá Hrísey á Akureyri, borðað á Bautanum (folaldasteik), komið við í Frúnni í Hamborg þar sem ég fann Fönk með Graham Central Station frá 1974 og Janis Ian-plötu frá 1979, og eina Peter Gabriel early, þessi með Solisbury hill á. Allar góðir gripir. Frá Akureyri á Laugarvatn og gufubaðið var yndislegt að vanda, ásamt kvöldmatnum hjá Sævari og Hrafnhildi. Föstudagur rennur upp (síðasti) og þá komum við loks aftur í Rvk, eftir að hafa verið 5 daga á ferð. Alexandra á heiðurinn að pulsupartý og tónlistarspilhangtjilli kvöldsins en kvöldið eftir hittist Hellvar og Rob og spila í skúrnum. Ég læri á sunnudag, mánudag, eiginlega ekki neitt á þriðjudag (búin á því) en læri meira á miðvikudag. Sko, ég náði nútímanum! Nú er ég á leið í Rvk. að fara í HÍ og þar verður vonandi jafnskemmtilegt og á Úlfljótsvatni (þ.e.a.s. hopp og hí.) Eftir HÍ fer ég í smá lestur og svo í hotyoga og svo heim. Á eftir að gera eina ritgerð um Heidegger, eina um Days of Heaven, með Heidegger-ívafi og eitt heimapróf/ritgerð um fyrirbærafræði í anda Husserl og Heidegger. Þetta mun gerast á næstu 3 vikum eða svo. Hólímólí, held ég fái mér sterkt kaffi.

Engin ummæli: