Leita í þessu bloggi

mánudagur, september 13, 2010

trúi ekki að ég sé búin að vera hérna í 'hlöðunni síðan klukkan ellefu í morgun (reyndar með einu matargati klukkan ca.hálf-3 til fjögur). byrjaði daginn á gufu, þ.e.a.s. saunu í vesturbæjarlaug. þar var ein gömul kona og hún var sko ekkert að spara sig, hékk endalaust í gufunni og hún var heit (gufan, ekki konan). bakið mitt hafði gott af, en nú er ég hætt að finna fyrir því og hætt að meika sens, eins og gerist á hverju kvöldi þessa dagana. held að það sé gott að ég skrifi þetta allt niður núna, svo ég geti flett upp í blogginu mínu síðar (í framtíðinni ef/þegar ég fer að pæla í doktorsnámi) og séð hvernig mér leið á lokaspretti masters. deadlines. dauðarlínur. Þegar upp er staðið er ritgerðin ekkert annað en nokkrar dauðar línur. Það er fólkið sem er lifandi og getur gert líf sitt eins lifandi og dautt og það vill. Ég býst ekki við því að ritgerðin mín muni breyta heiminum, (nema þú sért fellow-heimspekingur með áhuga á Heidegger). Svona er þá nám....ég veit helling, og afar fáir vilja vita það sem ég veit, en það er allt í lagi, því lífið er alls konar, og meikar alls ekki alltaf neins konar sens.

Engin ummæli: