ég sverða ég hef ekki bloggað síðan ég varð fertug. þegar ég skrifa þetta orð fertug dettur mér strax í hug orðið "hortug" en það er nú ekki gott að vera svoleiðis. Annars hélt ég upp á fjóra tugina með mömmu, pabba, óliver og elvari á veitingastaðnum fiskimarkaðinum í gærkvöld, og það var sko lúxusmáltíð í lagi. hef aldrei borðað þar fyrr og fékk alveg bara stórkostlegar krabbaklær í forrétt og fullt af sushi/sashimi/nigiri í aðalrétt. óliver hámaði í sig sushi-ið líka og ég er svo glöð að hann er búinn að ná því bragði svona ungur. ég var nú eflaust um 23-24 þegar ég prófaði þetta fyrst. í dag tjillaði ég í grafarvogi þegar ég beið eftir óliver á lúðrasveitaræfingu. tónleikar á laugardag í háskólabíói. keypti bókina Morgun-engill fyrir fé sém mér áskotnaðist í afmælisgjöf frá tengdó. elska Árna Þórarinsson sem rithöfund. Finnst hann ná einhverju enn betur en Arnaldur. Ég og óliver endalaust að tjilla í dag saman, fórum á KFC (hann fékk að velja hvað sem er í kvöldmatinn) og ég fékk þá til að útbúa kjötlausa pönnuköku, bara sósu ost og grænmeti semsagt og voila! ég fékk bara strax í magann og dreif mig heim og lá í hnipri í sófanum og rotaðist svo. Óliver hæstánægður með sinn mat. Ég bara meika ekki msg-innihald í öllu KFC-gumsinu. Þetta hlýtur að vera í svona miklu magni í sósunum þeirra líka, því ekki borðaði ég kjúklingakjötið. Þannig að: Hingað og ekki lengra. Ég borga ekki lengur fyrir vanlíðan vegna matarins þar. Þetta var í síðasta sinn sem ég reyndi að gefa KFC séns. Kannski er grænmetið þeirra bara ekki ferskt heldur eða eitthvað. Bragðaðist soldi eins og gamalt dagblað með sósudrulli á, svo ég er heldur ekki að missa af miklu bragðlega séð.
Eníhú. Óliver og ég snérum roti í sófa yfir í ótrúlega kósi vídjókvöld og rifjuðum upp kynni okkar af myndinni A view to a Kill sem við vorum bæði búin að gleyma söguþræðinum í. Stórkostleg Bondmynd, og æsispennandi eltingaleikir og slagsmál á alla mögulega og ómögulega vegu. Svo var það freiðibað mitt og svo freiðibað hans núna og eftir það tekur lestur á Harry Potter við. Hvílíkt eðal-prógram fyrir einn strák og mömmu hans. Það er frí í skóla á morgun, foreldraviðtöl þannig að okkur líður eins og það sé föstudagur. Gott að fá föstudag, fimmtudag og föstudag, og svo kemur helgin....Alvöru!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli