Leita í þessu bloggi

föstudagur, maí 20, 2005

salsajóðl, norskir kissarar og trommuamma, þetta er snilldarkeppni!! Ok, það hefði ekkert verið leiðinlegt ef Íslandi hefði verið hleypt í aðalkeppnina, og Selma söng rosa vel, bara lagið var ekki nógu gott, face it. Ég blæs á allar samsæriskenningar um pólitíska samstöðu eða annað. Ótrúlega hressandi að þau lög sem voru að komast áfram voru frumlegu lögin, ekki þau sem hljómuðu alveg eins og Ruslana. Reyndar fílaði ég slatta af lögunum þarna. Fannst til dæmis, fyrir utan salsajóðl Austurríkis, glamrokk Noregs og trommuömmuna, öll baltic-löndin flott þ.e.a.s. Eistland, Lettland og Litháen. Ég held samt með Noregi, eina lagið sem ég man og syng með í viðlaginu.
En talandi um Júróvissjón, kannast einhver við lagið "Gloria", frá sjötíu og eitthvað? Veit ekki frá hvaða landi, en ég dýrka það, og langar svo að eiga það. Þetta hefur verið þýtt á ensku líka, er svona dáldið diskólegt og maður sem syngur og það gæti verið frá latínó-landi....Koma svo, ef þið getið hjálpað mér, skrifiði þá svarið í komment. Áfram Noregur, við erum hvort eð er upprunalega þaðan og því sjálfsagt mál að halda bara með þeim.

Engin ummæli: