Leita í þessu bloggi

mánudagur, maí 02, 2005

Mánudagur, og orkan er ótrúlega í lagi, miðað við allt sem við gerðum um helgina. Föstudagskvöld var mjög rólegt og líklega sofnað fyrir tvö, en við náðum samt að fara á rokkabillí-sörf-pönk-hljómsveitina The Baywatchers, sem er tveir-þriðju dönsk og einn þriðji þýskur. Frábær, og mæli eindregið með henni ef einhver sem les er svo heppin(n) að sjá tónleika The Baywatchers auglýsta rétt hjá sér. Á laugardag borðuðum við morgunmat í garðinum því það er loksins að verða heitt. Fórum svo í útflutningspartý til Mella sem spilaði bara HAM hátt, og bauð upp á mjöð að drekka. Þetta partý endaði svo í Mauerpark á heiðinni samkomu og svo drösluðumst við heim seinna um nóttina. Sunnudag, kaffi og með'ðí útí garði hjá okkur, og svo farið í Kreuzberg, sem er hverfi sem á hverju ári, þann 1. mai, brjótast út slagsmál milli óeirðarlöggunnar og ofdekraðra unglinga í uppreisn sem halda að það sé kúl að skemma. Algengt er víst að kveikt sé í kyrrstæðum bílum eða þeim velt, og fleirra í þeim dúr. Við borðuðum súpu og keyptum ís, og röltum um hátíðarhöldin til að skoða hljómsveitir. Ákváðum svo um áttaleytið að segja þetta gott og koma okkur heim á leið. Segi bara sem betur fer, því við gengum fram hjá uppreisn í uppsiglingu og sáum e-n henda kínverja inn í miðjan lögguhóp, og sáum svo bara stóran hóp af fólki taka á rás í burtu út úr hverfinu. Þau vissu semsagt alveg hvað var að fara að gerast þarna. Við vorum á hjólum, og bara hjóluðum eins hratt og við gátum í burtu og mættum ca. 50 óeirðarlöggum með alvæpni og táragas og læti. Hefðum við verið 5 mín. síðar þá værum við eflaust með táragaseitrun og/eða eitthvað slösuð núna. En við sluppum.

Engin ummæli: