Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, mars 02, 2006

Ég held að það sé einmitt kominn tími á smá skipulagningu tímans og fara að sofa snemma til að vakna snemma og nýta morgnanna vel til að gera alls konar skapandi verkefni í stað þess að lesa fram á nótt og vakna of seint (löng setning,....ná andanum áður en ég held áfram.) Ókey, Elvar gaf mér nákvæmlega mottóið sem ég ætla að fara eftir næstu mánuði: ,,Ef þú vilt að draumar þínir rætist, verður þú að vakna". Þetta var reyndar á glasamottu sem var að auglýsa kaffitegund,(skil ekki alveg markhópinn þeirra, er skilaboðunum beint að drukknu fólki sem er að spá í að fá sér kaffibolla til að láta renna af sér....?!?!), en ég tek þetta sem ábendingu um að betra sé að vera vakandi og vinna að draumum sínum, en vera sofandi og dreyma þannig drauma, sem maður man svo aldrei þegar maður vaknar. Ég vil vinna tónlist, semja tónlist, fullvinna Hellvar-demó, taka skurk í kassagítarprójektinu, skoða hvaða lög henta í barnaplötu. Nóg af stöffi til, bara skipuleggja, raða saman, hugmyndavinna þetta. Púsla inn einu góðu Hellvar-demói og koma á nokkra staði og sleppa svo tökunum. Hringja í nokkra aðra aðilla varðandi önnur prójekt og koma á eins og einum litlum fundi. Júbbbbí! Ég hef greinilega sofið nóg í nótt, en það var á röngum tíma. Svaf frá sirka 2-8, og svo frá 10-11, en heilinn minn virðist prýðis-sáttur. Skemmtilegur dagur, skemmtilegar hugsanir, góðir tímar framundan, tekið að birta all-verulega. Nú er það sund í fyrramálið, eftir bolla af góðu kaffi, og svo smá mass á skipulagningu.

Engin ummæli: