Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, mars 21, 2006

Já, góðan daginn. Það hefur verið netsambandslaust heima hjá mér í nokkra daga, svo nú skal bætt úr bloggleysi í vinnunni. Bloggleysa verður að vitleysu ef maður passar sig ekki. Fór á Þingvelli og Laugarvatn í gufu og fiskiveislu hjá tengdó á laugardag. Það var, eins og alltaf, best í heimi. Fór svo í sund á sunnudag, 20 ferðir. Músiktilraunir hófust í gær og fyrstu tvö böndin sem komust áfram eru Própanól sem salurinn valdi áfram og Tranzlokal, sem dómnefnd valdi. Ég er nokkuð sátt þótt þarna hefðu verið fleirri fín bönd. Rosalega hef ég gaman af að vera í dómnefnd.
Þóra frænka skorar á mig að taka þátt í áheyrnarprufum Rockstar-þáttana sem verða á Íslandi 5.apríl næstkomandi. Ég veit ekki hvort ég þori. Hvað ef ég kæmist ekki, myndi það þýða að þeim finndist ég syngja illa....??? Hrædd við höfnun, I guess. Ef til vill skiptir það engu máli hvort maður kemst eða ekki, og maður á bara að fara og hafa gaman að þessu. Jájájájá. Lífið er lag sem við syngjum saman tvö. Talandi um júróvisjón, var að heyra að Íslendingar verða aftast í röðinni í undankeppninni. Vá, hvað ég ætla að halda partý!!! Ykkur er hér með öllum boðið í partý til mín. Grandavegur 39, 43 fermetrar!!!

Engin ummæli: