Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Ég tími varla að blogga, mér finnst svo gaman að opna bloggið mitt og sjá að ég sé Kermit the frog. Ég verð að treysta því að ég hætti ekkert að vera hann þótt ég skrái inn nýja færslu. Það var gaman í dag. Hitti konu, svo aðra, svo keypti ég hræódýrar bækur í stúdentabóksölu, svo undirbjó ég útvarpsþátt, svo tæknaðist ég með unglingi sem gerði hiphop-þátt. Ætla í sund á eftir. Geðveikt góður dagur!

Engin ummæli: