Leita í þessu bloggi

sunnudagur, apríl 30, 2006

Já, ég reyndi sko óendanlega mikið að skrifa hér inn í gær, en ekkert gekk svo ég vistaði bara færsluna sem ég vildi vista inn á hitt bloggið mitt, hér til vinstri undir annað skemmtilegt? Núna er ég á leið í sund, svaf sko til hádegis og það var æðislegt. Þáttur gærdagsins um Kaliforníu var alveg frábær. Ekkert nema meiriháttar skemmtilegt fólk sem hringir í mig frá öllu landinu, algjör forréttindastaða. Á eftir ætlum við á Laugarvatn og þar fer ég í gufu, ef hún er opin á morgun. Verð að vera dugleg að mæta í gömlu gufuna á Laugarvatni áður en illa heimsveldið Bláa Lónið tekur yfir og breytir litlu sætu gufunni sem er fullkomin eins og hún er í eitthvað SPA. Bara við að breyta nafninu í SPA geta þeir hækkað verðið upp í þúsundkall, og svo réttlæta þeir frekari hækkanir vegna kostnaðar við framkvæmdir. En það er enginn að biðja um arómaþerapí-gufu, kínverka gufu úr grænu tei, eþíópíska bananagufu, norræna villijurtalækningagufu, indverska heilunargúrúgufu, tröllasteinagufu með sérvöldum steinum úr Esjunni, saltvatnspott úr dauðahafinu, eða hvað annað sem þeim gæti hugkvæmst að láta sér detta í hug til að hækka miðaverðið. Við förum bara í Laugar eða í Bláa Lónið ef við viljum það allt! Ég fer í gufuna á Laugarvatni því hún er skúr, byggður yfir hver, og mannshöndin ræður engu um hitastig og ég fæ náttúruleg steinefni beint úr jörðinni. Þar eru engin rör, engir mælar, einn gamall heiti pottur og ég hleyp svo út í Laugarvatn til að kæla mig. Ekki flókið. Ekki flækja þetta Evil Empire, PLEASEEEEEEEE.

Engin ummæli: