Leita í þessu bloggi

sunnudagur, janúar 21, 2007

Þá er að taka til. Hendinni. Ég ætti kannski að reyna að gerast fullorðin og kaupa ryksugupoka í Elkó á morgun, en það er víst ekki nóg að eiga ryksugu. Við erum svo rosalega gleymin stundum, ég og Elvar, þegar kemur að einhverjum svona praktískum hlutum eins og að muna að kaupa ryksugupoka. Hvernig er hægt að muna eftir svoleiðis, þegar fátækt verður meiri með hverjum deginum, ríka fólkið ríkara, firringin meiri og stéttaskiptingin á Íslandi nálgast nýjar hæðir? Mjög falleg félagasamtök hafa kennt mér að Eymd sé valkostur, og því fer ég eftir á hverjum degi, en því miður er fátækt ekki valkostur á Íslandi dagsins í dag. Ryk í hornum eða ekki. Annars tjáir Gunnar Hjálmarsson sig rosalega vel um íslenska firringu og stéttarskiptingu á blogginu sínu í dag.

Engin ummæli: