Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Það er gott að vera mikilvægur, en mikilvægara að vera góður, sagði meðal annars Love Guru. Ég er alveg búin að sjá það að mér finnst ekkert spennandi að vera mikilvæg, og er ekki alveg að fatta allar þessar pælingar ríka fólksins að vera mikilvægari, stærri, meira áberandi eða merkilegri en næsti ríki maður eða kona. Er ekki merkilegast af öllu í heiminum þegar fólk gerir eitthvað fyrir náungann af óeigingirni og jafnvel í kyrrþei? Maður á ekkert heldur að vera góður og blása það upp til að merkja sjálfan sig í leiðini. Djöfulsins öfugsnúin þvæla er í þjóðfélaginu í dag. Við ættum bara öll að skammast okkar að vera svona mikil efnishyggjuþjóð. Mér finnst það ætti að banna fólki að eiga meira en einn fólksbíl á húshald, meira en eitt sjónvarp á fjölskyldu, og engar undantekningar yrðu gerðar! Þá fyrst færi nú að reyna á að fjölskyndur myndu gera eitthvað saman. Samnýta bíl á morgnanna, eða finna aðrar leiðir til að koma öllum í vinnur/skóla. Koma sér saman um hvað á að glápa á í sjónvarpinu, eða finna aðrar leiðir til að verja kvöldstundunum sínum. Bottom line:
Við þurfum ekki öll þessi gæði, þessar vellystingar, þennan lúxus. Þetta eru allt gerfiþarfir, og það er ekkert mál að lifa innihaldsríku og hamingjusömu lífi þótt maður eigi ekki allt sem mann langar í. Mig langar í hluti, sem mig er búið að langa í lengi, en það má alveg láta sig dreyma þótt maður hlaupi ekki til handa, fóta og kredidkorts og kaupu bara allt. Óliver langaði í stóran pleimókastala. Hann var búinn að vera að biðja um hann í tæpt ár þegar ég gaf honum hann síðasta sumar. Hann leikur sér rosa sjaldan með hann, því það var bara einfaldlega miklu skemmtilegra að langa í hann og skoða myndina og láta sig dreyma en að hafa hann fyrir framan sig. Væntingarnar og dagdraumarnir tóku hlutnum sjálfum fram svo um munaði. Þetta litla dæmi á við um svo margt. Við erum alltaf að reyna að kaupa draumana okkar. Þeir fást bara ekki uppfylltir með því að fá eitthvað nýtt drasl. Fariði út að labba, kostar ekkert. Í sund saman, hræódýrt. Spiliði saman á spil, ódýrt og skemmtilegt. Eldiði saman og borðið góðan mat, gleði hlátur og ánægja sem verður ekki keypt.
Það sýður á mér hérna...NIÐUR MEÐ KAPÍTALISMANN!

Engin ummæli: