Leita í þessu bloggi

föstudagur, september 10, 2010

Veit ekki hvers vegna en þetta er svo sterkt í hausnum á mér núna. er að pæla í því hvert vegir Heidegger eru að fara með mig....var brjálað dugleg í morgun og las frá 9-12....svo pása og svo þegar ég ætlaði að fara að skrifa núna um eftirmiðdag kom ekki neitt....það er sól í borginni og glugginn fallegi með útsýni yfir hringbrautina og krikjugarðinn er rosalega mikið aðdráttaraft. stundum bara kemur eitthvað og stundum ekki. ég les þá bara meira í kvöld og vakna og skrifa á morgun...svona er þetta bara. en þetta lag er svo mikið lokalag, passar í lokin á alls konar eins og til dæmis útvarpsþáttum. fullkomið síðasta lag í lok útvarpsþáttar. þessi útgáfa er önnur en á plötunni, og einhvern veginn auðmjúkari, hefur eitthvað sakleysi sem hin hefur ekki, enda er hún útúrpródúsuð. stundum er less more, og ætli ég verði ekki bara að nota það líka í ritgerðinni, enda mun ég ekki geta sagt allt sem ég er að hugsa. maður klárar aldrei að hugsa í heimspeki, því þá myndi maður bara drepa heimspekina og hugsunina í leiðinni: Njótið og góða helgi!

2 ummæli:

Wim Van Hooste sagði...

Bon weekend!

Valur sagði...

Phil Spector er náttúrulega frægur fyrir að fá sínu framgengt með ofbeldi. Bæði George og John áttu eftir að vinna með Phil eftir að Bítlanir hættu. En Paul og Phil pössuðu aldrei saman. Og þetta er Paul-lag og fallegra í hans eigin útgáfu.