Leita í þessu bloggi

mánudagur, október 04, 2004

í dag, mánudag, var sem minnst gert. Ætluðum að skrá okkur í skólann en vorum svo lengi að koma okkur af stað með ýmsum töfum, eins og að klára teiknimyndina sem var í sjónvarpinu, og brjóta kaffikönnuna svo hella varð upp á annað kaffi í esspressóvélinni, að við komum kl 12:37 upp í háskóla, 7 mínútum eftir að allt lokaði!!!! Svo fundum við engann banka sem var ekki bara hraðbankakassar og því fór út í veður og vind (sem var reyndar gott í dag) að reyna að stofna bankareykning. Svo toppaði ég tilgangsleysið og athafna/framkvæmdaleysið með því að fá mér margumtalaðan frappuchino á Starbucks, og hann fór eitthvað svo illa í mig að ég bara varð hálf veik. Hvað er eiginlega gott við sykurleðju og gerfirjóma með kaffibragði, og svo var þetta svo íssssskalt að mér leið eins og ég væri bara veik. Flökurt og þreytt og orkulaus. Drifum okkur því bara heim og lögðum okkur, og því eru endalaust mörg verkefni dagsins í dag komin yfir á daginn á morgunn. Banki: stofna reikning, Pósthús: áframsenda til Davíðs, Skóli: skrá okkur, Leikskólaskrifstofa: fara með síðustu pappíra.
Já, eitt gott sem gerðist á sunnudagskvöld: Horfðum á School of Rock. Hún er sjúklega góð!! Besta mynd sem ég hef séð lengi, lengi lengi, lengi lengi lengi! Lengi. Kannski verður maður að vera rokkari samt til að fíla hana. Veit ekki. Eða barn í anda. Eða rokkari sem er barn í anda!!!!!!!! En ég er það einmitt, svo þetta er mín uppáhaldsmynd núna. Best að horfa á hana aftur áður en ég þarf að skila. Rétt upp hend sem hefur séð hana...

Engin ummæli: