Leita í þessu bloggi

sunnudagur, október 24, 2004

ég og óliver fórum í partýið í gær, stórfínt, og hann t.d. hámaði í sig harðfisk, og svo prófaði hann hjólabretti og er búinn að ákveða að hann vilji þetta og ekkert annað. Svo var bara um 16 stiga hiti og logn þegar við vorum að rölta heim upp úr hálf ellefu um kvöldið. Útlandaveður í útlandinu. Ég klippti líka Elvar í gær, og fékk pöntun áðan frá Hrafnkeli um að klippa hann líka, og hann ætlar að lána okkur plötuspilara í staðinn. Skólinn byrjar á morgun, og í tilefni af því ætla ég nú að reyna að ljúka ritgerðinni í kvöld. Þá er ég nefnilega að fara að læra eitthvað nýtt, og eins gott að hætta að hugsa um Descartes á meðan. Er á leiðinni út á kaffihús til að klára dæmið. Það verður súper. Skóliskóliskóli...jibbískibbídú

Engin ummæli: