Leita í þessu bloggi

laugardagur, október 16, 2004

er að borða enn eitt undursamlegt jógúrt með framandi bragði, hér í hinni ágætu borg berlín. Í dag er ég að smakka jógúrt með ananas og vatnsmelónubragði! Af hverju hefur enginn á Íslandi í jógúrtbransanum hugmyndaflug í svona nokkuð? Ég íhuga að safna miklum heimildum um góðar bragðtegundir jógúrta, og leggja á mig heilmikla rannsóknarvinnu meðan á dvöl minni stendur, og sækja svo um stöðu á hugmynda-og bragðþróunarskrifstofu M.S. Þar vantar greinilega nýtt og ferskt hugmyndaflug. Barnið okkar enn veikt, komin tæp vika. Læknisskoðun í gær leiddi í ljós að hann væri með herpesvírussýkingu, allur í sárum kring um munn, og bólgnar varir. Elvari fannst hann líta út eins og leikkona með misheppnaðar sílikonvarir! Nú er bara spurning hvort þetta er smitandi, og hvort öll fjölskyldan verður með leikkonuvarir í næstu viku? En þeir sem vit hafa á (mamma...kannski þú) gætu nú kommentað, og frætt mig um smithættu herpesvírussýkinga, og hvort ráðlegt er t.d. að fara í barnaafmæli á morgun, sem okkur er boðið í. Klara býður okkur í afmæli, sem hún er að halda upp á aðeins of seint, en hún er fædd 21. september 2001...alveg eins og Óliver!

Engin ummæli: