Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, desember 07, 2004

sofnaði kl. 6 í fyrrinótt, 4 í gærnótt, og nú er klukkan 2 og ég sybbin. Þetta er fínt! skil samt ekki hvernig stendur á því að ég sæki svona í að vaka á nóttunni. Þá er ég bara eitthvað að dunda mér alein. Lesa bækur, skoða í tölvunni, hlusta á tónlist...bara elska að vera svona að hanga einhvernveginn, þegar hinir sofa. æ skrýtið. Æ ég vildi óska að ég væri alltaf með allt í röð og reglu, og lifði ekki svona lífi sem er aldrei í föstum skorðum. Ég vil alveg verða alltaf syfjuð kl. 11 á kvöldin, og sofnuð fyrir miðnætti, og hress og glaðvöknuð réttfyrir sjö!!! Ég er bara alls ekki svoleiðis, spáiði í það hvað það væri einfallt líf. Alltaf einhvern vegin í stuði á morgnanna. Líf mitt er sko andstæðan við þetta. Það er sko málið, að lífið mitt passar ekki inn í neinn kassa, eða eitthvað þekkt form. Ég þarf að reyna að sætta mig bara við það..í stað þess að vera alltaf að óska þess að ég væri týpískari, óska mér viðráðanlegra lífs...Það er náttúrulega ekkert alltaf hægt, og ég er bara nátthrafn,og áður en ég veit af er ég komin í þá rútínu.En hey, þá er ég í rútínu eftir allt, bara ekki þeirri sömu og margir aðrir? Æ þetta er svo margslungið. Mig langar að vera A-manneskja, það er lokapunkturinn. Vil vakna 7: te, ristaðbrauð, blaðið, lesa, vera hress, fara út fyrir 9, læra/gera það sem þarf þann daginn. Langar til að fúnkera í kerfi, því það er svo létt...blablabla..ég veit ekkert hvað ég vil, eða hvað ég er að segja, veit ekki neitt, nema ég er ringluð og þreytt, og allt of margt að hugsa um, og allt eitthvað svo ófókusað og erfitt og já, hey,....þetta er blaðsíðan SKEMMTILEGT! uuuuu Er'ekki allir í stuði?!?

Engin ummæli: