Leita í þessu bloggi

sunnudagur, janúar 02, 2005

2005
hvað berð þú í skauti þér?
hvað viltu mér?
hvað mun ég gera?
hvað á ég að vera?
Þetta eru áleitnar spurningar í ársbyrjun, og ég held ég komi hér með nokkurs konar lista yfir það sem mig langar að gera á árinu, og hann er eflaust langt því frá að vera tæmandi. Eitthvað af þessu er svo auðvitað óraunhæft vegna peningaskorts, en það skiptir engu máli, maður á að láta sig dreyma. Gott er að gera þennan lista til að rannsaka huga sinn og komast að því hvað maður í alvörunni vill:

HVAÐ LANGAR MIG AÐ GERA ÁRIÐ 2005:
-taka upp kassagítarsdemó af næstu plötu, helst að klóra mig fram úr því sjálf á q-baseinn okkar.
-semja fleirri lög, og jafnvel halda áfram með Raftónlistarprójectið Enid Mighty.
-böska á götum Berlínar.
-læra góða þýsku.
-læra heima í skólanum.
-spila á tónleikum eins oft og býðst.
-fara í bíó minnst einu sinni í viku.
-kaupa mér yogatíma og þjálfa líkamann aðeins.
-synda meira.
-prófa pilates-æfingar
-skrifa bók.
-skrifa ljóðabók.
-lesa endalaust mikið á þýsku, ensku, íslensku og frönsku.
-hreyfa mig nógu mikið til að vera þreytt líkamlega á kvöldin og geta sofnað, og verða ekki þunglynd.
-ferðast, bæði innan þýskalands og suður á bóginn.
-heimsækja Tokyo, veit að það býður mín eitthvað þar.
-skrifa gamaldags sendibréf til sonar míns og vina og ættingja á íslandi.
-kaupa myndavél og taka myndir, helst bæði digital og á 35mm filmu.
-senda tónlist um allt og fá viðbrögð um útgáfu.
-fara í tónleikaferð (alveg sama hvert, bara vantar að túra.)
-kynnast áhugaverðu fólki til að vinna meiri tónlist með.
-læra að búa til föt á mig.
-ganga um ein með góða tónlist í eyrunum um garða og kirkjugarða og hverfi sem ég þekki ekki og bara hlusta, horfa og hugsa.
-halda áfram í prógramminu mínu.
-vera glöð á hverjum degi.
-framkvæma án þess að hika.
-treysta!!!!


Engin ummæli: