Leita í þessu bloggi

mánudagur, janúar 10, 2005

smá tiltekt í linkum, kveð fellibyl með tárum þar sem hann sagði sjálfur að ekki yrði mikið um blogg,...setti inn dáleiðslukörtu í stað hans. Breytti einu nafni, nýju ári fylgja nýjar áherslur. Vil svo bæta tveimur nýjum bloggurum við, sem ég les oft og því gaman að hafa. Fyrst ber að nefna rassgathole , þar er á ferð spámaður sem ber að taka bæði alvarlega og mark á, og svo er það ein hress brúðarbandsstúlka, en hennar framlag er prýðislesning á vetrardögum (sem og öðrum dögum). Talandi um daga, ég náði að vakna kl. hálf ellefu, og er nú að gera mig klára í sturtubað og svo ætla ég í útið, alla leið upp í bókasafn að ganga frá ritgerð sem ég á að skila á morgummmm. Hef rúman sólarhring, en hún er þó allavega á hinu ástkæra tungumáli ensku, sem mér er mun hugleiknara en þýska, þessa daganna. Fékk heimsókn tveggja gaskarla í morgunn, að lesa á mæla á gashitaranum í eldhúsinu, og ég skildi ekki orð sem þeir sögðu. Þeir voru voða fyndnir, og svo bara skrifaði ég undir eitthvað sem ég vissi ekkert hvað var...vonandi ekki víxil fyrir sonarson annars þeirra. Trallílallíla, er að faralæra. Fyrir þá sem ekki föttuðu, þá er færslan í gær tilvitnun í PurrkPillnikk-texta, eins gott að segja þetta, svo Einar Örn kæri mig ekki...(híhí)

Engin ummæli: