Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, janúar 11, 2005

gerði ritgerð til átta í morgun og skilaði og kastaði mér svo í fleti í 4 tíma eins og sönnum víkingi sæmir. Blés ekki úr nös og mætti í skólann, og ætla nú ekki að leggja mig, heldur fara á kaffihús með Elvari og læra. Við bara notum alla tíma til einhvers nytsamlegs, annað væri bull. fékk frábæra hugmynd að uppfinningu, ekta svona ekki búin að sofa nóg og heilinn farinn á yfirspinn-hugmynd. Vildi semsagt að það væri til vél sem gæti safnað saman ropulykt, maður væri með lítinn svona safnbrúsa, sem lekur ekki, í vasanum. Svo ropar maður alltaf í hann og geymir alla ropana og lyknina. Síðan er hægt að nota þetta svipað og maze-brúsa, í sjálfsvörn. Bara eigin framleiðsla, kostar ekkert, örugglega betra fyrir umhverfið, og líklega jafneitrað. Góður plús fyrir fólk með söfnunaráráttu að bæta þessu í safnið. Ég veit um fólk sem hefur safnað naflakuski, og annað fólk sem safnaði tárum, en ekki ropufýlu. Plís steliði þessari hugmynd, og búiði svona tæki til.
Bibbi er að redda mér hvílíkt. Þegar maður vakir á nóttu (til að læra eða annað) er gott að vita af einhverjum öðrum sem er líka ekki sofandi, og að gera eitthvað. Í nótt vann ég ritgerð og Bibbi setti saman kommóðu og lagaði fullt til og allskonar. Svo spilar hann fullt af góðri tónlist, þetta er svaka fínt svona sem selskapur fyrir nátthrafna. Nú er bara tæp vika eftir af listaverkinu hans "Íbúðin". Um að gera að skella sér, og fylgjast með afrekum hans.

Engin ummæli: