Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, febrúar 11, 2009

ég er furðulega lost, eitthvað, á miðað við hvað ég er að lifa einfaldri tilveru núna. En hálf þjóðin er víst soldið lost líka, svo þetta er bara að ganga.
Markmið1: Mæta í jóga 3svar í viku, og líka í sund og gufu öðru hverju.
Markmið2: Sofna snemma og vakna snemma.
Markmið3: Minnka kaffi og auka te. Og fjölmargir aðrir markmiðar sem ég læt ekki uppi. Annars er ég skrifstofupía, og það er kúl. Er samt ekki enn farin að mæta í stuttu leðurpilsi/köflóttu ullarpilsi og nælonsokkabuxum, enda er of kalt í það enn.
Elvar breytti, nú er kringlótt borð í stofunni.
Ég er aftur orðinn sudoku-meistari, en það er soldið erfitt að sofna á kvöldin og því hef ég brugðið á það ráð að taka sudoku með uppí rúm. Snemma í háttinn, og ......allt of seint sofnuð.

Engin ummæli: