http://iceblah.typepad.com/mostly_music_lots_of_it_i/2011/12/icelandic-album-of-the-year-2011.html
Takk fyrir!
Leita í þessu bloggi
fimmtudagur, desember 15, 2011
Hellvar á Dillon, 16.des!
http://www.facebook.com/events/207013166046655/
Þetta er feisbúkk-linkur, sem segir öllum að fara á Dillon annað kvöld klukkan 21.30. Hellvar spilar fyrst órafmagnað, og svo rafmagnað, semsagt tvennir tónleikar í röð. Þarna verður hægt að gleðjast, hlæja, sötra drykk að eigin vali, kaupa geisladiska hljómsveitarinnar á betra verði, ja og nálgast hinn nýja órafmagnaða sem er ekki einu sinni til í neinni búð enn. Það voru gerð 200 eintök og um að gera að ná sér í allavega eitt. Aðalatriðið er þó að sjá Hellvar spila tvö ólík sett og bera svo saman. Hvaða útgáfa er flottari af laginu "Falsetto", hin rafmagnaða eða þessi sem notast við kassagítara? Er kántrí-útgáfan af "Women & Cream" að vinna rokkið, ja eða öfugt? Allt þetta annað kvöld á Dillon. Ekki missa af frábæru kvöldi. Hellvar lýkur spilamennsku fyrir miðnætti og þá tekur DJ Andrea Jónsdóttir við fyrir dansþyrsta...
http://www.facebook.com/events/207013166046655/
Þetta er feisbúkk-linkur, sem segir öllum að fara á Dillon annað kvöld klukkan 21.30. Hellvar spilar fyrst órafmagnað, og svo rafmagnað, semsagt tvennir tónleikar í röð. Þarna verður hægt að gleðjast, hlæja, sötra drykk að eigin vali, kaupa geisladiska hljómsveitarinnar á betra verði, ja og nálgast hinn nýja órafmagnaða sem er ekki einu sinni til í neinni búð enn. Það voru gerð 200 eintök og um að gera að ná sér í allavega eitt. Aðalatriðið er þó að sjá Hellvar spila tvö ólík sett og bera svo saman. Hvaða útgáfa er flottari af laginu "Falsetto", hin rafmagnaða eða þessi sem notast við kassagítara? Er kántrí-útgáfan af "Women & Cream" að vinna rokkið, ja eða öfugt? Allt þetta annað kvöld á Dillon. Ekki missa af frábæru kvöldi. Hellvar lýkur spilamennsku fyrir miðnætti og þá tekur DJ Andrea Jónsdóttir við fyrir dansþyrsta...
þriðjudagur, desember 06, 2011
Tími er afstæður. Þessa dagana er ég í fullkomnu tímaleysi. Fer ekki í tölvuna svo dögum skiptir, horfi aldrei á sjónvarp, stíg ekki upp í bíl, rétt kíki í blöðin. Hef lesið bækur, borðað mandarínur, hitti stundum engan í marga marga klukkutíma. Það er ótrúlega fínt. Mér leiðist aldrei, næstum aldrei. Smá á sunnudaginn, en svo fór ég að spila á gítar og samdi eitt lag. Það var gaman. Drekk gífurlega mikið te. Langar ekki í kaffi. Langar meira að vera slök en upptjúnuð, og kaffi er vissulega örvandi. Fæ mér nú samt earl grey-te stundum, það er smá koffein í því. Tala mjög lítið, tja eða minna en venjulega, sem reyndar þarf ekki að þýða mjög lítið (hahaahhahah). Ég er mikið í innri samræðum, í formi lita og hugmynda sem sumar eiga stundum ekki einu sinni orð til að túlka sig. Fór út og tók fullt af myndum af grýlukertum. Labba gríðarlega óskaplega mikið. Það er best. Ég fékk smá svona skilning á Reyni Pétri og Forest Gump áðan. Þar sem ég labbaði um Hveragerði þvera og endilanga með tónlist í eyrunum fannst mér allt í einu eins og ég gæti vel hugsað mér að labba bara af stað og hafa það eitt að takmarki að labba, þar til ég væri þreytt og þá myndi ég sofa og svo vakna og halda áfram að labba. Ég fann að það gæti ég auðveldlega gert akkúrat núna. Ég er einhvern veginn ekki að missa af neinu.
miðvikudagur, nóvember 30, 2011
þriðjudagur, nóvember 29, 2011
Í dag hef ég: Farið í jóga, farið í bakleikfimi, hitt sjúkraþjálfara, farið í nálastungu, farið í göngutúr og farið í slökun. Er á leið í sund og gufu. Á morgun á ég að: fara í sundleikfimi, fara í göngutúr, fara í sjúkranudd og fara í leirbað. Er furðulega ekki þreytt akkúrat núna, en á sunnudag og mánudag lagði ég mig á tveggja tíma fresti. Næ bara suðurland-fm og rás 1 í herberginu mínu, og fíla suðurland-fm vel. Áðan spiluðu þeir koverútgáfu af Rúdólf, með einhverri rokkgrúppu. Hver veit hvaða hljómsveit hefur koverað Þeysarana? Hveragerði er töff. Mjög rólegur bær, en alltaf skrýtið ljós út um allt eftir myrkur, út af öllum gróðurhúsunum. Á göngu minni um bæinn áðan gekk ég á hljóðið að bílskúrsbandi, sem var að spila "For whom the bell tolls" með Metallica. Frábærlega koverað, krakkar! Metnaðarfullt gítarsánd og svona. Ég lagði staðsetningu hússins á minnið og ef mér fer að leiðast mjög mikið get ég alltaf bankað upp á. Einhver í bandinu hlýtur að eiga heima þarna. Það skelfir mig miklu minna að eignast vini meðal tónlistarunglinganna í Hveragerði en meðal með-sjúklinga minna á Heilsustofnuninni í Hveragerði. Ég heiti Heiða og ég er unglingsstrákur!
laugardagur, nóvember 26, 2011
Woody Allen-myndin "Midnight in Paris" er kannski uppáhalds Allen-myndin mín, en auðvitað eru þær margar ótrúlega góðar. Ég og Elvar skelltum okkur í Bíó Paradís í gærkvöld, og það er allavega alveg örugglega skemmtilegasta kvikmyndahús Íslands. Ég er aðeins of ung til að hafa upplifað Fjalaköttinn, en þetta hlýtur að vera jafngott og það, ef ekki bara betra. Nú panta ég hérmeð að allir lesendur þessa bloggs sem ekki hafa enn prufað að fara á bíó í Bíó Paradís skelli sér fljótlega. Þar er nefnilega ekkert hlé, engar viðbjóðslega ömurlegar auglýsingar á undan, (spilaðar allt of hátt), hægt að kaupa almennilegt kaffi, kappútjínó, espressó og bara ú neim itt, og það er hægt að ábyrgjast að myndirnar sem eru sýndar þarna eru lang-flestar framúrskarandi. Ég er að íhuga að kaupa bara eitthvað svona árskort eða eitthvað, því svo er Bíó Paradís líka eina bíóið sem er rétt hjá heimili mínu, bara 7 mínútna gangur eða svo.....
En Woody Allen sem sagt, er að toppa sig í frábærlega sniðugu handriti, ásamt hinum venjulega skammti af ádeilu á "venjulega" fólkið. Þess má geta að Owen Wilson, aðalleikari myndarinnar, hjólaði næstum því á mig einu sinni þegar ég og Elvar vorum í Rómarborg. Ég er alveg svakalega ómannglögg og hefði ekki þekkt hann neitt, en Elvar kveikti. Við vorum að labba yfir gangbraut og mættum honum að hjóla yfir sömu gangbraut. Minnir að hann hafi sagt "sorry" við mig....Hann er góður í myndinni, sannfærandi sem bóhemískur rithöfundur sem hefur fengið drulluleið á öllu búllshittinu í kærustu sinni, vinum hennar og tengdó. 5 stjörnur frá mér, fyrir myndina, og Bíó Paradís fær 7 stjörnur af 5, fyrir að vera alveg rosalega æðislega frábært bíóhús sem ég elska af öllu hjarta!!!!!!!!!!!!!
En Woody Allen sem sagt, er að toppa sig í frábærlega sniðugu handriti, ásamt hinum venjulega skammti af ádeilu á "venjulega" fólkið. Þess má geta að Owen Wilson, aðalleikari myndarinnar, hjólaði næstum því á mig einu sinni þegar ég og Elvar vorum í Rómarborg. Ég er alveg svakalega ómannglögg og hefði ekki þekkt hann neitt, en Elvar kveikti. Við vorum að labba yfir gangbraut og mættum honum að hjóla yfir sömu gangbraut. Minnir að hann hafi sagt "sorry" við mig....Hann er góður í myndinni, sannfærandi sem bóhemískur rithöfundur sem hefur fengið drulluleið á öllu búllshittinu í kærustu sinni, vinum hennar og tengdó. 5 stjörnur frá mér, fyrir myndina, og Bíó Paradís fær 7 stjörnur af 5, fyrir að vera alveg rosalega æðislega frábært bíóhús sem ég elska af öllu hjarta!!!!!!!!!!!!!
þriðjudagur, nóvember 22, 2011
Ég og óliver fórum á Þór ekki þrívídd áðan. Það var bara eitthvað svo yndislegt að vera laus við þessi ömurlegu gleraugu úr fésinu að ég naut myndarinnar í botn. Það þarf nú bara að fara að stræka á þetta bévítans 3D. Þór í 2D var í Smárabíói og þegar myndinni lauk löbbuðum við út á strætóstöð og ákváðum að vera ekkert að bíða heillengi eftir tvistinum (tuttuguogeitthvað mín. í hann) heldur tókum nr. 28 sem rúntaði aðeins í kópavogi og stoppaði svo í Hamraborg. Þar tókum við fjarkann á Hlemm og löbbuðum svo niður Laugaveg með viðkomu í stórmarkaði til að kaupa í matinn. Ég áttaði mig á því á þessu ferðalagi öllu saman, með skemmtilegasta einstaklingi í heimi, hvað það þarf alls alls ekki að eiga bíl. það er alltaf undantekningalaust leiðinlegra ef maður keyrir. Þá hefðum við labbað úr bíóinu út í bíl og keyrt heim, með viðkomu í stórmarkaði þar sem ég hefði hlaupið inn og valið í kvöldmatinn og óliver ekki nennt inn og setið í bílnum og hlustað á útvarpið. Við fengum í dag bæði bíóferð og fullt fullt af annarri samveru, með tilheyrandi heimspekilegum samræðum og fyndnum hugmyndum og hlátrasköllum. Ef einhverjum finnst leiðinlegt að vera í strætó, ætti hann bara að prófa að koma í strætó með mér og Óliver. Það er sko ekkert leiðinlegt við það! Hver vill kaupa bílinn minn?
föstudagur, nóvember 18, 2011
miðvikudagur, nóvember 16, 2011
laugardagur, nóvember 12, 2011
Ný síða um Hellvar bætist í linka, það er það Hellvar-fanpage2. Auðvitað er Wim Van Hooste að sjá um hana og hefur teiknað gullfallega mynd af Hellvar eftir ljósmynd sem tekin var á útgáfutónleikunum okkar í haust. Þar má sjá báða bassaleikara Hellvar, hinn fráfarandi Sverri og núverandi Hauk Viðar, en þeir spiluðu meira að segja báðir á bassa í sumum lögunum á útgáfutónleikunum. Af mér er annars gott að frétta. Með harðsperrur í fingrum vegna gífurlega mikils gítarspils undanfarna daga. Hellvar tók upp órafmagnaða plötu á miðvikudag og fimmtudag og svo spiluðum við í beinni útsendingu á Rás2 á föstudag og svo á tónleikum á Paddy's á föstudagskvöld. Svaf svo sannarlega til hádegis í dag og fyrirhuguð er hjólaferð með viðkomu í ráðhúsi reykjavíkur og í sundi og gufu, og svo meira gítarspilerí og gleði eftir það.
þriðjudagur, nóvember 08, 2011
Hellvar var að gera plötu fyrir nokkrum vikum. Hún heitir "Stop that noise" og er ekki noise-plata, eins og nafnið bendir til. Hún er soldið rokkuð, en líka melódísk og líka allskonar bara. Það er búið að spila nokkur lög á rás2, eitt þeirra heitir Morceau de gayeté. Það er hægt að fara inn á síðu hjá ruv daglega og kjósa þetta lag áfram upp vinsældalistann þeirra. Svo er náttúrulega hægt að kaupa sér plötuna úti í búð, eða á gogoyoko.is. Á gogoyoko er líka hægt að hlusta á hana endurgjaldslaust, en svo fær maður auðvitað óstjórnlega löngun til að styrkja listamennina í Hellvar, og þá kaupir maður "Stop that noise". Já, þannig er það!
sunnudagur, október 30, 2011
Fór á uppvakningamyndir í gær, night of the living dead, ameríska, og les raison de la morte (the grapes of death). Meiriháttar gaman, og þessi franska er stórbrotin. Í dag eru það 2 ítalskar og ein önnur sem heitir white zombie, þar kemur bela lugosi fyrir og allt. þessar ítölsku eru svo spennandi: non si deve profanare il sonno dei morti (let sleeping corpses lie) og zombi2 (zombie flesh eaters). Í síðustu myndinni ætti uppvakningagleðin að ná hámarki, en hún er víst mjög blóðug....hú-ha. jibbííí´´ií!
fimmtudagur, október 27, 2011
Nú skal segja: Allt, vegna þess að ég hef ekki verið nógu dugleg að blogga hér, auðvitað er það alveg bannað að slá slöku við í bloggi. Ég er aftur með enga dagvinnu og því alein heima hjá mér stundum. Hélt upp á það í morgun með að semja lag, og lesa skáldsögu. Bæði gott. Svo er nú hjólaferð með góðri tónlist (þú ert ekki sá sem ég valdi, nýr diskur Gímaldin og félaga)framundan, líklega með happy ending, sem hjá mér er að hjóla fullt og enda svo í sundi og gufu....(hvað varst þú að hugsa að "happy ending" þýddi, hahahah perrinn þinn). Akranesferð á mánudag síðasta tókst með ágætum. Við gengum um bæinn, fórum í kaffiboð, og í sund. Heitir pottar þar eru örlítið of kaldir eða örlítið of heitir fyrir minn smekk samt. Kenning vinar okkar um að skagamenn séu svo miklir jaxlar að þeir þurfi ekki hita í kroppinn meikar sens. Hlakka nú gífurlega til að komast í heitapottinn í vesturbæjarlaug, sem mér finnst vera með fullkomnu hitastigi. Og bæði sánan og eimbaðið er svo gott, ó svo gott. Ég er gufuóð.
Í sund
Ég er gufuóð
Syng mitt gufuljóð
Vantar hitastig
í mig!
Grilljón gráðu kikk
sælubros mitt sikk
er ég fer á fund
við sund!
Í su-u-u-u-u-u-und
(syngist með sínu nefi)
Í sund
Ég er gufuóð
Syng mitt gufuljóð
Vantar hitastig
í mig!
Grilljón gráðu kikk
sælubros mitt sikk
er ég fer á fund
við sund!
Í su-u-u-u-u-u-und
(syngist með sínu nefi)
fimmtudagur, október 20, 2011
þriðjudagur, október 11, 2011
miðvikudagur, október 05, 2011
Nú er ég aldeilis að takast á við skemmtilegt verkefni, því ég er að kenna smá tónlist í nokkrar vikur. Ég kenndi 3 hópum af fjórðu bekkingum, (níu ára) í dag, og þau sungu með mér "Hún er alveg með'etta" með Friðriki Dór. Laaaaaaaaaaaangskemmtilegasta lagið, og þökk sé Óliver gat ég verið með það fyrst á geisladiski og við æft okkur þannig, og svo spilaði ég það á kassagítar og allir sungu með. Þetta tókst með mikilli prýði. Næst ætla ég að leyfa þeim að prufa alls kyns ásláttarhljóðfæri, það er að segja í næstu viku. Kannski kenni ég þeim eitthvað með Olgu Guðrúnu,..."Ryksugan á fullu"? Næsta þriðjudag fæ ég hins vegar 3 hópa af 6 og 7 ára börnum og ég held að það sé tilvalið að láta þau syngja "Prumpufólkið".
miðvikudagur, september 28, 2011
sunnudagur, september 25, 2011
Það er gott að sofa, gott að lesa, gott að drekka te í eldhúsi og spjalla við foreldra, gott að vera einn og hugsa og gera sudoku-þrautir. Þetta hef ég gert í rúmlega hálfan sólarhring. Fer bráðum út að viðra mig. Ætla að labba eða hjóla í sund og gufu. Vona að pabbi láni mér hjólið, þá get ég koverað stærra svæði. Kaffi er gott líka, búin að fá svoleiðis. Tímaleysi í foreldrahúsi, og fyndið, mér finnst eins og þessi sunnudagur sé laugardagur. Þá verður nú gaman á morgun þegar mér finnst eins og dagurinn í dag sé dagurinn í gær!
laugardagur, september 24, 2011
Google maps segja að það séu 13.7 kílómetrar út á álftanes og ég hjólaði fram og til baka í gær. Það eru því 27.4 kílómetrar. Ótrúlegt veður og hjólastígar alla leið. Fór meira að segja sitthvoru megin við umferðargötuna hvora leið, og þekki því núna fullt af fallegum litlum útivistasvæðum í kópavogi og garðabæ. Það er lúxus að hjóla og maður gerir sér svo mikið grein fyrir því að það er leiðin en ekki áfangastaðurinn sem skiptir máli. Farin í sund og gufu til að reyna að mýkja aðeins lík-amann. Svaf í 11 tíma í nótt, frá korter í ellefu til korter í tíu. Það var NÆÆÆÆÆÆÆÆÆS! Framundan: Æf með Hellvar, og á morgun annað Æf með Hellvar, því á miðvikudaginn nk. er þetta:
http://www.facebook.com/event.php?eid=280015998677789
(fyrir óáhugamenn um facebook, eru þetta útgáfutónleikar Hellvar á Gauki á Stöng, þann 28. september. Leikin verða lög af nýútkominni plötu, Stop that noise. Hljómsveitin Nolo hitar upp og byrjar leik sinn klukkan 10 um kveldið, en Hellvar tekur svo við. Þá mun eiga sér stað gjörningurinn "bassaleikaraskipti".
http://www.facebook.com/event.php?eid=280015998677789
(fyrir óáhugamenn um facebook, eru þetta útgáfutónleikar Hellvar á Gauki á Stöng, þann 28. september. Leikin verða lög af nýútkominni plötu, Stop that noise. Hljómsveitin Nolo hitar upp og byrjar leik sinn klukkan 10 um kveldið, en Hellvar tekur svo við. Þá mun eiga sér stað gjörningurinn "bassaleikaraskipti".
fimmtudagur, september 22, 2011
Hef farið að sofa um 11-leytið mjög oft og reglulega undanfarið. Þá er ég að vakna alveg bara útsofin um hálf-átta/átta-leytið. 9 tímarnir góðu eru enn við lýði. Ég hlakka til að komast að því hvort goðsögnin um að gamalt fólk þurfi minni svefn sé rétt. Ég væri alveg til í að eyða minna en einum þriðja úr sólarhring í bælinu, í stað rúmlega einum þriðja. Fann fyrir söknuði eftir Heidegger og mastersritgerðavinnu í fyrsta sinn í dag. Það er þó miklu álagi létt af mér. Held að ég sé bara orðin svo vön því að hafa allt allt of mörg járn í eldinum að ég höndli ekki að ráða auðveldlega við vinnulagið mitt. Það er þó gífurlega hollt að vakna óstressuð. Líkaminn minn er með allt stressið og streituna fasta í sér ennþá. Furðuverkir (ekki önnur plata með Ruth Reginalds) hafa búið um sig í útlimunum, svo nú er komið að því að hitta töfralækninn minn aftur. Hann sagði mér að mæta í dag, eftir vinnu. Hlakka til að láta pota í mig og hrista mig og skoppa mér í gólfið eins og skopparabolta, og vera svo bara ónýt og í klessu....Það er svooooo þess virði eftir á.
miðvikudagur, september 21, 2011
Það verður að fara að gera eitthvað í þessum hjólunarmálum, það er alveg ljóst. Verst hvað vinnan frá 10-2 brýtur upp lífið mitt, eða eins og skáldið sagði: "Life is killing my rock'n'roll". En saltið og grauturinn og allt það...Föstudagur ekki á morgun heldur hinn gæti þó verið góður hjóladagur. Búin í vinnu 2 og óliver á laugó um helgina, og ekki æfing hjá hellvar nema á laugardag og sunnudag. Ég panta því GOTT veður á föstudagseftirmiðdag. Kannski bara hjóla ég á álftanes, tja eða hvert á ég svo sem að hjóla? Það má ekki segja Keflavík samt, þarf að vera í aðeins betra formi fyrir það. Álftanes hefur reyndar það framyfir marga aðra kosti að þar er gífurlega gæðaleg gufa (3 g) sem er ákveðin gulrót í sjálfu sér. Öldusundlaugin er svo sem ókey líka, en meira svona skemmtun sem maður vill njóta með Óliver, enda höfum við fengið nokkur hlátusköst oní henni. Svo væri hægt að bjóða sér í kaffi á bessastaði eftir sund. Hvað ætli Óli og Dorrit myndu segja ef ég mætti nú með Hellvar-disk til að gefa þeim? Ætli það megi bara droppa inn á bessastaði? Hef aldrei komið þangað...
miðvikudagur, september 14, 2011
sunnudagur, september 11, 2011
Allt í einu finnst mér eitthvað voðalega gaman að vakna á morgnanna og fara að skrifa. Við það að taka gjörsamlega pásu á Heidegger í mánuð er ég með smá svona spenning fyrir miðvikudeginum, en þá þarf ég að kynna ritgerðina mína, erindi upp á ca. 10 mínútur, sem betur fer fyrir luktum dyrum. Ég verð svona eins og stundakennari, en munurinn er sá að nemendurnir mínir eru 3 og vita allir þúsund sinnum meira um efnið en ég (eða það ímynda ég mér allavega). Ég hef þó sjaldan orðið kjaftstopp og það er með því hugarfari sem ég fer inn í þessa vörn. Ég veit helling, en aðalatriðið er að muna hvar hvað er í hvaða bók, svo ég geti flett upp á réttum stað og sagt: "Jú víst, sjáiði það stendur hér". Í gær tók ég til í eldhúsinu og gerði fullkomna skrifstöðu (nýyrði: aðstöðu til skrifta). Aðstaðan gæti líka kallast skrifhús, eins og skrifstofa en þar sem eldhúsið er notað er það skrifhús. Minnir líka á bænhús. Hús er flottara en herbergi. Af hverju heitir svefnherbergi ekki svefnhús? Allt verður einhvern veginn þýðingarmeira í húsi sem er inni í húsi. Herbergi, það er bara einhver kytra sem maður kúldrast í. Vaknaði aftur í morgunn en hóf nú strax að skrifa í skrifhúsinu og er komin með sæmilegasta inngang, fer yfir mun á tveimur höfuðritum Heidegger og svona. Nú þarf ég bara að útskýra kenninguna hans sem ég er að skrifa um, og eitthvað svona meira... Hef líka þriðjudag til að skrifa, sem og fyrri hluta miðvikudags, en vörnin er klukkan 15.00.
þriðjudagur, september 06, 2011
Ég er með aulahæl, (þann vinstri) sem er dofinn og leiðinlegur, alveg síðan ég missteig mig og tognaði í lok febrúar 2011. Var búin að gleyma að það var nokkurn tímann eitthvað að meðan ég var í hitanum í útlandinu, það hefur greinilega góð áhrif á aulahæla að vera í hita, en nú er konstant verkur og mér líður eins og gamalli konu, fyrir utan auðvitað að vera alltaf í rokkstuði og líta út eins og unglingur ;-). En hællinn, hann er dofinn og aumur, og þrátt fyrir að reyna að maka "sore no more" á hann áður en ég fer að sofa, er mér bara alveg hreint ótrúlega íllt. Nú spyr ég lesendur mína: Hvað er til ráða til að lækna hælaverk og doða? Ég er alltaf í gufu og heitum böðum þannig að þetta er ekki skortur á dúlleríi við fætur mínar. Ég geng líka í prýðis-skóm (converse nýjum, eða dr. martens, til skiptis) þannig að ekki er um að kenna lélegu skótaui. Fótaverkjatengd ráð óskast!
mánudagur, ágúst 29, 2011
Það er ekki laust við að það sé bara stórfínt að vera komin heim á Bergstaðastræti. Ferðabakterían mín er svo sannarlega fullnægð og til í að leggjast í dvala fram á næsta ár. Þar er þó ekki þar með sagt að ég leggist í neinn dvala, enda er mastersvörn á dagskrá einhvern tíma á næstunni, spilerí m. Hellvar á föstudaginn 2. sept í keflavík,Ljósanótt í kef. allan laugardaginn 3. sept, með tilheyrandi tækjum og blöðrum og kandíflosi og yndislegum Óliver sem geislar í mannfjölda eins og móðir sín. Svo er það að kynna plötu eins og maníusjúklingur, plötuna "Stop that noise" sem gæti rétt eins dottið inn í lok þessarar viku, ef vindar eru hagstæðir. Annars er það næsta vika. Við þurfum að koma henni að, og ef einhver sem les þetta telur sig geta hjálpað til með það, með einum eða öðrum hætti, þá er það vel þegið. Hellvar spilar í öllum stærri og minni samkundum, rafmagnað eða órafmagnað, og getum jafnvel verið með töfrabrögð milli laga ef farið er fram á. Jájá, ókey, það þarf að kynna þennan disk og hljómsveitina Hellvar, svoleiðis er það bara. Svo er ég líklega að fá fína vinnu í nokkra tíma á dag, meira um það síðar, er það skýrist. Svakalega er margt að gerast og til að toppa allt, yndislegt hjól mitt sem beið þolinmótt eftir mér á meðan ég var í BNA að spila, er viljugt til hjólatúra og geislar af gleði, enda hef ég hjólað eitthvað alla daga nema einn, eftir að ég kom heim.
miðvikudagur, ágúst 24, 2011
Komin til Íslands, ekki samt alla leið heldur hálfa, þ.e.a.s. til Keflavíkur. Búin að sofa og fara í sund og gufu í dag. Jú, og horfa á tvo þætti af Andri á flandri, sem er nokkuð skemmtilegt bara. Þar sem ég svaf frá 9 í morgun til 4 í dag þarf ég að taka á honum stóra mínum til að sofna á eftir. Vona að það verði fyrir 3am því þá er ég góð í að vakna svona kannski um 10-leytið. Viktaði mig í sundi: Tvö og hálft kíló í plús frá ameríku, og samt borðaði ég ekkert nammi eða kjöt. Drakk hins vegar mikið af rótarbjór og alls kyns sætu gosi, já og borðaði hvítt hveiti þar sem það er stundum ómögulegt að fá nokkuð annað en pizzasneiðar eða annað jukk, þegar maður er á vegum úti. Uppgötvanir ferðarinnar: Toronto, Guave-ávöxturinn, Vihno verde (portúgalskt ferskt vín), Roberta Flack, Kanadíska ríkisútvarpið, http://www.cbc.ca/, líka frans/kanadíska stöðin Espace Musique: http://www.radio-canada.ca/espace_musique/. Enduruppgötvaði kynni mín við hina frábæru Hudson-borg og alla vini mína þar, og fór einnig allt of stutta ferð til stóra eplisins, og gisti þar í Nolita-hverfinu sem er á milli Little italy og No-ho. Ég hefði ekkert á móti því að búa á Manhattan, eða í Brooklyn, en Toronto kemur einnig mjög sterk inn sem stórborg sem er samt manneskjuleg og fjölskylduvæn. Þú finnur það sem þú vilt, en getur auðveldlega bara tjillað og gert haft það gott með fjölskyldunni. Ég er með smá Toronto-dellu núna.
Uppgötvun heimkomunnar: Hvað það er gott að fara í sund og gufu og hve ég saknaði þess mikið. Og hvað ég hlakka til að fara út að hjóla...mmm.
Uppgötvun heimkomunnar: Hvað það er gott að fara í sund og gufu og hve ég saknaði þess mikið. Og hvað ég hlakka til að fara út að hjóla...mmm.
sunnudagur, ágúst 21, 2011
Hudson, sweet Hudson. Eftir að hafa keyrt að nóttu til á þjóðvegum bandaríkjanna og stoppað á truckstoppum á miðnætti, finnst mér ég geta allt. Þreytt en kát. Á leið út að borða á Daba, kveðjumatur þar, því það er lokað á sunnudögum og á mánudagsmorgunn förum við. Fáum far til Albany og tökum Greyhound-rútu til Boston. Eins og segir í Billy Joel-laginu New York state of mind: "I'm taking a Greyhound, on the Hudson river line".
Adios!
Adios!
miðvikudagur, ágúst 17, 2011
Sit á kaffihúsi í Toronto og blogga. Pabbi minn vakti mig hér áðan klukkan hálf-ellefu á lókaltíma, (já, sumarfrí geta verið einmitt um það að sofa þar til maður vaknar, sérstaklega ef maður er 9 ára að verða 10, og elskar að sofa), og pabbi minnti mig á yfirvofandi upplýsingaþyrrð ef ekkert væri bloggað. Það kláraðist svona 800 króna inneign á hálfri mínútu, svo ég held að pabbi hafi hárrétt fyrir sér, og pabbi minn, ég var alveg búin að sofa nóg, engar áhyggjur ;-)
Það sem hefur á daga okkar drifið síðustu vikuna eða svo er svo yfirdrifið mikið að ég veit vart hvar skal byrja. Song vinkona okkar og maður hennar Cameron komu til Hudson þann 11. ágúst, í tæka tíð til að sjá okkur spila á Ruby's í smábænum Freehold. Hún var í skóla rétt þar hjá og þekkir því alls kyns falin vötn og læki þar sem hægt er að baða sig. Ég og Elvar og Óliver nutum góðs af því og böðuðum okkur tvisvar úti í náttúrunni. Svo keyrðum við til Rhineback, einn smábær í upsteitinu, röltum um og tókum myndir og keyrðum á eldgamlan diner og alls kyns. Við ákváðum að taka ekki bílaleigubíl fyrr en á mánudaginn 15. ágúst, og vorum því í Hudson á laugardag síðasta, en þá var verið að halda Hudson music fest í fyrsta sinn (annað festival en Hudson River Front sem Rob er búinn að sjá um í nokkur ár). Þetta er fullt af litlum sviðum sem er dreift um allan bæ, og lókal jafnt sem aðkomutónlistarmenn að spila í görðum og á torgum, jafnvel búið að setja upp svið á einum róluvelli! (það væri góð hugmyndfyrir ísland, að spila á róluvöllum, foreldrar að hlusta og börnin að leika sér, og svo snýst það kannski við, börnin hlusta og foreldrarnir fara að róla). Við tókum svo bíl á leigu á mánudag og keyrðum fyrst upp til Rochester, þar sem tívolígarðurinn Seabreeze er. Þangað keyrðum við eftir gps-tæki, sem var snilld, komum þangað um 4-leytið og vorum til ca. 9, sem sagt. Keyrðum þá á hótel sem heitir "Super 8", hótel sem ég hafði fundið adressuna á online, en ekki getað bókað á síðunni þeirra, því formið viðurkenndi ekki að það væri til land sem heitir Iceland. Við bara treystum á að það væru herbergi, enda leit þetta út fyrir að vera "in the middle of nowhere" og meira svona mótel en fancy, (nóttin fyrir okkur 3 kostaði 70 dollara með inniföldum morgunmat). Þetta gekk glimrandi, enda mánudagskvöld og svona, og það fyndna er: Við vorum bara komin inn í eina bygginguna upp á velli. Gengum beint inn á Keilissvæðið, sem er í úthverfi bæjarins Rochester! Svona er heimurinn lítill. Þar sváfum við vel og sofnuðum yfir 60 sjónvarpsstöðum (fyrsta sjónvarp sem við horfum á í usa þetta skiptið) og vöknuðum hress um 9. Eftir morgunmat var adressa Birkis í Toronto, Kanada slegin inn í gps-tækið og eins og hendi væri veifað vorum við á leið til Kanada. (Þess má geta að Rochester-úthverfið lítur í dagsbirtu út eins og iðnaðarhverfið í Hafnarfirði, þarna hinum megin við götuna frá KFC). Já, við keyrðum og stoppuðum á "service-aria" á Interstate-inu, þar sem pizzusneiðarnar bragðast allar eins, sama frá hverjum þær eru. Óliver stóð sig eins og sú ofurhetja sem hann er, enda var hann vel birgður af nýjasta æðinu, "Comic books" sem hann les á ensku eins og að drekka vatn. Hvílíkur snillingur! Hann var líka vel sáttur við tívolí dagsins áður, svo þetta var í lagi. Lékum okkur að því að keyra þennan sparneytna smábíl (Hyundai Accent, svipaður að stærð og Corolan okkar). Keyrðum bæði, og ég sat meira að segja við stýrið þegar við fórum yfir landamærin til Kanada, þannig að nú hef ég keyrt á milli landa sjálf við stýrið. Kanadísku landamæraverðirnir voru yndislegir og sáu að við vorum bara fyrirmyndafjölskylda í fríi, og því fórum við í gegn eftir bara 3 eða 4 spurningar og okkur bara óskað góðrar skemmtunar í Kanada. Það er víst margra klukkustunda prósess að komast til baka til Bandaríkjanna, samt, við gerum bara ráð fyrir rúmum tíma í það. Svo hér sit ég, í Toronto, á kaffihúsi sem serveraði rosalegan tvöfaldan soya-latte, þann besta sem ég hef fengið í allri ferðinni. Toronto er tvímælalaust falleg og spennandi stórborg, og hefur svona "það er allt hérna" tilfinninguna sem ég fæ í New York-borg. Verðum hér í dag, og eigum jafnvel að taka upp eitt eða tvö lög fyrir einhverja tónlistarsíðu sem Birkir er að vinna fyrir einhvern tíma í kvöld. veit því miður ekkert um þetta, þær upplýsingar eru ekki komnar, ég bara mæti ef af þessu verður. Svo er markaður sem við ætlum á, Kensington-market heitir hann. Svo er strönd, og little portugal og little japan og little italy og china og ég veit ekki hvað og hvað. Little iceland er samankomið í húsinu sem Birkir býr í, en þar búa nokkur eintök. Ætlum að koma við í Buffalo og Niagara Falls á leið heim á fimmtudag eða föstudag. Það er tívolígarðurinn Martins Fantasy Island sem á hug okkar allan, og ef við höfum tíma kíkjum við kannski á fossinn líka. Annars erum við nýbúin að sjá Dettifoss og hann var nokkuð impressive bara. Allt er í hinu besta lagi. Ástarkveðjur til ykkar, elsku foreldrar, og til ykkar hinna sem nenntu að lesa allan þennan texta!
Það sem hefur á daga okkar drifið síðustu vikuna eða svo er svo yfirdrifið mikið að ég veit vart hvar skal byrja. Song vinkona okkar og maður hennar Cameron komu til Hudson þann 11. ágúst, í tæka tíð til að sjá okkur spila á Ruby's í smábænum Freehold. Hún var í skóla rétt þar hjá og þekkir því alls kyns falin vötn og læki þar sem hægt er að baða sig. Ég og Elvar og Óliver nutum góðs af því og böðuðum okkur tvisvar úti í náttúrunni. Svo keyrðum við til Rhineback, einn smábær í upsteitinu, röltum um og tókum myndir og keyrðum á eldgamlan diner og alls kyns. Við ákváðum að taka ekki bílaleigubíl fyrr en á mánudaginn 15. ágúst, og vorum því í Hudson á laugardag síðasta, en þá var verið að halda Hudson music fest í fyrsta sinn (annað festival en Hudson River Front sem Rob er búinn að sjá um í nokkur ár). Þetta er fullt af litlum sviðum sem er dreift um allan bæ, og lókal jafnt sem aðkomutónlistarmenn að spila í görðum og á torgum, jafnvel búið að setja upp svið á einum róluvelli! (það væri góð hugmyndfyrir ísland, að spila á róluvöllum, foreldrar að hlusta og börnin að leika sér, og svo snýst það kannski við, börnin hlusta og foreldrarnir fara að róla). Við tókum svo bíl á leigu á mánudag og keyrðum fyrst upp til Rochester, þar sem tívolígarðurinn Seabreeze er. Þangað keyrðum við eftir gps-tæki, sem var snilld, komum þangað um 4-leytið og vorum til ca. 9, sem sagt. Keyrðum þá á hótel sem heitir "Super 8", hótel sem ég hafði fundið adressuna á online, en ekki getað bókað á síðunni þeirra, því formið viðurkenndi ekki að það væri til land sem heitir Iceland. Við bara treystum á að það væru herbergi, enda leit þetta út fyrir að vera "in the middle of nowhere" og meira svona mótel en fancy, (nóttin fyrir okkur 3 kostaði 70 dollara með inniföldum morgunmat). Þetta gekk glimrandi, enda mánudagskvöld og svona, og það fyndna er: Við vorum bara komin inn í eina bygginguna upp á velli. Gengum beint inn á Keilissvæðið, sem er í úthverfi bæjarins Rochester! Svona er heimurinn lítill. Þar sváfum við vel og sofnuðum yfir 60 sjónvarpsstöðum (fyrsta sjónvarp sem við horfum á í usa þetta skiptið) og vöknuðum hress um 9. Eftir morgunmat var adressa Birkis í Toronto, Kanada slegin inn í gps-tækið og eins og hendi væri veifað vorum við á leið til Kanada. (Þess má geta að Rochester-úthverfið lítur í dagsbirtu út eins og iðnaðarhverfið í Hafnarfirði, þarna hinum megin við götuna frá KFC). Já, við keyrðum og stoppuðum á "service-aria" á Interstate-inu, þar sem pizzusneiðarnar bragðast allar eins, sama frá hverjum þær eru. Óliver stóð sig eins og sú ofurhetja sem hann er, enda var hann vel birgður af nýjasta æðinu, "Comic books" sem hann les á ensku eins og að drekka vatn. Hvílíkur snillingur! Hann var líka vel sáttur við tívolí dagsins áður, svo þetta var í lagi. Lékum okkur að því að keyra þennan sparneytna smábíl (Hyundai Accent, svipaður að stærð og Corolan okkar). Keyrðum bæði, og ég sat meira að segja við stýrið þegar við fórum yfir landamærin til Kanada, þannig að nú hef ég keyrt á milli landa sjálf við stýrið. Kanadísku landamæraverðirnir voru yndislegir og sáu að við vorum bara fyrirmyndafjölskylda í fríi, og því fórum við í gegn eftir bara 3 eða 4 spurningar og okkur bara óskað góðrar skemmtunar í Kanada. Það er víst margra klukkustunda prósess að komast til baka til Bandaríkjanna, samt, við gerum bara ráð fyrir rúmum tíma í það. Svo hér sit ég, í Toronto, á kaffihúsi sem serveraði rosalegan tvöfaldan soya-latte, þann besta sem ég hef fengið í allri ferðinni. Toronto er tvímælalaust falleg og spennandi stórborg, og hefur svona "það er allt hérna" tilfinninguna sem ég fæ í New York-borg. Verðum hér í dag, og eigum jafnvel að taka upp eitt eða tvö lög fyrir einhverja tónlistarsíðu sem Birkir er að vinna fyrir einhvern tíma í kvöld. veit því miður ekkert um þetta, þær upplýsingar eru ekki komnar, ég bara mæti ef af þessu verður. Svo er markaður sem við ætlum á, Kensington-market heitir hann. Svo er strönd, og little portugal og little japan og little italy og china og ég veit ekki hvað og hvað. Little iceland er samankomið í húsinu sem Birkir býr í, en þar búa nokkur eintök. Ætlum að koma við í Buffalo og Niagara Falls á leið heim á fimmtudag eða föstudag. Það er tívolígarðurinn Martins Fantasy Island sem á hug okkar allan, og ef við höfum tíma kíkjum við kannski á fossinn líka. Annars erum við nýbúin að sjá Dettifoss og hann var nokkuð impressive bara. Allt er í hinu besta lagi. Ástarkveðjur til ykkar, elsku foreldrar, og til ykkar hinna sem nenntu að lesa allan þennan texta!
fimmtudagur, ágúst 11, 2011
Er að fara að hitta vinkonu, Song, á morgun. Hún kemur og ætlar að hanga í nokkra daga og fara með okkur um svæðin sem hún þekkir hér um slóðir. Spilum á stað sem heitir Ruby's í bænum Freehold annað kvöld. Ætlum svo bara að tjilla. Það er annars að frétta að ég fór í mína fyrstu fótsnyrtingu /padicure í fyrradag. Ótrúlega gaman, sat í nuddstól og svo voru borin á mig 4 krem og nuddað og endað á að naglalakka. Dekur fyrir allan peninginn (30 dali). Dreypi á guðaveigunum rótarbjór þegar ég kemst í eitthvað almennilegt, nenni ekki A&W sem er til alls staðar. Einn í kæli núna sem ég keypti í pakistananæturbúllu fyrr í kvöld, kem með komment á morgun. Er öll út í moskítóflugubitum á neðanverðum fótleggjum og sjálfum fótunum. Þær bíta bara þar, því ég er með armband á hægri handlegg sem virðist virka, ætti að eiga annað til að hafa á fótleggnum. Það er lyktin sem armbandið gefur frá sér sem flugurnar hata, en þær eru greinilega ekki of lyktnæmar, ná alveg að njóta þess að sjúga mitt unaðslega blóð þegar þær eru langt frá hendinni sem ber armbandið. Erum að spá í að leigja bíl og keyra upp til Toronto á sunnudag, með viðkomu í tívolígarði rétt hjá Grand Canyon, og gista þar hjá og halda svo áfram til Toronto. Toronto er víst afar svalur og jafnframt fjölskylduvænn og yndislegur staður. Hlakka til. Allt er voðalega yndislega gaman.
mánudagur, ágúst 08, 2011
Fór til Woodstock. Fékk smá gæsahúð þegar ég rölti um bæinn og það var verið að spila góða tónlist alls staðar, og fólk að spila á trommur í miðbænum (allir velkomnir að koma með sína trommu og taka þátt), og góð stemmning og gott veður, og brosandi fólk. Það var vissulega mikill túrismi þarna, og þau gera alveg út á að vera tónlistarbærinn woodstock, en hey, hversu kúl er allavega sá túrismi? Það er alveg gjörsamlega miklu skemmtilegra en "lundabúðirnar" sem finnast um alla reykjavík eins og stendur. Woodstock er kúl.
laugardagur, júlí 30, 2011
Jæja börnin góð, þá er komið að því. Örlítið fréttabréf með því helsta sem á daga okkar hefur drifið í ameríku.
Við flugum til Boston og bílaleigubílar voru uppseldir svo við redduðum hóteli eina nótt. Lestarferð daginn eftir frá Boston til Hudson, og þá var vöruflutningalest að fara um sem lestin okkar þurfti að bíða eftir. Lestarferðin okkar var því 6 og hálfur tími fyrir 255 kílómetra leið. Mér skilst að lestarkerfið sé í lamasessi...einkavæðingin hefur rústað því. Borðuðum á Daba á fimmtudag í síðustu viku. Tjilluðum endalaust mikið á föstudag, og svo komu sverrir og óli á laugardag. við æfðum á sunnudag, mánudag og þriðjudag. Á þriðjudagskvöldinu fórum við í útvarpsviðtal hjá mjög skemmtilegum náunga sem heitir Daniel Seward sem fer fyrir tilraunahljómsveitinni Bunnybrains og rekur plötubúðina John Doe Records. Við spiluðum nokkur lög þar og svo voru tónleikar niðri við ánna á miðvikudagskvöld. Ég og Óliver erum líka búin að fara einu sinni að synda í vatni rétt hjá, og þar sáum við frosk! Svo voru órafmagnaðir tónleikar á Spotty Dog á föstudagskvöld, í gærkvöld sem sagt. Þeim var útvarpað í beinni og hægt er að hlusta hér:
http://archive.free103point9.org/2011/07/Hellvar_SpottyDog_20110729.mp3
Ég var ekki alveg að átta mig á því að þetta væri læf, hélt að það ætti bara að taka tónleikana upp og spila seinna, og því segi ég nú víst bæði "shit" og "fuck" þarna einhvers staðar. Hressandi, en þar sem þetta er lítil lókal-stöð rekin af vinahópi, fremur en eitthvað stórt batterí á ég líklega ekki yfir höfði mér lögsókn....
Í dag ætla ég að tjilla og svo spilum við á tónleikum í kvöld í Chatham á stað sem heitir Peint o'grwr, og er með rótarbjór á krana! Rótarbjórinn mun því renna ljúft ofaní mallakútinn minn í kvöld. Já, svo er Farmer's market hér ofan í götunni á laugardögum og ég ætla að kíkja aðeins þangað og kaupa grænmeti og ávexti og brauð. Síjúleiter alligeiter.
Við flugum til Boston og bílaleigubílar voru uppseldir svo við redduðum hóteli eina nótt. Lestarferð daginn eftir frá Boston til Hudson, og þá var vöruflutningalest að fara um sem lestin okkar þurfti að bíða eftir. Lestarferðin okkar var því 6 og hálfur tími fyrir 255 kílómetra leið. Mér skilst að lestarkerfið sé í lamasessi...einkavæðingin hefur rústað því. Borðuðum á Daba á fimmtudag í síðustu viku. Tjilluðum endalaust mikið á föstudag, og svo komu sverrir og óli á laugardag. við æfðum á sunnudag, mánudag og þriðjudag. Á þriðjudagskvöldinu fórum við í útvarpsviðtal hjá mjög skemmtilegum náunga sem heitir Daniel Seward sem fer fyrir tilraunahljómsveitinni Bunnybrains og rekur plötubúðina John Doe Records. Við spiluðum nokkur lög þar og svo voru tónleikar niðri við ánna á miðvikudagskvöld. Ég og Óliver erum líka búin að fara einu sinni að synda í vatni rétt hjá, og þar sáum við frosk! Svo voru órafmagnaðir tónleikar á Spotty Dog á föstudagskvöld, í gærkvöld sem sagt. Þeim var útvarpað í beinni og hægt er að hlusta hér:
http://archive.free103point9.org/2011/07/Hellvar_SpottyDog_20110729.mp3
Ég var ekki alveg að átta mig á því að þetta væri læf, hélt að það ætti bara að taka tónleikana upp og spila seinna, og því segi ég nú víst bæði "shit" og "fuck" þarna einhvers staðar. Hressandi, en þar sem þetta er lítil lókal-stöð rekin af vinahópi, fremur en eitthvað stórt batterí á ég líklega ekki yfir höfði mér lögsókn....
Í dag ætla ég að tjilla og svo spilum við á tónleikum í kvöld í Chatham á stað sem heitir Peint o'grwr, og er með rótarbjór á krana! Rótarbjórinn mun því renna ljúft ofaní mallakútinn minn í kvöld. Já, svo er Farmer's market hér ofan í götunni á laugardögum og ég ætla að kíkja aðeins þangað og kaupa grænmeti og ávexti og brauð. Síjúleiter alligeiter.
fimmtudagur, júlí 21, 2011
http://www.ruv.is/topp30http://www.blogger.com/img/blank.gif
Elsku hjörtun mín, kjósiði nú Hellvar-I should be cool einu sinni á dag um ókomna framtíð. Er á leið upp á flugvöll til usa í mánuð og kynning á Hellvar-tónlist verður því í netheimum en ekki í sýnilegheitum á tónleikum eða öðru líkamlegu. Það er í ykkar höndum að þetta lag fái að hljóma og hljóma þar til allir syngja hástöfum með:
"I should be cool when I think of you
think of you, but I am blue.
I should be cool but instead I'm blue,
I miss you, when I think of you."
Elsku hjörtun mín, kjósiði nú Hellvar-I should be cool einu sinni á dag um ókomna framtíð. Er á leið upp á flugvöll til usa í mánuð og kynning á Hellvar-tónlist verður því í netheimum en ekki í sýnilegheitum á tónleikum eða öðru líkamlegu. Það er í ykkar höndum að þetta lag fái að hljóma og hljóma þar til allir syngja hástöfum með:
"I should be cool when I think of you
think of you, but I am blue.
I should be cool but instead I'm blue,
I miss you, when I think of you."
þriðjudagur, júlí 19, 2011
Harry Potter hefur nú verið borinn saman í tví- og þrívídd af mér. Ég tel mig ekki vera sérlegan áhugamann um þrívíddarbíó, en fannst reyndar Avatar helvíti góð í þrívídd, og fannst manni maður vera að fá eitthvað aukreitis út úr upplifuninni. Það sama er varla hægt að segja um Potter og félaga. Myndin er á allan hátt drungaleg enda er efnið alls ekki neitt gamansamt. Harry, Ron og Hermione eru því mun meira sannfærandi í gömlu góðu tvívíddinni. Ég sat reyndar frekar framarlega á þeirri sýningu og upplausn bíótjaldsins gerði upplifunina því mjög "muddy" en það jók kannski bara á óhugnaðinn. Þannig að: Tvívídd: kúl, þrívídd: prump, Bókin: best!
Svo eru núna 2 dagar í að við förum til BNA og verðum í mánuð. Það er nú soldið skemmtilegt. Ég á reyndar eftir að þrífa íbúðina, pakka niður, þvo bílinn, prómótera soldið plötu, setja í nokkrar vélar og fara í klippingu....en hey, 2 dagar.....hahahhahahahahahah. Platan okkar, Stop that noise, er rétt ókomin og lagið "I should be cool" er næsta smáskífulag af henni. Hér er fhttp://www.blogger.com/img/blank.gifréttatilkynning og upplýsingar um giggin á ensku:
Hellvar is just releasing their new album Stop that Noise and is
touring New York in the end of July - Beginning of August.
July 27th @ Hudson Water music concert Series - Hudson, NY.
July 28th @ The Drowned Monkey - Cunning NY
July 29th @ Spotty Dog (acoustic gig) - Hudson, NY.
July 30th @ Peint 'o Grwr - Chatham, NY
August 3rd @ Goodbye Blue Monday, Brooklyn, NY.
Hellvar - I should be cool
http://www.youtube.com/watch?v=SeAdeu_Bf3Q
Svo eru núna 2 dagar í að við förum til BNA og verðum í mánuð. Það er nú soldið skemmtilegt. Ég á reyndar eftir að þrífa íbúðina, pakka niður, þvo bílinn, prómótera soldið plötu, setja í nokkrar vélar og fara í klippingu....en hey, 2 dagar.....hahahhahahahahahah. Platan okkar, Stop that noise, er rétt ókomin og lagið "I should be cool" er næsta smáskífulag af henni. Hér er fhttp://www.blogger.com/img/blank.gifréttatilkynning og upplýsingar um giggin á ensku:
Hellvar is just releasing their new album Stop that Noise and is
touring New York in the end of July - Beginning of August.
July 27th @ Hudson Water music concert Series - Hudson, NY.
July 28th @ The Drowned Monkey - Cunning NY
July 29th @ Spotty Dog (acoustic gig) - Hudson, NY.
July 30th @ Peint 'o Grwr - Chatham, NY
August 3rd @ Goodbye Blue Monday, Brooklyn, NY.
Hellvar - I should be cool
http://www.youtube.com/watch?v=SeAdeu_Bf3Q
laugardagur, júlí 16, 2011
Vá, ég hef ekki bloggað í meira en 2 vikur. Það er sökum anna. Lög ferða hafa hugtekið mig. Flug Eistna og fleirra. Var að sjá Harry Potter. Get ekki beðið að sjá hana aftur. Hef ekki orð til að lýsa henni. 3D er rusl samt. Fer aftur í bara venjulegt bíó, sem nú er kallað 2D því það er komið eitthvað hærra. Það að lesa venjulegar bækur er þá líka 2D lestur, með tilkomu Kindle og rafrænum útgáfum í I-pad og allt það. Ég er 2D-manneskja. Ég þarf ekki þriðju víddina búna til fyrir mig, því ég er sjálf í þrívídd og því verður þrívíddin til í huga mér. Þarf að sjá H.P. strax aftur, helst án hlés. Ætli það sé hægt að skora á Bíó Paradís að hafa hana hlélausa fyrir fólk sem lítur ekki á bíóferðir sem afsökun til að úða í sig sætindum?
Síjúleiteraligeiter.
Síjúleiteraligeiter.
miðvikudagur, júní 29, 2011
fimmtudagur, júní 23, 2011
laugardagur, júní 18, 2011
Í gær fengum við fólk í garðveislu sem hófst klukkan 2200 og lauk klukkan 0300. Varðeldinum var við haldið allan tímann, og furðulegt að hann hékk þurr í næstum allan gærdag og gærkvöld, þrátt fyrir að það væri sautjándi júní. semsagt, viðraði vel til varðeldaveislna (hvað eru mörg v í því?). Einn veislubúinn bauð upp á afnot af 4 manna kúlutjaldi með himni sem er víst létt að tjalda, og ég er að spá í að take him up on his offer síðar í sumar, júlí kannski. Ef það er ekki þungt ætla ég að hjóla með það, svefnpoka og mat einhvert út í buskann. hvalfjörður, hvað er maður lengi þangað? er kannski betra að byrja bara á einhverju stuttu, mosfellssveit, er hægt að tjalda þar einhversstaðar? hvar er næsti foss við reykjavík? þar væri ég til í að tjalda, það er nefnilega svo gott að heyra í rennandi vatni í tjaldútileigu. svo er alveg spurning um að redda sér bara einsmannstjaldi og fara alein í svona ævintýraferð. hef aldrei á ævinni hjólað ein eitthvert og bara tjaldað og dvalið ein í náttúrunni. kannski kominn tími til, orðin fertug og svona. hahahaha. orðið "fertug" lýsir ekki því hugarástandi og þeirri innri stemmningu sem ég er í núna. svooooooooooooo skrýtið.
þriðjudagur, júní 14, 2011
Fór til alicante, barcelona og valencia á spáni. allt æðislegt. kom til íslands og viku síðar fór ég (um hvítasunnuhelgina) til víkur, kirkjubæjarklausturs og laugarvatns. komum heim í fyrradag, sunnudag. nú er ég heima en hef farið í endalausar hjólaferðir um reykjavík þvera og endilanga. stoppa bara á kvöldin til að horfa á bíómyndir heima og svona. ég er með ferðaflugu í hausnum og væri helst til í að fara með tjald og svefnpoka og smá mat ein út í sveit á hjólinum mínu (ok, reyndar bara ef ég væri viss um að það myndi ekki rigna...sem er aldrei öruggt). en mig langar ótrúlega mikið að vera á ferðinni. ferðaferðaferðaóð. já, bara svona að segja ykkur frá því.
miðvikudagur, júní 08, 2011
sunnudagur, júní 05, 2011
Dreymdi á ensku í nótt. Var á frumsýningu a bíómynd eftir Beggu vinkonu og ég sá um tónlistina. Ég spilaði smá á gítar í frumsýningarpartýinu, og woody allen kom til mín eftir giggið. Sagðist fíla tónlistina og spurði hvað hljómsveitin héti. "it's called fish pit" svaraði ég. "if you turn it around it can be piss fit". "that's clever!" svaraði hann. Ég og woody allen. Góður draumur.
þriðjudagur, maí 31, 2011
Vorum ad koma til Valencia rett adan, akvadum ad vera einum degi lengur i Barcelona, that var svo gaman. Bjuggum a Plaza Universidad og a Plaza Catalunya eru aktivistabudir med ponkurum fra ollum heiminum, alveg aedislegt i alla stadi. Thar var alvoru public library thar sem madur skradi bara i stilabok that sem madur vildi fa lanad og svo skiladi madur i sidasta lagi eftir tvo daga. eg fekk bok sem heitir Europe on a shoestring og hjalpadi hun mer til ad finna flott og odyrt hostel i midbae Valencia, rett hja einhverjum risamardadi sem er i minutugongufaeri. Nu bydum vid i lobbyinu eftir ad herbergid se tilbuid og svo aetlum vid a markadinn. strondin eftir thad, hugsa eg. hlakka til ad uppgotva valencia, og her eru lika aktivistabudir, tharf ad finna thaer. jibby.
þriðjudagur, maí 24, 2011
ég er ekki bara að breytast í búddista, heldur líka í a-manneskju. ég vakna útsofin klukkan átta á morgnanna, að því gefnu að ég sé örugglega sofnuð fyrir miðnætti, helst klukkan ellefu. já, ég er 9-tíma-svefns-manneskja, og verð að sætta mið við það. ef ég fer að sofa klukkan 2 am (sem mér finnst reyndar afar sjarmerandi tími sólarhrings) þá er ég ekki útsofin fyrr en í fyrsta lagi klukkan tíu, og nær ellefu. bara barn. svo fór ég í sjoppu í gær og fékk mér pylsu með öllu nema pylsunni (brauð með öllu) og maðurinn í sjoppunni sagði að síðasti viðskiptavinur sem hefði fengið sér svona hefði verið undir tveggja ára...kids stuff! það er ég. brennandi spurning dagsins: ætli verði flogið til spánar á fimmtudag?
fimmtudagur, maí 19, 2011
miðvikudagur, maí 18, 2011
...er að vinna í því að lengja tímann, auka mínútufjöldann, sem ég skil kenningar Heidegger fullkomlega. 6 dagar í síðustu viku í stanslausar æfingar og komnir 3 í þessari, ætli ég nái ekki að koma mínútunum upp í 4 fyrir næstu helgi?...heppin að það er ekki selt inn í þjóðarbókhlöðuna, og að mér finnst hún yndislegasti staður á jarðríki þessa dagana, enda sit ég hjá búddabókahillunni. er að spá í að gerast búddisti...
mánudagur, maí 16, 2011
Jæja, nú veit ég það sem skiptir máli við að skilja mig. Ég er með kenningu: Allir vita að höfuðkúpubein barna eru mýkri (til að komast út við fæðingu) og þau harðna ekki fyllilega fyrr en við kynþroska, á unglingsárunum. Til er fólk sem heldur því fram að þegar höfuðkúpan er fyllilega hörð og hvergi lengur mjúk svæði, þá njóti heilinn ekki lengur sama blóðflæðis og hann gerði fyrr, því aðdráttarafl jarðar togi blóðið niður og hörð höfuðkúpan komi í veg fyrir að þrýstingur blóðsins sé jafn um allan heila, líka uppi í toppi. Þetta fólk framkvæmir aðgerðir sem á ensku kallast "Trepanation", hér má lesa allt um þær. Allavega, semsagt ég er að lesa Heidegger á bókasafninu, og er eitthvað að nudda á mér höfuðið til að einbeita mér og slaka á, og þá bara finn ég eins og línu sem fer frá hægra gagnauganu mínu og langt uppeftir höfuðkúpu, þar sem hún hverfur. Vinstra megin er ekki samskonar lína (eða ætti ég að segja nokkurs konar gjá eða op milli tveggja hluta af höfuðkúpunni?). Ég veit ekki til þess að ég hafi farið í lóbótamíu (en það er ekki að marka...ég myndi kannski einmitt ekki muna það), svo mér er alls ókunnugt um það hvers vegna þessi gjá er þarna, og hvort hún hafi yfir höfuð (no pun intended) alltaf verið þarna, eða hvort hún er nýtilkomin.
Kenning mín er þó sú, að vegna hennar sé ég ekki fyllilega fullorðin, því ég hafi ennþá allt það blóðflæði í heilanum sem barn hefur venjulega, og ÞAÐ útskýrir ansi margt í mínum karakter. Svo er önnur pæling: Bara hægra megin og ekki vinstra megin? Hvernig var þetta með hægra og vinstra heilahvelið, hvort stjórnaði listrænunni og hvort rökhugsuninni? Var það heimspekin sem sprengdi á mér hægri hlið höfuðkúpunnar eða var það tónlistin? Er einhver með svör???
Kenning mín er þó sú, að vegna hennar sé ég ekki fyllilega fullorðin, því ég hafi ennþá allt það blóðflæði í heilanum sem barn hefur venjulega, og ÞAÐ útskýrir ansi margt í mínum karakter. Svo er önnur pæling: Bara hægra megin og ekki vinstra megin? Hvernig var þetta með hægra og vinstra heilahvelið, hvort stjórnaði listrænunni og hvort rökhugsuninni? Var það heimspekin sem sprengdi á mér hægri hlið höfuðkúpunnar eða var það tónlistin? Er einhver með svör???
miðvikudagur, maí 11, 2011
http://www.youtube.com/watch?v=BVd0rMyUTU8
Þetta lag er svo ótrúlega flott, og sérstaklega á frummálinu, albönsku. Hún er meiriháttar söngkona og þetta lag er miklu miklu betra en krútt-lagið frá sviss og (sorry to say it) okkar kæra íslenska lag. Ég er eflaust í miklum minnihluta í dag, eins og svo oft áður, en ég hélt virkilega með þessari gellu. Nettur bond-fílingur í viðlaginu og hún er bara með frábæra rödd! Hins vegar komst annað lag sem ég held upp á áfram og það er Tron-rokkið frá Georgíu:
Búningarnir eru eins og úr Tron-myndinni, en söngkonan hljómar eins og "female James Hetfield" og svo er karl að rappa á georgísku (rússnesku?). Eigiði góðan dag!
Þetta lag er svo ótrúlega flott, og sérstaklega á frummálinu, albönsku. Hún er meiriháttar söngkona og þetta lag er miklu miklu betra en krútt-lagið frá sviss og (sorry to say it) okkar kæra íslenska lag. Ég er eflaust í miklum minnihluta í dag, eins og svo oft áður, en ég hélt virkilega með þessari gellu. Nettur bond-fílingur í viðlaginu og hún er bara með frábæra rödd! Hins vegar komst annað lag sem ég held upp á áfram og það er Tron-rokkið frá Georgíu:
Búningarnir eru eins og úr Tron-myndinni, en söngkonan hljómar eins og "female James Hetfield" og svo er karl að rappa á georgísku (rússnesku?). Eigiði góðan dag!
laugardagur, maí 07, 2011
fimmtudagur, maí 05, 2011
Ég er að komast í lærugír aftur en bara hægt. Opna bók og loka aftur. Labba í skólann og hugsa. Finn orðin safnast fyrir inn í mér, í litla hrúgu. Hvenær verður lítil hrúga stór? Hellvar spilar á morgun á faktorý. Snemma-ish,við erum annað band á svið um hálf-ellefu. Er að blogga úr gemsanum mínum. Stuð.
þriðjudagur, maí 03, 2011
Í kvöld er ég að spila á mínu fyrsta trúbadoragiggi í heillangan tíma. Það er á Rósenberg og byrjar stundvíslega klukkan 9. Fyrst spila ég mitt, svo spilar Maggi Eiríks sitt og svo syng ég lög eftir hann og hann lög eftir mig. Þetta verður svo gaman, það er ekki spurning. En úti er appelsínugul birta og hún kemur af einhverju heitu, hnöttóttu fyrirbæri sem ég man ekki lengur hvað heitir. Alls ekki óþægilegt að liggja úti með lokuð augun og láta þetta fyrirbæri ylja sér aðeins. Veit einhver eitthvað um þetta?
miðvikudagur, apríl 27, 2011
laugardagur, apríl 23, 2011
Það er bloggað á hlaupum, enda allt að gerast og það mikið af því. Fórum á Snæfellsnes á mið (sáum helga og hljóðfæraleikaranna, snillingar), keyrðum á Ísafjörð á skírdag, ferðin greið, við glöð. Föstudagurinn langi var ekkert sérlega lengi að líða, og gönguferð um ísafjörð í gærmorgunn var gleðilegri en ég gat ímyndað mér. Gærkvöld, á Aldreifórégsuður, sáum Sóley, Prinspóló og Valdimar. Heim í osta og smá rauðvínsdreiti. Sofnaði fyrir miðnætti, eins og á miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Gönguför fjölskyldunnar um stræti Ísafjarðar í morgun var full af ævintýrum, og nú erum við á leið í sánu í Bolungarvík með sætum feðgum. Meiri ævintýr!
föstudagur, apríl 15, 2011
Hér er allt um Reykjavík Musik Mess sem byrjar í kvöld. Ekki það að þetta hafi ekki fengið prýðilega umfjöllun í fjölmiðlum undanfarið en aldrei er góð skvísa of oft riðin...eða eitthvað svoleiðis. I dare you, komiði á þessa gleðihátíð, með alveg kleeeeeeeeeeekkkuðu lænöppi:
http://reykjavikmusicmess.com/
Hellvar spilar á laugardagskvöld klukkan níu, í Norrænahúsinu. Æfðum áðan úti í Höfnum. Það var 5 metra há ölduhæð, og við fórum öll saman fyrir æfinguna og skoðuðum öldurnar niðri við bryggju, eins og túristar, ja þ.e.a.s. öll nema Óli. Hann hefur búið í Höfnum og séð þetta allt. Stundum verður ölduhæðin 8-9 metrar, sagði hann. Hafnir eru skrýtnasta pleis á Íslandi, og HAM gerði lag um bæinn, og nú æfir Hellvar þar. Tja, ég sver ég hefði ekki getað kokkað upp eins skemmtilegan hlut sjálf, þetta eru örlögin að verki, ég er að segja ykkur það.
Nú tekur föstudagsflipp við, og svo alveg þráðbeint á ská upp í Norræna hús þar sem Prinspóló byrjar að spila klukkan korter yfir átta samkvæmt þessari dagskrá:
http://reykjavikmusicmess.com/img/RMM_Web_Schedule_8.4.jpg
Núna hefurðu ENGA afsökun fyrir því að koma ekki, þú getur alla vega ekki sagt að ég hafi ekki sagt þér frá þessu.
Norrænahúsið og Nasa um helgina. Sjáumst þar og þar.
http://reykjavikmusicmess.com/
Hellvar spilar á laugardagskvöld klukkan níu, í Norrænahúsinu. Æfðum áðan úti í Höfnum. Það var 5 metra há ölduhæð, og við fórum öll saman fyrir æfinguna og skoðuðum öldurnar niðri við bryggju, eins og túristar, ja þ.e.a.s. öll nema Óli. Hann hefur búið í Höfnum og séð þetta allt. Stundum verður ölduhæðin 8-9 metrar, sagði hann. Hafnir eru skrýtnasta pleis á Íslandi, og HAM gerði lag um bæinn, og nú æfir Hellvar þar. Tja, ég sver ég hefði ekki getað kokkað upp eins skemmtilegan hlut sjálf, þetta eru örlögin að verki, ég er að segja ykkur það.
Nú tekur föstudagsflipp við, og svo alveg þráðbeint á ská upp í Norræna hús þar sem Prinspóló byrjar að spila klukkan korter yfir átta samkvæmt þessari dagskrá:
http://reykjavikmusicmess.com/img/RMM_Web_Schedule_8.4.jpg
Núna hefurðu ENGA afsökun fyrir því að koma ekki, þú getur alla vega ekki sagt að ég hafi ekki sagt þér frá þessu.
Norrænahúsið og Nasa um helgina. Sjáumst þar og þar.
mánudagur, apríl 11, 2011
Rólegheita-mánudagur með streptókokkasmitbera. Er búin að vaska upp og fá mér morgunmat og setja viskustykki og tuskur á suðu. Nú horfi ég á "Upp" með Óliver. Ljóni hæstánægður að það sé einhver með teppi á náttfötum svo dögunum skipti heima hjá honum. Hlustaði á Pere Ubu, fyrstu plötuna yfir uppvaskinu, er að fá algera dellu fyrir þessari plötu. Ætla út að labba á eftir og prufa röð á okkar plötu, og tek kannski í lokin aftur hlustun á Pere Ubu. O o o upp er svo sorgleg...
föstudagur, apríl 08, 2011
fimmtudagur, apríl 07, 2011
Ég hef lesið margar greinar með og á móti icesave og hef enn ekki myndað mér endanlega skoðun. Veit að eins er farið fyrir mörgum öðrum svo nú ætla ég að fá alvöru hjálp: Frá TAROT-spilunum mínum. Ég dreg fyrst eitt spil sem táknar útkomu ef kosið er JÁ og svo eitt spil sem táknar útkomu ef kosið er NEI. Hér hafiði það:
JÁ-spilið er spil númer XIV, Gyðjan Yemana, sem táknar jafnvægi, en það kom á hvolfi. Merking spilsins: Imbalance. Inability to find peace within or with others. Lack of moderation./Ójafnvægi. Óhæfi til að finna innri frið eða frið með öðrum. Skortur á hófsemi/stillingu.
NEI-spilið er Drottning í mynt. Merking spilsins: Fertility, possibly parenthood. Creating prosperity and harmony. Beauty, wealth, the home. Regality./Frjósemi, möguleg umönnun. Að skapa velmegun og jafnvægi. Fegurð, auður, heimilið. Ríki.
Þetta er deginum ljósara, og kom frá algerlega hlutlausum Gyðju-tarotspilastokki, svo ykkur ætti ekki að verða meint af þessu.
JÁ-spilið er spil númer XIV, Gyðjan Yemana, sem táknar jafnvægi, en það kom á hvolfi. Merking spilsins: Imbalance. Inability to find peace within or with others. Lack of moderation./Ójafnvægi. Óhæfi til að finna innri frið eða frið með öðrum. Skortur á hófsemi/stillingu.
NEI-spilið er Drottning í mynt. Merking spilsins: Fertility, possibly parenthood. Creating prosperity and harmony. Beauty, wealth, the home. Regality./Frjósemi, möguleg umönnun. Að skapa velmegun og jafnvægi. Fegurð, auður, heimilið. Ríki.
Þetta er deginum ljósara, og kom frá algerlega hlutlausum Gyðju-tarotspilastokki, svo ykkur ætti ekki að verða meint af þessu.
þriðjudagur, apríl 05, 2011
Sit á Súfistanum fyrir ofan Mál og Menningu á laugavegi og verð að viðurkenna að það er gott að vera á kaffihúsi á netinu. Síðan við fengum net heima hef ég vanrækt kaffihúsaferðir því maður getur bloggað, lesið og svarað pósti og gert þessar helstu nauðsynjar heima. Letiblóð mitt hefur greinilega reiknað dæmið út og fengið út að kaffihús krefðist hreifingar og hún væri öþörf. Gleymdi að biðja um soja-latte og fékk því venjulega mjólk útí, eflaust þá fyrstu í ár eða svo. Er ekkert að fá í magann neitt, en rosalega er kúamjólk vond eitthvað á miðað við sojamjólkina...skýtið hvað siðir og venjur manns geta gjörbreyst. Það er nóg að gera hér, setið á öllum borðum og ég er svo heppin að hafa náð borði við gluggann (nauðsynlegt) því þá getur maður svona aðeins tékkað á umferðinni á Laugavegi þegar maður er ekki að skoða netið. Svo er náttúrulega rúsínan í sojapylsuendanum: Öll tímaritin sem hægt er að næla sér í úr búðinni niðri og lesa sér að kostnaðarlausu. Það hefur náttúrulega engin heilvita manneskja tök á að kaupa sér breskt glanstímarit á 1900 kall, og maður les það líka bara einu sinni, ja eða ég geri það allavega. Hef samt búið mér til hefð að kaupa alltaf eitt tískublað til að lesa í flugvél þegar ég fer til útlanda. Það er góð hefð, eitthvað svona auka að láta sig hlakka til þegar maður situr í flugvél. Stundum eru öll tískublöðin of heiladauð (lesist: ekkert persónuleikapróf sem höfðar til mín auglýst á forsíðu) og þá hef ég keypt músikblað í staðin. Stundum er fínt að lesa Q, en mér fannst það nú ekkert spes þegar ég tékkaði á því um daginn. Minnir að Wire sé frekar skemmtilegt og það fylgdi allavega einu sinni stundum með því diskur með "upcoming" böndum. Leiðbeinandi minn fyrir ritgerð sagði mér að prófdómari hefði nú ritgerð mína undir höndum og væri að lesa hana yfir. Svo þurfum við að hittast og þá verð ég grilluð á teini yfir hægum eldi heimspekinnar. Sem er hið besta mál, þar sem ég held að ég hafi aldrei átt í vandræðum með að tala. Í gær svaf ég frá átta um kvöldið til ellefu, vaknaði þá og vakti til um tvö og sofnaði svo aftur og svaf til átta. Fór á fætur og naut morgunstundar með fjölskyldunni og svo fóru þeir í vinnu og skóla og ég skreyddist upp í rúm og svaf frá svona tíu til hálf-tólf. Núna er ég syfjuð....Hvað er í gangi? Reyndar er fóturinn að bögga mig og ég finn ekki til þegar ég er sofandi svo líkaminn sækir í verkjalaust ástand....
sunnudagur, apríl 03, 2011
fór í kassagítarspartý í eldhúsi í reykjavík, söng í marga klukkutíma og elvar spilaði á gítar. langt síðan ég hef gert svoleiðis, leið eiginlega svolítið eins og ég hefði farið í tímavél aftur um svona 15 ár eða svo. Æðislegt band vann músiktilraunir, Samaris! Gaman að því. Á næsta ári verða 30. músiktilraunirnar haldnar. Óliver var að koma af fótboltamóti sem hann tók þátt í á Laugarvatni, skoraði 3 mörk í einum leik! Amma hans gaf honum Star Trek-mynd í verðlaun. Við ætlum út að borða með honum í kvöld. Fallegt veður í Þingholtunum, heiður himinn og logn. Ég var í fótabaði í klukkutíma áðan, heitar fætur=glaðar fætur. Það þarf að þrífa þessa íbúð. Vorhreingerning verður gerð bráðlega, ef það kemur vor, þ.e.a.s.
miðvikudagur, mars 30, 2011
Las það einhvers staðar að internetið væri bara bóla, sem myndi springa. Bloggið hefur margoft verið dauðadæmt, og síðustu fréttir herma að facebook muni bara endast í sirka 5 ár í viðbót því japanir séu ekkert of spenntir fyrir þeim vef. Spurt er: Hvað er það sem maður gerir þegar maður fer á netið sem ekki er "hægt" að gera öðruvísi?
Þetta er vitleysisleg spurning, því auðvitað fara bréfasamskipti nútímans fram í gegn um rafpóst, það veit hver heilvita maður og meira að segja mamma mín er farin að skrifa rafpóst. En það er ennþá HÆGT að senda venjulegt sendibréf, og ég fékk einmitt eitt í síðustu viku, það fyrsta á árinu, frá mjög skrítinni þýskri pennavinkonu minni sem hefur örugglega aldrei kveikt á tölvu. Hún sendi mér einmitt ljósmyndir í bréfinu, svona rétt eins og maður sendir myndir í viðhengi í rafpósti. Gaman að því. Jæja hvað svo? Maður fer á facebook, sem er þvæluvefur þar sem allir eru að segja onelænera og vinir að "læka" það. Vissulega er hægt að hringja bara í vini og fá sama fídbakk, en onelænerarnir myndu aldrei komast eins víða og símreikningurinn yrði dýrari...en það er HÆGT, svo mikið er víst. (plús það að meiri hluti þess sem sagt er á facebook þarf enginn og vill enginn vita hvort eð er svo...).
Gott og vel. Það sem ég geri oft á netinu og sonur minn er mér sammmála í því er að fara á jútjúb, og skoða myndbönd. Já, þar er komin spennandi fídus, því sjónvarpið er ekki að sinna sínu hlutverki í myndbandaspilun, eins mikið og vinsældir myndbanda virðast alls ekki vera í rénun. En auðvitað ætti að vera svoleiðis þáttur eða þættir á íslenskum stöðvum, og svo er hægt að fá sér aðgang að VH1 og MTV og það gerði maður auðvitað hér áður fyrr. (ég var með aðgang að fjölvarpinu í lok 10. áratugarins til að geta horft á VH1 og tekið upp á spólur, og líka til að sjá súmóglímuna á Europort, mmmmmm nostalgía). Nú eru öll lög í heimi aðgengileg á jutúb, sem verður að teljast minn uppáhaldsvefur,....en hann gæti misst sig líka ef maður hefði sjónvarpsstöðvar sem tæku hlutverk sitt alvarlega og sinntu menningu sem skyldi.
Svo er það heimabankinn. Jáá, segja flestir, hann er nú alveg nauðsynlegur. Svo finnst mér allavega, og hef notað hann óspart síðan tja 2002/3 eitthvað svoleiðis held ég. Var að hitta vin minn í gær, sem fussaði og sveijaði yfir heimabönkum. Sagði að hann notaði aldrei slíkt (tek fram hann er yngri en ég, ekki gamall maður). Sagðist ekki finna sig í þessu dæmi, notaði þá aldrei. Hann tekur bara út kasj og notar það....jahá, fer í banka semsagt, svona eins og í gamla daga....Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst það mjög sjarmerandi ennþá, og gleðst alltaf pínu þegar bankar og pósthús eru á todo-listum mínum.
Næsta sem er vinsælt net-dundur er blogg. Ég hóf að blogga árið 2003, soldið seint en á undan bloggbylgjunni íslensku með tilheyrandi moggabloggum og því öllu. Ég blogga enn á sama stað (hér) enda trúi ég ekki á að skipta reglulega um neitt nema íverustaði. Á alveg föt í 20 ár, og nota enn sama heimasímanúmer og gsmnúmer og ég fékk fyrst, og hjá sama símafyrirtæki líka.
En allavega, blogg er útdautt, nema kannski hjá dagbókarskrifandi og sendibréfasendandi einstaklingum eins og mér. Ég gæti átt dagbók, en ég veit að þá væri ég ekki eins dugleg að skrifa í hana. Hvers vegna? Jú, vegna þess að það er fídbekkið frá fólki sem les, sem heldur í manni blogglöngun. Ég hef eignast bloggvini, bæði íslenska og erlenda, suma hef ég aldrei séð, aðrir dúkka upp og þá er maður ofsa glaður að sjá hvernig viðkomandi lítur út. Þannig að það lítur út fyrir að blogg sé það fyrsta sem ekki er hægt að gera nema á netinu. Hvað meira gerir fólk á netinu? Leitar heimilda í ritgerðir...Ok, þar er netið að valta yfir allt sem áður var, ég viðurkenni það. Hefði engan veginn, í alvöru, getað gert mastersritgerðina mína á þennan hátt, nema út af netinu. Fólk skrifaði alveg ritgerðir fyrir net en öll heimildavinna fór fram á bókasöfnum og stundum tók það óratíma að panta heimildir milli safna. Man aðeins eftir þessu, en netið var komið á fullt áður en ég fór að gera langar ritgerðir, svo ég get ekki talað af fullkominni reynslu. Samt: Netið hefur bætt þetta mörg hundruð prósent. Niðurstaða: Internetið er til að blogga og finna heimildir í heimildaritgerðir. Allt anna er hægt að gera á annan hátt.
Þetta er vitleysisleg spurning, því auðvitað fara bréfasamskipti nútímans fram í gegn um rafpóst, það veit hver heilvita maður og meira að segja mamma mín er farin að skrifa rafpóst. En það er ennþá HÆGT að senda venjulegt sendibréf, og ég fékk einmitt eitt í síðustu viku, það fyrsta á árinu, frá mjög skrítinni þýskri pennavinkonu minni sem hefur örugglega aldrei kveikt á tölvu. Hún sendi mér einmitt ljósmyndir í bréfinu, svona rétt eins og maður sendir myndir í viðhengi í rafpósti. Gaman að því. Jæja hvað svo? Maður fer á facebook, sem er þvæluvefur þar sem allir eru að segja onelænera og vinir að "læka" það. Vissulega er hægt að hringja bara í vini og fá sama fídbakk, en onelænerarnir myndu aldrei komast eins víða og símreikningurinn yrði dýrari...en það er HÆGT, svo mikið er víst. (plús það að meiri hluti þess sem sagt er á facebook þarf enginn og vill enginn vita hvort eð er svo...).
Gott og vel. Það sem ég geri oft á netinu og sonur minn er mér sammmála í því er að fara á jútjúb, og skoða myndbönd. Já, þar er komin spennandi fídus, því sjónvarpið er ekki að sinna sínu hlutverki í myndbandaspilun, eins mikið og vinsældir myndbanda virðast alls ekki vera í rénun. En auðvitað ætti að vera svoleiðis þáttur eða þættir á íslenskum stöðvum, og svo er hægt að fá sér aðgang að VH1 og MTV og það gerði maður auðvitað hér áður fyrr. (ég var með aðgang að fjölvarpinu í lok 10. áratugarins til að geta horft á VH1 og tekið upp á spólur, og líka til að sjá súmóglímuna á Europort, mmmmmm nostalgía). Nú eru öll lög í heimi aðgengileg á jutúb, sem verður að teljast minn uppáhaldsvefur,....en hann gæti misst sig líka ef maður hefði sjónvarpsstöðvar sem tæku hlutverk sitt alvarlega og sinntu menningu sem skyldi.
Svo er það heimabankinn. Jáá, segja flestir, hann er nú alveg nauðsynlegur. Svo finnst mér allavega, og hef notað hann óspart síðan tja 2002/3 eitthvað svoleiðis held ég. Var að hitta vin minn í gær, sem fussaði og sveijaði yfir heimabönkum. Sagði að hann notaði aldrei slíkt (tek fram hann er yngri en ég, ekki gamall maður). Sagðist ekki finna sig í þessu dæmi, notaði þá aldrei. Hann tekur bara út kasj og notar það....jahá, fer í banka semsagt, svona eins og í gamla daga....Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst það mjög sjarmerandi ennþá, og gleðst alltaf pínu þegar bankar og pósthús eru á todo-listum mínum.
Næsta sem er vinsælt net-dundur er blogg. Ég hóf að blogga árið 2003, soldið seint en á undan bloggbylgjunni íslensku með tilheyrandi moggabloggum og því öllu. Ég blogga enn á sama stað (hér) enda trúi ég ekki á að skipta reglulega um neitt nema íverustaði. Á alveg föt í 20 ár, og nota enn sama heimasímanúmer og gsmnúmer og ég fékk fyrst, og hjá sama símafyrirtæki líka.
En allavega, blogg er útdautt, nema kannski hjá dagbókarskrifandi og sendibréfasendandi einstaklingum eins og mér. Ég gæti átt dagbók, en ég veit að þá væri ég ekki eins dugleg að skrifa í hana. Hvers vegna? Jú, vegna þess að það er fídbekkið frá fólki sem les, sem heldur í manni blogglöngun. Ég hef eignast bloggvini, bæði íslenska og erlenda, suma hef ég aldrei séð, aðrir dúkka upp og þá er maður ofsa glaður að sjá hvernig viðkomandi lítur út. Þannig að það lítur út fyrir að blogg sé það fyrsta sem ekki er hægt að gera nema á netinu. Hvað meira gerir fólk á netinu? Leitar heimilda í ritgerðir...Ok, þar er netið að valta yfir allt sem áður var, ég viðurkenni það. Hefði engan veginn, í alvöru, getað gert mastersritgerðina mína á þennan hátt, nema út af netinu. Fólk skrifaði alveg ritgerðir fyrir net en öll heimildavinna fór fram á bókasöfnum og stundum tók það óratíma að panta heimildir milli safna. Man aðeins eftir þessu, en netið var komið á fullt áður en ég fór að gera langar ritgerðir, svo ég get ekki talað af fullkominni reynslu. Samt: Netið hefur bætt þetta mörg hundruð prósent. Niðurstaða: Internetið er til að blogga og finna heimildir í heimildaritgerðir. Allt anna er hægt að gera á annan hátt.
miðvikudagur, mars 23, 2011
föstudagur, mars 18, 2011
Las í fréttablaðinu að einhver Rebecca Black væri að slá í gegn með slöppu lagi sem kallast "friday". Hún er bara 13 ára og 13 milljónir manns hafa horft á myndbandið á youtube:
http://www.youtube.com/watch?v=CD2LRROpph0
Youtube er sniðugur vefur vegna svona hluta. Allir geta sett það sem þeir vilja inn og leikið sér. Eftir að hafa horft á þetta myndband (sem er í sjálfu sér ekkert alslæmt, en svona bara soldið unglingaflipp eitthvað) fór ég í smá rannsóknarvinnu og fann þetta frábæra "kover" af sama lagi:
http://www.youtube.com/watch?v=9FISHEO3gsM
Nú er hægt að dæma hvort lagið er flottara!!!
http://www.youtube.com/watch?v=CD2LRROpph0
Youtube er sniðugur vefur vegna svona hluta. Allir geta sett það sem þeir vilja inn og leikið sér. Eftir að hafa horft á þetta myndband (sem er í sjálfu sér ekkert alslæmt, en svona bara soldið unglingaflipp eitthvað) fór ég í smá rannsóknarvinnu og fann þetta frábæra "kover" af sama lagi:
http://www.youtube.com/watch?v=9FISHEO3gsM
Nú er hægt að dæma hvort lagið er flottara!!!
mánudagur, mars 14, 2011
Ég hef lengi verið áhugamaður um "bestu blönduna", sem er brauðsneið með allskonar góðu ofaná, helst einhverju ólíku sem maður blandar ekki venjulega. Nú held ég að ég hafi náð þessu: Brauð með rúsínum frá brauðhúsinu í grímsbæ (auðvitað hvíthveitilaust), ristað. Reyktur lax ofaná, svo sneiðar af búra-osti, svo léttsósa með steinselju og graslauk frá salathúsinu. bara þetta. ekki flókið, en þarna bara gerðist eitthvað. feitur ostur, feitur reiktur fiskur, rúsínur í brauði með stökkri ristaðri skorpu og ferskleiki jógúrtsósunnar með graslauknum og steinseljunni. Ég get hætt að leita...
sunnudagur, mars 13, 2011
Streetlife serenader
Never sang on stages
Needs no orchestration
Melody comes easy
Midnight masquerader
Shoppin' center heroes
Child of Eisenhower
New world celebrator
Streetlife serenaders
Have such an understanding
How the words are spoken
How to make the motions
Streetlife serenaders
Have no obligations
Hold no grand illusions
Need no stimulation
Midnight masqueraders
Workin' hard for wages
Need no vast arrangement
To do their harmonizing
föstudagur, mars 04, 2011
fimmtudagur, mars 03, 2011
þriðjudagur, mars 01, 2011
nú er það jógaátak til að koma líkama mínum í lag. vinstri hliðin er eitthvað biluð svo jóga og mikið af því getur jafnað það út. fór á fimmtudag í prufutíma í kramhúsið (labba í 2 mín. og þá er ég komin í jóga, hvílíkur tíma- og peningasparnaður) og leist vel á. fór svo í gær og var að koma úr tíma tvö í þessari viku áðan. stefni á hádegistíma á morgun, mið. og svo kvöldtíma á fimmtudag. þá hef ég farið 4 daga í röð. hvíli svo fös. lau. sun, fer bara í gufu og svoleiðis þá. þetta plan ætti að styrkja stoðkerfið svo ég sé ekki alltaf svona slöpp og aum og með endalausa verki og furðulegheit. áfram jóga, áfram ég!
mánudagur, febrúar 28, 2011
Það er enginn mánudagur á þessum bæ, en samt ansi furðulegt veðurfar. Snjór, sól, bjart, dimmt, og allt í bland. Fuglarnir í trjánum fyrir utan gluggana mína í stofunni og eldhúsinu eru vægast sagt ringlaðir og vita ekki hvort þeir eru að fara eða koma. Það minnir mig á gamla klám-limru.
There was an old man from Kent
He had such a prick that it bent
To save him some trouble
He kept it double
So instead of coming, he went.
Jamm, krakkar mínir. Margt í mörgu. Fór á Svarta svaninn á laugardagskveld, hún er ógleymanleg! Minnti mig reyndar á sjoppu með sama nafni, sem var á Rauðarárstíg til fjölda ára. Sakna hennar. Vann meira að segja eitt sumar þar, þegar sjoppan sú var enn stórveldi með grilli, ísbúð, vídeóleigu og sjoppu. Fannst skemmtilegast að vinna í vídeóleiguhlutanum, næst skemmtilegast í venjulegu sjoppunni, þriðja skemmtilegast var grillið og leiðinlegast var ísbúðin. Það er rugl-leiðinlegt að þrífa ísvélar. Í dag gæti ég alls ekki hugsað mér að vinna á grilli eða í ísbúð, þar sem ég ét hvorki kjöt né ís. Horfi hins vegar mikið á góðar kvikmyndir. Talandi um slíkar, er í svo gífurlegu bíóstuði, langar mikið í kvöld. Anyone?
There was an old man from Kent
He had such a prick that it bent
To save him some trouble
He kept it double
So instead of coming, he went.
Jamm, krakkar mínir. Margt í mörgu. Fór á Svarta svaninn á laugardagskveld, hún er ógleymanleg! Minnti mig reyndar á sjoppu með sama nafni, sem var á Rauðarárstíg til fjölda ára. Sakna hennar. Vann meira að segja eitt sumar þar, þegar sjoppan sú var enn stórveldi með grilli, ísbúð, vídeóleigu og sjoppu. Fannst skemmtilegast að vinna í vídeóleiguhlutanum, næst skemmtilegast í venjulegu sjoppunni, þriðja skemmtilegast var grillið og leiðinlegast var ísbúðin. Það er rugl-leiðinlegt að þrífa ísvélar. Í dag gæti ég alls ekki hugsað mér að vinna á grilli eða í ísbúð, þar sem ég ét hvorki kjöt né ís. Horfi hins vegar mikið á góðar kvikmyndir. Talandi um slíkar, er í svo gífurlegu bíóstuði, langar mikið í kvöld. Anyone?
þriðjudagur, febrúar 22, 2011
ég veit ekki hvað er að stjórna tímanum þessa dagana en mér finnst í alvörunni að ég rétt blikki og þá sé aftur kominn miðvikudagur. já, ok reyndar er þriðjudagur í dag, en ég man mjög sterkt eftir miðvikudeginum í síðustu viku. síðan þá gerðust 100 hlutir: hitti thelmu, sótti um vinnu, hitti sunnu, hitti sif, fór á 2 bíómyndir, horfði á fullt af friends-þáttum, seldi í kolaportinu með óliver, fór nokkrum sinnum út að borða, eldaði megagóða pizzu heima, drakk mikið te, samdi eitt lag á gítarinn. sko, þegar maður mætir ekki í vinnu á sama stað á sama tíma alla virka daga þá bara gerist svo mikið og svo margt og fjölbreytt að ég finn ekki fyrir tímanum. mér finnst í alvöru eins og ég sé geimfari á fimmföldum ljóshraða eða eitthvað...
Á morgun ætla ég að reyna að gera eitthvað dull og einfalt svo ég finni aðeins fyrir tímanum. ég labba í skólann, les yfir ritgerð, tékka á pósti, les meira, fæ mér súpu í hádegi, les meira og labba svo heim. einfaldleikinn er góður.
Á morgun ætla ég að reyna að gera eitthvað dull og einfalt svo ég finni aðeins fyrir tímanum. ég labba í skólann, les yfir ritgerð, tékka á pósti, les meira, fæ mér súpu í hádegi, les meira og labba svo heim. einfaldleikinn er góður.
mánudagur, febrúar 14, 2011
Jæja, það er svona mánudagur og ég er að deyja í bakinu, gat ekki sofnað í nótt fyrr en kl. 5, var að vakna. svona er bara stundum bakið. en fékk tíma hjá bakgaldramanni í fyrramálið sem getur vonandi lagað eitthvað. núna þarf ég virkilega að liggja bara í baði, en samt fór ég í gufubað og heitan pott í gær, það bara dugði ekki til....úti er hvít birta og logn, trén bærast ekki og fuglarnir sitja þar á greinum á sínum rökstólum. óliver er heima, að ná úr sér kvefpestinni, elvar er í vinnunni. elvar gerði myndband við ding an sich í gær:
þriðjudagur, febrúar 08, 2011
laugardagur, febrúar 05, 2011
fimmtudagur, febrúar 03, 2011
ég sverða ég hef ekki bloggað síðan ég varð fertug. þegar ég skrifa þetta orð fertug dettur mér strax í hug orðið "hortug" en það er nú ekki gott að vera svoleiðis. Annars hélt ég upp á fjóra tugina með mömmu, pabba, óliver og elvari á veitingastaðnum fiskimarkaðinum í gærkvöld, og það var sko lúxusmáltíð í lagi. hef aldrei borðað þar fyrr og fékk alveg bara stórkostlegar krabbaklær í forrétt og fullt af sushi/sashimi/nigiri í aðalrétt. óliver hámaði í sig sushi-ið líka og ég er svo glöð að hann er búinn að ná því bragði svona ungur. ég var nú eflaust um 23-24 þegar ég prófaði þetta fyrst. í dag tjillaði ég í grafarvogi þegar ég beið eftir óliver á lúðrasveitaræfingu. tónleikar á laugardag í háskólabíói. keypti bókina Morgun-engill fyrir fé sém mér áskotnaðist í afmælisgjöf frá tengdó. elska Árna Þórarinsson sem rithöfund. Finnst hann ná einhverju enn betur en Arnaldur. Ég og óliver endalaust að tjilla í dag saman, fórum á KFC (hann fékk að velja hvað sem er í kvöldmatinn) og ég fékk þá til að útbúa kjötlausa pönnuköku, bara sósu ost og grænmeti semsagt og voila! ég fékk bara strax í magann og dreif mig heim og lá í hnipri í sófanum og rotaðist svo. Óliver hæstánægður með sinn mat. Ég bara meika ekki msg-innihald í öllu KFC-gumsinu. Þetta hlýtur að vera í svona miklu magni í sósunum þeirra líka, því ekki borðaði ég kjúklingakjötið. Þannig að: Hingað og ekki lengra. Ég borga ekki lengur fyrir vanlíðan vegna matarins þar. Þetta var í síðasta sinn sem ég reyndi að gefa KFC séns. Kannski er grænmetið þeirra bara ekki ferskt heldur eða eitthvað. Bragðaðist soldi eins og gamalt dagblað með sósudrulli á, svo ég er heldur ekki að missa af miklu bragðlega séð.
Eníhú. Óliver og ég snérum roti í sófa yfir í ótrúlega kósi vídjókvöld og rifjuðum upp kynni okkar af myndinni A view to a Kill sem við vorum bæði búin að gleyma söguþræðinum í. Stórkostleg Bondmynd, og æsispennandi eltingaleikir og slagsmál á alla mögulega og ómögulega vegu. Svo var það freiðibað mitt og svo freiðibað hans núna og eftir það tekur lestur á Harry Potter við. Hvílíkt eðal-prógram fyrir einn strák og mömmu hans. Það er frí í skóla á morgun, foreldraviðtöl þannig að okkur líður eins og það sé föstudagur. Gott að fá föstudag, fimmtudag og föstudag, og svo kemur helgin....Alvöru!
Eníhú. Óliver og ég snérum roti í sófa yfir í ótrúlega kósi vídjókvöld og rifjuðum upp kynni okkar af myndinni A view to a Kill sem við vorum bæði búin að gleyma söguþræðinum í. Stórkostleg Bondmynd, og æsispennandi eltingaleikir og slagsmál á alla mögulega og ómögulega vegu. Svo var það freiðibað mitt og svo freiðibað hans núna og eftir það tekur lestur á Harry Potter við. Hvílíkt eðal-prógram fyrir einn strák og mömmu hans. Það er frí í skóla á morgun, foreldraviðtöl þannig að okkur líður eins og það sé föstudagur. Gott að fá föstudag, fimmtudag og föstudag, og svo kemur helgin....Alvöru!
mánudagur, janúar 24, 2011
ó ef bara væri hægt að panta ósjálfráða skrift svona einu sinni á ári. þá bara tæki maður upp penna og hann skrifaði eitthvað gáfulegt. nú á ég 3 staði eftir (semsagt "jarðhnetur") og ég hef mig ekki í þetta. finna einn stað í ríkinu e. platon, finna tilvitnun í heidegger og aðra í Draumaland Andra Snæs...sko, ég er með lagið fyrst á réttunni svo á röngunni á heilanum, en í hausnum á mér hljómar: Ekk'að nenn'essu, ekk'að nenn'essu, tjú tjú, og trallalla!
þriðjudagur, janúar 18, 2011
Það er ægileg bloggleti og slen á mér núna, en ég var líka að fá staðfest að ég er með 2 sýkingar í líkamanum. var búin að vera með verk í öðru eyra um tíma og í gær kom líka pissuverkur, svo ég lét til leiðast og fór til læknis. Ég er nú með blöðrubólgu/þvagfærasýkingu og eyrnabólgu. Báðar sýkingarnar eru mjög svona eitthvað sem hrjáir fólk um átján mánaða aldurinn, og því er líklega hægt að halda því fram að ég sé mjög ung eftir aldri. Síðasta sumar fékk ég líka barkabólgu í fyrsta sinn síðan ég var ungabarn, svo ég hlýt að vera að yngjast aftur. Verst að ritgerð getur ekki unnið sig sjálf og ég, sem á 17 staði efir til að bæta inn neðanmálsgreinum eða beinni tilvitnun, get ekki gert þetta núna. núna get ég ekkert nema legið í sófa og beðið þess að lyfin virki og vonað að ég þurfi ekki strax að fara á klóið, því það er svo sárt. læknakonan sem ég sá í morgun potaði dóti í eyrað til að sjá hvað væri að gerast þar og það var svo sárt að ég gólaði og fór að snökta. heheheh. é'r barn.
laugardagur, janúar 15, 2011
10 dagar í afmæli mitt og ég er soldið svona óviss um hvað gera eigi í því. langar í bóling með óliver og elvari...væri einhver til í að djoina okkur bara og halda svona afmælisbólíng bara í öskjuhlíðarkeiluhöll? ég er obbvíösslí ekki kökuboðagellan, og ef ég held svona kaffiboð/sammenkomst eru þau alltaf mjög ósivvilíseruð og skítsófrenísk. man eftir einu ammæliskökuboði sem ég hélt á eiríksgötunni og bauð bara dágóðum þverskurði af vinum og vandamönnum. þar voru curver og amma elvars og svona fleirri góð andstæðupör...gott grín! Í fyrra kasettu-djaði ég og elskaði það mjög mikið. Hvernig væri að gera grímubúningakeilupartý? Það væri eitthvað sem mér myndi finnast gaman að vera boðið í alla vega,....svo ég ætti kannski bara að bjóða mér í það....og ykkur öllum sem fílið svoleiðis líka....Enní komment onn ðett?
laugardagur, janúar 08, 2011
föstudagur, janúar 07, 2011
mánudagur, janúar 03, 2011
Ég sá ansi skemmtilegan hlekk á rímorðavél sem ég ætla nú að nota til að gera fjölskyldu-þulu:
Fjölskylduþula
Heiða
fær afar sjaldan flugleiða
hana þarf ekki'að afvegaleiða
enda er hún alls engin bleyða.
Væri til í að eyða
tíma milli hennar brauðsneiða
býð henni til botnfiskveiða
ef hún fer að gera sig breiða.
Ef ég næ að ger'ana bálreiða
þarf ég hana bar'að dáleiða.
Heiða
Viltu mér endurgreiða?
Ég öllu er búin að eyða
milli fjórhjóladrifsbifreiða
og fjármögnunarleiða.
Framleiða og framreiða
þar til fer að freyða.
Þú ert mín gleiða hraunbreiða
ég götu þína vill greiða
Heiða mín hraðskreiða.
Hvað ertu að hugleiða?
Kringum þig er ei lágdeyða
þar finn ég engan leiða.
Þig ætti að lögleiða,
innleiða til menningarskeiða
þar sem enginn vill þig matreiða.
Og ef þú færð námsleiða
skal ég snögglega til þín skeiða
gera þér vinargreiða
í formi útivistarnámskeiða.
Hér er ofsa-fín ábreiða
ætluð til úthafsveiða.
Æ, þett'er allt ein óreiða!
Elvar
þá sjaldan þegar þú bölvar
þá lokast afgreiðslustöðvar.
Þú ert kominn í forsvar
fyrir fræðslumiðstöðvar
Þínar eftirstöðvar
eru allar einusinnivar
afbar afborganirnar
og nú á leið til Spánar,
eða Rómar eða Rínar
eða Suðursveitar.
Elvar þú ert grandvar
líkt og fiskur hlýsjávar.
Þig heilla jólasöngvar
og kapalsjónvarpsstöðvar.
Tungl- og sólarmyrkvar
og miklar upplýsingar.
Er þetta þitt lokasvar?
Ég veit þú aldrei skrökvar.
Þér leiðast skandínavar
og háværir mávar.
Þú sífellt ný-uppgötvar
stundum jafnvel tvisvar
vinamargur víðasthvar
villtir þínir vöðvar.
Elvar, til Akureyrar
Þjóðsöngnum þú þröngvar
allskyns Ameríkanar
Finnar og Færeyingar
vilja með þér til Grænhöfðaeyjar
Kíkjum til Kollafjarðar,
siglum til Satúrnusar
Vöfrum til Valhallar
etum afbragðsgóðar
máltíðir, afbrigðilegar.
Elvar
fáðu þér þessar franskar
eða kartöflur afrískar
þínir afkomumöguleikar
líkur stjarnfræðilegar.
Allir dagar afmælisdagar
þú leiðindum afneitar
gleðina afritar
og raunveruleikan afruglar
nýtur abstraktlistar
út um afturdyrnar
Þú bifreiðarnar beyglar
en samt færðu alltaf bikar
þínir birkiskógar
baða sólarbjarmar
og dulitlir drullupollar
sem ofaní stappa dvergar
í hornunum einhyrningar
sem fela sig allir einhversstaðar
þínar bestu getgátukenningar
teknar til geymslumeðferðar
gáfur þínar geysimiklar
glæstir þínir gimsteinar
Óliver
ég ætla að gefa þér ferðakver
frekar heldur en galdrakver.
Viltu koma í Gunnuhver?
Hver er á leiðinn'í Húnaver?
Koddu heldur í hljóðver.
Þar bíður okkar Landróver,
sem er svona meðalsver.
Óliver
Þú á fagurt koddaver.
Fallegri en hversemer,
orkumeiri en raforkuver.
Það veit reyndar sérhver
sem komið hefur á Kópasker,
að þú ert alltaf aðalnúmer,
þótt þú sért stundum smá-þver.
gef mér þitt símanúmer,
og passað'að vera allsber
þegar þú hoppar í baðker.
Sætar'en aðalbláber
þitt líf er enginn bömmer.
Óliver
best er þitt blaðsíðunúmer
ást mín til þín er alger
jafnt er þú raular Blindsker
og hljómar sem Helga Möller.
Fáum okkur brómber
og búum svo til brauðger.
Fáðu í te engifer
og spjallaðu svo við þinn father.
Óliver
glóandi eins og glimmer
glettinn eins og grasker
Hefurðu komið til Júpíter?
Leggjum af stað eftir korter.
Knúsin ég á á lager
og mömmukossameter.
Þú ert nokkuð rammger
eins og fjórfalt rúðugler
sprækur eins og sjóher
vinnur mig í snóker.
Fjölskylduþula
Heiða
fær afar sjaldan flugleiða
hana þarf ekki'að afvegaleiða
enda er hún alls engin bleyða.
Væri til í að eyða
tíma milli hennar brauðsneiða
býð henni til botnfiskveiða
ef hún fer að gera sig breiða.
Ef ég næ að ger'ana bálreiða
þarf ég hana bar'að dáleiða.
Heiða
Viltu mér endurgreiða?
Ég öllu er búin að eyða
milli fjórhjóladrifsbifreiða
og fjármögnunarleiða.
Framleiða og framreiða
þar til fer að freyða.
Þú ert mín gleiða hraunbreiða
ég götu þína vill greiða
Heiða mín hraðskreiða.
Hvað ertu að hugleiða?
Kringum þig er ei lágdeyða
þar finn ég engan leiða.
Þig ætti að lögleiða,
innleiða til menningarskeiða
þar sem enginn vill þig matreiða.
Og ef þú færð námsleiða
skal ég snögglega til þín skeiða
gera þér vinargreiða
í formi útivistarnámskeiða.
Hér er ofsa-fín ábreiða
ætluð til úthafsveiða.
Æ, þett'er allt ein óreiða!
Elvar
þá sjaldan þegar þú bölvar
þá lokast afgreiðslustöðvar.
Þú ert kominn í forsvar
fyrir fræðslumiðstöðvar
Þínar eftirstöðvar
eru allar einusinnivar
afbar afborganirnar
og nú á leið til Spánar,
eða Rómar eða Rínar
eða Suðursveitar.
Elvar þú ert grandvar
líkt og fiskur hlýsjávar.
Þig heilla jólasöngvar
og kapalsjónvarpsstöðvar.
Tungl- og sólarmyrkvar
og miklar upplýsingar.
Er þetta þitt lokasvar?
Ég veit þú aldrei skrökvar.
Þér leiðast skandínavar
og háværir mávar.
Þú sífellt ný-uppgötvar
stundum jafnvel tvisvar
vinamargur víðasthvar
villtir þínir vöðvar.
Elvar, til Akureyrar
Þjóðsöngnum þú þröngvar
allskyns Ameríkanar
Finnar og Færeyingar
vilja með þér til Grænhöfðaeyjar
Kíkjum til Kollafjarðar,
siglum til Satúrnusar
Vöfrum til Valhallar
etum afbragðsgóðar
máltíðir, afbrigðilegar.
Elvar
fáðu þér þessar franskar
eða kartöflur afrískar
þínir afkomumöguleikar
líkur stjarnfræðilegar.
Allir dagar afmælisdagar
þú leiðindum afneitar
gleðina afritar
og raunveruleikan afruglar
nýtur abstraktlistar
út um afturdyrnar
Þú bifreiðarnar beyglar
en samt færðu alltaf bikar
þínir birkiskógar
baða sólarbjarmar
og dulitlir drullupollar
sem ofaní stappa dvergar
í hornunum einhyrningar
sem fela sig allir einhversstaðar
þínar bestu getgátukenningar
teknar til geymslumeðferðar
gáfur þínar geysimiklar
glæstir þínir gimsteinar
Óliver
ég ætla að gefa þér ferðakver
frekar heldur en galdrakver.
Viltu koma í Gunnuhver?
Hver er á leiðinn'í Húnaver?
Koddu heldur í hljóðver.
Þar bíður okkar Landróver,
sem er svona meðalsver.
Óliver
Þú á fagurt koddaver.
Fallegri en hversemer,
orkumeiri en raforkuver.
Það veit reyndar sérhver
sem komið hefur á Kópasker,
að þú ert alltaf aðalnúmer,
þótt þú sért stundum smá-þver.
gef mér þitt símanúmer,
og passað'að vera allsber
þegar þú hoppar í baðker.
Sætar'en aðalbláber
þitt líf er enginn bömmer.
Óliver
best er þitt blaðsíðunúmer
ást mín til þín er alger
jafnt er þú raular Blindsker
og hljómar sem Helga Möller.
Fáum okkur brómber
og búum svo til brauðger.
Fáðu í te engifer
og spjallaðu svo við þinn father.
Óliver
glóandi eins og glimmer
glettinn eins og grasker
Hefurðu komið til Júpíter?
Leggjum af stað eftir korter.
Knúsin ég á á lager
og mömmukossameter.
Þú ert nokkuð rammger
eins og fjórfalt rúðugler
sprækur eins og sjóher
vinnur mig í snóker.
sunnudagur, janúar 02, 2011
Gleðilegt ár! Ég missti af hinnu frábæru dagsetningu sem var í gær, 1.1.11. Ég missti ekki af deginum samt, bara missti af því að blogga um hann. Verð að bíða til 11.11.11 eftir svona góðu tækifæri næst. Allavega, ég elska nýtt ár, 2011 hefur alla möguleika á því að vera fullt af góðum og skemmtilegum hlutum og tækifærum. Ruddinn sendir frá sér plötu sem ég syng á, Hellvar-inn er að mixa plötu sem var tekin um fyrir jól. Ég þarf að henda út úr mér lokablaðsíðum Masters-ritgerðar á næstum vikum, og svo þarf ég að finna mér vinnu, það er að segja dagvinnu, ég er auðvitað með vinnu sem hættir aldrei, að vera tónlistarmaður er skemmtilegasta og verst borgaðasta vinna sem ég hef haft á ævinni. Maður endar alltaf á því að borga með sér....Það gæti þó breyst á þessu ári. 2011: Veittu mér borgaðar tónlistarvinnur!!! Svo verð ég fertug þann 25. janúar, það verður skrýtið. Er að fara í bláa lónið með Alexöndru og Elvari og Óliver og Rob og Sverri og Aþenu á eftir. Það verður alveg rosa gott. Er illt í bakinu eftir partýstand gamlárskvölds, gufa mun gera mér gott.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)