Leita í þessu bloggi
fimmtudagur, desember 29, 2005
já, jólin er líklega búin, allavega að nafninu til, en það eru jú jól eins lengi og manni finnst vera jól. Aðalatriðið til að manni finnist enn vera jól er að hætta ekkert að borða konfekt og drekka jólaöl, og yfirhöfuð ekki borða hollan heilbrigðan heimilismat, heldur osta og paté og pylsur (ekki ss) og svoleiðis gúmmúlaði. Já það eru jól enn í huga mér. Það er jólakerti í eldhúsinu mínu, og ég fékk mér osta í morgunmat og ég er að lesa jólabók og það er ofsa gaman. Já,já.
laugardagur, desember 24, 2005
þriðjudagur, desember 20, 2005
Í keflavík gat ég keypt Mr.Goodbar og Dr.Pepper og er ég afskaplega hamingjusöm með það. Verð að segja að framandi hlutir sem erfitt er að nálgast eru helmingi betri á bragðið, og því er ég alltaf himinlifandi þegar ég fæ eitthvað súkkulaði sem er ekki til út um allt. Reyndar eru öll hnetusmjörssúkkulöð frábær, og það verður að teljast uppáhaldsnammið mitt. Svo finnst Gunna rótarbjór góður, og mér fannst það aldrei, en ég held að mér sé farið að þykja rótarbjór bara allt í lagi. Hlýtur að vera vegna þess hve erfitt er að fá hann. Dr. Pepper er þó uppáhaldsdrykkurinn núna. Væri samt alveg til í Cherry-Coke. Það er til í Englandi, ásamt hinu frábæra Lilt....Gosdrykkir eru skemmtilegur kúltúr, hver þjóð með sínar áherslur.Íslenska maltið t.d. miklu betra en það danska eða það þýska. Oj, þýskt malt! En í Þýskalandi er hægt að kaupa fullt af Tyrknesku nammi og gosi, vegna þess hve margir innflytjendur frá því landi hafa hreiðrað um sig. Þar sakna ég mest Turka-cola sem verður að teljast sá gosdrykkur sem ég hef smakkað sem er fríkaðastur. Hann er með blöndu af kókbragði, og reykelsisbragði, og það er nóg koffín í einni dollu til að hressa við fárveikan fíl. Það dugar oft ekkert minna á mig á veturna, þegar birtan er í lágmarki, og kuldinn að bíta. Eins og stendur er ég sokkin í kaffiþamb ótæpilegt, og núna í gær og fyrradag og þaráður voru það eitthvað um 10 bollar á dag!!!! Rugl, og ég er komin í svona 5 í dag, klukkan 2 þegar þetta er skrifað. Langar í kaffi núna,í von um að hressast aðeins...Líklega er það borin von, vantar smá Turka-cola í mig
þriðjudagur, desember 13, 2005
Jæja börnin mín. Næsta laugardag, 17. desember, er síðasti Næturvörður fyrir jól og þemað er því að sjálfsögðu....Jólasveinn eða Santa! Hvílík dýrð, hvílík dásemd, en þeir eru nú einmitt ekkert nema dásamlegir þessir jólasveinar. Þeir eru einmitt byrjaðir að gefa Óliver í skóinn, og í nótt kom Giljagaur með byssu og handjárn!!! Hann er nú meiri gaurinn þessi Giljagaur. Hugmyndir í þemað skilist hér að neðan.
miðvikudagur, desember 07, 2005
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
mánudagur, nóvember 28, 2005
DÍSSSES hvað það er mikið myrkur þegar klukkan er sjö á morgnanna á veturna. Það er þykkt og svart. Mér fannst eins og það væri teppi úti í stað lofts. Svört bómull kannski. Allavega alltof alltof dimmt. Það ætti að banna fólki að vinna fyrir klukkan 11 á morgnana í desember og janúar. Það væru sektir og allt. Gjöra svo vel að sofa til 10, annars áttu yfir höfði þér fjársektir og jafnvel fangelsi. Þegar ég kemst til valda mun sko margt breytast...
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
mánudagur, nóvember 21, 2005
sunnudagur, nóvember 20, 2005
Það er vanmetið að gera ekkert, og því hef ég reynt að gera eins mikið af því og ég get um helgina. Helsti klæðnaður helgarinnar voru svo náttföt, helsta fæðan nammi og kökur, og svo voru tölvuleikir og sjónvarpsgláp meðalo þeirrar tómstundariðju sem helst var iðkuð. Niðurstaða helgarinnar: Smákökur eru bestar heimabakaðar, írar kunna að gera gott konfekt og viskí og breskir sjónvarpsþættir eru langfyndnastir. Nú ætla ég í astrixtölvuleik og að borða meiri smákökur og drekka celebes-kaffi og vera áfram í náttfötunum í smátíma í viðbót.....
föstudagur, nóvember 18, 2005
Ég ákvað að láta bara verða af þessu helgarfríi sem ég var að láta mig dreyma um, og tek því Næturvörðinn upp fyrir laugardaginn. Þemað er fyrirgefningar,(sorry,excuse me, afsakið, fyrirgefðu...)og ég er langt komin með hann. Það verður yndislegt að fá frí ALLAN laugardag og ALLAN sunnudag, í stað þess venjulega. Fyrsta heila helgarfríið mitt síðan í júlí. Þetta er bilun, en svona geta nú tarnirnar verið. Ég borga þá allavega skuldirnar aðeins niður.Bæó
Heiða
Heiða
sunnudagur, nóvember 13, 2005
léttur þáttur gekk vel, mér fannst gaman að spila léttur í lundu með pónik og einari. viðlagið er nefnilega: gaman er að kom'í keflavík, kvöldin þar þau eru engu lík, og þá fór ég að sakna keflavíkur. langar að fara þangað og vera í smá tjilli. ég hef ekki fengið helgarfrí í heila helgi síðan í júlí, pæliði í því. tók mér frí á laugardaginn á airwaves, en þá var ég að skrifa um hátíðina og því á þeytingi milli allra staðanna og ekki mikið tjill í gangi. 4 og hálfur mánuður sem ég hef bara verið í fríi á sunnudögunum....Það fer nú kannski að koma að því að maður taki einn laugardagsþátt upp hmmmm...bara til að slaka á hreinlega, og gera ekkert.Lesa bækur mmmm, horfa á góða bíómynd, helst spennumynd, kveikja á kertum og vera undir teppi að ráða krossgátu, eða sudoku, leggja kapal...fara í yatzy eða tíuþúsund. allt hljómar þetta unaðslega akkúrat núna. ég verð að ná einni svona helgi í nóvember, það myndi líklega minnka aðeins streytuna. Annars heyri ég í veðrinu slá útvarpshúsið að utan, og best ég drífi mig þá heim að lúlla. vonandi fer bíllinn minn í gang án þess að ég þurfi að slá í startarann. hann er nú búinn að vera mjög stilltur í 3 daga, og ekkert þurft að lemja í hann. kannski er hann búinn að taka okkur, nýju eigendur sína, í sátt loksins, og sér að við erum gott fólk og því í lagi að fara bara möglulaust af stað þegar lyklinum er snúið. góða nótt.
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
ó nei, gunni kítlaði mig, og það þýðir að ég á að koma með lista yfir 5 hluti sem fara í taugarnar á mér eða bögga mig:
1) Kuldi fer í taugarnar á mér. Ég er algjör kuldaskræfa, er fyrst manna til að viðurkenna það. Ég er yfirleitt í 3 peysum og yfirhöfn á veturna á Íslandi, en á móti kemur að ég fúnkera vel þótt yfir 30 stiga hiti sé úti. 30-35 er mitt draumahitastig.
2) Það er böggandi að geta ekki farið ferða sinna um allt á hjóli svo auðvelt sé. Það sárvantar betri hjólastíga út um alla Reykjavík, svo hægt sé að nota hjólið sitt sem samgöngutæki.
3) Það er mjög pirrandi að vera svona háður kaffi til að komast í gang á morgnanna. Hef oft óskað þess að ég gæti glaðvaknað fyrirhafnarlítið eins og margar A-manneskjur sem ég þekki. Ég er mjög þung í gang á morgnanna.
4) Hraðinn í þjóðfélaginu sem við lifum í er böggandi. Velti því oft fyrir mér hvort ekki væri betra að búa annars staðar en í Reykjavík, því stressið er svo mikið.
5) Ég verð að segja að það fer í taugarnar á mér að ekki sé hægt að fá ferskjur með hvítu kjöti hér á landi. Weissfleichige Pfirsche er eitthvað sem ég vandi mig á í Þýskalandi, og ég sker þær niður ásamt svörtum vínberjum og ferskum apríkósum (sem einnig er erfitt, en þó ekki ómögulegt að fá hér) og læt út í jógúrt án bragðefna. Þetta er besti morgunmatur í heimi og það böggar mig hræðilega að nú eru komnir 5 mánuðir síðan ég fékk svona síðast.
ég kítla nú Sif Ingvarfyndna HerraT Rjúpuna og Guffa
1) Kuldi fer í taugarnar á mér. Ég er algjör kuldaskræfa, er fyrst manna til að viðurkenna það. Ég er yfirleitt í 3 peysum og yfirhöfn á veturna á Íslandi, en á móti kemur að ég fúnkera vel þótt yfir 30 stiga hiti sé úti. 30-35 er mitt draumahitastig.
2) Það er böggandi að geta ekki farið ferða sinna um allt á hjóli svo auðvelt sé. Það sárvantar betri hjólastíga út um alla Reykjavík, svo hægt sé að nota hjólið sitt sem samgöngutæki.
3) Það er mjög pirrandi að vera svona háður kaffi til að komast í gang á morgnanna. Hef oft óskað þess að ég gæti glaðvaknað fyrirhafnarlítið eins og margar A-manneskjur sem ég þekki. Ég er mjög þung í gang á morgnanna.
4) Hraðinn í þjóðfélaginu sem við lifum í er böggandi. Velti því oft fyrir mér hvort ekki væri betra að búa annars staðar en í Reykjavík, því stressið er svo mikið.
5) Ég verð að segja að það fer í taugarnar á mér að ekki sé hægt að fá ferskjur með hvítu kjöti hér á landi. Weissfleichige Pfirsche er eitthvað sem ég vandi mig á í Þýskalandi, og ég sker þær niður ásamt svörtum vínberjum og ferskum apríkósum (sem einnig er erfitt, en þó ekki ómögulegt að fá hér) og læt út í jógúrt án bragðefna. Þetta er besti morgunmatur í heimi og það böggar mig hræðilega að nú eru komnir 5 mánuðir síðan ég fékk svona síðast.
ég kítla nú Sif Ingvarfyndna HerraT Rjúpuna og Guffa
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
gott ráð til að borða milky way: skilja það eftir á borði, og leggja svo heita og notarlega kjöltutölvuna sína ofaná það. Best er að hafa það í umbúðunum þegar þetta er gert því annars gæti farið illa. Eftir um 5 mínútur er Milkyway-ið bráðið og gott og þá er það kreist upp í sig. Þema laugardagsins er mjög létt: Það eru orðin létt og erfitt, easy og difficult/hard. Einhver bað um létt þema, og ég tók hann á orðinu. Lög eins og ,,Sorry seems to be the hardest word", eða ,,Easy livin'" eru dæmi um lög sem passa. Komiði nú með hugmyndir, krúttin mín.
föstudagur, nóvember 04, 2005
Takk fyrir stórkostleg ráð vegna spurningar hér í síðasta bloggi. Þetta er ekki í fyrsta og væntanlega ekki í síðasta skipti sem bloggheimar ráðleggja vel. En þema næsta þáttar eru líkamsvessar, og þá á ég við það sem kemur úr líkama okkar í formi úrgangs, loft má líka vera með. Það er því piss, kúkur, æla, gubb, prump, o.s.frv. Þetta þema er í boði Ólivers, sonar míns, sem er fjögurra ára og alltaf að segja kúka og pissubrandara.
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Ég fékk ansi skemmtilega spurningu í gær, en það var: Hvað langar þig í í jólagjöf? Ég er búin að hugsa málið síðan, og ég veit hreinlega ekkert hvað mig langar í. Þetta er í raun og veru í fyrsta skipti sem mig ,,vantar" ekkert. Sko, ég fæ geisladiska í vinnunum mínum, ég var að kaupa mér ferðageislaspilara sem er líka mp3-spilari. Ég á tölvu sem virkar, og síma sem virkar. Ég á brauðrist og allt til eldhússins er alveg nógu gott. Mamma var að gefa mér ilmvatn sem hún fílar ekki, en passar mér prýðilega, og líka boddílósjón og handakrikasprei. Ég bý í lítilli íbúð, þar sem ekki er pláss fyrir margar bækur, svo ég keypti mér bara bókasafnskort til að þurfa ekki að eignast neinar bækur en geta samt lesið það sem ég vil og þarf. Svo nú vandast málin. Hvað er eftir? Hvað þarf maður? Hverju er ég að gleyma? Mér dettur svo sem í hug einhver lúxus sængurver, eða ofurdekurrisahandklæði,...en er þetta ekki samt dálítið undarlegt? Ég er svo sem ekkert að kvarta, það er hreint stórkostlegt að líða eins og mann vanti ekki neitt, en samt...
Hugmyndir að einhverju sem ég þarf nauðsynlega á að halda í jólagjöf óskast hér að neðan, og ég vil ekki: dvd eða vidjómyndir, neitt hárdrasl(blásara,sléttara,krullara o.s.frv.) eða i-pod rusl.) Hjálp?
Hugmyndir að einhverju sem ég þarf nauðsynlega á að halda í jólagjöf óskast hér að neðan, og ég vil ekki: dvd eða vidjómyndir, neitt hárdrasl(blásara,sléttara,krullara o.s.frv.) eða i-pod rusl.) Hjálp?
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Óliver er veikur. Hár hiti og slappleiki. Hann er samt svo brattur, að áðan ætlaði hann að fara á fætur og fá sér morgunmat, en þurfti svo bara að leggjast aftur því honum var svo illt í hausnum. Svona er að vera lítill, maður er svo fljótur að gleyma að maður sé lasinn, en er það samt. Hann liggur nú og horfir á teiknimynd.
laugardagur, október 29, 2005
já, hmm, er ekki temmilegt að blogga pínulítið aftur, fyrst komið er að þættinum? Uppástungurnar fyrir bloggið hér að neðan eru stórfínar, og er búin að finna stóran hluta þeirra, og margt til. Ég varð smá lasin eftir Airwaves, og held ég að það sé í sjálfu sér mjög eðlilegt, því mér taldist til að ég hefði séð 16 hljómsveitir á 3 dögum (fór ekkert fyrsta kvöldið því Hellvar var að æfa um kvöldið úti í Hafnarfirði). Það sem stendur upp úr í minningunni er náttúrulega af íslenskum böndum bæði Rass og Æla, en af þeim erlendu sem ég sá var ég hrifnust af 200, hinni færeysku pönksveit sem er alveg indisleg. Gusgus var svaka fín líka, og gaman þegar óvænti leynigesturinn Páll Óskar steig á svið með þeim. Ég er semsé alveg fullsödd af tónleikaglápi í bili, en hefði ekkert á móti því að reyna að sjá eitthvað af þeim fínu bíómyndum sem eru í boði á Óktóberfest,kvikmyndahátíðinni sem var opnuð í fyrradag. Mig langar að sjá Grizlie-man, mynd Werner Herzog, og svo langar mig einnig að sá 2 myndir sem sýndar eru í síðustu sýningarviku hátíðarinnar: Drawing Restraint 9, (Matthew Barney) og The search for Angela...eitthvað, fjallar um stelpu sem fer að leita að öllum nöfnum sínum í bandaríkjunum og finnur 40 en kemst svo að því að 26 af þeim hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða verið nauðgað...Hmmmm, mjög áhugavert. Ætli hlutfallið sé svona hátt sama hvaða nafn er tekið, eða hvað?
Jæja, ég er farin að steikja egg og beikon, og setja á brauð með tómötum og skinku. Þetta var ósk Ólivers um morgunmat í gærkvöldi. Hann er mesta krúsíbollan, og fílar egg og beikon!!!! Þá þarf ég bara að kenna honum að drekka te, og svo getum við flutt til Bretlands, í sveitasetur á landsbyggðinni. hehehe
Jæja, ég er farin að steikja egg og beikon, og setja á brauð með tómötum og skinku. Þetta var ósk Ólivers um morgunmat í gærkvöldi. Hann er mesta krúsíbollan, og fílar egg og beikon!!!! Þá þarf ég bara að kenna honum að drekka te, og svo getum við flutt til Bretlands, í sveitasetur á landsbyggðinni. hehehe
miðvikudagur, október 19, 2005
Gleðilegan fyrsta í Airwaves. Sökum anna við tónleikasókn hef ég fengið frí frá næturvaktinni næsta laugardag. Afleysari minn er ekki af verri endanum, en hann heitir Kiddi og hefur verið kallaður eftir nagdýri. Hvers vegna, veit ég ekki. Veit hins vegar að hann er með góðan tónlistarsmekk. Þáttur því næst þann 29.október, en þá verður þemað Paradís og Himnaríki. Kem með komment um það sem stendur upp úr á Airwaves þegar ég hef tíma til að pústa fyrir framan tölvu. Jippppíiiiiikóóóóóóla!
fimmtudagur, október 13, 2005
Hvernig getur verið kominn fimmtudagur aftur? Síðast þegar ég skrifaði var sunnudagur og rólegheit, svo kemur mánudagur með tilheyrandi vinnu, og svo blikkar maður augunum einu sinni og úps....vikan þotin fram hjá. Nú veit ég ekki hvernig ykkur finnst tíminn líða hjá, en ef minn fer eitthvað hraðar en hann gerir nú þegar, þá fer ég að verða hrædd. Blikk, úbs á ég fimmtugsafmæli á sunnudaginn næsta? Blikk, ha? Er Óliver að fara að eiga fimmtugsafmæli?...og svo bara búið.....SKKKKKKEEEEEERRRÍÍÍÍÍ shit. Annars er næsta þema Tími, og Klukkur, og ég held ég hafi notað það einu sinni áður fyrir 3 árum síðan, en ég er ekki alveg viss. Hugmynd frá Ingvari fyndna. Veriði nú góð hvert við annað áður en það er of seint. Og já ég mun spila: ,,Tíminn líður hratt, á gerfihnattaöld"...
sunnudagur, október 09, 2005
sif klukkaði mig, svo ég fæ annað tækifæri í 5 gagnslausar staðreyndir um mig:
1. Ég elska popppunkt, og reyndar öll svona spurningaspil sem ganga út á að geta svarað spurningum. Trivial, popppunktur, og líka finnst mér fimbulfamb, matador, hættuspilið og scrabble skemmtilegt. Mér finnst samt stundum leiðinlegt að tapa, en sjaldnar eftir að ég er orðin stærri, en það gerist enn.
2. Ég horfi alltaf á formúlu 1-kappaksturinn í sjónvarpinu.
3. Mig langar rooooosalega að eiga skjaldböku, mig hefur eiginlega alltaf langað í eina svoleiðis, og þá landskjaldböku, en ekki vatna.
4. Mig langar líka í flygil, og hef strengt þess heit að þegar ég verð orðin rík og á stórt hús einhvers staðar uppi í sveit í Englandi, ætla ég að hafa flygil í tónlistarherberginu.
5. Ég er með ofnæmi fyrir pensilíni.
Klukka núna Ingvarfyndna, Rassgathole, Johnnypoo, Djonní, og Doktorgunna
1. Ég elska popppunkt, og reyndar öll svona spurningaspil sem ganga út á að geta svarað spurningum. Trivial, popppunktur, og líka finnst mér fimbulfamb, matador, hættuspilið og scrabble skemmtilegt. Mér finnst samt stundum leiðinlegt að tapa, en sjaldnar eftir að ég er orðin stærri, en það gerist enn.
2. Ég horfi alltaf á formúlu 1-kappaksturinn í sjónvarpinu.
3. Mig langar rooooosalega að eiga skjaldböku, mig hefur eiginlega alltaf langað í eina svoleiðis, og þá landskjaldböku, en ekki vatna.
4. Mig langar líka í flygil, og hef strengt þess heit að þegar ég verð orðin rík og á stórt hús einhvers staðar uppi í sveit í Englandi, ætla ég að hafa flygil í tónlistarherberginu.
5. Ég er með ofnæmi fyrir pensilíni.
Klukka núna Ingvarfyndna, Rassgathole, Johnnypoo, Djonní, og Doktorgunna
laugardagur, október 08, 2005
Þegar maður vinnur mikið fær maður líka meira útborgað en áður. Gallinn við þetta system er að maður er svo búinn á því að maður gerir ekkert skemmtilegt þótt maður eigi til þess peninga. En á föstudaginn hætti ég bara við að hlaupa á milli staða og fara í 2 tíma í eitt verkefni, og svo hlaupa í bankann og svo hlaupa í....(get my point) ... og bara fór í kringluna með það fyrir augum að kaupa mér mjúkt og hlýtt og nota það svo til að verða ekki aftur kvefuð og líða vel í íslenskum kulda. Keypti mér yndislega húfu, stórkostlega vettlinga, unaðslegan trefil, og svo ævintýraprinsessupils. Svo fór ég í hagkaup og keypti bómullarlitlustelpunaríur í minni stærð og mjúka loðna sokka. Fór svo heim og fór í náttföt og ný nærföt og mjúkuloðnusokkana og var inní restina af eftirmiðdeginum og allt kvöldið, öll mjúk og hlý. Drakk te, borðaði heilsufæði, lagði einn kapal, hlustaði smá á tónlist, aðeins á útvarpið, horfði svo á eina mynd með Óliver og Elvari öll undir sama teppi, með suðusúkkulaði frá Ingu ömmu. Sofnuðum svo hálf-ellefu. Allllllllllveg nákvæmlega það sem ég þurfti á að halda. Enda vaknaði ég endurnærð og úthvíld uppúr átta í morgunn.
mánudagur, október 03, 2005
skemmtilegt, já. það er nú ýmislegt skemmtilegt þessa dagana. í augnablikinu dettur mér í hug: lífrænt avókadó, að lesa fyrir óliver á kvöldin, popppunktur, bylting bítlanna, nýji paul-diskurinn, nýja john-safnplatan, krónukóla með læm útí, amerískir dagar í hagkaupum, freyðisjévítamín, vinnurnar mínar, hljómsveitin hellvar, betri helmingur minn hann elvar, óliver, sund í vesturbæjarlaug, melabúðin, úti að labba niðri í miðbæ, út að hjóla, kertaljós inni myrkur úti, chai-te,
uuu leiðinlegt: strætó, kuldinn, hálsbólga, strætó, kuldi, strætó, strætó, strætó..........STRÆTÓ!
uuu leiðinlegt: strætó, kuldinn, hálsbólga, strætó, kuldi, strætó, strætó, strætó..........STRÆTÓ!
þriðjudagur, september 27, 2005
Það er mjög undarlegt líf að vera svona mikið í vinnunni. Ég er náttúrulega búin að vera í allt öðru vísi rythma undanfarin tvö ár eða svo, sem háskólastúdent með smá aukavinnu í útvarpi, og svo náttúrulega að gera tónlist, spila tónlist, flytja tónlist o.s.frv. En í dag er ég blaðakona á Blaðinu, og Útvarpskona á Rás 2, og svo hef ég ponsupínkulítinn aukatíma fyrir tónlist, þegar ég er ekki of þreytt eða búin á því. Lífið eftir vinnu reynist vera hálflamað og felst soldið í því að elda, borða, lesa, svæfa og sofna yfir sjónvarpinu eða bók. Held samt að rútínan eigi eftir að verða meiri, þannig að ég verði fljótari að vinna vinnuna mína, og geti því átt aðeins meiri tíma fyrir mig, (að gera tónlist, meina ég). Ég byrjaði í 2 nýjum vinnum sama hálfa mánuðinn, svo það er nú eðlilegt að maður sé smá lúinn, ha. En þetta er allt að koma, og svo er bara að skipuleggja sig vel. Það er allavega aldrei leiðinlegt hjá mér á daginn, og tíminn þýtur áfram. Lífið eftir vinnu verður kannski betra þegar hausinn hættir að slökkva á sér klukkan 10. Annars fór ég í skemmtilegt afmæli hjá Dagbjarti Óla á sunnudag, en missti af afmæli hjá Nico í staðinn. Við kíktum líka út að leika og labba og þvælast með Bíbí, Níkó og tvíburum á laugardag, svo helgin var alveg prýðileg. Mig langar í bíó bráðum, ekki á barnamynd heldur fullorðins. Með Elvari, bara tvö...ooo það gæti kannski gerst í næstu viku. Óver end át.
föstudagur, september 23, 2005
Ég var klukkuð, og það í rafrænu formi. Hef ekki verið klukkuð síðan í einhverjum leikjum í barnaskóla, sem hétu undarlegum nöfnum sem höfðu ekkert með innihald leiksins að gera (dæmi: Stórfiskaleikur, engir stórir fiskar í honum). Eeeeen, ég er á hlaupum svo ég ætla að demba mér í að koma með 5 staðreindir um mig sjálfa:
1)Fór á Kalla og Sælgætisgerðina, og brosti svo mikið að ég fékk harðsperrur í munnvikin eftir myndina.
2)Ég elska barnamyndir í bíó, og fannst Kalli og svo frv. vera jafngóð og síðasta Harry Potter-myndin sem var svo góð að ég fór aftur í bíó á hana daginn eftir að ég fór á hana í fyrsta skipti.
3)Ég er með vöðvabólgu, líklega af álagi, en hef ekki tíma til að fara í jóga, sem ég þó veit að myndi lækna vöðvabólguna...catch22
4)Ég er að fara að syngja lag í stúdíói klukkan 4
5)Ég er svöng og langar í franskar, en fæ mér líklega bara kaffibolla og borða í kvöld.Á reyndar allt til að gera tailenskan grænmetisrétt, including ostrusósu......mmmmmmmm slefslef lyklaborðið er blautt af slefi.
Verð að þjóta, klukka hér með 2 sunnur: Skrudduhugssunnu (hahaha) og StaringattheSunnu (híhíhí)
1)Fór á Kalla og Sælgætisgerðina, og brosti svo mikið að ég fékk harðsperrur í munnvikin eftir myndina.
2)Ég elska barnamyndir í bíó, og fannst Kalli og svo frv. vera jafngóð og síðasta Harry Potter-myndin sem var svo góð að ég fór aftur í bíó á hana daginn eftir að ég fór á hana í fyrsta skipti.
3)Ég er með vöðvabólgu, líklega af álagi, en hef ekki tíma til að fara í jóga, sem ég þó veit að myndi lækna vöðvabólguna...catch22
4)Ég er að fara að syngja lag í stúdíói klukkan 4
5)Ég er svöng og langar í franskar, en fæ mér líklega bara kaffibolla og borða í kvöld.Á reyndar allt til að gera tailenskan grænmetisrétt, including ostrusósu......mmmmmmmm slefslef lyklaborðið er blautt af slefi.
Verð að þjóta, klukka hér með 2 sunnur: Skrudduhugssunnu (hahaha) og StaringattheSunnu (híhíhí)
þriðjudagur, september 20, 2005
sunnudagur, september 18, 2005
Ég hef bara ekkert bloggað í óratíma. Þannig er nú bara þegar maður er að vinna við að skrifa texta, þá mætir það afgangi þegar maður er ekki í vinnunni. Ég er að vinna slatta, er að fara að vinna meira uppi í útvarpi, og það leggst svaka vel í mig. Óliver var með afmælisveislu uppi á Laugarvatni í dag. Hrafnhildur amma bakaði á við 15 manna veisluþjónustu og ég get ekki gert upp á milli fílakaramellutertunnar, skyrtertunnar eða baby-ruth-tertunnar. Vááááá, og ég léttist líklega ekki þessa helgi. Takk fyrir mig og mína. Svo fór ég á tvenna tónleika á föstudagskvöld, Hermigerfil og Baggalút. Afskaplega gaman allt saman. Verð að muna að fara snemma að sofa í kvöld, til að geta vaknað á skaplegum tíma í fyrramálið. Skaplegur tími: hálf-sjö....úff!
miðvikudagur, september 14, 2005
mánudagur, september 12, 2005
Næsta þema Næturvarðarins er ,,Óæðri málmar". Ég semsé var með gullþátt, svo silfurþátt, og núna næsta laugardag fá aðrir minnavermætir málmar að njóta sín. Það væri þá kopar, brons, króm, tin, eir, stál, málmur, ál,.....jájá...nóg af möguleikum. Ég held ég verði að taka mér matartíma. ég er glorsoltin. Flott orð, glorsoltin. Hvað þýðir glor?
laugardagur, september 10, 2005
Það er súld útí. Held að ég ætli að slaka alveg rosalega á, á morgunn. Förum reyndar að skúra smá,og svo í eitt afmælisboð hjá Elísabetu Freyju frænku, en svo slökun. Vinnuvikan hefst með trompi á mánudag. Ég ætla samt ekki að gleyma að horfa á popppunkt. Annað kvöld. MMMMMmmmmm, popppunktur. Í kvöld: Næturvörðurinn. MMMMMmmmmm, næturvörðurinn. Svo langar mig í kók og prinspóló. Annars fór ég á Matthew Barney-myndina, og djöfull er hún skrýtin. Kann ekki að tjá mig um hana. Bæ
föstudagur, september 09, 2005
Jæja, ég er farin að vinna. Tvær mínútur í smá hugsunarpásu,og svo allskonar annað skrifkyns. Vinnan er góð. Kemst reyndar aldrei í búð, eins og t.d. að ná í gleraugun mín úr viðgerð. Ég er þá bara með linsur á meðan. Svo er ekkert svo slæmt að taka strætó á morgnanna, nota ferðina til að hlusta á tónlist. var að hlusta á nýja paul mcartney í morgun. súper fínt. síjú
fimmtudagur, september 08, 2005
þriðjudagur, september 06, 2005
Já, ég er semsagt farin að skrifa um menningu og þess háttar á blaðinu. Ég og stúlka sem heitir Sara skiptumst á að skrifa dagskrá, um bíómyndir, um tónleika, um geisladiska, stutt spjöll við fólk, stjörnuspá, og annað tilfallandi á öftustu síðurnar. Það er bara þrælfínt, en rosalega er maður lengi með strætó í vinnuna. Ég tók strætó í gær og var 3 korter með tveimur vögnum, og svo keyrði ég bílinn hans Ingó í morgunn, og var í korter!!! það er glatað. Neyðist maður bara til að eiga bíl á Íslandi af því að strætókerfið er meingallað? Og það á að vera nýkomið úr andlitslyftingu? Fargings garg. Varðandi fyrirspurn um næsta þema Næturvarðarins er það Silfur, og svo þar næst er Brons og aðrir óæðri málmar. En eitt í einu: Silfur-þáttur næsta laugardagskvöld.Hugmyndir berist hér að neðan.
laugardagur, september 03, 2005
fimmtudagur, september 01, 2005
-ég er búin að mála, allt antikhvítt nema eldhúsið sem er okkur-gult (us-yellow?)og smá azure-blátt. -ég á gallapils og græna converse-eftirlíkingaskó. -hellvar aflýsti tónleikum sem við áttum að spila á á gaukástöng í kvöld, því við erum að mála og flytja. mér finnst ég vera að svíkja rokkið en beita skynseminni, og því er ég stolt með samviskubit núna. -ég er komin með vinnu á blaðinu og byrja á mánudaginn, mánudaginn. -ég er með heeeeví vöðvabólgu eftir málið og er á leið í heitapottinn hjá maogpa í kef. -mér finnst reeses peanutbutter cups besta súkkulaði í heimi. -og besta gosið er dr. pepper, sem er ennþá pantað inn í söluturninum á eiðistorgi, og það er rétt hjá þar sem ég er að flytja. -þarf að fara yfir fullt af drasli sem ég á og henda eða gefa. -nenni'ðí ekki. -gerði eitt af 5 bestu salötum sem ég hef gert á ævinni áðan, kláruðum næstum allt, en skildum eftir smá fyrir mömmu sem var úti, en kemur heim á eftir. -bless.
mánudagur, ágúst 29, 2005
í gær átti ég skrítinn dag, þar sem mér fannst allan daginn að hundraðkallar væru fimmtíukallar. kannski ber það vott um hvað "góðærið" í landinu er farið að hafa víðtæk áhrif á mann, meira að segja hundraðkallarnir líta orðið út fyrir að vera smámynt. ég sá kannski verðgildi þeirra... Hvaðumþað, peningar eru nú ekkert til að hafa áhyggjur af, fremur en annað. Maður bara kaupir það sem mann vantar, og borðar þegar maður er svangur og reynir að vinna þá vinnu sem býðst, og sjá...lífið heldur áfram, skuldir greiðast, rigningu styttir upp og sól brýst fram úr skýjum. ég er samt enn atvinnulaus á virkum dögum, svo nú fer hver að verða síðastur að festa sér mig í vinnu í vetur. ég er ógeðslega skemmtileg, í alvöru....
Hlakka til að mála veggi, fáum lykla að íbúð á morgun. ég ætla að mála með mikið af gleði og góðri tónlist, og þá verður alltaf gaman í húsinu og mikil sköpun. festa kreativítetið í blauta málninguna á veggjunum.
Hlakka til að mála veggi, fáum lykla að íbúð á morgun. ég ætla að mála með mikið af gleði og góðri tónlist, og þá verður alltaf gaman í húsinu og mikil sköpun. festa kreativítetið í blauta málninguna á veggjunum.
laugardagur, ágúst 27, 2005
föstudagur, ágúst 26, 2005
Jæja, þetta er bæjardagur, svo ég er búin að vera á þeytingi um allt. Fór fyrst að undirbúa þátt um atvinnugreinar fyrir morgundaginn (já, Bjössi á Mjólkurbílnum er með). Hugmyndir að lögum í þemað vel þegnar, hér að neðan í kommentakerfið. Síðan labbaði ég löngu leiðina til Magga Strump upp í Síðumúla, og náði í flæ-era. Strætó á Hlemm, gekk niður Laugaveg og dreifði. Er á Kaffi Hljómalind, á nokkra flæ-era eftir, og þegar möndlukakan er upp urin og jasmínuteið er drukkið mun ég klára að dreifa miðunum. Sándtékkum svo á eftir. Grandrokk opnar 2200 og fyrsta band, Vonbrigði, á svið klukkan ellefu, stundvíslega. Ef þú getur réttlætt það að sökum fullkomra blankheita eigir þú að vera á gestalista, skaltu senda mér sms í síma 6986638 með upplýsingum um þig, og ég set þig þar. Ef þú átt hins vegar pjéning, þá kostar 500kall inn, og mun það vera ákaflega sanngjarn verð fyrir Vonbrigði, Hellvar og Dýrðina. leiter skeiter
miðvikudagur, ágúst 24, 2005
ég man ég hugsaði eitthvað í gær, en það er alveg dottið út. svo ég sleppi líklegast bara að skrifa það. Fór á Tjaldó og fékk mér Laugarvatnskaffi (kaffi með ís útí) og Bláskógarborgara (hamb. með rauðlauk, beikoni osti og gráðostasósu). Sannkallað laugvetnískt sælkerafæði. Lærði helling þarna á Tjaldó, og þeir opna 11, svo ég er að spá í að rölta aftur þangað og klára Heidegger-ritgerðina. Náði meira að segja að tengja Bruce Springsteen við Heidegger, svo mikill var sköpunarkrafturinn í gærmorgunn. Skólarnir voru að byrja hér, og í tilefni að því var mikill ratleikur fyrir nýnema Menntaskólans. Ég var í gufunni í allan gærdag og kvöld, og varð því á korters fresti í nokkra tíma var við hóp af unglingum sem spurðu mig undarlegra spurninga eins og "Hefur nokkur falið blað ofaní gufuhvernum?" og "Hvernig gufubað er þetta?". Þá var blaðið umspurða falið við hlið öskutunna fyrir utan, og þar átti að svara því hvernig gufa væri á laugarvatni (Náttúruleg, byggð ofaná hver) og svo voru þau beðin um að botna einhverja vísu sem ég hef aldrei heyrt áður. Ég hvatti þau til dáða, og sagði þeim að semja bara sjálf seinnipart. Þetta lífgaði heilmikið upp á daginn, og svo kom 25 manna hópur og dásamaði allt og alla, og kaffið og mig og svifu alsæl út úr gufubaði og inn á veitingastaðinn Lindina. Góður dagur.
mánudagur, ágúst 22, 2005
dagarnir fljúga áfram, ritgerðarnar kroppast. í fullkomnum heimi myndi ég taka hlé á öllu öðru og ljúka þeim, en það er í svo mörg horn að líta. vinna í gufubaði, vinna í útvarpi, redda leikskólaplássi, redda mér skemmtilegri vinnu með útvarpi í haust, spila smá á tónleikum, reyna yfir höfuð að koma sér í kreatívagírinn sem við vorum í í berlín. þetta hefst allt, sko íbúðin er fundin, bráðum bankar einhver frábær vinna uppá hjá mér, svo kemur leikskólapláss fljúgandi, og svo bara skrifa ég ritgerðaafgangana á eins og 2 dögum eða eitthvað. Komið. Hellvar spilar á Grandrokki ásamt Dýrðinni og Vonbrigðum næsta föstudag, 26/8. 500-kall inn, hús opnar 2200, tónleikar hefjast 2300.
föstudagur, ágúst 19, 2005
Ég elska lífið. Það er eitthvað svo mikið að gerast og gera þessa daganna, og virðist ganga bara þokkalega. Tónleikar, ritgerðir, vinna, alveg að fara að flytja í nýja íbúð sem þarf að mála og svona. Það er nóg að gera, en ég er samt ekkert áhyggjufull, bara með svona spenningsskordýr í maganum, er líka að sækja um hina og þessa vinnuna í rólegheitum. Þetta er svo spennandi allt. Ég er líka orðinn heimsmeistari í húkki, húkka far landshlutanna á milli. Mæli með myndinni "Even cowgirls get the blues" fyrir fólk sem hefur gaman af að húkka far. Fjallar um stúlku sem fæðist með ofvaxinn þumal, alveg risastórann, og hún er best af öllum í að húkka far. Þessi mynd fékk einu sinni hauskúpu í Pressunni, svo ég dreif mig (hef svo gaman að lélegum myndum) og svo var hún bara svo léleg að hún var frábær. Eftirminnileg fyrir vikið. Sonic Youth komu nú ekki í gufubað á Laugarvatni, eins og ég var að vona, en þau koma bara næst. Tónleikarnir þeirra virkuðu eins og vítamínsprauta í rassinn á mér. Ég er svakalega hress. Svo gengur mér ofsa vel að vakna snemma á morgnanna. Kannski er ég bara manísk.
fimmtudagur, ágúst 18, 2005
þriðjudagur, ágúst 16, 2005
sunnudagur, ágúst 14, 2005
Lína langsokkur hafði rétt fyrir sér. það er alls kyns skemmtilegt dót og fólk og þannig út um allt, en maður finnur það bara ef maður er opinn fyrir því, og tilbúinn í einhver ævintýri. Einu sinni hélt ég að það væru meiri ævintýri og óvæntar uppákomur í t.d. París en í Reykjavík, en ég er komin á aðra skoðun. það eru nákvæmlega jafnmörg ævintýri alls staðar, maður þarf bara að vilja finna þau. Eins og í dag, þá heyrði ég rússneskt diskó út úr einu húsi, og labbaði soldið lengra og þá heyrði ég einhvern vera að æfa sig að spila á greiðu út um glugga í öðru húsi. svo fann ég fallega spennu liggjandi á jörðinni, og svo hitti ég tvo stráka á svona unglingafylleríi, og þeir voru rosa fyndnir og annar var með appelsínugular linsur í augunum. svo talaði ég um sci-fi og pólitík á kaffihúsi, og rambaði á eina útitónleika, og sá sýninguna í kling og bang (ási og gunnhildur...allgjört æði), og svo....bara þetta er endalaust, ef maður hefur augun hjá sér. Lína langsokkur fann bæði perlufesti og spennandi bók, en Anna og Tommi fundu ekkert, því þau voru viss um að þau myndu ekkert finna. Hehehehehe, ég er búin að ná þessu. Snilld!!!!!
föstudagur, ágúst 12, 2005
vúhú, fengum íbúð!!! Þetta gekk ævintýralega hratt og vel fyrir sig. það er merkilegt hvað allt gengur vel og fallega hjá okkur. Við búum á Grandavegi 39 frá og með næstu mánaðarmótum, rétt hjá sjónum, rétt hjá jl-húsinu, (krónan er þar), rétt hjá vesturbæjarlauginni, rétt hjá þjóðarbókhlöðunni. Í vesturbænum, þar sem fólk heilsast á götum úti, og gott er að vera. jesssss, ég er svo glöð. verið að skipta um invols á baðherbergi, svo verður smá sýslað í að laga nokkur perustæði, og í lok mánaðarins megum við mála eins og við viljum. Held að það verði nú bara antikhvítt út um allt, en annars var mamma að koma með hugmynd að því að velja mediterranian litablöndu á eldhúsveggi, því það snýr í norður, og norðursólin er svo köld að það verða að vera smá hlýjir litir þar inni. hún seldi mér þetta gjörsamlega, greinilega góður innanhúshönnuður þar á ferð. býð bara eftir að hún sýni elvari bókina sem hún sýndi mér, og segi 2-3 vel valdar hönnunarlegar setningar við hann líka, og þá verður alveg ábyggilega miðjarðarhafsstemming í eldhúsi grandavegs 39!!! mamma snillingur. ég hef rosa góða tilfinningu í maganum, að vera nú ekki lengur húsnæðislaus í haust, heldur bara hálf-atvinnulaus (allavega virka daga). koma svo, redda mér vinnu í haust. ég kann mörg tungumál, er nokkuð skörp, fremur lagleg, vel tennt, prýðilega máli farin, lykta vel, og svo er ég svo fyndin..............hahahahhahahah
fimmtudagur, ágúst 11, 2005
þriðjudagur, ágúst 09, 2005
rólegheitadagar í sveitinni. þögn á kvöldin. skemmtilegt fólk sem ég hitti í gufunni. óliver og afi og amma fóru á akureyri um helgina en komu í gær aftur heim. hann fékk riddaradót, og nú eru plast-riddarar að stingast upp í iljarnar hvar sem ég stíg. mjög gott fyrir punktalækningar. ég þarf, án gríns, að redda íbúð til að flytja í um næstu mánaðarmót, í reykjavík. ef einhver er með góð ráð í íbúðareddingum væri indælt að fá komment um þau.
laugardagur, ágúst 06, 2005
Ok, ég er sjúklega þreytt, og er að fara að vinna í útvarpinu. eins gott að drekka smá kók og borða smá súkkulaði til að hressast. Er búin að gera eftirfarandi um helgina: húkka far á þingvelli frá laugarvatni, undirbúa einn þátt, syngja lag í hljóðveri, æfa með stelpubandi eitt lag, sofa illa í barnarúmi, sándtékka, bíða, halda á mögnurum, redda magnara þegar hinn klikkaði í sándtékki (TAKK STEBBI MAGG! I OWE YOU), spila lag á gay-pride með stelpubandinu Eldkexi, labba sjúklega mikið. Á eftir að: vera með Næturvörðinn í kvöld, húkka far til Keflavíkur í nótt til að gista, redda mér á Laugarvatn á morgun.
Ha, þetta er slatti fyrir eina helgi.
Svo vantar mig vinnu virka daga frá byrjun September og íbúð miðsvæðis til að leigja frá byrjun September. Anyone??!
Ha, þetta er slatti fyrir eina helgi.
Svo vantar mig vinnu virka daga frá byrjun September og íbúð miðsvæðis til að leigja frá byrjun September. Anyone??!
föstudagur, ágúst 05, 2005
miðvikudagur, ágúst 03, 2005
Brigðult samband við netheima á Laugarvatni þessa daganna. En það er svo sem ekkert að frétta. Vinn í gufubaðinu, og það er besta gufubað í heimi, svo allir að koma og heimsækja mig og prufa það. Svo kom útlenskt úrhelli og þrumur og eldingar áðan, en rétt áður var sól og hiti, svo kom líka haglél, þetta gerðist allt á svona 20 mínútum,eða svo. Síðan hélt amazon-rigningin áfram, og er enn að. Ég er að lesa "Einhvers konar ég", eftir Þráin Berlelsson, en verð að taka tíma á hverjum degi til að lesa Schelling og punkta hjá mér, og eins að lesa smá listaheimspeki og punkta hjá mér, og að lokum að lesa eitthvað sem ég hef ekki ákveðið og punkta hjá mér, og úr þessu þyrftu 3 ritgerðir að verða til mjög fljótlega, þar af ein á þýsku en hinar tvær á ensku. Sú þýska verður annað hvort skrifuð á ensku og farið þess á leit við þýskan vin að vera þýdd, eða að hún verður skrifuð með orðaforða barns. Ef til vill er það betri nálgun, þegar öllu er á botninn hvolft. Heimspeki er jú að átta sig á að maður veit alltaf minna og minna, minna í dag en í gær. En ritgerðir, hér kem ég, óhrædd og tilbúin. Hvort sem þið verðið góðar, sæmilegar eða arfaslakar, þá verðið þið skrifaðar í átaki næstu daga og vikur.
föstudagur, júlí 29, 2005
Fjúúú, hvað ég er mikil borgarstelpa í mér. Reykjavík er bara svo skemmtilegt. Það er meira að segja gaman að vera á röltinu í útréttingum í Reykjavík. Semja um skuldir, algjört stuð. Borga reikninga, ýkt gaman. Svo er fullt af skemmtilegum tónleikum á Innipúkanum framundan. Óliver að hanga með okkur hér í bænum. Vonandi fílar hann Cat Power og Blonde Redhead og svona. Ætlum bara að þvælast og sjá til hvernig stemmingin verður. Þátturinn minn er frá 1o annað kvöld, til 0300 um nóttina. Ég og Snorri erum frá 2200 til miðnættis, svo tek ég yfir. Þemað er sem fyrr segir kveðjur í ýmsum myndum: Good-morning, -day, -evening, -night, Goodbye, Hello,So long, Hey,...o.s.frv.
fimmtudagur, júlí 28, 2005
Annar þáttur Næturvarðarins, sem er næstk. laugardag, hefur þemað "kveðjur", og vel væri við hæfi að fólk finndi lög með orðum eins og halló, bless, góðan dag, góða nótt, og svo frv. Hugmyndir vinsamlegast hér í comment, eða senda mér póst á naeturvordurinn (at) ruv.is. Svo spilar Hellvar víst á Innipúkanum, klukkan sirka 4:30 á sunnudeginum, ekki víst hvenær ég kemst næst í tölvu, er á faraldsfæti þessa helgi sem oft áður, og því auglýsi ég þetta núna. Allir að mæta, Hellvar er ýkt skemmtileg sko.
þriðjudagur, júlí 26, 2005
mánudagur, júlí 25, 2005
aftur komin í sveitasæluna á laugarvatni. það er ekkert lát á hita og sól og allir orðnir mjög dökkir á hörund. það er fyndið að koma heim frá þýskalandi til íslands og byrja á því að ná sér í brúnkuna sem ekki náðist í í berlín sökum rigninga. maggi og anna komu í heimsókn á laugarvatn í gær, og við færðum grillið niður að vatni og grilluðum hamborgara fyrir utan gufubaðið. við erum farandsverkagrillarar.
laugardagur, júlí 23, 2005
Jáh, ég sit hér og horfi yfir borgina í kvöldsólinni. Er að bíða eftir að klukkan verði tíumínúturyfirtíu og Næturvörðurinn fari í loftið, enn á ný. Ég ætla að vera með velkomið-þema, bjóða fólk velkomið að viðtækjunum með því að spila lög sem innihalda orðin velkomin(n), welcome, wilkommen, og bienvenu. Ef lesendur mínir sjá þetta í tíma, þá geta þeir sent póst á 123 at ruv.is og komið með uppástungur að lögum. Annars er ég bara pínu stressuð, vona að öll tæknimál rifjist upp fyrir mér jafnóðum, en það hlýtur bara að vera. Partýzone-gæjarnir eru í geggjuðu stuði að vanda. Ég er glöð að vera að byrja aftur.
þriðjudagur, júlí 19, 2005
Sko, ég átti svona ofur-íslenska reynslu áðan. Þannig er að ég þurfti að húkka mér far á Laugarás, til að fara til læknis. Fyrsti bíll sem stoppaði var kennari sem kennir íslenku og dönsku, prýðiskall, og gaman að spjalla. Næst stoppuðu 4 konur sem voru að vinna á Geysi og allar ofurhressar og voru afar glaðar að taka upp puttaling. Svo stoppaði hestamaður sem var að blasta Björk í bílnum sínum, ansi hressilegur og þetta var allt svo íslenskt og náttúrulegt og skemmtilegt. Ég hélt að það yrði nú varla meira íslenskt en þetta, og var ég líka komin til Laugaráss, en nei. Það sem toppaði þessa íslandsreynslu var að Reynir Pétur sat á biðstofunni, og var hinn hressasti. Spjölluðum við um hesta, tölvur, og sci-fi-myndir, og hann er algjör snillingur! Gerir að gamni sínu til hægri og vinstri. Jájá, einhvern veginn efast ég um að ég hefði hitt allt þetta fólk og spjallað við það og skemmt mér svona vel ef ég hefði verið að ganga Austurstræti. Svona er nú sveitin frábær.
mánudagur, júlí 18, 2005
Það er semsagt liðin vika án nokkurs bloggs, og er það nú ekki gott. En mér til varnar get ég sagt að lungan úr þessari viku var ég veik, og svo var tölvan eitthvað lasin líka. Ekki stabílt netsamband, alltaf að detta út og þá þarf að rístarta til að fá aftur inn netið. Þetta er nú samt að lagast eitthvað og flensuna hef ég ráðist á með slímlostandi freiðitöflum, fúkkalyfjum og einhverju hóstasafti sem hafa þær aukaverkanir að hendur mínar skjálfa eins og í áttræðu gamalmenni. Jájá, en slímið er að fara. Þetta er soldið eins og í hryllingsmynd, slímið er að yfirgefa líkama minn eftir að hafa gert mig að hýsli sínum...úúúúú. Hvað um það, að öðru merkilegu. Við gengum á Þorbjörn í gær, Elvar, Óliver og ég. Fyrsta fjallgangan hans Ólivers, og það var vel af sér vikið, því það reyndi smá á. Fjallageitur eins og Dr. Gunni hlægja samt áræðanlega, en þetta var afrek á okkar mælikvarða. Það var sko ættarmót undir rótum Þorbjörns, sem er rétt utan við Grindavík. Allt fór vel fram og nú á ég óljósar myndir í kollinum af fullt af ættingjum sem ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti. Ég er svo hrikalega ómannglögg að ég man nú fæst andlitin, en það er notalegt að vita af einhverju fólki úti í bæ sem eru í sömu ætt og maður sjálfur.
Svo er Næturvörðurinn að fara af stað. Fyrsti þáttur eftir árshlé er næsta laugardag, og þema hans er Velkomin/Welcome/Willkommen/Bienvenu..Semsagt þáttur sem býður fólk velkomið að viðtækjunum. Ég er farin að hlakka til, undarlega ávanabindandi að fást við dagskrárgerð fyrir útvarp...jú-hú!
Svo er Næturvörðurinn að fara af stað. Fyrsti þáttur eftir árshlé er næsta laugardag, og þema hans er Velkomin/Welcome/Willkommen/Bienvenu..Semsagt þáttur sem býður fólk velkomið að viðtækjunum. Ég er farin að hlakka til, undarlega ávanabindandi að fást við dagskrárgerð fyrir útvarp...jú-hú!
mánudagur, júlí 11, 2005
haldiði að ég hafi ekki bara náð mér í íslenska flensu við heimkomuna! Ég er enn meðana, en aðeins skárri akkúrat núna, samt bara búin að sofa og lesa og sofa og lesa í gær og í dag. Hiti og hálsbólga og kveeeeeeeeef. jökk. Morgundagurinn hlýtur að verða betri. Vantar að komast í Reykjavík og útrétta og svona.
laugardagur, júlí 09, 2005
föstudagur, júlí 08, 2005
Ég er komin heim til Íslands, en er ekkert búin að fara út ennþá. Bara hlaupa úr flugvél í bíl, og úr bíl og inn í hús. Veit ekki hvort ég þori...Verð nú að taka smá labb og þefa af íslensku súrefni. Vatnið er ekkert búið að versna. Bensínlítrinn hækkaði. Mjólk er enn hægt að fá á mun lægra verði en í Berlín, en mér skilst að restin af mat sé samt dýrari. Óliver er guðdómlegur. Hann svaf á milli okkar í nótt og vakti okkur með hinni óbrigðulu setningu: ,,Mamma þú mátt koma á fætur núna, sjáðu, (dregur gardínu frá glugga), það er ekki nótt lengur". Ég er enn að fatta að við erum flutt til baka, líður eins og ég sé bara að stoppa í viku. En þetta kemur...verð að fara í labbitúr, þá slettist raunveruleikinn í formi rigningar og kulda framan í mig.
þriðjudagur, júlí 05, 2005
Íbúðinni skilað í gær, og ekki laust við að ég sakni Belforterstrasse 18. Fengum inni hjá vini okkar frá Póllandi sem heitir Bartek, og hann, eins og allir aðrir Pólverjar sem ég hef kynnst, er fáránlega gestrisinn. Hann tók ekki annað í mál en að leifa okkur að sofa í fína rúminu sínu, og sefur sjálfur hjá vini sínum. Svo ætlar hann að elda pólska veislumáltíð fyrir okkur annað kvöld, mmm hlakka til. Erum að fara í stúdíó núna á eftir, þýski vinur okkar hann Tobias ætlar að nota okkur sem lokaverkefni í upptökuskólanum sínum. Var svo búin áðí í gær eftir annað moskítóbit og antíofnæmispillu, að ég gat varla labbað. Reyndi að labba en gafst upp. Elvar fór því einn á tónleika vina okkar, og þar var kalifornísk hljómsveit líka að spila. Þeim vantar trommara í tónleikaferðinni sinni, og treysta þau alltaf á að finna einn sem spilar á trommur á hverjum stað. Sá sem hafði boðist til tromms í gær kláraði batteríin í tveimur lögum, og þau spurðu því yfir hóp tónleikagestanna hvort einhver spilaði á trommur. Elvar bauð sig fram, og spilaði restina af gigginu með þeim, allt lög sem hann hafði aldrei heyrt áður!!! Þau gáfu honum disk og bol að launum, og voru hæstánægð með framistöðuna. Hljómsveitin heitir Cancel. Gamanaþessu.
Hellvar spilar á Hotelbar, Zionskierchestr. 5 í kvöld. Hellvar spielt am Hotelbar heute Abend. Hellvar plays tonight in Hotelbar
Hellvar spilar á Hotelbar, Zionskierchestr. 5 í kvöld. Hellvar spielt am Hotelbar heute Abend. Hellvar plays tonight in Hotelbar
mánudagur, júlí 04, 2005
Live8 búið, og við erum búin að vera að glápa á allt sem var sýnt og endursýnt og endur-endursýnt, svo við erum búin að ná öllu markverðasta. Núna síðast rétt áðan og er enn, er Roxy Music með Brian Ferry. Djö...snillingar, enn jafn góð rödd, enn flottur á sviði, enn með hár og bara örfáar hrukkur. Það er annað en "snillingarnir" í Mötley Crew sem Elvar lýsti ansi skemmtilega: "það er eins og þeir hafi farið inn í skáp og étið ógeðslega mikið af hamborgurum og ekkert farið í bað síðan in þí eitís, og svo eru þeir ennþá í sömu rokkgöllunum, en passa ekkert í þá lengur". Kannski hafa þeir líka gleymst bara í einhverju rokkpartýi seint á níunda áratugnum, og eru búnir að vera að djúsa síðan þá. Já, svo var allt dótið sem sýnt var frá Hyde Park frábært. Fílaði Sting, Who, Paul Macartney og Pink Floyd rosalega vel. Pink Floyd voru hreinlega yfirnáttúrlega góðir, miklu betri heldur en á plötunum sínum sem þeir spiluðu inná fyrir 30 árum eða svo. Alveg ótrúlegt. Svo sáum við líka Brian Wilson, og greyið gleymdi textanum í God only knows. Hann hefur nú ekki elst nógu vel, kallinn. Skrudda er að tala um að söngvarinn í A-ha hafi staðið sig illa, en hann hljómar allavega vel í Þýskalandi, ekkert falskur í okkar sjónvarpi. Stevie Wonder líka fínn enn, og Schissor Sister dáldið hressileg. Linkin fokkin Park hins vegar fáránlega léleg og leiðinleg hljómsveit. Líka Dave Matthews, aldrei skilið hvað er svona merkilegt við hann. Þegar upp er staðið: Pink Floyd bestir, Sting svo, svo Roxy Music, og svo Who og Paul. Restin fín, en ekkert svona vá....
föstudagur, júlí 01, 2005
Í gær var stór dagur hjá mér og Elvari. Við komum fram í leikhúsi og sungum fimmundaraddað "Krummi svaf í klettagjá", öll erindin, a capella. Þetta var á kvöldi sem er einu sinni í mánuði og nefnist "tod des monats", eða dauði mánaðarins og leikstjórinn býr til dagskrá sem inniheldur stutta einþáttunga, tónlist og viðtal við einhvern úr dauðabransanum (í gær var það starfsmaður kirkjugarðs). Leikstjórinn sá Hellvar spila á tónleikum og vildi fá okkur til að flytja eitthvað íslenskt lag sem dauðinn kæmi fyrir í. "Krummi svaf í klettagjá" kom fyrst upp í hugann, en þar er krummi í upphafi nær dauða en lífi af kulda og hungri, og finnur svo dauðann sauð og bjargar lífi sínu og hinna krummanna með því. Ég útskýrði textann áður en við sungum, á ensku reyndar, ekki þýsku, en það virkaði bara vel. Allir voru rosalega hrifnir, og ég verð að segja það að elvar stóð sig glæsilega, en þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur fram sem söngvari, og fyrir vikið var þetta ennþá sérstakara. Annars var kvöldið allt fremur viðburðarríkt: Kirkjugarðsstarfsmaðurinn fraus fyrir framan áhorfendur og sagði bara "Ég get þetta ekki" og hljóp af sviðinu. Píanóleikarinn var fljótur að hugsa og skellti sér bara í einn jarðarfararmars meðan verið var að róa grafarann niður, svo allir héldu að þetta ætti að vera svona. Svo féllst hann á að koma örstutt upp á svið með öðrum leikara og svara bara spurningum. Maðurinn sem fann upp gerfigreindina, tölvusérfræðingurinn Alan Turing, var næstur á svið og talaði um tölvumál, en hann drap sig í júní 1954. Kvöldið endaði á völdum atriðum úr óperunni "Rigoletto" flutt af leikbrúðum sem voru búnar til kvöldið áður úr sorpi og rusli, allgjör súrrealismi og náttúrul. á þýsku eins og allt, og því skildum við helmingi minna, en þetta var gaman og svo hlupum við út í nóttina. Á leiðinni heim sáum við 3 gleðikonur, og er það í fyrsta skipti sem við verðum vitni að vændi á götum úti hér, en vændi er löglegt. Okkur fannst athyglisvert að þær eru með peningapunga um mittið, eins og þjónar eru oft með, til að geta gefið til baka....Elvar fór bara heim, en ég kom við á tónleikum Egils Sæbjörnssonar á Kaffee Burger. Hann stóð sig með prýði, og rúmlega miðnætti dreif ég mig svo líka.
miðvikudagur, júní 29, 2005
gísli, rebekka, viktor og svavar eru í heimsókn í berlín, á leið á eitt metalfestival, nýkomin af öðru sem var í frakklandi. þau BUÐU okkur á blinda staðinn, sem er bara myrkur á og allir enda á að borða með höndunum. þar fengum við surprice-menu, og innihélt hann að þessu sinni perluhænsn, strút og svín. þar með hef ég í fyrsta skipti borðað þetta téða perluhænsn, en strút og svín þekkti ég. vá hvað það var skrítið að borða í myrkrinu, og ég hélt í alvöru á tímabili að ég væri að éta snákasteik, elvar kom þeirri hugmynd inn í kollinn á mér. en, eins og fyrr, var þetta frábært, og við þökkum kærlega fyrir okkur. á morgun: hjálpum david hull að flytja, fer kannski á æfingu f. einhverja söngskemmtun, og eirik sördal hefur boðið okkur í hangiket með uppstúf um kvöldið. kannski næ ég einum eða tveimur tímum í lær þarna á milli. annars var ég andvaka í nótt, og las þýskar smásögur til að drepa tímann. það gekk það vel að ég glaðvaknaði og sofnaði bara undir morgunn. hohoho, ég held ég kunni smá þýsku.
mánudagur, júní 27, 2005
Kæri alltofstuttiþáttur!
ég get ekki fengið haloscan-kommentakerfið sem ég er búin að koma fyrir í templateinu mínu, til að birtast. síðast þegar ég gerði þetta gekk það einn tveir og galdur abrakadabra og ekkert mál,...núna lítur þetta allt út eins og það á að gera inni í kódanum, en ekkert gerist. Hjálp óskast send á heidingi at hotmail punkur com.
ein örvingluð
ég get ekki fengið haloscan-kommentakerfið sem ég er búin að koma fyrir í templateinu mínu, til að birtast. síðast þegar ég gerði þetta gekk það einn tveir og galdur abrakadabra og ekkert mál,...núna lítur þetta allt út eins og það á að gera inni í kódanum, en ekkert gerist. Hjálp óskast send á heidingi at hotmail punkur com.
ein örvingluð
sunnudagur, júní 26, 2005
jæja, verð að fara að lækna síðuna af hverju svo sem hún er að þjást af. hef bara soldið lítinn tíma framundan. er búin að vera að taka því eins rólega og ég get útaf risa flugnabiti sem ég fékk á hnésbótina, ég er sko með ofnæmi fyrir moskítóflugum. fóturinn var bara bólginn en nú er þetta að lagast. þarf að læra slatta, og æ, þetta er leiðinleg upptalning á staðreyndum. dreymdi undarlega. ætla að fá mér te og sjá hvort ég muni draumana...
nei, mundi þá ekki. mæli með bókinni infernó eftir august strindberg. er rúmlega hálfnuð og hún er ótrúlega fín. fíla bækur sem fyrir koma klikkaðir kallar eða kellingar. það er smá sami fílíngur í þessari og í kafka-bókinni réttarhöldin. rosalega á ég eftir að sakna bókasafnsins hans davíðs. við erum barasta lesóð hér. besta í heimi er að liggja í 30 stiga hita í sólbaði og lesa góða bók. góð bók er gulli betri. ha, það eru nú orð að sönnu. er á leið í tyrkneskt kvennabað í tyrkjahverfinu kroizberg. það er soldið eins og byrjun á bíómynd. hvað er þetta með mig að finnast allt sem ég er að gera vera eins og atriði í listrænni evrópskri bíómynd? það er nú soldið klisjulegt. púff.
nei, mundi þá ekki. mæli með bókinni infernó eftir august strindberg. er rúmlega hálfnuð og hún er ótrúlega fín. fíla bækur sem fyrir koma klikkaðir kallar eða kellingar. það er smá sami fílíngur í þessari og í kafka-bókinni réttarhöldin. rosalega á ég eftir að sakna bókasafnsins hans davíðs. við erum barasta lesóð hér. besta í heimi er að liggja í 30 stiga hita í sólbaði og lesa góða bók. góð bók er gulli betri. ha, það eru nú orð að sönnu. er á leið í tyrkneskt kvennabað í tyrkjahverfinu kroizberg. það er soldið eins og byrjun á bíómynd. hvað er þetta með mig að finnast allt sem ég er að gera vera eins og atriði í listrænni evrópskri bíómynd? það er nú soldið klisjulegt. púff.
föstudagur, júní 24, 2005
fimmtudagur, júní 23, 2005
í dag var slatta heitt svo við fengum þá snjöllu hugmynd að fara út að einhverju vatni og ímynda okkur að við værum á ströndinni. gerðum ráð fyrir svona einum og hálfum tíma í ferðatíma og fórum því ekkert af stað fyrr en eftir dúk og disk eða sirka tuttugumínúturyfirtvö. en ferðin tók 3 tíma með allskyns farartækjum, því ein lestin fer bara á klukkutímafresti og við náttúrulega vissum ekkert um það. vorum, svei mér þá, bara komin upp í sveit, ég sá allavega beljur á beit og það er þokkalega sveitó. komum loks niður að vatninu og ég fór í panik yfir að klukkan væri orðin rúmlega fimm og ég ekki byrjuð í sólbaði. hafði verulegar áhyggjur af því að ég yrði kannski ekki brún þennan daginn. svona týpískt "íslendingur í útlöndum sem ætlar sér sko aldeilis að nota sólina"-heilkenni. en þegar niður að vatninu kom, (þurftum að ganga í gegnum skóg, sem vatnið er ínní) var einmitt lítil sól á jörðu, því hún var byrjuð að lækka smá og tréin voru því að búa til skugga á jörðinni, og ég alveg brjáluð út í tréin. lagðist samt á einn sólarblettinn og þrjóskaðist við, og þurfti að færa teppið á 5 mínútna fresti, til að elta sólina. á meðan fékk elvar sér sundsprett í vatninu, og skemmti sér voða vel við að horfa á aðfarir mínar við sólardýrkunina. að lokum var honum nóg boðin vitleysan og tók sig til og fann rjóður í skóginum, og fluttum við okkur þangað. upp frá því var sólbaðið alveg dásamlegt, og hugvit elvars hefur líklega bjargað mér frá sturlun. í rjóðrinu vorum við alein og yfirgefin og þar sem ég var líka með gul gleraugu, leið mér nákvæmlega eins og við værum föst í einhverri afar listrænni seventísmynd. par í skóginum, að lesa strindberg og nietzsche, guli effektinn á öllu. svo gáfumst við upp og rétt svo rötuðum út úr skóginum aftur, og komum heim bara ekki fyrr en hálf-ellefu eða eitthvað. meira ævintýrið, ha. held ég fari bara út í bakgarð í sólbað með nietzsche á morgun.
þriðjudagur, júní 21, 2005
þetta er ótrúlegt, ég bara man ekki hvenær ég fór í fýlu síðast, það er svo langt síðan. Bara með því að ákveða svona fyrir sig á hverjum morgni að reyna að halda ró sinni og ekki panikka sama hvað, er ég búin að vera í góðu skapi lengi lengi lengi, og það er ekkert lát á. Skulda fullt af pén. í hin og þessi málefni, og ritgerðirnar mínar bara mjakast á hraða snigilsins (en mjakast samt auðvitað) og það er bara allt í lagi. Mér gæti ekki verið meira sama. Það er ekkert betra að vera blankur og líka í fýlu í ofanálag. Eða að vera að skrópa pínu uppi á bókasafni og vera svo ónýtur af samviskubiti líka...Vá, ég trúi varla að ég sé svona róleg og afslöppuð með þetta allt, en jújú, ég sver að ég er það. Svo er bara gaman. Spilum á tónleikum á morgun og á föstudag. 2 þýskir strákar sem eru að útskrifast úr upptökuskóla vilja taka upp eitt lag með okkur sem hluta af lokaverkefninu sínu. Þeir voru hér í kvöldkaffi áðan. Skemmtilegt. Toffi frændi kom í heimsókn um helgina og við gerðum helling. Skemmtilegt. Sá Peaches dj-á laugardag og hún spilaði uppáhaldslagið mitt með Bauhaus (Bela Lukosi's dead) Skemmtilegt! Júhú, nú er þessi síða bara að standa undir nafni. Gaman! Ég er soldið klikk og er bara að hugsa um að fara að halla mér. Skemmtilegt! Sjáumst síðar. Vúhú. (Já og P.S.:The Great Destroyer með Low er besta plata sem ég hef heyrt síðan Loveless með My bloody valentine...)
mánudagur, júní 20, 2005
föstudagur, júní 17, 2005
kandífloss
á 17. júní
og kannski einn lítinn koss
á 17. júní.
(dýrðin)
Kristopf að koma á eftir, Kristín Björk kemur í heimsókn í kvöld, kannski verður slegið upp míní-þjóðhátíðardegi með þessum litla hópi, aðalhátíðarhöldin eru hjá Íslendingafélaginu í Volkspark Friedrichshein á morgun:
já þá verður grillað
og fánum veifað
og leikir leiknir
og drukknar veigar
(frumsamið á staðnum)
á 17. júní
og kannski einn lítinn koss
á 17. júní.
(dýrðin)
Kristopf að koma á eftir, Kristín Björk kemur í heimsókn í kvöld, kannski verður slegið upp míní-þjóðhátíðardegi með þessum litla hópi, aðalhátíðarhöldin eru hjá Íslendingafélaginu í Volkspark Friedrichshein á morgun:
já þá verður grillað
og fánum veifað
og leikir leiknir
og drukknar veigar
(frumsamið á staðnum)
miðvikudagur, júní 15, 2005
æsandi heitt sumarveður hér. Nú er bara morgunverður,hádegisverður og kvöldverður framreyddur í garðinum, og gömlu heimspekingarnir lesnir þar úti líka. Við erum alveg eins og verstu smáborgarar að hugsa um að ná að verða soldið brún á hörund áður en haldið er heim á ný, en hei! þetta er nú bara eitthvað í íslensku þjóðarsálinni, að nota sólina sko. Svo lærdómur fer fram í sólstólum. Handan góðs og ills er úti í garði hjá mér!!!
mánudagur, júní 13, 2005
Engir tónleikar í þessari viku. Hálf-fegin, get lært smá. Fór í uppáhaldsskólann minn, Freie Universität í dag. Þeir eru búnir að opna nýja mötuneytið og alveg loka því gamla. Það finnst mér synd, því gamla seldi uppáhaldsgosið mitt, eitthvað svona bitter lemon en frá merki sem er betra en öll hin. Maður gat fengið sér glas af þessu úr vélinni þeirra á 60 sent, sem er nákvæmlega það sem ég hlakkaði svo til að gera,...en vei.....nýja siðmenntaða mötuneytið leysir hið gamla og kósí af hólmi, rétt eins og gerðist líka í haust með mötuneytið í T.U. Ný mötuneyti eru glötuð, gömul rúla. Siðmenningin er alltaf að hafa af okkur eitthvað sem okkkur þótti gamalt og gott. Ekkert uppáhaldsgos, og ég er því í fýlu. En samt, það er gaman að vera til. Er að lesa Endurtekninguna eftir Sören Kierkegaard. Ætla út í þvottahús, þvo og lesa og drekka kaffi. Gúddí.
sunnudagur, júní 12, 2005
Fórum í Viktoriapark í Kroizberg í gær. Sá garður státar af fjallinu Kroizberg sem hverfið heitir eftir. "Fjallið" er 66 metrar, og "klifum" við það samviskulega. Þetta mun vera hæsti punktur Berlínar, að mannvirkjum undanskildum. Þetta var ósköp notalegt, og garðurinn sjálfur er mjög flottur. Var friðaður kringum 1920 og er fullur af litlum stígum sem hverfa milli trjánna, og fossum og vatnsuppsprettum, og gömlum steinhleðslum og allskonar flottu bara. Ráfuðum aðeins þarna um, og fundum okkur svo hræódýra ítalska matstofu sem sá okkur fyrir kvöldmat. Síðan héldum við heim og horfðum á Formúlu1 tímatöku, ég sofnaði í sófanum. Keppnin sjálf á eftir, í kvöld þ.e.a.s. Gefur mér smá tíma til að læra, en ég lærði líka í gær. Tók tvo tíma í þýska málfræði, og er nú helvíti sleip í óbeinni ræðu (indirekt rede) og framtíð (sem er búin til með werde+nafnhætti af sögninni aftast). Málfræði sjálfviljug á laugardegi? Allt getur greinilega gerst. Í dag legst ég yfir valda kafla úr Schelling, Heidegger og Nietzsche og þá er helgin aftur búin. Líklega ekkert spilirí með tilheyrandi sándtékkum og róti og fíneríi í þessari viku, svo maður ætti að geta gert skurk í skóla. Skráði mig í þetta Skemmtilegt fyrir mixdiska-aðdáendur. Enginn frá Íslandi hefur tekið þátt fyrr, svo nú er um að gera fyrir fólk sem vill hafa áhrif á annað fólk í heiminum að skrá sig.
föstudagur, júní 10, 2005
Nú er komið að því. ég massa dáldið lærdóm um helgina, og þá lítur þetta allt betur út á mánudag. það er bara búið að vera ótrúlega mikið að gera í spilamennsku og svona. Bartek vinur okkar frá Póllandi kom í heimsókn í gær með kassa af prins póló og austurevrópst rauðvín, undarlegt en satt þá bragðaðist þetta rosa vel saman, þótt vínið eitt og sér væri eins og edik...Hann er að vinna í Gyðingasafninu hér í borg og bauð okkur að koma ókeypis, svo við skellum okkur í þetta safn á eftir. Fyrst smá skrif í þessa tölvublessun, og þá er samviskan friðuð. Helgin verður því miður notuð eingöngu til lærdóms, svo engir skemmtilegir tónleikar hjá öllu hressa fólkinu frá nýja-sjálandi sem við erum búin að kynnast og vilja endilega bjóða okkur á giggin sín um helgina.
fimmtudagur, júní 09, 2005
þriðjudagur, júní 07, 2005
mánudagur, júní 06, 2005
sunnudagur, júní 05, 2005
nokkrar tilviljunakenndar hugmyndir úr kolli mínum:
elska þrumuveður, núna er rigning og þrumur og eldingar og við opnuðum alla glugga til að heyra betur. Þurfti að kúka áðan, er búin að kúka núna, það var gott. Er að drekka te, grænt jasmínute með mjólk og hunangi er best. dreymdi leiðinlegan draum í nótt, en það var eitt skemmtilegt í honum, ég var leikkona í þjóðleikhúsinu að læra texta og máta búninga og eitthvað svoleiðis. finnst bretar yfirleitt fyndnir, og breskur húmor er fyndnastur. allt undir tuttugustiga hita er of kalt, ég er mesta kuldaskræfa sem ég þekki. talaði prýðilega þýsku í heillangan tíma í gær, töluðum um uppeldi og áhrif gamla austurþýskalands á uppeldisaðferðir á leikskólum berlínarborgar í dag. er tónlistarnörd, ég er alltaf að hlusta á, tala um, hugsa um, velta fyrir mér eða semja tónlist. meira að segja þegar ég er að lesa bók eða að reyna að sofna. er yfirleitt með allavega eitt lag á heilanum, stundum fleirri en eitt á sama tíma. finnst oft að ef fólk heyrði eða sæi inn í heilann minn, myndi það verða hrætt við mig og loka mig inni, samt er ég ekkert hættuleg. síðasta vika er búin að vera frábær: las góða heimspeki og samdi lag með elvari. í næstu viku verð ég að klára einhverjar ritgerðir, svo það verði ekki allt í síðustu vikunni.
elska þrumuveður, núna er rigning og þrumur og eldingar og við opnuðum alla glugga til að heyra betur. Þurfti að kúka áðan, er búin að kúka núna, það var gott. Er að drekka te, grænt jasmínute með mjólk og hunangi er best. dreymdi leiðinlegan draum í nótt, en það var eitt skemmtilegt í honum, ég var leikkona í þjóðleikhúsinu að læra texta og máta búninga og eitthvað svoleiðis. finnst bretar yfirleitt fyndnir, og breskur húmor er fyndnastur. allt undir tuttugustiga hita er of kalt, ég er mesta kuldaskræfa sem ég þekki. talaði prýðilega þýsku í heillangan tíma í gær, töluðum um uppeldi og áhrif gamla austurþýskalands á uppeldisaðferðir á leikskólum berlínarborgar í dag. er tónlistarnörd, ég er alltaf að hlusta á, tala um, hugsa um, velta fyrir mér eða semja tónlist. meira að segja þegar ég er að lesa bók eða að reyna að sofna. er yfirleitt með allavega eitt lag á heilanum, stundum fleirri en eitt á sama tíma. finnst oft að ef fólk heyrði eða sæi inn í heilann minn, myndi það verða hrætt við mig og loka mig inni, samt er ég ekkert hættuleg. síðasta vika er búin að vera frábær: las góða heimspeki og samdi lag með elvari. í næstu viku verð ég að klára einhverjar ritgerðir, svo það verði ekki allt í síðustu vikunni.
föstudagur, júní 03, 2005
netið búið að vera í lamasessi þessa viku, var að komast í lag aftur, svo nú er bloggað. Tvennir tónleikar í þessari viku: Hotel Bar á þriðjudag, órafmagnað, og Schokoladen á miðvikudag, rafdúettinn. Mikið var okkur vel tekið þar. Kynntumst líka nýsjálenskri hljómsveit sem heitir The Modern Pants, og breskum trúbadoramanni sem heitir David Hull. Sá kom í kaffi í dag, sátum í garðinum og skiftumst á góðum ráðum um tónlist og bransann. Hann sagði að við værum allt of góð og næs, yrðum að vera "more of an asshole" til að komast áfram. Við komumst þá að því að til þess væru nú í raun umboðsmenn, svo listamennirnir gætu sleppt því að vera "assholes", og haldið bara áfram að vera næs. Svo nú leitum við að umboðsmanni sem er til í að vera asshole fyrir rafdúettinn HELLVAR. Öllum umsóknum verður svarað, allar uppástungur vel þegnar. Það gengur ekki að verða að hætta að vera næs. Ég er svo hjartahrein að það væri bara mótsögn ef ég reyndi að ruddast eitthvað mikið. En þessi David Hull er nú sjálfur alveg ótrúlega yndislegur og ljúfur maður, og líklega vantar hann bara líka umboðsmann. Í öðrum fréttum: Las Schelling í Friedrichshein Volkspark í dag, og sólaði mig í leiðinni. Heitt og gott og sól, loksins. Dagurinn einn af þessum fullkomnu, svona dagur eins og Lou Reed samdi texta um. Finnst eins og Guð hafi stráð sykri yfir þennan dag, allt var fallegt og gott, og við vorum glöð.
mánudagur, maí 30, 2005
Jæja, komin heim eftir ótrúleg ævintýri á Spáni. Ég er afar sátt við þetta PrimaVera-festival sem ég fór á, og mæli nú eindregið með því. Hver veit hvort maður skelli sér ekki bara aftur á næsta ári. Það fer náttúrulega eftir því hver er að spila, en þetta er upp til hópa mjög alternatív hátíð, og fólkið sem mætir þangað alveg með á nótunum. Ég sá soldið mikið af hljómsveitum í bara nokkur lög og þurfti svo að þjóta annað, því það eru fimm svið þarna og því náttúrulega ekki hægt að sjá öll böndin. En á föstudag náði ég að sjá í heild sinni: Gravenhurst, (breskir, mjög indí, hægt og með uppbyggingu, pínu kimonofílingur), Erase Errata,(3 stelpur frá bandaríkjunum, ææææææðislegar, og söngkonan, sem spilar líka á gítar, lítur út alveg eins og ég, það var fríkað, ég bara stóð og starði...), Psycic TV, (rosalegt show, Genesis P.Orridge með brjóstin út um allt allan tímann),Kristine Hersh (úr Throwing Muses, ein með kassagítar, alveg bara mjög gott, og hún með vel rispaða rödd sem er samt mjög sjarmerandi, sá hana sándtékka fyrr um daginn og þá hélt hún á litla stráknum sínum í fanginu á meðan ooooohhh), Piano Magic (er hlutdræg, því vinur minn er í henni, en samt, þetta var frábært gigg, rosa kraftur og geðveikt gítarsánd, soldið hrátt og flott). Á laugardag sá ég í heild sinni: Text of light,eða missti bara af byrjuninni (sólópróject Jim O'rourke úr Sonic Youth, mjög tilraunaeldhúslegt, sem betur fer inni í auditoriuminu, og maður gat sitið í þægil. stól og hallað aftur augunum og gleymt sér), Tortoise (líka inni í auditoriuminu, óóóóóógeðslega flott tónlist, með tvö trommusett stillt upp á móti hvoru öðru fremst á sviðinu, og svo spiluðu trommararnir svona lífrænt dansíbít eitthvað, og alls konar skrítin hljóðfæri dúkkuðu upp hér og þar, sjúklegt), Wedding Present, (sá næstum allt, þurfti að rjúka alveg í lokin, en mjög gott sjó,.......og svo............Sonic Youth!!!!!
Ég tróð mér í fremstu röð fyrir miðju,og það var alveg þess virði, þau voru ótrúlega flott og einbeitt, og að gera alls kyns vitleysu uppi á sviði eins og að klifra eitthvert upp á hliðina á sviðinu og hengja gítarinn þar og láta hann svo bara vera þar að fítbakka, og bara þau voru á fullu allan tímann, tóku mikið af Sonic Nurse, en uppklappið var Expressway to your skull í brjáluðustu útgáfu sem ég hef heyrt, og eftir það þá bara nennti ég ekki að sjá neitt meira og fór upp á hótel. Vildi bara vera ein og jafna mig. Þetta eru tvímælalaust langbestu tónleikar sem ég hef farið á á ævinni, betra en bæði Tindersticks og PJHarvey sem voru saman í fyrsta sæti hjá mér áður. En ég hugsa að ég fari ekki á neina tónleika fyrr en bara á S.Y. þegar þau spila í ágúst. Finn fyrir smá tómleikatilfinningu núna, ligg bara í sófanum og hugsa um ævintýrin öll á Spáni. Rosa þreytt, en glöð. Held'að ég sofni snemma í kvöld.
Ég tróð mér í fremstu röð fyrir miðju,og það var alveg þess virði, þau voru ótrúlega flott og einbeitt, og að gera alls kyns vitleysu uppi á sviði eins og að klifra eitthvert upp á hliðina á sviðinu og hengja gítarinn þar og láta hann svo bara vera þar að fítbakka, og bara þau voru á fullu allan tímann, tóku mikið af Sonic Nurse, en uppklappið var Expressway to your skull í brjáluðustu útgáfu sem ég hef heyrt, og eftir það þá bara nennti ég ekki að sjá neitt meira og fór upp á hótel. Vildi bara vera ein og jafna mig. Þetta eru tvímælalaust langbestu tónleikar sem ég hef farið á á ævinni, betra en bæði Tindersticks og PJHarvey sem voru saman í fyrsta sæti hjá mér áður. En ég hugsa að ég fari ekki á neina tónleika fyrr en bara á S.Y. þegar þau spila í ágúst. Finn fyrir smá tómleikatilfinningu núna, ligg bara í sófanum og hugsa um ævintýrin öll á Spáni. Rosa þreytt, en glöð. Held'að ég sofni snemma í kvöld.
sunnudagur, maí 29, 2005
fimmtudagur, maí 26, 2005
Nu er gaman, komin i alvoru tolvu a alvoru kaffihusi med alvoru spaensku lyklabordi sem bydur upp a spurningarmerki a hvolfi og allt. ¿Viltu kaupa hass? spurdi svartur madur mig a strondinni i dag. Eg helt nu ekki en spurdi hvort hann seldi vatn. Hann gerdi thad, og svo fekk hann ad geyma kaelikassann a bak vid solstolinn minn thvi loggan var ad koma og hann hafdi ekki leyfi. Svo fekk eg afslatt af vatninu i stadin. svo spurdi hann mig hvort mig vantadi ekki kaerasta a medan eg vaeri i Barcelona, hann gaeti reddad mer einum slikum fyrir rett verd. Eg sagdist vera haestanaegd med vatnid, bara og hann thyrfti ekki ad redda mer neinu odru. Vid skildum satt. Svo labbadi eg og labbadi. 27 stiga hiti krafdist 2gja isa, og 2gja glasa af koki med sitronu og ismolum. Thad er sko miklu heitara i Barcelona en Berlin, eg meina, thad eru palmatre herna for crying out loud!! Eg er rosa threytt. Aetla "heim" i hustokuhusid sem er heimili mitt i fjorar naetur i vidbot. Sofna liklega fljott eftir thennan mikla labbdag. A morgun hefst tonlistarveislan min. Er med hljomsveitir til ad sja fra klukkan sex annad kvold til 3 um nottina, med einu hlei til ad snaeda kvoldmat. Laugardagurinn er adeins skarri,...en tha se eg loksins mina astkaeru S.Y. sem eg er buin ad hlusta a i allan dag i vasadiskoinu minu. Jibbi....og ?¿?¿?¿?¿?¿?¿?¿?¿?¿?¿?¿?¿?vuhu, aldrei gert thetta adur. Vona bara ad thessi takn sjaist. Elska spurningamerki a hvolfi.
mánudagur, maí 23, 2005
Nú, ég er heppnasta stelpa í heimi. Þekki strák sem er í hljómsveit sem er að spila á tónlistarhátíðinni Primavera-festival sem er rétt hjá Barcelona, og þar er rosa mikið undergránd og ekki meinstrím, og hann reddaði passa fyrir mig!! Ég borga því farið frá Berlín til Barcel. og gisti ókeypis hjá kunningjum, og fer ókeypis á hátíðina föstud. og laugardag í næstu viku. OG SONIC YOUTH SPILA ÞAR! Ég hef sko aldregi séð þetta band, og nú fæ ég fyrst tækifæri og þá mörg á sama ári. Oooo hvað ég er heppin. Nú er bara að nota ferðina, er á leið í búð að kaupa brennanlega diska og svo fer ég bara til Spánar vopnuð HELLVAR-demóum. Takk, Franck (ef þú ert að lesa, en þú skilur ekki íslensku svo það skiptir ekki máli, hahahah). Fer á miðvikud.25/5 kem mánud.30/5. Ætla að sjá eins mikið af góðum sveitum og ég get. Meðal annars eru American Music Club, Erase Errata, M83, Gang of four, Piano Magic (sem Franck er í), Tortoise, Human League (sá þau í Höllinni '82), Iggi and the Stooges, og Psycic TV með Genesis P.Orridge (kynskiptingnum sem er með gulltennur og brjóst í stíl við konuna sína...) Jahérna hér, ótrúlega hressandi. Þess má geta að ég fór síðast á tónlistarhátíð árið 2000, á Hróarskeldu, og það ringdi allan tímann. Wish me luck!
föstudagur, maí 20, 2005
salsajóðl, norskir kissarar og trommuamma, þetta er snilldarkeppni!! Ok, það hefði ekkert verið leiðinlegt ef Íslandi hefði verið hleypt í aðalkeppnina, og Selma söng rosa vel, bara lagið var ekki nógu gott, face it. Ég blæs á allar samsæriskenningar um pólitíska samstöðu eða annað. Ótrúlega hressandi að þau lög sem voru að komast áfram voru frumlegu lögin, ekki þau sem hljómuðu alveg eins og Ruslana. Reyndar fílaði ég slatta af lögunum þarna. Fannst til dæmis, fyrir utan salsajóðl Austurríkis, glamrokk Noregs og trommuömmuna, öll baltic-löndin flott þ.e.a.s. Eistland, Lettland og Litháen. Ég held samt með Noregi, eina lagið sem ég man og syng með í viðlaginu.
En talandi um Júróvissjón, kannast einhver við lagið "Gloria", frá sjötíu og eitthvað? Veit ekki frá hvaða landi, en ég dýrka það, og langar svo að eiga það. Þetta hefur verið þýtt á ensku líka, er svona dáldið diskólegt og maður sem syngur og það gæti verið frá latínó-landi....Koma svo, ef þið getið hjálpað mér, skrifiði þá svarið í komment. Áfram Noregur, við erum hvort eð er upprunalega þaðan og því sjálfsagt mál að halda bara með þeim.
En talandi um Júróvissjón, kannast einhver við lagið "Gloria", frá sjötíu og eitthvað? Veit ekki frá hvaða landi, en ég dýrka það, og langar svo að eiga það. Þetta hefur verið þýtt á ensku líka, er svona dáldið diskólegt og maður sem syngur og það gæti verið frá latínó-landi....Koma svo, ef þið getið hjálpað mér, skrifiði þá svarið í komment. Áfram Noregur, við erum hvort eð er upprunalega þaðan og því sjálfsagt mál að halda bara með þeim.
miðvikudagur, maí 18, 2005
sunnudagur, maí 15, 2005
böskaði svona fyrir alvöru í fyrsta skiptið áðan. Það var rosa skrýtið en skemmtilegt. Ég sat ein á götuhorni í 2 tíma og spilaði og spilaði, bara allt sem mér datt í hug: bítla, cure, police, u2, david bowie, svona týpísk kassagítarslög sem ég hef lært í gegn um tíðina. Þetta var bara fínt. Ég fékk svo 5 evrur upp úr krafsinu, svo tímakaupið er afar lágt, en hey, 5 evrur eru 5 evrur, og ef ég sit kannski tvisvar til þrisvar í viku í 2 tíma þá bara er þetta ágætt. Svo má geta þess að í dag er hvítasunnudagur, og því frekar lítið af fólki, svo kannski er meira virka daga. Fyrsta tilraun var allavega ánægjuleg með eindæmum, og í stað þess að sita heima og glamra á gítar gerði ég það bara úti á götu og fékk smá aur.
laugardagur, maí 14, 2005
table border='0' cellpadding='5' cellspacing='0' width='600'>
“Man is condemned to be free; because once thrown into the world, he is responsible for everything he does.”
“It is up to you to give [life] a meaning.”
--Jean-Paul Sartre
“It is man's natural sickness to believe that he possesses the Truth.”
--Blaise Pascal
More info at Arocoun's Wikipedia User Page...
Existentialism | 95% | ||
Hedonism | 80% | ||
Justice (Fairness) | 45% | ||
Kantianism | 40% | ||
Utilitarianism | 35% | ||
Divine Command | 30% | ||
Apathy | 25% | ||
Strong Egoism | 20% | ||
Nihilism | 20% |
What philosophy do you follow? (v1.03)
created with QuizFarm.com
jæja, í dag segir netið að ég sé tilvistarsinni (existentianlist). Ég bý til mín eigin örlög, ræð semsé hversu mikla þýðingu allt hefur í lífi mínu, og get þá gert lífið eins gott eða eins slæmt og ég sjálf vil...Nokkuð til í því bara. Allavega, fyrir hina heimspekilega þenkjandi, þá er þetta hin besta skemmtum. Ég er farin að klára ritgerð!<
föstudagur, maí 13, 2005
Netið segir mér að ég sé listræn en ég tali of mikið!!! Ég er nefnilega eins og Grikkir. Kannski hefur heimspekin litað mig hér. En hvað veit ég svo sem? Ég er nú soldið mikið ein hér í Berlín, og hef jafnvel talað við sjálfa mig, ef ég hef eitthvað mikilvægt að segja. Elvar greyið, hann bara neyðist til að hlusta á mig tala nonstop, og svo tala ég mig í svefn á kvöldin, og tala svo stundum upp úr svefni.
The Greeks were a more relaxed and artistically
refined sequel to the civilizations of
Mesopotamia. Yeah you're cool, but it wouldn't
hurt to shut up once in a while.
What is your ancient civilization?
brought to you by Quizilla
Vonbrigði voru frábærir í gær!!! Svaf í 12 (!!!) tíma, frá miðnætti til 12 á hádegi, púff...og nú er ég farin upp á bókasafn.
The Greeks were a more relaxed and artistically
refined sequel to the civilizations of
Mesopotamia. Yeah you're cool, but it wouldn't
hurt to shut up once in a while.
What is your ancient civilization?
brought to you by Quizilla
Vonbrigði voru frábærir í gær!!! Svaf í 12 (!!!) tíma, frá miðnætti til 12 á hádegi, púff...og nú er ég farin upp á bókasafn.
fimmtudagur, maí 12, 2005
hjólaði í klukkutíma. Var farin að brosa eins og bavíani og endorfínflæðið á hundrað um æðarnar. Svo er ég líka svo nýjungagjörn, það er nóg að ég komi í lítið sætt úthverfi sem ég hef aldrei komið í áður, og mér finnst lífið bara frábært. Er farin að reyna að komast á tónleika með Vonbrigðum. Ætlum að fara fyrir utan og redda okkur. Tíhíhí...
miðvikudagur, maí 11, 2005
Er búin að gera lítið af viti í svona 2 daga (mánudag og þriðjudag) Fyrir utan reyndar að fara á kaffihús í gær og læra slatta, en ég átti alveg pínu erfitt með gang að og frá kaffihúsinu. Þannig er að á mánudag vaknaði ég með rooooosalega vöðvabólgu og verk frá mjóbaki og upp að eyranu sem er hægramegin á mér þegar maður horfir framan í mig. Vont. Er búin að liggja á hitapoka dag sem nótt, og fyrir utan göngutúr í gær, bara halda mig inni. Íbúfen og hitapoki í 2 daga. Núna er þetta aðeins betra,en samt pirrandi ennþá. Líklega blanda af of miklu gítarspili undanfarið, mikilli tölvunotkun, lélegri dýnu og vondu formi sem ég er í, því það er dýrt í sund og langt að fara. Kláraði þó Dagbók Önnu Frank, og er langt komin með Harry Potter III, og þá þarf ég að kíkja á bókasafnið og ná í eitthvað skemmtilegt á þýsku. Byrjaði á lítilli grein eftir Nietzsche á þýsku, það er níííííííð-þungt, og ekkert til að leika sér með fyrir byrjendur eins og mig. Held mig bara við ensku og íslensku í heimspekinni for the time being.
VONBRIGÐI spila hér á morgun, Dunkerclub, á Dunkerstrasse. Verð að kíkja á það.
VONBRIGÐI spila hér á morgun, Dunkerclub, á Dunkerstrasse. Verð að kíkja á það.
mánudagur, maí 09, 2005
Jæja, ég hef ákveðið að gera eins og allir hinir, þótt ég sé nú sjaldnast vön því. En það er bara svo helvíti gaman að taka þessi próf svo hér er mitt. Veriði nú dugleg að svara því, því það er svo skemmtilegt.
I made a Quiz for you! Take my Quiz! and then Check out the Scoreboard!
I made a Quiz for you! Take my Quiz! and then Check out the Scoreboard!
laugardagur, maí 07, 2005
úúúúúú ég er svo hamingjusöm, sonic youth spila ekki fyrr en 16. og 17. ágúst á Íslandi, og þá get ég séð þau!!! er alveg ógeðslega hamingjusöm. verð að kaupa miða á báða tónleika þetta er best í heimi. ooooo. eins og ég sagði hér að neðan einhversstaðar 2005 er tónleikaárið mitt. Talandi um það. Tónleikar á Kopenhagenerstrasse 16 í kvöld. Hellvar mætir akkústískur og tryllir lýðinn. Takk. Bless.
föstudagur, maí 06, 2005
fimmtudagur, maí 05, 2005
Info/3sat-sjónvarpsstöðin tók sig til og sýndi bara tónleika í allan dag og frá 7 í morgun og til 4 í nótt (næstu nótt). Veit ekki hvort það er sérstaklega út af uppstigningadegi, en þetta er allavega frábært. Er búin að sjá minningartónleika um George Harrison, Cat Stevens-tónleika frá 1975 (VÁ!) og er að horfa á Behind prison walls- Johnny Cash tónleikar í San Quintin-fangelsinu. Missti af Jetro Tull, en þeir voru kl. 07:15 í morgun (of sybbin), og næ líklega bæði Supertramp, Coldplay, og John Petty ef ég nenni seint í kvöld. Verst að vídeóið er bilað, ekki hægt að taka upp á því...
miðvikudagur, maí 04, 2005
Verð að reyna að skrifa blogg á hverjum degi, því sjálfri finnst mér svo gaman að geta lesið ný blogg vina og kunningja með morgunteinu mínu hvern morgunn. Virðist samt bara vera slatti að gera hjá mér, allavega næ ég einhvern vegin ekki að skrifa hér nema annan hvern dag. Skóli alla daga nema föstudaga, bæði þýska og heimspeki. Tónleikar næsta laugardag, akkústískt sett. Klúbburinn heitir Kohlenquelle og er á Kopenhagener Str. 16. Vorum að æfa fyrir það áðan, og þetta hljómar vel. Elvar kemur með flott innpút í þessi nýju lög mín. Hlakka til. En það eru líka tónleikar á föstudaginn: Kippi Kaninus og Mugison spila á Magnet-Club. ÞAÐ verða sko góðir tónleikar. Ha, ég er alveg að tryllast úr spenningi, enda þeir Kippa-tónleikar sem ég hef séð alveg frábærir, og Mugison hef ég enn bara séð í sjónvarpi, og þá var það bara sjúklegt. Ég er svo mikill tónleikafari eitthvað í mér. Það er uppáhaldsupplyftingin mín að fara á góða tónleika í góðra vina hóp. Árið 2005 er greinilega ár tónleikanna fyrir mig, því ég held að ég nái loks að sjá Sonic Youth spila. Þeir eru á festivali sem heitir Primavera, rétt í útjaðri Barcelona, í lok maimánaðar. Þar er líka Franck vinur minn að spila með hljómsveit sinni Piano Magic, og hann ætlar að reyna að redda mér ókeypis á festivalið. Ég og Melli húkkum okkur svo far þangað, og fáum að gista frítt hjá vinum Mella. Þá er kostnaðurinn kominn í lágmark, bara það sem ég þarf að borða á meðan á ferðinni stendur. Ohhh, hvað tónleikar eru nú fínn hlutur.
mánudagur, maí 02, 2005
Mánudagur, og orkan er ótrúlega í lagi, miðað við allt sem við gerðum um helgina. Föstudagskvöld var mjög rólegt og líklega sofnað fyrir tvö, en við náðum samt að fara á rokkabillí-sörf-pönk-hljómsveitina The Baywatchers, sem er tveir-þriðju dönsk og einn þriðji þýskur. Frábær, og mæli eindregið með henni ef einhver sem les er svo heppin(n) að sjá tónleika The Baywatchers auglýsta rétt hjá sér. Á laugardag borðuðum við morgunmat í garðinum því það er loksins að verða heitt. Fórum svo í útflutningspartý til Mella sem spilaði bara HAM hátt, og bauð upp á mjöð að drekka. Þetta partý endaði svo í Mauerpark á heiðinni samkomu og svo drösluðumst við heim seinna um nóttina. Sunnudag, kaffi og með'ðí útí garði hjá okkur, og svo farið í Kreuzberg, sem er hverfi sem á hverju ári, þann 1. mai, brjótast út slagsmál milli óeirðarlöggunnar og ofdekraðra unglinga í uppreisn sem halda að það sé kúl að skemma. Algengt er víst að kveikt sé í kyrrstæðum bílum eða þeim velt, og fleirra í þeim dúr. Við borðuðum súpu og keyptum ís, og röltum um hátíðarhöldin til að skoða hljómsveitir. Ákváðum svo um áttaleytið að segja þetta gott og koma okkur heim á leið. Segi bara sem betur fer, því við gengum fram hjá uppreisn í uppsiglingu og sáum e-n henda kínverja inn í miðjan lögguhóp, og sáum svo bara stóran hóp af fólki taka á rás í burtu út úr hverfinu. Þau vissu semsagt alveg hvað var að fara að gerast þarna. Við vorum á hjólum, og bara hjóluðum eins hratt og við gátum í burtu og mættum ca. 50 óeirðarlöggum með alvæpni og táragas og læti. Hefðum við verið 5 mín. síðar þá værum við eflaust með táragaseitrun og/eða eitthvað slösuð núna. En við sluppum.
föstudagur, apríl 29, 2005
hja, ég skal segja'ykkur það. Það er bara kominn föstudagur, enn á ný, og ég tók nú bara satt að segja ekkert eftir því hvernig vikan leið. Ég er líka komin á fullt í skólanum. Búin að vera að mæta hér og þar í hina og þessa tíma, til að ákveða hverju ég vilji vera í á lokasprettinum hér. Ég fór t.d. í Dómkirkjuna í gær í tíma sem bar hið skemmtilega nafn: "Hvað er Maðurinn, -um eðli og náttúru mannsins". Það er kathólskur prestur og guðfræðingur/heispekingur sem kennir, og er hann víst nýbúinn að gera bók og annar kennari minn mælti með þessu. Ég er sko í tíma sem heitir: "Kant über die Frage: 'Was ist der Mensch?'",(Kant svarar spurninunni hvað er maðurinn) og mig langaði dáldið að bera Kant saman við kathólsku kirkjuna. En...ég get svarið fyrir það, ég skildi ekki orð! Það var eins og þessi tími færi ekki fram á þýsku. Ég, sem er farin að skilja sirka hvað fer fram í mörgum heimspekitímum, var slegin út af laginu með kathólska lingó-inu. Svo ég bara sat og teiknaði og skrifaði texta og svona klassískt bara. Veit ekkert meira um Manninn í dag en í gær. Gef þessu sjéns í næstu viku.
Annars er ég að lesa Dagbók Önnu Frank á þýsku. Hef aldrei lesið hana áður, svo þetta er þrekvirki mikið fyrir mig. Nú er ég orðin spennt á þýsku í fyrsta skiptið!
Annars er ég að lesa Dagbók Önnu Frank á þýsku. Hef aldrei lesið hana áður, svo þetta er þrekvirki mikið fyrir mig. Nú er ég orðin spennt á þýsku í fyrsta skiptið!
þriðjudagur, apríl 26, 2005
Nú hefur þessi bloggsíða mín skilað raunverulegum árangri í að gera líf mitt betra. Fékk ábendingu í kommenti um að fá mér TomYam-súpu, sem ég og gerði, og nú hef ég fengið mér aftur því hún er svo góð!!! Ég hef ánetjast TomYam-súpu!!!! Það er líklega ódýrsta og hollasta fíkn sem hægt er að verða sér út um, allavega hér í Berlín. Á lókal taistaðnum borga ég 2 evrur fyrir ábyggilega bestu TomYam í heimi. Ég trúi allavega ekki að þær séu til mikið betri, því þessi er dásamleg! Kjúklingar og sítrónugras og alls kyns grænmeti í henni...Ég segi nú bara takk fyrir mig og verði ykkur að góðu. Vona að það sé til TomYam-súpa á Íslandi og að hún kosti ekki eitthvað svona eins og 900kall eða eitthvað. Þetta er eitthvað sem ég kem til með að sakna héðan, og lika önnur tegund af súpu. Sú er frá Tyrklandi og heitir Mercimek. Það er linsubaunasúpa, og alveg hreint ótrúlega hressandi, fæst á betri Imbissum hér í bæ. Framandi súpur, það er málið.
sunnudagur, apríl 24, 2005
Það eru ótrúlega mörg lög til með orðleysum, eða trallalla-i einhverju, oft kallað gibberish uppá ensku. Frægast þeirra er ef til vill Ob-la-di, ob-la-da, en þau eru samt mjög mörg þegar maður fer að spá í því. Ég fór einmitt að spá í því, þegar ég áttaði mig á því að ég hef sungið allnokkur sjálf. Ég söng í titillagi hinnar stórkostlegu plötu Doktor Gunna, Abbababb. Svo söng ég í lagi Orra Harðar og Bigga Baldurs, Sumarlag (Dídídí). Í fyrra var það Gaggalagú hans Ólafs Hauks Símonarsonar, og núna síðast Daddara, ofurhetjan Kalli á þakinu, eftir Kalla Olgeirs. Hmmmm, þetta er athyglisverð pæling. Er ég e.t.v. að gleyma einhverju? Gæti verið. En allavega þessi fjögur. Önnur íslensk lög sem innihalda orðleysur eru t.d. Ding Dong, (held að Dátar hafi verið með það), Eniga Meniga, (Ólafur Haukur/sungið af Olgu Guðrúnu), Babbidíbú,(Olga Guðrún), og síðast en ekki síst Sjúddirarírey með Gylfa Ægissyni. En það er reyndar af nógu að taka.
Annars ekkert að frétta, sakna Íslands kannski smá, og fjölskyldunnar þar. Fór í roooooosalega langa sturtu áðan, og hlustaði á alla nýjustu Múm-plötuna á meðan. Ætla að læra núna.
Annars ekkert að frétta, sakna Íslands kannski smá, og fjölskyldunnar þar. Fór í roooooosalega langa sturtu áðan, og hlustaði á alla nýjustu Múm-plötuna á meðan. Ætla að læra núna.
föstudagur, apríl 22, 2005
ég er að pissa í mig en nenni ekki á fætur. verð samt, svo ég þurfi ekki að skipta á rúminu, nenni því nefnilega ekki heldur. Vöknuð, en bara naumlega, á eftir að fá sterkt og gott morgunkaffi sem elvar er að brugga. Verðum að reyna að ná í skólann en hann byrjar eftir smá tíma. Kannski bara komum við seint. Þarf að fara í sturtu því það er held ég fíla af mér. Nenni því samt eiginlega ekki heldur, en ætla að hrista þetta slen af mér. Eins gott það sé kominn föstudagur. Þessi fyrsta alvöru vika í skólanum var mjög erfið. Mætti í 1-2 kúrsa á dag, í alls 3 háskólum hér í borg, þar af einum sem tekur um klukkustund með lest til að komast til. Get ekki sleppt þeim tíma samt. Það er listaverufræði....mmmmm spennandi. Allt í einu langar mig ferlega mikið í appollólakkrís. Bara um leið og ég skrifaði mmmmm spennandi. Fékk accept-kasettu og klezmatiks-kasettu gefins frá bókasafninu í Prenzlauerberg. Þeir eru að gefa kasettusafn sitt og biðja fólk að skilja eftir smá klink í staðin og þeir ætla að kaupa nýjar bækur fyrir það. Æðislegt safn. Ég ætla að reyna að fá fleirri kasettur gefins, það er gott stöff til þarna, og þeir ætla smám saman að losa sig við allt. Hver hlustar á kasettur í dag? Uuuu, ég! En það leigir samt eiginlega enginn kasettur út af bókasafninu sínu lengur. Ætla að reyna að fá Cale/Eno-kasettuna og Sonic Youth-kasettuna. Svo held ég kasettupartý.
miðvikudagur, apríl 20, 2005
fann 10-pfenninga smápening úti á götu í síðustu viku. Djókaði við leigubílstjórann sem var að keyra okkur með hljómsveitargræjur að þetta væri happapeningur og hann myndi færa mér pening. Hann tók ekki illa í það, og sagði það vel geta verið. Allavega sagðist hann sakna þýsku markanna. Svo ég geimd'ann, (pfenninginn, ekki leigubílstjórann). Nú bara vilja allir borga okkur pínu fyrir að spila, og í gær eftir tónleikana kom maður sem er með festival og ætlar að senda okkur meil um það. Held þetta hafi verið happapeningur. Svo hef ég líka heyrt að ef mann dreymi að maður sé með sítt hár þá sé það fyrir peningum. Mig dreymdi að ég væri búin að fá mér svona hárlengingar, og var að sýna Elvari, en þetta var svart og liðað og dáldið gróft, svona eins og hár af strák. Svo fór ég að skoða hárið mitt betur og fattaði þá að þetta var hárið af nýja bassaleikaranum í Metallica, honum Robert Trujillo! Það er mjög sítt og svart og glansandi og smá liðað, en hann er sko eitthvað blandaður suðurameríkani eða eitthvað. Vá! Ég var með hárið hans. Og það fór mér ýkt vel, kallahárið. Hvað þýðir þetta nú!
Anívei, gaman að þessu.
Anívei, gaman að þessu.
þriðjudagur, apríl 19, 2005
Úff, það er þriðjudagur, og mér líður eins og það sé annar í mánudegi, einhvernveginn. Ábyggilega af því að ég vaknaði 20 sinnum í nótt, út af alls kyns bulli. M.a: brjálaðar löggusírenur úti, læti frá barnum í kjallaranum, klæjaði, fékk killer náladofa í hendina....jú neim itt og það gerðist í nótt. Svo ég er mygluð. En góðu fréttir dagsins: Ég á ofurvítamín sem Tommi frændi mælti með, og sagði að ég finndi mun á mér á 10 dögum. Erum að spila f. Wolfgang Müller í kvöld uppi í kroizberg. Blöndu af frumsömdu og sjóaraslögurum. Æfðum líka Álfadans (Máninn hátt á himni skín), sérstaklega fyrir Wolfgang, því hann er obbsessed af álfum. Var að gefa út bók um samkynhneigða álfa á Íslandi. Held þetta verði bara soldið stuð, en nú er ég farin í þýskukennslu, og svo í tíma um Nietzsche og listina. Ég er alveg fallin fyrir blogginu hennar Tinnu, svo ég linka hér með á'ana.
sunnudagur, apríl 17, 2005
Frétti af ofurvítamíni sem ég ætla að kaupa í heilsubúð á morgun. Svo er bara að spýta í lófana og fara í sund annan hvern dag, og ná þessu sleni úr sér. Fékk ábendingu frá Sverri um að borða steik, það sé gott. Held ég reyni það. Fékk ábendingu frá Alberti um að drekka gin og tónik...Veit ekki alveg hvort það virkaði neitt sérstaklega vel. Prófaði það nefnilega í gær. Líður allavega ekkert betur...en heldur ekkert verr svosem. Bara alveg eins. Svona máttlaus. Hvort er betra að vera máttlaus eða vitlaus? Hlakka til að fara í skólann alla dagana í næstu viku. Spilum með miklum Íslandsvini næsta þriðjudagskvöld. Bara nokkur lög á kassagítara. Hann var að gefa út bók um Ísland, og þetta er partý sem bókaforlagið hans heldur. Held það gæti orðið gaman. Samt ekki eins gaman og að syngja í karókí. Gerðum það nefnilega í gær...Það er eitthvað svo undarlegt við að syngja í karókí. Elvar var sérstaklega hrifin af einni söngstúlkunni, sem hélt næstum lagi, en lifði sig svo inní það sem hún söng að það varð alveg undurfallegt og ógleymanlegt. Já, það er ævintýralegt og stundum jafnvel óraunverulegt að syngja í karókí. Það er allavega ekkert líkt því að syngja á tónleikum. Ótrúlega merkilegt.
föstudagur, apríl 15, 2005
Aaaaa, hin heilaga þrenning: Kaffibolli, nýkreistur appelsínusafi og ristaðbrauð með mygluosti. Þetta er best á morgnanna. Hef verið að reyna að borða ekki brauð, því það er ger í því. Það er samt mjög erfitt. Stelst í eina sneið fjórða hvern dag eða eitthvað. Er alveg hætt að drekka bjór og léttvín...Þetta er undarlegt, maður veit eiginlega ekkert hvað maður á að borða. Það er eitthvað svo létt að fá sér bara brauð með einhverju góðu áleggi. Það er líklega málið að eiga ávexti og grænmeti á lager og bíta í það í tíma og ótíma.
fimmtudagur, apríl 14, 2005
Það gekk sjúklega vel á tónleikunum í gær. HELLVAR er orðið gott band, bara. Tölvan var í brjáluðu stuði, og við líka. Ég dansaði smá á 12 cm. hælunum og það slapp alveg, datt ekkert eða neitt. 2 íslendingar mættu, svo var fólk frá Noregi, Hollandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, og Bretlandi. Nokkuð góð dreyfing á hin ýmsustu Evrópulönd. Kynntumst líka strák og stelpu frá New York sem ætla að vera vinir okkar og skiptast á plötum og tónlist. Þau koma í heimsókn eftir skóla á morgun, föstudag. Gaman að því að vera búin að eignast tónlistarvini, þau elska sko Sonic Youth og My bloody Valentine og allt hitt stöffið sem ég fíla, og ég hlakka til að fá þau í heimsókn. Fékk gefins röntgenmynd af lungunum mínum áðan, þau eru hrein og fín með engum blettum. Fór líka í matarofnæmispróf, reyndist ekki með ofnæmi fyrir neinum mat, en þau tékkuðu ekki á gerofnæmi. Það var einhverra hluta vegna ekki hægt. Svo ástand mitt er ennþá fullkomlega óútskýrt. Ég er slöpp og veit ekki af hverju. Ætla að skella mér í sund á morgun, viss um að þá lagast allt.
þriðjudagur, apríl 12, 2005
HELLVAR er að spila annað kvöld á Grandhotel, litlum bar í Schliemanstr. 37, Prenzlauer Berg. Spilum kl. 22:39. Aðrir tónleikar okkar, spennt fyrir þessu. Er samt pínu slöpp enn, en verð bara að taka því rólega þangað til. Ef ég er enn slöpp á morgun, þá tek ég bara "fake it 'till you make it" á þetta. Þykist vera hress, og spila og syng, og fer svo aftur heim og verð slöpp. Æfðum áðan. Nokkuð gott. Bæ!
sunnudagur, apríl 10, 2005
Ég er búin að vera afar dugleg að horfa á bíómyndir alla helgina. Verst að þær voru flestar í sjónvarpinu, og döbbaðar á þýsku, þannig að ég naut þeirra ekki sem skildi. En lærði líklega aðeins þýsku á þessu. Þetta eru myndirnar sem ég sá um helgina: Lima: 127 daga hræðsla, (veit ekki hvað hún heitir á frummálinu, þetta er þýðing á þýska nafninu), Rocky II, Blade II, Bourne Supremicy (reyndar á ensku, tókum DVD). Rocky II ber höfuð og herðar yfir allar hinar myndirnar. Blade var alveg ok, Lima áhugaverð því hún byggir á sannsögulegum atburðum, fjallar um frelsisher í frumskógum Perú sem hertekur japanska sendiráðið í 127 daga. Held þetta hafi gerst kringum 1995 eða 1996. Bourne Supremicy var rusl, samt gerðist hún að hluta til í Berlín, bara ótrúlega leiðinleg mynd, og samt sú eina sem ég horfði á á ensku.
Hef myndað mér kenningu um þetta: Stundum eru hlutir betri ef maður skilur þá ekki fullkomlega. Ef maður horfir á la-la mynd á þýsku og skilur rúmlega helming, getur hún verið bara fín. Ef maður horfir á sömu mynd og skilur allt er hún glötuð.
Þetta er hægt að yfirfæra á flest. Meðan ég skildi bara smá í Heimspeki af því sem ég las, náði bara einu og einu, þá fannst mér heimspeki æði, og þá bara rúlluðu ritgerðirnar út úr mér eins og rúllandi steinar. En um leið og ég get gert (og geri)þá kröfu til mín að skilja kenningar sem ég er að lesa til fullnustu, þá verður þetta bara leiðinlegt og óspennandi. Það er eins og Heimspeki missi sjarmann þegar maður veit nákvæmlega hvert hún er að fara. Eins og með hljómborð sem er soldið lélegt en maður kann ekkert á, þá er það rosa spennandi og maður semur fullt af lögum. Svo lærir maður á það og þá heyrir maður hversu glatað það er.
Hef myndað mér kenningu um þetta: Stundum eru hlutir betri ef maður skilur þá ekki fullkomlega. Ef maður horfir á la-la mynd á þýsku og skilur rúmlega helming, getur hún verið bara fín. Ef maður horfir á sömu mynd og skilur allt er hún glötuð.
Þetta er hægt að yfirfæra á flest. Meðan ég skildi bara smá í Heimspeki af því sem ég las, náði bara einu og einu, þá fannst mér heimspeki æði, og þá bara rúlluðu ritgerðirnar út úr mér eins og rúllandi steinar. En um leið og ég get gert (og geri)þá kröfu til mín að skilja kenningar sem ég er að lesa til fullnustu, þá verður þetta bara leiðinlegt og óspennandi. Það er eins og Heimspeki missi sjarmann þegar maður veit nákvæmlega hvert hún er að fara. Eins og með hljómborð sem er soldið lélegt en maður kann ekkert á, þá er það rosa spennandi og maður semur fullt af lögum. Svo lærir maður á það og þá heyrir maður hversu glatað það er.
föstudagur, apríl 08, 2005
hef tekið þá ákvörðun að vera bara slöpp heima, í stað þess að vera slöpp úti að gera eitthvað. svo núna er ég bara veik, og rétt svo nenni að vera vakandi. ætla aðeins út í hraðbanka og svo í búð á eftir, en það er allt í 3 min. fjarlægð frá heimili, svo það er ekkert ferðalag. elvar er búinn að hjúkra mér, gaf mér te áðan, og eldaði mat í gær, og er nú búinn að eyða tveim tímum í að hita vatn í kötlum og pottum til að fylla baðkarið, svo við komumst í bað. já, það kemur ekkert heitt vatn úr krönunum. vitum ekki afhverju. en ég ætla að fara að lesa eða eitthvað, bara búin að hanga í tölvunni í allan dag. HELLVAR spilar næsta miðvikudag, þá verð ég að vera orðin hress og í stuði. skólinn byrjar líka á mánudagsmorgunn. hef helgina til að laga mig...
fimmtudagur, apríl 07, 2005
ofnæmispróf sem ég fór í leiddi í ljós að ég væri með ofnæmi fyrir 4 tegundum af grasi/grösum og einhverjum trjágróðri. Þetta er að hafa gífurleg áhrif á mig nú í vorinu, þegar þessar plöntur eru að senda frá sér lífsmark út´í vindinn. Ég er skjálfandi af kulda i hlýjum vindinum, og með ljósfælin bólgin augu, og smá hausverk og eitthvað fleirra gúmmolaði. Fer aftur í fyrramálið til Pönkdoktorsins Barböru, og munu e.t.v. fleirri rannsóknir gerðar á mér. Hirti reiðhjól úr "freeboxi", en það er svona staður sem fólk lætur það sem það notar ekki lengur,(oft föt og húsgögn), og svo bara má maður taka það sem maður vill. Melli hélt reiðhjólaviðgerðardag í dag, og þar gerði ég heilt hjól upp, með hans hjálp!!!! Fengum svo að skreppa í gufubaðið sem er að finna uppi undir þaki hjá pönkurunum hans Mella. Það var gott, anda aðeins léttar. Er núna að spá í að leggja mig, og vakna svo glöð og kát og skella mér í læknisskoðun.
mánudagur, apríl 04, 2005
Var að uppgötva Steely Dan, váááááá!
Man eftir að hafa átt samræður við Arnar Eggert Thoroddssen um þetta ágæta band, þar sem hann var að lýsa indislegheitum og ég bara var ekki einu sinni að átta mig á því hvaða band þetta var. En núna hef ég áttað mig svo um munar. Sko, 2 hittlögin þeirra eru síst að mínu mati: "Ricky don't lose that number" og "Back Jack and do it again", en öll hin sem ég hef heyrt, þetta er sniiiiiiiiiiilld. Minnir mig á þegar ég var bara ponsulítil stelpa og heyrði í kanaútvarpinu hjá pabba og mömmu, þetta er svona ekta stöff sem var spilað þar. Ef ég ætti að þurfa að lýsa tónlistinni, finnst mér þetta vera popprokk með fjúsjón- og progrokkáhrifum. Hvers lags fríkíblanda er það? Veit ekki,....stundum eru líka Crosby, Stills, Nash og Young-raddanir. Vá, bara þeir sem eru forvitnir, tékkið á Steely Dan NÚNA!
Man eftir að hafa átt samræður við Arnar Eggert Thoroddssen um þetta ágæta band, þar sem hann var að lýsa indislegheitum og ég bara var ekki einu sinni að átta mig á því hvaða band þetta var. En núna hef ég áttað mig svo um munar. Sko, 2 hittlögin þeirra eru síst að mínu mati: "Ricky don't lose that number" og "Back Jack and do it again", en öll hin sem ég hef heyrt, þetta er sniiiiiiiiiiilld. Minnir mig á þegar ég var bara ponsulítil stelpa og heyrði í kanaútvarpinu hjá pabba og mömmu, þetta er svona ekta stöff sem var spilað þar. Ef ég ætti að þurfa að lýsa tónlistinni, finnst mér þetta vera popprokk með fjúsjón- og progrokkáhrifum. Hvers lags fríkíblanda er það? Veit ekki,....stundum eru líka Crosby, Stills, Nash og Young-raddanir. Vá, bara þeir sem eru forvitnir, tékkið á Steely Dan NÚNA!
laugardagur, apríl 02, 2005
Mér fróðari menn telja að nú sé 17 stiga hiti úti. Ég ætla að fara og kanna það. Þori ekki að skilja húfu og flíspeysu eftir heima, kannski bara tek ég vetrarföt með í tösku og lauma mér í þau ef hitinn er á misskilningi byggður. Annars er ég alveg merkilega mikil kuldaskræfa, og uppskar mikil viðbrögð og sterka undrun nokkurra Þjóðverja um daginn, þegar ég hélt því fram að Berlínskur vetur væri sá kaldasti sem ég hefði verið í. Þeim fannst sko ekkert kalt síðasta vetur, og hálf-hneyksluðust á Íslendingnum að finnast þetta kalt, og að halda því fram að það væri hlýrra á Íslandi. Málið er að íslensk hús eru betur kynnt, og rakinn er mun minni á Íslandi en hér. Við borgum svo fyrir "hinn milda vetur" með því að hitastigið nær aldrei neinum svimandi hæðum á Íslandi. Þótti tildæmis fréttnæmt þegar hitinn fór í 28 stig síðasta sumar á Íslandi, en það þykir ekkert merkilegt hitastig víðast hvar í Evrópu. Svona er þetta nú, maður verður að velja og hafna. Mildur vetur og sumarleysi, eða harður vetur með 97% loftraka og e.t.v. prýðilegt vorveður frá marslokum. Best er samt að vera heima á Íslandi, kuldi, hiti, fátækt, ríkidæmi, fákeppni, samkeppi, fámenni, fjölmenni,.....Allt þetta skiptir engu máli, heldur það að búa á stað þar sem maður finnur fyrir ást vina og vandamanna, og fólk vinnur saman og stendur saman og öryggið er til staðar er eitthvað bjátar á. Þrír mánuðir, og svo...
föstudagur, apríl 01, 2005
Í gær sá ég kind inní miðri Berlín. Hún var bara eins og gæludýr, í bandi hjá einhverjum pönkara sem var að betla pening. Ég gat ekki annað en stoppað, og spurt út í kindina. Pönkarinn sagði hana vera úr sveitinni sinni, og í þokkabót skaðræðis mannafælu svo ég ætti að passa að hún biti mig ekki. Ég nálgaðist hana með varfærni og sýndi henni flata lófa, sem er eitthvað trikk sem virkar á hunda. Það virkaði vel, og ég fékk að klappa kindinni og klóra henni á bakvið annað eyrað. Pönkarinn var alveg hissa, sagðist aldrei hafa hitt fyrir manneskju sem kindin væri svona hrifin af. Spurði hvort ég vildi lamb með haustinu, en hann er með góð sambönd í sveitinni. Ég neitaði því, enda verð ég farin héðan í júlí. Allt í einu verður okkur litið á kindina sem var búin að vera óvenju róleg og kyrr í dálítinn tíma, þegar við vorum að spjalla saman. Kindin er þá að borða eitthvað upp úr plastpokanum sem ég hafði lagt frá mér... Ég ríf pokann af henni og gái... Hún át þá sokkapörin og nærbuxurnar sem ég hafði keypt mér í afsláttarbúð fyrr um daginn!!! Pönkarinn var alveg í rusli og bauðst til að borga, en ég bara hló því þetta var alveg ótrúlega fyndið, og mér leið frekar fáránlega bara. Kind í Berlín át sokkana mína og nærbuxurnar...Hvað gerist næst?
fimmtudagur, mars 31, 2005
oooo blogg fór, ég döpur, skrifa ekki núna aftur, glatað að tapa góðri bloggræðu.
Ég keypti hanska í dag, bláir, sixtís, 5 evrur, og nú er ég alltaf fín....í druslustrigaskóm með hár út í loft og gallabuxum, en ég er samt fín...því ég á hanska.
P.S. Ingó hafa samband, vegna fyrirhugaðra tónleika...verð að vita hvort af verður sem fyrst.
Ég keypti hanska í dag, bláir, sixtís, 5 evrur, og nú er ég alltaf fín....í druslustrigaskóm með hár út í loft og gallabuxum, en ég er samt fín...því ég á hanska.
P.S. Ingó hafa samband, vegna fyrirhugaðra tónleika...verð að vita hvort af verður sem fyrst.
sunnudagur, mars 27, 2005
helllllooooooo!
Er her stodd i Oberursel, thar sem engir islenskir stafir eru a lyklabordinu, svo eg skrifa sona skemmtilegt. Oberursel er i tiu minotna fjarlaegd fra Frankfurt, og alveg hreint yndislegur smabaer. Her erum vid buin ad vera i luxusliferni sidan a fimmtudag, otrulegt hvad thetta hefur lidid hratt. Adan upplifdum vid i fyrsta skipti thyska paskatradition, sem er ad fara ut i gard med korfu og leita ad paskaeggjum, en thad var buid ad fela yfir eitt hundrad litil smaegg og nammi. Svo var einn stor sukkuladipaskaheri sem var merktur hverjum og einum. Eg fann minn fljotlega, en Elvars heri var lengst uppi i tre og hann fann hann ekki strax. Mjog fyndin og skemmtileg hefd. Vaeri til i ad prufa thetta a naesta ari a Islandi, en that fer natturulega eftir vedrinu. Hlakka til ad demba mer aftur i sma laerdomstorn, en paskafriid er enn, og verdur lika a morgummmm. Roadtrip til baka til Berlinar a thridjudag. AEtlum ad skiptast a ad keyra tha, svo eg fae lika ad profa Funfunfun at the Autobahn. Djofull eru thetta bunir ad vera finir paskar. Las Grafarthogn eftir Arnald Indridason i gaer og dag! Geggud god bok, sko. Eg var alveg buin ad akveda ad eitthvad sem vaeri svona vinsaelt gaeti ekki verid neitt serstakt. Typiskt eg, ad vera med fordoma fyrir vinsaeldardrasli. Verd ad jata mig sigrada. Arnaldur er snilldarpenni, og nu verd eg ad lesa allt eftir hann. Aftur i sukkuladiat og stuuuuuuuud. Over and out from Oberursel
Er her stodd i Oberursel, thar sem engir islenskir stafir eru a lyklabordinu, svo eg skrifa sona skemmtilegt. Oberursel er i tiu minotna fjarlaegd fra Frankfurt, og alveg hreint yndislegur smabaer. Her erum vid buin ad vera i luxusliferni sidan a fimmtudag, otrulegt hvad thetta hefur lidid hratt. Adan upplifdum vid i fyrsta skipti thyska paskatradition, sem er ad fara ut i gard med korfu og leita ad paskaeggjum, en thad var buid ad fela yfir eitt hundrad litil smaegg og nammi. Svo var einn stor sukkuladipaskaheri sem var merktur hverjum og einum. Eg fann minn fljotlega, en Elvars heri var lengst uppi i tre og hann fann hann ekki strax. Mjog fyndin og skemmtileg hefd. Vaeri til i ad prufa thetta a naesta ari a Islandi, en that fer natturulega eftir vedrinu. Hlakka til ad demba mer aftur i sma laerdomstorn, en paskafriid er enn, og verdur lika a morgummmm. Roadtrip til baka til Berlinar a thridjudag. AEtlum ad skiptast a ad keyra tha, svo eg fae lika ad profa Funfunfun at the Autobahn. Djofull eru thetta bunir ad vera finir paskar. Las Grafarthogn eftir Arnald Indridason i gaer og dag! Geggud god bok, sko. Eg var alveg buin ad akveda ad eitthvad sem vaeri svona vinsaelt gaeti ekki verid neitt serstakt. Typiskt eg, ad vera med fordoma fyrir vinsaeldardrasli. Verd ad jata mig sigrada. Arnaldur er snilldarpenni, og nu verd eg ad lesa allt eftir hann. Aftur i sukkuladiat og stuuuuuuuud. Over and out from Oberursel
fimmtudagur, mars 24, 2005
Í gær kom dagurinn mér á óvart svo um munaði. Ég sat við skrifborðið og lærði klukkan ellefu um morguninn þegar síminn hringdi. Þar var Wolfgang nokkur Müller að ath. hvort við værum laus í spilerí sama kvöld. Vinur hans, sem á veitingahús, var í vandræðum því söngkonan sem syngur þar var veik. Við sögðum já takk, og fengum því hringingu frá veitingahúsaeigandanum. Veitingahúsið heitir Abendmahl, er í Kreuzberg, og er með sérstök "borðið í myrkrinu"-kvöld, einu sinni í mánuði. Við áttum að syngja 3 lög, á milli rétta, og allt í niðamyrkri náttúrulega. Þetta reyndist hin besta skemmtun, en við sátum sveitt við æfingar með lokuð augun megnið af deginum. Málið er með að spila á gítar og horfa ekki: Það er ekkert mál, en maður hefur líka alltaf MÖGULEIKANN á að kíkja eldsnöggt niður á hálsinn ef á þarf að halda. Þegar sá möguleiki er ekki lengur fyrir hendi er fokið í flest skjól. Elvar er náttúrulega gítarhetja mikil og lék sér alveg að þessu. Ég sleppti gítarspili og söng bara. Raddbönd hegða sér sem betur fer eins í myrkri. Tvö frumsamin lög og "Lovesong" með Cure í okkar útsetningu. Mikið klapp, mikil gleði, borgun og þriggja rétta lúxusmáltíð í lok kvölds!
þriðjudagur, mars 22, 2005
mánudagur, mars 21, 2005
kláruðum lag í gær. þannig að nú eru lögin orðin 7. í dag ætla ég að læra. verst hvað er alltaf erfitt að læra heima hjá sér. ef það virkar ekki, ætla ég að hjóla út í einhvern garð með bækurnar. en þá verð ég að vera vel búin því það er assgoti svalt enn. sáum samt brum á trjánnum á laugardag, þegar við gengum í tvo tíma og skoðuðum m.a.friedrichshein volkspark. í gær hjóluðum við með mella út í kroizberg og fórum þar í karókí inni í klefa, ótrúlegt sport. mér skilst að þetta sé svona eins og japanir fari í karókí. allavega, þarna eru nokkrir glerklefar og þeir eru alveg hljóðeinangraðir svo margir geti sungið á sama tíma. svo kaupir maður klukkutíma í klefa, og pantar sér drykk, og byrjar að syngja. þetta var stórkostlegt. elvar tók ógleymanlega útgáfu af "l.a.woman" með doors, og ég söng "one" með metallikku næstum eins og james heddfíld (tek fram að ég er ekki mikill metallica-fan), og melli kántríaði upp útgáfu sína af "taking care of bussiness" með bachman-turner overdrive. svo var random-takki á karókífjarstýringunni, og hann var notaður á milli, til að búa svo til nýjar laglínur við lög sem öllum voru ókunn. það er eiginlega skemmtilegast. við bjuggum til nokkur seventíslög, sem ég væri til í að eiga. næst komum við með mínídísk með og tökum okkar útgáfur upp, og gefum svo bara út!!!
laugardagur, mars 19, 2005
Vá, fyrstu tónleikar HELLVAR afstaðnir! Fluttum fyrst fjögur kassagítarslög af útkomnum plötum, en undum svo okkar kvæði í kross og HELLVAR frumflutti 6 lög. Fengum alveg glimrandi viðtökur, og boð um nokkra hugsanlega tónleika. Hrikalega gaman að flytja þessi lög, og nú er að semja helst fjögur til viðbótar og þá erum við nær lagi að hafa heilt prógram með HELLVAR-lögum. Næstu tónleikar annan miðvikudag í apríl. Borðuðum linsusúpu á imbiss í Kroizberg, sem Melli hafði kynnt okkur fyrir. Líklega besta súpa sem ég hef borðað á æfinni, og kostaði 2 og hálfa evru...Kuldinn kominn aftur, á að vera 5 stiga frost í kvöld, en svo verður 16 stiga hiti samkv. veðurspá næsta fimmtudag. Spennandi.
fimmtudagur, mars 17, 2005
Berlín tók á móti okkur, klukkan ellefu að kvöldi, með 13 stiga hita. Við vorum fegin, og okkur var svo tjáð að vorið hefði komið með skelli kvöldið áður. Þá gerðum við náttúrulega alvöru vorhreingerningu í dag, og íbúðin hefur aldrei verið svona fín. Ég er ekki sú myndarlegasta þegar kemur að heimilisverkum, en þetta var bara eins og í ajaxauglýsingu. Ég var hvítur stormsveipur, get svo svarið það. Það er líka undarlegt að vakna, og einhvernveginn LANGA til að ryksuga, held bara að það hafi aldrei komið fyrir mig áður. Nú er ég í eftirþrifavímu, og ætla nú að reyna að gera vikuleg þrif til að það safnist aldrei upp. Limewire, besti félagi minn í tölvuforritaformi, stóð sig með glæsibrag og dj-aði bara stuðlög meðan á öllum þrifunum stóð...en nú er hann að spila "The Bewerly Brothers" af Bowie-plötunni Hunky Dory sem ég verð að mæla með fyrir alla. Tónleikar á morgun, best að æfa í kvöld.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)