Leita í þessu bloggi

föstudagur, júlí 02, 2004

Heiða og Elvar selja allt!!!!!!!!!!!!!!Eða næstum því, við seljum geisladiska, bækur, föt, og ýmsa smáhluti. Svo seljum við óskalög á 50 kall. Tökum með okkur 2 kassagítara, og spilum hvað sem er sem fólk biður um. Bara borga, við spilum!!! Svona á það að vera. Markaðurinn sem þetta fer fram á er í Klink og Bank í Brautarholti, Reykjavík, milli kl. 13 og 17 laugardaginn 3. júlí. Allskonar fólk að selja allskonar varning og list. Sumir verða með gjörning, sumir ætla að elda mat og selja, sumir ætla að vera með áróður. Markaðurinn breytist svo í tónleika, sem hefjast um kvöldmatarleitið. MÆTIÐ!
(af mér er annars allt gott að frétta)

Engin ummæli: