Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, apríl 27, 2011

rit gerð er ei líf. hef vart trú á því að hún klá rist. von um það er þó enn til. laus við ká tí nu í dag. sign out.

laugardagur, apríl 23, 2011

Það er bloggað á hlaupum, enda allt að gerast og það mikið af því. Fórum á Snæfellsnes á mið (sáum helga og hljóðfæraleikaranna, snillingar), keyrðum á Ísafjörð á skírdag, ferðin greið, við glöð. Föstudagurinn langi var ekkert sérlega lengi að líða, og gönguferð um ísafjörð í gærmorgunn var gleðilegri en ég gat ímyndað mér. Gærkvöld, á Aldreifórégsuður, sáum Sóley, Prinspóló og Valdimar. Heim í osta og smá rauðvínsdreiti. Sofnaði fyrir miðnætti, eins og á miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Gönguför fjölskyldunnar um stræti Ísafjarðar í morgun var full af ævintýrum, og nú erum við á leið í sánu í Bolungarvík með sætum feðgum. Meiri ævintýr!

föstudagur, apríl 15, 2011

Hér er allt um Reykjavík Musik Mess sem byrjar í kvöld. Ekki það að þetta hafi ekki fengið prýðilega umfjöllun í fjölmiðlum undanfarið en aldrei er góð skvísa of oft riðin...eða eitthvað svoleiðis. I dare you, komiði á þessa gleðihátíð, með alveg kleeeeeeeeeeekkkuðu lænöppi:

http://reykjavikmusicmess.com/


Hellvar spilar á laugardagskvöld klukkan níu, í Norrænahúsinu. Æfðum áðan úti í Höfnum. Það var 5 metra há ölduhæð, og við fórum öll saman fyrir æfinguna og skoðuðum öldurnar niðri við bryggju, eins og túristar, ja þ.e.a.s. öll nema Óli. Hann hefur búið í Höfnum og séð þetta allt. Stundum verður ölduhæðin 8-9 metrar, sagði hann. Hafnir eru skrýtnasta pleis á Íslandi, og HAM gerði lag um bæinn, og nú æfir Hellvar þar. Tja, ég sver ég hefði ekki getað kokkað upp eins skemmtilegan hlut sjálf, þetta eru örlögin að verki, ég er að segja ykkur það.
Nú tekur föstudagsflipp við, og svo alveg þráðbeint á ská upp í Norræna hús þar sem Prinspóló byrjar að spila klukkan korter yfir átta samkvæmt þessari dagskrá:

http://reykjavikmusicmess.com/img/RMM_Web_Schedule_8.4.jpg


Núna hefurðu ENGA afsökun fyrir því að koma ekki, þú getur alla vega ekki sagt að ég hafi ekki sagt þér frá þessu.
Norrænahúsið og Nasa um helgina. Sjáumst þar og þar.

mánudagur, apríl 11, 2011

Rólegheita-mánudagur með streptókokkasmitbera. Er búin að vaska upp og fá mér morgunmat og setja viskustykki og tuskur á suðu. Nú horfi ég á "Upp" með Óliver. Ljóni hæstánægður að það sé einhver með teppi á náttfötum svo dögunum skipti heima hjá honum. Hlustaði á Pere Ubu, fyrstu plötuna yfir uppvaskinu, er að fá algera dellu fyrir þessari plötu. Ætla út að labba á eftir og prufa röð á okkar plötu, og tek kannski í lokin aftur hlustun á Pere Ubu. O o o upp er svo sorgleg...

föstudagur, apríl 08, 2011

já......neeeeeeeeeeeeeei. það gengur ekki. Nei sko! Nja, júúúúú. Meikar þetta sens?

fimmtudagur, apríl 07, 2011

Ég hef lesið margar greinar með og á móti icesave og hef enn ekki myndað mér endanlega skoðun. Veit að eins er farið fyrir mörgum öðrum svo nú ætla ég að fá alvöru hjálp: Frá TAROT-spilunum mínum. Ég dreg fyrst eitt spil sem táknar útkomu ef kosið er JÁ og svo eitt spil sem táknar útkomu ef kosið er NEI. Hér hafiði það:

JÁ-spilið er spil númer XIV, Gyðjan Yemana, sem táknar jafnvægi, en það kom á hvolfi. Merking spilsins: Imbalance. Inability to find peace within or with others. Lack of moderation./Ójafnvægi. Óhæfi til að finna innri frið eða frið með öðrum. Skortur á hófsemi/stillingu.
NEI-spilið er Drottning í mynt. Merking spilsins: Fertility, possibly parenthood. Creating prosperity and harmony. Beauty, wealth, the home. Regality./Frjósemi, möguleg umönnun. Að skapa velmegun og jafnvægi. Fegurð, auður, heimilið. Ríki.

Þetta er deginum ljósara, og kom frá algerlega hlutlausum Gyðju-tarotspilastokki, svo ykkur ætti ekki að verða meint af þessu.

þriðjudagur, apríl 05, 2011

Sit á Súfistanum fyrir ofan Mál og Menningu á laugavegi og verð að viðurkenna að það er gott að vera á kaffihúsi á netinu. Síðan við fengum net heima hef ég vanrækt kaffihúsaferðir því maður getur bloggað, lesið og svarað pósti og gert þessar helstu nauðsynjar heima. Letiblóð mitt hefur greinilega reiknað dæmið út og fengið út að kaffihús krefðist hreifingar og hún væri öþörf. Gleymdi að biðja um soja-latte og fékk því venjulega mjólk útí, eflaust þá fyrstu í ár eða svo. Er ekkert að fá í magann neitt, en rosalega er kúamjólk vond eitthvað á miðað við sojamjólkina...skýtið hvað siðir og venjur manns geta gjörbreyst. Það er nóg að gera hér, setið á öllum borðum og ég er svo heppin að hafa náð borði við gluggann (nauðsynlegt) því þá getur maður svona aðeins tékkað á umferðinni á Laugavegi þegar maður er ekki að skoða netið. Svo er náttúrulega rúsínan í sojapylsuendanum: Öll tímaritin sem hægt er að næla sér í úr búðinni niðri og lesa sér að kostnaðarlausu. Það hefur náttúrulega engin heilvita manneskja tök á að kaupa sér breskt glanstímarit á 1900 kall, og maður les það líka bara einu sinni, ja eða ég geri það allavega. Hef samt búið mér til hefð að kaupa alltaf eitt tískublað til að lesa í flugvél þegar ég fer til útlanda. Það er góð hefð, eitthvað svona auka að láta sig hlakka til þegar maður situr í flugvél. Stundum eru öll tískublöðin of heiladauð (lesist: ekkert persónuleikapróf sem höfðar til mín auglýst á forsíðu) og þá hef ég keypt músikblað í staðin. Stundum er fínt að lesa Q, en mér fannst það nú ekkert spes þegar ég tékkaði á því um daginn. Minnir að Wire sé frekar skemmtilegt og það fylgdi allavega einu sinni stundum með því diskur með "upcoming" böndum. Leiðbeinandi minn fyrir ritgerð sagði mér að prófdómari hefði nú ritgerð mína undir höndum og væri að lesa hana yfir. Svo þurfum við að hittast og þá verð ég grilluð á teini yfir hægum eldi heimspekinnar. Sem er hið besta mál, þar sem ég held að ég hafi aldrei átt í vandræðum með að tala. Í gær svaf ég frá átta um kvöldið til ellefu, vaknaði þá og vakti til um tvö og sofnaði svo aftur og svaf til átta. Fór á fætur og naut morgunstundar með fjölskyldunni og svo fóru þeir í vinnu og skóla og ég skreyddist upp í rúm og svaf frá svona tíu til hálf-tólf. Núna er ég syfjuð....Hvað er í gangi? Reyndar er fóturinn að bögga mig og ég finn ekki til þegar ég er sofandi svo líkaminn sækir í verkjalaust ástand....

sunnudagur, apríl 03, 2011

fór í kassagítarspartý í eldhúsi í reykjavík, söng í marga klukkutíma og elvar spilaði á gítar. langt síðan ég hef gert svoleiðis, leið eiginlega svolítið eins og ég hefði farið í tímavél aftur um svona 15 ár eða svo. Æðislegt band vann músiktilraunir, Samaris! Gaman að því. Á næsta ári verða 30. músiktilraunirnar haldnar. Óliver var að koma af fótboltamóti sem hann tók þátt í á Laugarvatni, skoraði 3 mörk í einum leik! Amma hans gaf honum Star Trek-mynd í verðlaun. Við ætlum út að borða með honum í kvöld. Fallegt veður í Þingholtunum, heiður himinn og logn. Ég var í fótabaði í klukkutíma áðan, heitar fætur=glaðar fætur. Það þarf að þrífa þessa íbúð. Vorhreingerning verður gerð bráðlega, ef það kemur vor, þ.e.a.s.