Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, mars 29, 2012

http://soundcloud.com/heidatrubador/the-heida-hellvar-show-lag-n
Það er kominn þáttur! Fyrsti þátturinn í seríunni "Heiða fer í bæinn" (Heidi goes to town) er kominn í loftið. Í þessum fyrsta þætti spila ég lög númer 4 á nokkrum skemmtilegum vínilplötum. Þátturinn var alfarið tekinn upp í stofunni heima, með einn mæk, einn plötuspilara og einn kött við höndina. Næsti þáttur verður að viku liðinni og mun hann að öllum líkindum verða á ensku.

þriðjudagur, mars 27, 2012

Ég er að deyja úr þörf fyrir að vinna á einhverjum miðli og miðla einhverju um tónlist. Helst af öllu vildi ég vera með útvarpsþátt. Þangað til það gerist, verður að veruleika, er ég að hugsa um að reyna að gera útvarpsþætti á netinu. Ég hef ekki hugmynd um hvernig það virkar nákvæmlega en ég ætla að reyna. Á morgun tek ég upp minn fyrsta þátt, og ætla að nota til þess upptökuforritið q-base, og taka upp í einu rennsli, semsagt í rauntíma (semsagt ekki taka upp kynningar og setja inn tónlist eftirá). Þetta verður því eins og læf útvarp þar sem allt getur gerst. Ég er að spá í að spila bara tónlist af vínilplötum, allavega í þessum fyrsta þætti, sjá hvernig það kemur út. Ef allt gengur upp birtist svo linkur hér á þessu bloggi á þáttinn. Ég bara verð að gera þetta, ég get ekki ekki verið með útvarpsþátt lengur. Það er svo ömurlegt að vera ekki með útvarpsþátt. Það er eiginlega eitt það ömurlegasta í lífi mínu, og kannski bara það eina...
Líf mitt er greinilega frekar gott, ef það eina sem er að angra mig er að ég er ekki með útvarpsþátt....
Nú bretti ég upp ermarnar.

föstudagur, mars 09, 2012

Please go here: http://www.gogoyoko.com/album/Stop_That_Noise
Listen to the song You say I know by my band Hellvar for free!
Then go here: http://www.ruv.is/topp30
Tick the box on the right side of the page, and scroll to the bottom, until you see an orange box.The orange box says "Hver er summan af" meaning "what is the outcome of" and then there are tvo numbers you have to add up. einn is 1, tveir is 2, þrír is 3, fjórir is 4, fimm is 5, sex is 6, sjö is 7, átta is 8, níu is 9. Add the two up, improve your mathematical and icelandic skills, and help hellvar out to get the song more airplay. Do this once a day!
Thank you and have a nice weekend!

fimmtudagur, mars 08, 2012

kæri heimur. ég sofnaði snemma og vaknaði snemma og eyddi deginum í endalaust gáfulega hluti, og nú klukkan átta að kvöldi líður mér eins og ég hafi lifað tvo daga í einum. tveir fyrir einn-tilboð á fimmtudögum: fáðu tvo fimmtudaga fyrir einn, ef þú nýtir tímann vel. er þetta ekki bara svona ,,morgunstund gefur gull í mund"-moment?

laugardagur, mars 03, 2012

Í dag skal ferðinni heitið niður í bæ. Ég sver'ða að ég sé eitthvað gult og heitt í einhverju bláu út um gluggann minn. Nú bíð ég eftir kaffigesti, sem er á leiðinni hingað í kaffi, (ótrúleg tilviljun að kaffigesturinn sé á leiðinni í kaffi) og svo verður rölt, með viðkomu í kolaporti og kaffihúsi og kannski fornbókaverslun og ég skal ekki segja hverju fleiru. það besta við laugardaga er að þeir eru ekki virkir dagar, en heldur ekki sunnudagar þegar það kemur mánudagur daginn eftir. einu sinni fundust mér sunnudagar skemmtilegastir, en í dag finnast mér laugardagar laaaaaaaaaaangbestir. ég er búin að lesa blöðin, búin að tékka á póstinum, búin að borða hafragraut með rúsínum og bönönum, búin að klappa kettinum. nenni ekki alveg að lesa murakami strax, ætla að treina mér síðustu 300 blaðsíðurnar aðeins.

F.mö og pa:

sólin úti smýgur inn,
setur á mig bros
Um bæinn rós með rauða kinn
rýkur eins og gos!

fimmtudagur, mars 01, 2012

ég er með pung...