Leita í þessu bloggi

laugardagur, september 30, 2006

Bara svona til að fyrirbyggja allan misskilning hef ég ekkert verið óheppin í hendinni í viku. Hef hins vegar verið mjög heppin bara um allan líkama. Hausinn gat hugsað, fætur og hendur hafa synt ofan í sundlaug og eru að spá í að endurtaka þann leik núna á eftir. Fingur hefðu mátt vera duglegri að pikka inn plötudóma á lyklaborð, en það mun verða verkefni morgundagsins. Eyru hafa verið afar lukkuleg með alla tónlistina sem þau hafa hlustað á. Raddböndin þöndu sig í alla nótt inn á upptökur hljómsveitarinnar Hellvar. Tær hafa unnið ófáa tásuslagi í vikunni. Magasekkur hefur verið svo heppinn að fá fjölbreytta og góða fæðu ofaní sig, fisk, grænmeti, fiskbollur, kökur, hamborgara og ég veit ekki hvað og hvað. Bragðlaukar einnig himinlifandi. Heppnir líkamspartar Heiðu þakka fyrir sig.

föstudagur, september 22, 2006

Ég er eitthvað óheppin í hægri hendinni í dag. Sinaskeiðabólga og svo rak ég handlegginn í á leið minni um vinnustaðinn áðan. Já, hann bara flaksaðist til eins og hefði hann eigin vald og vilja, og henti sér á hurð sem var að lokast. Sem betur fer beytti ég öllum mínum viljastyrk og sannfæringarkrafti og tókst að loka ekki hurðinni á handlegginn, en samt. Óheppin hendi.

þriðjudagur, september 19, 2006

Það er gata í Keflavík, sem heitir Frekjan. Alveg satt! Flottasta götunafn sem ég hef séð... Jafnvel betra en Langafi (sem heitir nú reyndar í alvörunni Langafit, áður en ,,gárungarnir" komust í skiltið)

þriðjudagur, september 12, 2006

já, þá erum við alveg að tala um tímabil þar sem ég hef bara ósköp lítið að segja. Hef nóg að gera, kannski svo mikið að það gefst enginn tími til að hugsa hversdags. Hugsanirnar eru allar miðaðar að því að nýta tímann, klára þetta, byrja á öðru, skipuleggja. Er að spila 14.9. í Þjóðleikhúskjallaranum (Heiða&heiðingjar), 15.9. í Frumleikhúsinu, Kef. (Heiða&heiðingjar), 16.9. fyrir utan Kjötborg á Kjötborgarhátíð (Kassagítardúett Hellvars). Þáttargerð og -skipulagning. Heimspeki jafnréttis í H.Í. Ný tónlist til að skrifa um fyrir Mogga. Tónleikaferðalag til Berlínar í október (Hellvar) He-he-heyrumst!

fimmtudagur, september 07, 2006

http://www.kittyheavenmom.com/kk_animals.html

sæt dýr...redduðu deginum. Mig langar í Pandabjörn...

sunnudagur, september 03, 2006

ooo kvef dauðans! hljóma eins og froskur í útvarpinu.