Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, september 27, 2005

Það er mjög undarlegt líf að vera svona mikið í vinnunni. Ég er náttúrulega búin að vera í allt öðru vísi rythma undanfarin tvö ár eða svo, sem háskólastúdent með smá aukavinnu í útvarpi, og svo náttúrulega að gera tónlist, spila tónlist, flytja tónlist o.s.frv. En í dag er ég blaðakona á Blaðinu, og Útvarpskona á Rás 2, og svo hef ég ponsupínkulítinn aukatíma fyrir tónlist, þegar ég er ekki of þreytt eða búin á því. Lífið eftir vinnu reynist vera hálflamað og felst soldið í því að elda, borða, lesa, svæfa og sofna yfir sjónvarpinu eða bók. Held samt að rútínan eigi eftir að verða meiri, þannig að ég verði fljótari að vinna vinnuna mína, og geti því átt aðeins meiri tíma fyrir mig, (að gera tónlist, meina ég). Ég byrjaði í 2 nýjum vinnum sama hálfa mánuðinn, svo það er nú eðlilegt að maður sé smá lúinn, ha. En þetta er allt að koma, og svo er bara að skipuleggja sig vel. Það er allavega aldrei leiðinlegt hjá mér á daginn, og tíminn þýtur áfram. Lífið eftir vinnu verður kannski betra þegar hausinn hættir að slökkva á sér klukkan 10. Annars fór ég í skemmtilegt afmæli hjá Dagbjarti Óla á sunnudag, en missti af afmæli hjá Nico í staðinn. Við kíktum líka út að leika og labba og þvælast með Bíbí, Níkó og tvíburum á laugardag, svo helgin var alveg prýðileg. Mig langar í bíó bráðum, ekki á barnamynd heldur fullorðins. Með Elvari, bara tvö...ooo það gæti kannski gerst í næstu viku. Óver end át.

föstudagur, september 23, 2005

Ég var klukkuð, og það í rafrænu formi. Hef ekki verið klukkuð síðan í einhverjum leikjum í barnaskóla, sem hétu undarlegum nöfnum sem höfðu ekkert með innihald leiksins að gera (dæmi: Stórfiskaleikur, engir stórir fiskar í honum). Eeeeen, ég er á hlaupum svo ég ætla að demba mér í að koma með 5 staðreindir um mig sjálfa:

1)Fór á Kalla og Sælgætisgerðina, og brosti svo mikið að ég fékk harðsperrur í munnvikin eftir myndina.
2)Ég elska barnamyndir í bíó, og fannst Kalli og svo frv. vera jafngóð og síðasta Harry Potter-myndin sem var svo góð að ég fór aftur í bíó á hana daginn eftir að ég fór á hana í fyrsta skipti.
3)Ég er með vöðvabólgu, líklega af álagi, en hef ekki tíma til að fara í jóga, sem ég þó veit að myndi lækna vöðvabólguna...catch22
4)Ég er að fara að syngja lag í stúdíói klukkan 4
5)Ég er svöng og langar í franskar, en fæ mér líklega bara kaffibolla og borða í kvöld.Á reyndar allt til að gera tailenskan grænmetisrétt, including ostrusósu......mmmmmmmm slefslef lyklaborðið er blautt af slefi.

Verð að þjóta, klukka hér með 2 sunnur: Skrudduhugssunnu (hahaha) og StaringattheSunnu (híhíhí)

þriðjudagur, september 20, 2005

Þetta er nú alveg ágætt líf. Best að gera það aðeins betra og kaupa mér ís með dýfu og daimkúlum. Ég er með dagdrauma um daimkúlur. Afskaplega undarlegt. Stundum er það bara það eina rökrétta í stöðunni, að fá sér daimkúlur.

sunnudagur, september 18, 2005

Ég hef bara ekkert bloggað í óratíma. Þannig er nú bara þegar maður er að vinna við að skrifa texta, þá mætir það afgangi þegar maður er ekki í vinnunni. Ég er að vinna slatta, er að fara að vinna meira uppi í útvarpi, og það leggst svaka vel í mig. Óliver var með afmælisveislu uppi á Laugarvatni í dag. Hrafnhildur amma bakaði á við 15 manna veisluþjónustu og ég get ekki gert upp á milli fílakaramellutertunnar, skyrtertunnar eða baby-ruth-tertunnar. Vááááá, og ég léttist líklega ekki þessa helgi. Takk fyrir mig og mína. Svo fór ég á tvenna tónleika á föstudagskvöld, Hermigerfil og Baggalút. Afskaplega gaman allt saman. Verð að muna að fara snemma að sofa í kvöld, til að geta vaknað á skaplegum tíma í fyrramálið. Skaplegur tími: hálf-sjö....úff!

miðvikudagur, september 14, 2005

Ég tapaði bloggi og tapaði ró
í tóm internetsins hún flaug
En reiðin sem sauð inní sálinni hló
og sjatnaði, því að ég laug.

mánudagur, september 12, 2005

Næsta þema Næturvarðarins er ,,Óæðri málmar". Ég semsé var með gullþátt, svo silfurþátt, og núna næsta laugardag fá aðrir minnavermætir málmar að njóta sín. Það væri þá kopar, brons, króm, tin, eir, stál, málmur, ál,.....jájá...nóg af möguleikum. Ég held ég verði að taka mér matartíma. ég er glorsoltin. Flott orð, glorsoltin. Hvað þýðir glor?

laugardagur, september 10, 2005

Það er súld útí. Held að ég ætli að slaka alveg rosalega á, á morgunn. Förum reyndar að skúra smá,og svo í eitt afmælisboð hjá Elísabetu Freyju frænku, en svo slökun. Vinnuvikan hefst með trompi á mánudag. Ég ætla samt ekki að gleyma að horfa á popppunkt. Annað kvöld. MMMMMmmmmm, popppunktur. Í kvöld: Næturvörðurinn. MMMMMmmmmm, næturvörðurinn. Svo langar mig í kók og prinspóló. Annars fór ég á Matthew Barney-myndina, og djöfull er hún skrýtin. Kann ekki að tjá mig um hana. Bæ

föstudagur, september 09, 2005

Jæja, ég er farin að vinna. Tvær mínútur í smá hugsunarpásu,og svo allskonar annað skrifkyns. Vinnan er góð. Kemst reyndar aldrei í búð, eins og t.d. að ná í gleraugun mín úr viðgerð. Ég er þá bara með linsur á meðan. Svo er ekkert svo slæmt að taka strætó á morgnanna, nota ferðina til að hlusta á tónlist. var að hlusta á nýja paul mcartney í morgun. súper fínt. síjú

fimmtudagur, september 08, 2005

þetta er asnalegt, hef engan tíma til að blogga. en reyni að komst á netkaffihús í korter seinna í kvöld eða eitthvað, og blogga smá. það er allskonar sem ég þarf að segja.

þriðjudagur, september 06, 2005

Já, ég er semsagt farin að skrifa um menningu og þess háttar á blaðinu. Ég og stúlka sem heitir Sara skiptumst á að skrifa dagskrá, um bíómyndir, um tónleika, um geisladiska, stutt spjöll við fólk, stjörnuspá, og annað tilfallandi á öftustu síðurnar. Það er bara þrælfínt, en rosalega er maður lengi með strætó í vinnuna. Ég tók strætó í gær og var 3 korter með tveimur vögnum, og svo keyrði ég bílinn hans Ingó í morgunn, og var í korter!!! það er glatað. Neyðist maður bara til að eiga bíl á Íslandi af því að strætókerfið er meingallað? Og það á að vera nýkomið úr andlitslyftingu? Fargings garg. Varðandi fyrirspurn um næsta þema Næturvarðarins er það Silfur, og svo þar næst er Brons og aðrir óæðri málmar. En eitt í einu: Silfur-þáttur næsta laugardagskvöld.Hugmyndir berist hér að neðan.

laugardagur, september 03, 2005

næturvörðurinn fjallar um gull í kvöld. gull-lög: eins og heart of gold o.s.frv. hugmyndir hér að neðan, eða póstur til naeturvordurinn@ruv.is. er að flytja. shitt hvað það er gaman að skoða ikea-bæklinginn...

fimmtudagur, september 01, 2005

-ég er búin að mála, allt antikhvítt nema eldhúsið sem er okkur-gult (us-yellow?)og smá azure-blátt. -ég á gallapils og græna converse-eftirlíkingaskó. -hellvar aflýsti tónleikum sem við áttum að spila á á gaukástöng í kvöld, því við erum að mála og flytja. mér finnst ég vera að svíkja rokkið en beita skynseminni, og því er ég stolt með samviskubit núna. -ég er komin með vinnu á blaðinu og byrja á mánudaginn, mánudaginn. -ég er með heeeeví vöðvabólgu eftir málið og er á leið í heitapottinn hjá maogpa í kef. -mér finnst reeses peanutbutter cups besta súkkulaði í heimi. -og besta gosið er dr. pepper, sem er ennþá pantað inn í söluturninum á eiðistorgi, og það er rétt hjá þar sem ég er að flytja. -þarf að fara yfir fullt af drasli sem ég á og henda eða gefa. -nenni'ðí ekki. -gerði eitt af 5 bestu salötum sem ég hef gert á ævinni áðan, kláruðum næstum allt, en skildum eftir smá fyrir mömmu sem var úti, en kemur heim á eftir. -bless.