Leita í þessu bloggi
föstudagur, mars 30, 2007
Þessi vika fór framhjá, án þess að ég gæti fullyrt hvað ég gerði í henni. Veit samt að það var mikið, bara ekki nákvæmlega hvað það var. Ég veit stundum ekki hvaða vikudagur er þessa dagana, og er að spá hvort mér líði meira eins og það sé alltaf mánudagur, eða allaf fimmtudagur eða jafnvel alltaf laugardagur. Það er allavega ekki alltaf sunnudagur, því á sunnudögum er Abbababb, og þótt ég hafi ekki komið síðast af því ég var lasin, held ég að ég komi næst og næst og næst og...já á sunnudögum fer ég semsagt á Abbababb. Annað er ekki planað nema á blaði, og plönin verða bara að vera eftir bestu getu og vitneskju og geta breyst með litlum fyrirvara, og þá bara geri ég eitthvað allt annað. Veit þó að ég fer allavega í Hafnarfjörð, á Vík og í Eyjar á næstunni. Á morgun er dagur innsláttar og símtala. Plön staðfest, þeim breytt, áætlanir haldast eða ekki, kaffi drukkið eða ekki, fánar dregnir að húni eða ekki (fer eftir veðri). Að haga seglum eftir vindi. Að halda sér við efnið, en sníða sér stakk eftir vexti. Ostur er veislukostur. Margur verður verri þótt hann vökni. Oft má happ úr hendi sleppa. Sjaldan fellur happið langt frá Heiðunni. Ég held ég sé að villast í þokunni á Heiðunni.
mánudagur, mars 26, 2007
Jæja, horið búið. Óliver greyið fékk það þó allt. Þá tekur við að skiptast á að vera heima úr vinnunni til að passa litla skinnið. Það er með ólíkindum að þjóðfélagið skuli yfirleitt virka svona á vorin þegar flensur eru að ganga. Frétti að það væru um tíu afbrigði af pestinni í gangi núna, og ekki allar jafn-snyrtilegar og sú sem ég fékk.
föstudagur, mars 23, 2007
Neverending horið (sungið við lagið Neverending story með Limahl)
Augun mín
enni líka'og neee-eee-eeef
hafa'í sér
geysimikið kve-eee-eeef
Ég get ekki meira
verð að hætta'að liggja kjurr
og ég þarf að far'á fætur
en er ekki laus við neverending hoooriiiið, lalala, lalala, lalala,
neverending hoooriiiið, lalala, lalala, lalala,
Augun mín
enni líka'og neee-eee-eeef
hafa'í sér
geysimikið kve-eee-eeef
Ég get ekki meira
verð að hætta'að liggja kjurr
og ég þarf að far'á fætur
en er ekki laus við neverending hoooriiiið, lalala, lalala, lalala,
neverending hoooriiiið, lalala, lalala, lalala,
miðvikudagur, mars 21, 2007
deja vu: ég veik, ligg í rúmi. elvar að vinna bæði í morgun og næstu nótt, og því er enginn í fjölskyldunni að taka til. húsið steik, hausinn á mér líka. óliver ótrúlega sjálfbjarga miðað við 5 ára. fór og kúkaði og skeindi alveg einn áðan, og svo bara er hann búinn að ná sér í að borða og gat gengið frá líka í ískápinn. Hann bað reyndar um hjálp við að láta á sultuna á brauðið, gat ekki opnað sultukrukkuna. reyndar gat ég það varla heldur, sökum slapperís,en...þetta hafðist hjá okkur. er eiginlega bara búin að sofa og svitna og vakna og lesa blöð/blogg/tölvupóst+svara í 2 sólarhringa. kláraði reyndar eina Haruki Murakami-bók líka. Sunnan við mærin, vestur af sól, en áður hafði ég lesið Norvegian Wood og líka smásagnasafnið Eftir skjálftann. Allt sem hann skrifar æði. Gjörsamlega frábærlega pottþétt.
laugardagur, mars 17, 2007
Það er ýmislegt búið að gerast í dag. Fór m.a. sem gestur í fyrsta skipti í 4 ár upp í RÚV. Var bara að fylgja Abbababb-genginu í poppland, enda er ég grúppían þeirra. Svo fór ég bæði á kaffihús og matsölustað, en að lokum var svo skellt sér á frumsýninguna á Draumalandinu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Í lok kvölds, áður en haldið var heim á leið, var áð á Ásvallagötu, hestaskál drukkin og ýmis málefni krufin til mergjar, meðan fjórir glaðir félagar horfðu saman á teiknimyndir og borðuðu perur.
Það allra, allra, allra skemmtilegasta í dag var þó nímælalaust að róla með Óliver. Við róluðum á okkar uppáhalds róló í Reykjavík, og gleymdum okkur bæði í áreiðanlega tuttugu mínútur, að spjalla um daginn og veginn og róla. Það er það allra besta í heimi, að róla og spjalla við einhvern sem er jafn-skemmtilegur og gáfaður og hann Óliver er. Rosalega er ég glöð að þekkja hann! Nýtt markmið: Að róla annan hvern dag. Það er mannbætandi.
Það allra, allra, allra skemmtilegasta í dag var þó nímælalaust að róla með Óliver. Við róluðum á okkar uppáhalds róló í Reykjavík, og gleymdum okkur bæði í áreiðanlega tuttugu mínútur, að spjalla um daginn og veginn og róla. Það er það allra besta í heimi, að róla og spjalla við einhvern sem er jafn-skemmtilegur og gáfaður og hann Óliver er. Rosalega er ég glöð að þekkja hann! Nýtt markmið: Að róla annan hvern dag. Það er mannbætandi.
mánudagur, mars 12, 2007
Ég er með hita, tilfinningin að hausinn sé fullur af bómull. síðasti útvarpsþátturinn í kvöld. Á eftir að sakna þess að gera útvarpsþætti, það er mjög "húkkandi". Tek út tvo hlekki sem virðast hættir, hvort sem það er nú tímabundið eða ekki. Læt inn eitthvað sem ég les stundum í stað hinna lömuðu linka.
miðvikudagur, mars 07, 2007
Sjitturinn, ég er farin að naga neglurnar aftur, ég sem var alveg hætt. Spurning um að byrja bara að reykja til að hætta að naga. Eða eruð þið með betri ráð? Svo fyrir þá sem hafa tíma og nenna ekki sjónvarpinu, þá er þetta gaman. Mjög hættulegt, samt. Horfði á 5 House-þætti í gær. Elska House, besta sjónvarpsefni since Six feet under. Annars nenni ég ekki að blogga mikið. Mjög gaman að vera til, og komiði á opnun kosningamiðstöðvar V.G., Grófinni 7, Keflavík, næsta laugardag (10.03) klukkan 15.00. Sjáumst!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)