Leita í þessu bloggi

mánudagur, ágúst 28, 2006

Þessi færsla er í boði Elvars:

Keðjufærsla

Ef þú lest þessa færslu og rekur bloggsíðu skaltu koppí/peista hana þangað. Annars gerist eitthvað ömurlegt:
Siggi var starfsmaður í kýsilvinnslunni við Mývatn. Hann sá þessa færslu en fygldi ekki fyrirmælum og nú hefur vinnslunni verið lokað og nú er hann atvinnulaus fáviti.
Katrín er einstæð móðir frá Hveragerði. Hún rak jólaþorpið-hveragerði við mikinn hagnað. Hún sá þessa færslu og rétt eins og Siggi þá fygldi hún ekki fyrirmælum. Nú er ekkert jólaþorp í hveragerði. Hún fékk vinnu í tývolíinu til skamms tíma en nú hefur því verið lokað. Sigga er núna aumingi.
Hannes starfaði sem prentsmiður hjá Prenntsmiðju suðurlands. Hannes fylgdi fyrirmælum, en ekki allveg. Hann leiðrétti stafsetningarvillur áður en hann ýtti á "publish" takkann. Vikublaðið Selfossfréttir er nú algerlega unnið á stafrænan hátt. Hannes kann ekkert á tölvur og eyddi sínum lífdögum þaðan af sem fáráðlingur. Þegar hann dó fór hann til helvítis.

föstudagur, ágúst 25, 2006

Við flugum út, lemtum í Allicante. Eyddum viku í ,,Þúsund pálmatrjám" (Mil Palmeras), þaðan sem farið var í styttri ferðir í sirkus, tívolí og rennibrautagarð. Einn dagur í versl, margir dagar í sólbað á strönd. Margar Klörur drukknar! Óliver brúnn, og afar sáttur. Ég soldið brún líka. Á tenniskjól, sem mig er búið að dreyma um að eiga í morg ár. Lærði spænsku á hverjum degi í viku. Gleymdi að lesa skáldsögurnar sem ég tók með, því það var svo góð spænskukennslubók í íbúðinni. Held uppi einföldum samræðum á strönd. Óliver stilltur næstum alltaf, fékk samt soldið mikið nammi og dót, en það var nú sumarfrí. Hann byrjaður í leikskóla, við byrjuð að standsetja vinnuaðstöðu. Mikið spilerí framundan. Í mörg horn að líta. Verð að reyna að gera bara eitt í einu svo ég snúist ekki bara í hringi um sjálfa mig og framkvæmi ekkert. Farin að skipuleggja mig, bless.

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

farin í sumarfrí. athugið nýju "official" heimasíðu hellvars, sem ég dundaði mér við. annars bara: víva espanja!

mánudagur, ágúst 14, 2006

kemst ég ekki í vinnuna fyrr en á, fyrr en á mánudaginn!!!!

laugardagur, ágúst 12, 2006

Stutta útgáfan:
Kötturinn pissaði framan í mig og skeit út allt rúmið. Ég hent'enni út og svaf á sófanum og vaknaði með ónýtt bak eftir 5 tíma svefn. Köttur flutti upp á eftri hæð. Köttur fór út að viðra sig og stakk af og hefur ekki sést síðan. Kenning: Kötturinn var flökkuköttur, og ómögulegt að vita hversu margar fjölskyldur hann sjarmar sig inn á. Er allavega ekki saknað úr húsunum á Klapparstíg. Ef til vill er hann ,,on a mission" að kúka í sem flest bæli á sem stystum tíma. Við erum bara eitt stutt stopp í lífi flökkukattarins. Hans verður saknað, en samt vil ég ekki eiga kúkakött.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Bíllinn okkar heitir Ómar. Næsta þema Næturvarðarins eru Breytingar/Changes, já David Bowie-lagið verður með. Hugmyndir að lögum í komment, takk. Kisa er enn hjá okkur, ætla að ganga í öll hús á Klapparstíg, Keflavík, á morgun.

laugardagur, ágúst 05, 2006

Nokkurra mánaða grábröndótt ómerkt kettlingalæða elti okkur frá Klapparstíg og heim áðan. Vorum í nammidagsgöngu á heimleið, og hún elti mjálmandi. Leit út fyrir að vera svöng og kláraði fulla mjólkurskál heima hjá okkur. Nú er Elvar að leika við hana og hún er að leika með bolta úti í garði. En hver á hana? Verðum að fara í ferð á Klapparstíginn á eftir og banka upp á hjá fólki.

þriðjudagur, ágúst 01, 2006