Leita í þessu bloggi

sunnudagur, ágúst 26, 2012

Crazy

Ég hef nú skifað mína fyrstu veitingahúsagagnrýni og mína fyrstu kvikmyndagagnrýni. það var ekki svo mjög erfitt að dæma bíómynd, en kom á óvart hversu erfitt er að tjá sig um fjölbreytileika eldamennsku, fyrir utan það hvað það var erfitt að mæta svangur á veitingastað og þurfa að hafa pláss fyrir marga rétti, og skilja því eftir. Þetta hlýtur þó að lærast, og ég með minn litla maga þarf að hreinlega að narta bara í forrétti til að hafa pláss fyrir það sem á eftir kemur. Ég gæti ímyndað mér að það væri léttara að dæma vondan mat því þá er ekkert mál að skilja eftir, en að skilja eftir dýrindis kræsingar er kvöl og pína. Sú pína er þó skömminni skárri en magapínan sem fylgdi mér fram á næsta dag því ég gat ekkert skilið eftir á diskunum. Ég á enn eftir að dæma leiksýningu, myndlistarsýningu og bók, en geisladiska, plötur og tónleika hef ég oft dæmt áður. Það er gaman að vera að vinna í menningarblaði, þar sem efnið er menning líðandi stundar í víðustu merkingu þess orðs. Ég á þó mikið eftir til að ná að vera sátt og klára vel, en ég þarf að skila af mér "Miðborginni" á miðvikudag og fyrsta tölublað kemur út á föstudaginn 31.ágúst.

þriðjudagur, ágúst 21, 2012

Jæja nú er ég að taka 11 (ELLEFU!) virk efni sem eiga að hjálpa slíminu að fara og slá á bronkítis, asma og flensueinkenni. Ég keypti jurtablöndu í duftformi sem heitir Mímir, og í henni er: Sólhattur(Echinacea angustifolia), Engifer (Zingiber off.) Piparmynta (Mentha piperita), Cayenne pipar (Capsicum min.) Valhumall (Achillea millefolium) og Hvítlaukur (Allium sativum). Duft í heitt vatn, tastes like shit.... Svo keypti ég poka af jurtablöndunni Læðingur, og úr honum er gert seiði, 1 lítri fyrir hvern dag. Í Læðingi er: Hálsurt (Inula helenium), Lakkrísrót (Glycyrrhiza glab a -vantar einn staf þarna...?)Hvannarót (Angelica rad.) og Síberískt gingseng (Eleutherococcus senticosus). Gott tebragð með lakkrískeim. Svo tek ég 15 dropa af oregano-olíu út í matskeið af ólífuolíu, mjaaaa, ekkert það vont, soldið skrýtið að gleypa olíu úr skeið. sleppur samt. Þetta allt á ég að gera 3svar á dag, þar til ég lagast. Eins var mér ráðlagt að sleppa algerlega sykri og mjólkurvörum þar til þetta lagast. sykur, ekkert mál, er núþegar laus við það. mjólk, jógúrt, skyr, ekkert mál. smjör á brauð og ostar.............oooooooooooo, ég sem var að kaupa camenbert og fetaost....en ég get nú alveg borðað bara ost í dag, (klárað allt sem er til í ískápnum) og svo ekki söguna meir. jájá, mjólkurvörur veikja ónæmiskerfið og halda slíminu í líkamanum. staðreynd. sykur er bara vondur, punktur. hjálpar ekki til að vera að láta líkamann vinna á að brjóta hann niður og hreinsa út úr systeminu, þegar það er eitthvað annað sem ætti að vera að einbeita sér að. farin upp í sófa að lesa, og borða ost.

sunnudagur, ágúst 12, 2012

happy for my activity but unhappy for my lack of documentation

Dear diary! I swear I am doing lots and lots of things. so many that I keep forgetting to write them down. I can be happy for my activity but unhappy for my lack of documentation thereof. So yesterday we went to Laugarvatn to go to the spa, and we used the natural sauna and jump into the lake Laugarvatn in between. Hot-cold-hot-cold-hot! And I liked it a lot. I could make that into a chorus in a song: Hot-cold-hot-cold-hot And I like it a lot! Actually, it sounds like it could be a Rolling Stones-song. Anyway, I went to sleep early, 11-ish, and woke up the first of everyone, 9-ish (yes, it is early for a sunday) and decided to go out for a walk. So I did, and walked through the small forest, and then I went to have lobby-coffee in Hotel Edda, and wrote for an hour or so. Came back and tasted some israeli-breakfast-eggs that our friend Carmith made for us. We hung out and then went swimming (more sauna). Drove to Selfoss and visited the cool café there, and drove to Reykjavik and bought pizza at Eldsmiðjan for dinner. I am busy doing nothing with the cat right now, thinking of retiring with a book and a jug of tea pretty soon. It is fun to be chillin' at home after a bit of a visit to the countryside. I was thinking of watching a movie, but now I only feel like reading. Books are the best. Love, Heida P.S. I have bronchitis again and I think there is some fungus in the house we live in...not great. Maybe we can move....we would like to live in 101 Reykjavík, though. Dear world and destiny, send us a cheap apartment near to here, sometime in the near future. When you have the time, no rush... Heida again.