Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, október 31, 2007
Jæja, komið að nýrri tilraun: Blogga til að reyna að vakna og fara að gera eitthvað. Það er ekki eðlilegt hvað ég er löt og orkulítil og þreytt og kalt þessa dagana. Hefur líklega eitthvað með það að gera hvað það er kalt úti, og þá er líka kalt í húsinu nema ef maður liggur undir sæng. Nú er ég þar fyrir utan alveg einstaklega mikil kuldaskræfa og það þarf bara átak til að koma sér undan sænginni úr hita í kulda semsagt. Nema ef ég bý í landi sem er með hita, þá er ég alltaf rokin á fætur...eða já semsagt fer hraðar á fætur en í kulda, kannski ekki alveg rooooookin samt...ha. Nú, ég er búin að hanga uppi í rúmi undir sæng með tölvuna í nokkra klukkutíma og nenni ekki neinu. Nenni ekki að borða, nenni ekki að fara að pissa og nenni alls ekki að fara undan sænginni. Verð samt að gera eitthvað af þessu, ja eiginlega allt, borða til að lifa, pissa til að tæma þvaðblöðru, fara undan sænginni til að....hm verða kalt? Eða ég hleyp hratt og næ í fötin og fer með þau undir sængina og klæði mig þar í. Já, ég hef nú svo sem gert þetta áður. Þessi aðferð er klassísk. Það er líklega ekki mikið víkingablóð í mínum æðum, en víkingarnir létu sig líklega engu varða hvernig veður var heldur gengu hratt um með sín alvæpni og í lélegu skótaui og hlógu hátt og stórkarlalega, líka í kulda. Ég er komin af þrælunum sem þeir tóku sér á Írlandi, þar er fólk bara að tjilla og allir spila á hljóðfæri. Oppereisjön ná í fötin undir sæng hefst....núna!
mánudagur, október 29, 2007
Var að finna þetta á netinu, á heimasíðu Félags Íslendinga í Berlín, og er þar með komin staðfesting á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar Hellvar. Það var sumsé þann 13.04 2005. Magnað. Og þar hittum við Tom Wilk sem hefur heimsótt okkur og við hann í Albany. Það gerðist á fyrstu tónleikum Hellvar. Vei!
Hljómsveitin Hellvar með tónleika
Nýstofnuð hljómsveit Heiðar og Elvars, HELLVAR, er að spila næsta miðvikudag, 13. Apríl, á Schliemannstr. 37. Barinn heitir Grandhotel, og mæting í síðasta lagi klukkan 22:00. (Borgar sig að mæta snemma, frekar lítill staður, og vanalega margir sem koma.) Tónleikar hefjast stundvíslega klukkan 22:39. Ókeypis inn, Spilað verður í ca. 40 mínútur, og svo er diskó fram eftir.
Hljómsveitin Hellvar með tónleika
Nýstofnuð hljómsveit Heiðar og Elvars, HELLVAR, er að spila næsta miðvikudag, 13. Apríl, á Schliemannstr. 37. Barinn heitir Grandhotel, og mæting í síðasta lagi klukkan 22:00. (Borgar sig að mæta snemma, frekar lítill staður, og vanalega margir sem koma.) Tónleikar hefjast stundvíslega klukkan 22:39. Ókeypis inn, Spilað verður í ca. 40 mínútur, og svo er diskó fram eftir.
laugardagur, október 27, 2007
Á Laugarvatni er hægt að:
-fara í sund, gerðum það í gær
-labba upp að Jónasi og efri leiðina og niður hjá Tjaldó, gerði það í gær
-ganga meðfram vatninu, gerðum það í gær
-borða góðan mat hjá tengdó, gerðum það í gær
-horfa á sjónvarpið, gerðum það í gær
-lesa, gerði það í fyrradag
-ráða krossgátu og sudoku, gerði það í gær
-fara í gufuna góðu.....NEI! Það er ekki hægt að gera það lengur! Nú er bara búið að rífa allt nema gufuklefana, en þeir standa afgirtir og rammgirtir svo eina leiðin er að nálgast þá frá vatninu. Það var drifið í því að rífa allt, en svona hefur þetta nú staðið í mánuð...Gamla gufan er okkur glötuð að eilífu, og næst þegar gufubaðið opnar á Laugarvatni (hvenær sem það nú verður...2009 kannski) mun kosta jafnmikið ofaní og í Bláa lónið, eða 1700 kall á mann. Uppreiknað með verðbólgu og vel smurt ofaná vegna "kostnaðar" mun líklega verða rukkað ofani 2200 á mann. Innifalið í því er gufa, heitur pottur og sturta, nákvæmlega eins og var í gamla gufubaðinu. Þar kostaði 350 krónur inn.
-fara í sund, gerðum það í gær
-labba upp að Jónasi og efri leiðina og niður hjá Tjaldó, gerði það í gær
-ganga meðfram vatninu, gerðum það í gær
-borða góðan mat hjá tengdó, gerðum það í gær
-horfa á sjónvarpið, gerðum það í gær
-lesa, gerði það í fyrradag
-ráða krossgátu og sudoku, gerði það í gær
-fara í gufuna góðu.....NEI! Það er ekki hægt að gera það lengur! Nú er bara búið að rífa allt nema gufuklefana, en þeir standa afgirtir og rammgirtir svo eina leiðin er að nálgast þá frá vatninu. Það var drifið í því að rífa allt, en svona hefur þetta nú staðið í mánuð...Gamla gufan er okkur glötuð að eilífu, og næst þegar gufubaðið opnar á Laugarvatni (hvenær sem það nú verður...2009 kannski) mun kosta jafnmikið ofaní og í Bláa lónið, eða 1700 kall á mann. Uppreiknað með verðbólgu og vel smurt ofaná vegna "kostnaðar" mun líklega verða rukkað ofani 2200 á mann. Innifalið í því er gufa, heitur pottur og sturta, nákvæmlega eins og var í gamla gufubaðinu. Þar kostaði 350 krónur inn.
fimmtudagur, október 25, 2007
Æ, ég meika ekki skítaveður, skítakulda, grátt og súld dag eftir dag. Elska sængina mína alveg svakalega mikið þessa dagana. Því til sönnunar dreymdi mig paranojudraum um sængurmissi í nótt. Og taktu nú vel eftir, mamma: Mig dreymdi nefnilega að ég væri með ma&pa, Elvari, Óliver og fleirrum á einhverri fjölskylduhátíð og það væri svona "sleepover". Þannig að ég hafði tekið sængina mína með. Svo þegar ég er að fara að sofa finn ég hvergi sængina, og leita um allt og enda á því að spyrja pabba. Þá verður hann frekar vandræðalegur og viðurkennir svo loks að mamma hafi gefið sængina mína. Hún hafði tekið sængina og sent einhverjum gömlum manni sem hún þekkti sængina mína, og réttlætti það þannig að hann væri svo gamall og lasinn, og mamma og pabbi höfðu sko keypt handa mér þessa sæng þannig að hún mátti alveg ráðstafa henni eins og hún vildi. Ég gjörsamlega BROTNAÐI NIÐUR í draumnum og bara grét og grét og spurði hana með ekka: Vissirðu ekki hvað mér þótti sængin mín góð? Þetta er besta sæng í heimi og ég verð bara að fá hana aftur. Svo tók við einhver steypa þar sem ég var að reyna að fá út úr mömmu hvað maðurinn hét sem fékk sængina svo ég gæti KEYPT hana af honum aftur....og blablabla.
Hahahahhaaa, hvílík endemis vitleysa. En það er á tæru, að þetta ER besta sæng í heimi og hún er EKKI til sölu!
Love you mamma og pabbi að hafa gefið mér svona góða sæng.
Hahahahhaaa, hvílík endemis vitleysa. En það er á tæru, að þetta ER besta sæng í heimi og hún er EKKI til sölu!
Love you mamma og pabbi að hafa gefið mér svona góða sæng.
miðvikudagur, október 24, 2007
Tekið af mbl.is, leturbreyting mín:
„Margir eiga tvo til þrjá síma og nota þá eftir því hvað þeir eru að gera og hvernig þeir klæðast," segir Þorsteinn Þorsteinsson, vörustjóri hjá Hátækni, sem er með umboð fyrir Nokia-farsíma. „Lúxussímar seljast nú sem aldrei fyrr, en Hátækni hefur á árinu flutt inn upp undir 100 Nokia 8800 Sirocco Gold-síma sem kosta um 170 þúsund krónur stykkið.
Sirocco-síminn er smíðaður úr 18 karata gulli og ryðfríu stáli. Skjárinn úr safírgleri og með honum fylgir gullitaður handfrjáls búnaður. Þá eru hringitónar í símanum eftir Brian Eno, en þeir eru að sjálfsögðu spilaðir á flygil.
Hahahahahah, þetta er eins og fóstbræðraskets.....safírgler....sjálfsögðu spilaðir á flygil,........hahahahha ég er að deyja úr hlátri. Fyndnasta nýríkumannadjók ever.
„Margir eiga tvo til þrjá síma og nota þá eftir því hvað þeir eru að gera og hvernig þeir klæðast," segir Þorsteinn Þorsteinsson, vörustjóri hjá Hátækni, sem er með umboð fyrir Nokia-farsíma. „Lúxussímar seljast nú sem aldrei fyrr, en Hátækni hefur á árinu flutt inn upp undir 100 Nokia 8800 Sirocco Gold-síma sem kosta um 170 þúsund krónur stykkið.
Sirocco-síminn er smíðaður úr 18 karata gulli og ryðfríu stáli. Skjárinn úr safírgleri og með honum fylgir gullitaður handfrjáls búnaður. Þá eru hringitónar í símanum eftir Brian Eno, en þeir eru að sjálfsögðu spilaðir á flygil.
Hahahahahah, þetta er eins og fóstbræðraskets.....safírgler....sjálfsögðu spilaðir á flygil,........hahahahha ég er að deyja úr hlátri. Fyndnasta nýríkumannadjók ever.
þriðjudagur, október 23, 2007
mánudagur, október 22, 2007
Um Airwaves 2007
Að vera eða vera ekki kúl
Það hefur varla farið fram hjá neinum að undanfarna daga hefur tónlistarhátíðin Airwaves flætt yfir landið með til heyrandi hópi tónlistaraðdáenda erlendra sem innlendra. Hátíðinni fylgir jafnan heilmikið stóð erlendra poppskríbenta sem keppast um að skrifa um allar hljómsveitirnar fyrir blöð sín, en einnig fyrir hið íslenska Grapevine sem gefur jafnan út blað á dag yfir alla hátíðina með því helsta sem er á döfinni ásamt dómum um gigg gærdagsins. Sökum þess hve lítið Ísland er og nálægð Íslendinga við hvern annan mikil hefur íslensk tónlistarblaðamennska einkennst af að sýna sanngirni í dómum um tónlist, eða að minnsta kosti örlitla kurteisi. Öllum þykir reyndar sjálfsagt að dómar birtist þar sem blaðamenn hafa sterkar skoðanir á tónleikum eða útgáfum en langoftast eru þær skoðanir settar fram á viðeigandi hátt þar sem fólk er fremur hvatt til frekari dáða ef örlítið af vanköntum eru enn til staðar hjá hljómsveitinni. Örfáir íslenskir blaðamenn hafa reynt að fara harðari leiðir í tónlistarskrifum sínum en horfið af þeirri braut þegar á þá er öskrað úti á götu eða vonsviknir tónlistarmenn eru farnir að hringja ógnandi í þá á kvöldin.
Augljóslega er aldrei hægt að láta sér líka við allt og einnig er aldrei hægt að gera öllum til hæfis, og því er hluti af því að vera góður poppskríbent að ná að segja hlutina án þess að gera í því að stuða þá sem eru á annarri skoðun en blaðamaður.
Erlendir blaðamenn sem koma einu sinni á ári á Airwaves til Íslands til að detta í það og leita að poppstjörnum morgundagsins eru vanir allt öðrum vinnureglum en íslenskir kollegar þeirra. Þeir geta sagt hvað sem þeim dettur í hug og þurfa ekki að hafa áhyggjur af að hitta tónlistarmennina við mjólkurkælinn daginn eftir. Þeir fría sig allri ábyrgð og skemmta sér líklega konunglega við að horfa á ógrynnin öll af íslenskum sveitum sem þeir hafa aldrei heyrt í áður og munu aldrei heyra í aftur og skrifa misgáfulegt bull um þær. Örfáar sveitir eru töff og kúl og "the next big thing out of Iceland", en eðli málsins samkvæmt geta ekki allir verið kúl, því þá væri ekki til neitt sem héti að vera kúl. Íslenskar hljómsveitir vilja að sjálfsögðu ekki vera hallærislegar og fá eitthvað slæmt skrifað um sig í Grapevine af erlendum blaðamanni sem leiðist, og því keppast þær um að gera eitthvað töff á sviði sem hefur sjaldnast nokkuð með tónlist að gera og þær myndu ekki láta sig dreyma um að gera á öðrum tónleikum en þeim á Airwaves. Hljómsveitir sem eru alveg ótrúlega skemmtilegar og þurfa ekkert að vera að taka þátt í svona töff og kúl-rugli gerast meira að segja sekar um þetta. Allt snýst um að vera með einhverja leikræna og sjónræna tilburði á sviðinu svo ljósmyndararnir nái nú góðu skoti og erlendu blaðamennirnir detti ekki í að rakka hljómsveitina niður af því þeim leiddist. Þetta snýst ekki lengur orðið um tónlist heldur um það hvað hljómsveitin gerir annað á sviðinu en að spila tónlistina sína. Hin yndislega sveit Mammút er til dæmis sökuð um það í sunnnudagshefti Grapevine að hreyfa sig það lítið á sviði að þau fengju ekki vinnu í líkhúsi, en það hafi þó sloppið að horfa á tónleika vegna þess að söngkonan er með fína rödd. Það helsta sem blaðamaður man frá tónleikum hinnar stórkostlegu sveitar Reykjavík! er að rauðklædd stúlka öskraði klúryrði í hljóðnema í upphafi tónleika þeirra. Hvaða máli skipta þessi atriði þegar kemur að tónlist? Væri ekki nær að reyna að skrifa svolítið um tónlist sveitanna Mammút og Reykjavík! í stað þess að lýsa bara umgjörðinni á svona yfirborðslegan máta?
Þetta eru því miður ekki einu dæmin sem finna má í Grapevine-blöðunum, og frekar klúðurslegt að sjá jafnvel sömu frasana notaða aftur og aftur kvöld eftir kvöld hjá sumum erlendu blaðamönnunum sem greinilega nenntu frekar að stunda partýjin með poppstjörnum morgundagsins en að vinna vinnuna sína sómasamlega. Mikið er um að ágætis sveitir séu rakkaðar niður sökum þess að þær voru ekki í kúl klæðnaði, eða með hallærislega framkomu eða jafnvel, eins og í tilviki hinna virkilega fínu rokkara í Noise, að þeir séu ekki með nægjanlega svöl hljóðfæri að mati blaðamanns. Eftir að hafa trekk í trekk lesið hraðsoðna og kjánalega dóma latra blaðamanna um tónleika sem búið var að æfa fyrir og undirbúa í langan tíma fær maður svoldið nóg. Maður byrjar að missa trúnna á blaðinu sem styður birtingu á slíku efni. Síðan missir maður trúnna á að taka þátt í þessum töff og kúl leik sem er í gangi á svona tónlistarhátíðum. Þegar mestu máli skiptir að vera í réttu fötunum, mæta í rétta partýjið, gera eitthvað sem kemur flott út á mynd og umfram allt vera töff og kúl í gegn um súrt og sætt er ekki um annað að ræða en að stræka á þetta bara. Spila á Airwaves á næsta ári í gallabuxum og bol og hreyfa sig ekki á sviði. Sitja jafnvel bara á sviðinu alla tónleikana. Gretta sig framan í ljósmyndarann svo engar myndir náist af hljómsveitinni þar sem meðlimir eru sætir, kúl og töff. Segja ekkert fyndið eða svalt. Ég meina ef þetta snýst ekki um tónlist, þá er bara alveg eins hægt að reyna fyrir sér í módelbransanum.
Að vera eða vera ekki kúl
Það hefur varla farið fram hjá neinum að undanfarna daga hefur tónlistarhátíðin Airwaves flætt yfir landið með til heyrandi hópi tónlistaraðdáenda erlendra sem innlendra. Hátíðinni fylgir jafnan heilmikið stóð erlendra poppskríbenta sem keppast um að skrifa um allar hljómsveitirnar fyrir blöð sín, en einnig fyrir hið íslenska Grapevine sem gefur jafnan út blað á dag yfir alla hátíðina með því helsta sem er á döfinni ásamt dómum um gigg gærdagsins. Sökum þess hve lítið Ísland er og nálægð Íslendinga við hvern annan mikil hefur íslensk tónlistarblaðamennska einkennst af að sýna sanngirni í dómum um tónlist, eða að minnsta kosti örlitla kurteisi. Öllum þykir reyndar sjálfsagt að dómar birtist þar sem blaðamenn hafa sterkar skoðanir á tónleikum eða útgáfum en langoftast eru þær skoðanir settar fram á viðeigandi hátt þar sem fólk er fremur hvatt til frekari dáða ef örlítið af vanköntum eru enn til staðar hjá hljómsveitinni. Örfáir íslenskir blaðamenn hafa reynt að fara harðari leiðir í tónlistarskrifum sínum en horfið af þeirri braut þegar á þá er öskrað úti á götu eða vonsviknir tónlistarmenn eru farnir að hringja ógnandi í þá á kvöldin.
Augljóslega er aldrei hægt að láta sér líka við allt og einnig er aldrei hægt að gera öllum til hæfis, og því er hluti af því að vera góður poppskríbent að ná að segja hlutina án þess að gera í því að stuða þá sem eru á annarri skoðun en blaðamaður.
Erlendir blaðamenn sem koma einu sinni á ári á Airwaves til Íslands til að detta í það og leita að poppstjörnum morgundagsins eru vanir allt öðrum vinnureglum en íslenskir kollegar þeirra. Þeir geta sagt hvað sem þeim dettur í hug og þurfa ekki að hafa áhyggjur af að hitta tónlistarmennina við mjólkurkælinn daginn eftir. Þeir fría sig allri ábyrgð og skemmta sér líklega konunglega við að horfa á ógrynnin öll af íslenskum sveitum sem þeir hafa aldrei heyrt í áður og munu aldrei heyra í aftur og skrifa misgáfulegt bull um þær. Örfáar sveitir eru töff og kúl og "the next big thing out of Iceland", en eðli málsins samkvæmt geta ekki allir verið kúl, því þá væri ekki til neitt sem héti að vera kúl. Íslenskar hljómsveitir vilja að sjálfsögðu ekki vera hallærislegar og fá eitthvað slæmt skrifað um sig í Grapevine af erlendum blaðamanni sem leiðist, og því keppast þær um að gera eitthvað töff á sviði sem hefur sjaldnast nokkuð með tónlist að gera og þær myndu ekki láta sig dreyma um að gera á öðrum tónleikum en þeim á Airwaves. Hljómsveitir sem eru alveg ótrúlega skemmtilegar og þurfa ekkert að vera að taka þátt í svona töff og kúl-rugli gerast meira að segja sekar um þetta. Allt snýst um að vera með einhverja leikræna og sjónræna tilburði á sviðinu svo ljósmyndararnir nái nú góðu skoti og erlendu blaðamennirnir detti ekki í að rakka hljómsveitina niður af því þeim leiddist. Þetta snýst ekki lengur orðið um tónlist heldur um það hvað hljómsveitin gerir annað á sviðinu en að spila tónlistina sína. Hin yndislega sveit Mammút er til dæmis sökuð um það í sunnnudagshefti Grapevine að hreyfa sig það lítið á sviði að þau fengju ekki vinnu í líkhúsi, en það hafi þó sloppið að horfa á tónleika vegna þess að söngkonan er með fína rödd. Það helsta sem blaðamaður man frá tónleikum hinnar stórkostlegu sveitar Reykjavík! er að rauðklædd stúlka öskraði klúryrði í hljóðnema í upphafi tónleika þeirra. Hvaða máli skipta þessi atriði þegar kemur að tónlist? Væri ekki nær að reyna að skrifa svolítið um tónlist sveitanna Mammút og Reykjavík! í stað þess að lýsa bara umgjörðinni á svona yfirborðslegan máta?
Þetta eru því miður ekki einu dæmin sem finna má í Grapevine-blöðunum, og frekar klúðurslegt að sjá jafnvel sömu frasana notaða aftur og aftur kvöld eftir kvöld hjá sumum erlendu blaðamönnunum sem greinilega nenntu frekar að stunda partýjin með poppstjörnum morgundagsins en að vinna vinnuna sína sómasamlega. Mikið er um að ágætis sveitir séu rakkaðar niður sökum þess að þær voru ekki í kúl klæðnaði, eða með hallærislega framkomu eða jafnvel, eins og í tilviki hinna virkilega fínu rokkara í Noise, að þeir séu ekki með nægjanlega svöl hljóðfæri að mati blaðamanns. Eftir að hafa trekk í trekk lesið hraðsoðna og kjánalega dóma latra blaðamanna um tónleika sem búið var að æfa fyrir og undirbúa í langan tíma fær maður svoldið nóg. Maður byrjar að missa trúnna á blaðinu sem styður birtingu á slíku efni. Síðan missir maður trúnna á að taka þátt í þessum töff og kúl leik sem er í gangi á svona tónlistarhátíðum. Þegar mestu máli skiptir að vera í réttu fötunum, mæta í rétta partýjið, gera eitthvað sem kemur flott út á mynd og umfram allt vera töff og kúl í gegn um súrt og sætt er ekki um annað að ræða en að stræka á þetta bara. Spila á Airwaves á næsta ári í gallabuxum og bol og hreyfa sig ekki á sviði. Sitja jafnvel bara á sviðinu alla tónleikana. Gretta sig framan í ljósmyndarann svo engar myndir náist af hljómsveitinni þar sem meðlimir eru sætir, kúl og töff. Segja ekkert fyndið eða svalt. Ég meina ef þetta snýst ekki um tónlist, þá er bara alveg eins hægt að reyna fyrir sér í módelbransanum.
föstudagur, október 19, 2007
Vó, skrópaði á öðrum í Airwaves. Gat ekki meir og var sofnuð snemma, vaknaði svo reyndar aftur og glápti á late-nite TV áður en ég sofnaði enn á ný. Þriðji í Airwaves verður tekinn með trompi en ekki ómerkari bönd en Deerhoof og Múm eru bæði að spila í kvöld, ...og það á sama tíma sem er bömmer. Ég held ég kjósi fyrri hluta Deerhoof og sjái svo stuðið í múm í seinni helmingi prógramms þeirra. Sjóvið þeirra múm-krakka á Primavera í vor var ÓGLEYMANLEGT og ég get bara ekki sleppt að ná hluta af því aftur. Ef ég næ öllu sem ég vil sjá í kvöld er prógrammið mitt svona:
20.00 Mr. Silla og Mongoose - Nasa
21.30 Skakkamanage - Nasa
22.30 Receptors - Barinn
23.00 Deerhoof - Nasa (ef ég kemst inn.. annars beint á)
23.00 Múm - Reykjavík Art Museum
00.00 Buck 65 - Iðnó
01.00 I Adapt - Gaukurinn (sé fyrri hlutann og svo á...)
01.15 Ghostigital - Nasa ...ef ég verð ekki búin á því og á eftir orku þá
02.00 The Viking Giant Show - Lídó
Svo keyri ég heim í Kef að sofa.
Minni á tónleika Hellvar annað kvöld, laugardag 20.10, á Grand Rokk
20.00 Mr. Silla og Mongoose - Nasa
21.30 Skakkamanage - Nasa
22.30 Receptors - Barinn
23.00 Deerhoof - Nasa (ef ég kemst inn.. annars beint á)
23.00 Múm - Reykjavík Art Museum
00.00 Buck 65 - Iðnó
01.00 I Adapt - Gaukurinn (sé fyrri hlutann og svo á...)
01.15 Ghostigital - Nasa ...ef ég verð ekki búin á því og á eftir orku þá
02.00 The Viking Giant Show - Lídó
Svo keyri ég heim í Kef að sofa.
Minni á tónleika Hellvar annað kvöld, laugardag 20.10, á Grand Rokk
fimmtudagur, október 18, 2007
Stutt úttekt á fyrsta í Airwaves:
Mætti á Gaukinn til að sjá (því miður) einungis síðasta lag með rappsveitinni O.N.E. Ótrúlega flott lag og mikið öryggi og stuð í bandinu. Fór þaðan á Organ, og þar sá ég 3 lög með Klassart. Góð spilamennska en sándið hræðilegt þar, og sérstaklega bassatrommusánd sem var með versta móti. Afskaplega leitt. Elíza hóf leik klukkan 21.00 á Nasa og sá ég sirka helminginn af hennar setti. Bandið flott, þótt fyrsta lagið hefði farið forgörðum sökum fídbakks. Reynsluboltarnir Biggi Baldurs/trommur, Jakob Magnússon/bassa og Gummi P./gítar láta ekki smá sándklikk slá sig út af laginu og voru strax komnir í fílíng. Skemmtilegt að sjá Elízu beita fiðlunni fyrir sig aftur, nett Kolrössu-nostalgía í mér. Nú var ferðinni heitið upp á Barinn þar sem teknókvöldið var varla hafið. Einhverjir DJ-ar héldu ekki uppi stuðinu enn og nær enginn mættur. Fór því á Grand Rokk og þar var komin röð þótt klukkan væri bara rúmlega hálf-tíu. Stappað er inn var komið og stuðið eftir því. Minn'enn þrír Svanhvít hófu leik klukkan korter í 10 og það var klikkað stuð. Tvímælalaust hápunktur kvöldsins að sjá saxófónleikarann. Ótrúlega gaman og hefði átt að vera út tónleikana. Ég vildi hins vegar sjá sem mest og dreif mig því að sjá síðari hluta Smoosh sem eru 3 systur frá Bandaríkjunum sem eru 11, 13, og 15 ára. Spiluðu á Nasa. Heyrði í þeim en sá ekkert sökum mannfjölda. Þær spiluðu sko í Kastljósi kvöldið áður og það hefur dugað til að allir vissu um þetta gigg. Stemmningin komst ekki til skila til mín svona aftast í stöppunni að sjá ekkert, en hefði ég verið framar og séð líka og verið allt giggið hefði ég eflaust fílað mig betur. Klukkan að verða hálf-ellefu og ég og Tjöddi vorum samferða út, ætluðum að kíkja á Solid Gold á Organ en röðin orðin ógnvænleg og það er greinilega ekkert grín að hafa ekki blaðamannapassa. Verð því að hugsa vandlega hvað ég ætla að sjá og hvað ekki á komandi dögum. Annar í Airwaves í dag....
Mætti á Gaukinn til að sjá (því miður) einungis síðasta lag með rappsveitinni O.N.E. Ótrúlega flott lag og mikið öryggi og stuð í bandinu. Fór þaðan á Organ, og þar sá ég 3 lög með Klassart. Góð spilamennska en sándið hræðilegt þar, og sérstaklega bassatrommusánd sem var með versta móti. Afskaplega leitt. Elíza hóf leik klukkan 21.00 á Nasa og sá ég sirka helminginn af hennar setti. Bandið flott, þótt fyrsta lagið hefði farið forgörðum sökum fídbakks. Reynsluboltarnir Biggi Baldurs/trommur, Jakob Magnússon/bassa og Gummi P./gítar láta ekki smá sándklikk slá sig út af laginu og voru strax komnir í fílíng. Skemmtilegt að sjá Elízu beita fiðlunni fyrir sig aftur, nett Kolrössu-nostalgía í mér. Nú var ferðinni heitið upp á Barinn þar sem teknókvöldið var varla hafið. Einhverjir DJ-ar héldu ekki uppi stuðinu enn og nær enginn mættur. Fór því á Grand Rokk og þar var komin röð þótt klukkan væri bara rúmlega hálf-tíu. Stappað er inn var komið og stuðið eftir því. Minn'enn þrír Svanhvít hófu leik klukkan korter í 10 og það var klikkað stuð. Tvímælalaust hápunktur kvöldsins að sjá saxófónleikarann. Ótrúlega gaman og hefði átt að vera út tónleikana. Ég vildi hins vegar sjá sem mest og dreif mig því að sjá síðari hluta Smoosh sem eru 3 systur frá Bandaríkjunum sem eru 11, 13, og 15 ára. Spiluðu á Nasa. Heyrði í þeim en sá ekkert sökum mannfjölda. Þær spiluðu sko í Kastljósi kvöldið áður og það hefur dugað til að allir vissu um þetta gigg. Stemmningin komst ekki til skila til mín svona aftast í stöppunni að sjá ekkert, en hefði ég verið framar og séð líka og verið allt giggið hefði ég eflaust fílað mig betur. Klukkan að verða hálf-ellefu og ég og Tjöddi vorum samferða út, ætluðum að kíkja á Solid Gold á Organ en röðin orðin ógnvænleg og það er greinilega ekkert grín að hafa ekki blaðamannapassa. Verð því að hugsa vandlega hvað ég ætla að sjá og hvað ekki á komandi dögum. Annar í Airwaves í dag....
miðvikudagur, október 17, 2007
Já, það má víst kjósa lagið Ísinn áfram í síma 900-2201 út þessa viku. Náttúrulega nauðsynlegt að hleypa smá stuði í keppnina og hafa eitt hresst íslag eftir Dr.Gunna með. Hver veit nema hann komi sjálfur fram í gullgalla ef við komumst í aukaúrslitaþáttinn.
Hér er hægt að hlusta á Ísinn
Hér er hægt að hlusta á Ísinn
mánudagur, október 15, 2007
Tekið af síðunni www.esctoday.com
1. Heiða - Ísinn (Ice-cream)
It's the first up-tempo pop song in the Icelandic selection this year. The singer has already taken part in the Icelandic national final last year with Ég og heilinn minn - another song by Dr. Gunni. Heiða wears a 1980s aerobic outfit which might not have been the best choice but still gives a colourful impression.
Hahahaha!
1. Heiða - Ísinn (Ice-cream)
It's the first up-tempo pop song in the Icelandic selection this year. The singer has already taken part in the Icelandic national final last year with Ég og heilinn minn - another song by Dr. Gunni. Heiða wears a 1980s aerobic outfit which might not have been the best choice but still gives a colourful impression.
Hahahaha!
mánudagur, október 08, 2007
Held ég sé bara í stuði. Alveg bara þokkalega mikið að gera og svona. Nægjanleg fjölbreytni í lífinu til að ég sé ekki enn farin að býsnast mikið yfir kólnandi veðri og auknu myrkri. Best væri náttúrulega að plana að vera einhvers staðar annars staðar bara yfir jólin. Þá væri veturinn skárri. Burtu yfir myrkasta tímann væri málið. Frá 21. des til 2. janúar. Þá væri daginn farið að lengja aftur og svona...Er þetta málið? Ha? Annars hjólaði ég í gærkveldi og fór í spinning áðan, og er svona að rembast við að plokka af mér vikuskyndibitamenningarsukk Bandaríkjaferðarinnar. Gengur þokkalega, hægt þó. Hvert er best að fara yfir jólin, allar hugmyndir vel þegnar...
miðvikudagur, október 03, 2007
mánudagur, október 01, 2007
Í dag er mánudagur og ég er tilbúin í hann. Vantar að vera dugleg að gera alls kyns, vakna snemma, vera hugmyndarík og klára verkefni. Nóg af þeim sem bíða. Alls kyns hlutir í pípunum: Hellvar-plata, finna út með útgáfu á henni, fá fasta vinnu í vetur, ekki lifi ég af smá frílans-kroti einu saman, koma sér í gott form eftir sælgætissukk og rótarbjórþamb í ameríku, fara að huga að fleirri tónleikum á Íslandi áður en Airwaves verða. Einn geisladiskadómur fyrir hádegi og spinning í hádeginu ætti alveg að gefa tóninn um hvað koma skal. Á einhver vel launaða fasta vinnu fyrir mig, má ekki vera neitt dónalegt?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)