Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, september 25, 2012
föstudagur, september 14, 2012
Hvað er að tarna?
Hvað er að tarna? Svör óskast í kommentakerfi. Annars er ég lifandi og sparkandi og að læra Hiragana á fullu. Gengur vel, og þá er bara strax byrjað á Katakana (eða byrjar í næstu viku). Ég ræð við'þetta en er bara á brúninni, þ.e.a.s. það mætti ekki vera meira vinnuálag í neinu til að ég snappaði og byrjaði að tala tungum sem ég hvorki kann né er að læra. Mig er búið að dreyma á japönsku og dreyma líka japönsk tákn, og svo vakna ég og þá er mig að dreyma að ég er að reyna að muna eitthvað hiragana-tákn. Semsagt heilabú mitt er gegnsósa af japönsku. Nú er ég á leið í 2. tímann í japönskum kvikmyndum og þá höldum við áfram að horfa á seven samurai eftir Kurosawa. Gott stöff og stendur fullkomlega uppi í hárinu á víkingamyndum íslendinga. Það mætti segja að Kurosawa sé Hrafn Gunnlaugsson Japana (eða kannski frekar öfugt...). Talandi um víkinga: Þegar ég var lítil þá man ég eftir því að hafa verið að pæla í setningunni "Nú er hún Snorrabúð stekkur". Er verið að segja að núna sé Snorrabúð orðin stekkur (hvað er stekkur?) eða vantar kommu í þessa setningu: Nú, er hún Snorrabúð stekkur,...Allar upplýsingar vel þegnar. Bæ!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)