Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, júní 27, 2012

Ég sofnaði klukkan 01.00 í gær en vaknaði samt ekki fyrr en klukkan 14.00 eftir hádegi í dag!!! 13 tíma svefn er rosalega mikið, en kannski var ég bara svona búin á því. Í dag er 14 dagur í hóstaköstum og ég tók nokkur hressileg eftir að hafa legið út af svona lengi. Reyndar var eitt svo mikið að ég lá í keng á eldhúsgólfinu og út úr mér lak glært slím. Hringdi strax í Elvar sem sagði mér að hringja og fá símatíma hjá heimilislækni. Svoleiðis er uppbókað út vikuna en þau lofuðu mér að það myndi hringja í mig hjúkrunarfræðingur, sem auðvitað hringdi svo aldrei. Nú er klukkan 7 (19) þannig að á þeim 5 tímum sem ég hef verið vakandi er ég búin að: Fá mér morgunmat, lesa blað, svara tölvupósti, millifæra á Elvar svo hann geti náð í rafmagnsgítarinn minn úr viðgerð, skrifa upp viðtal og lagfæra, fá mér te og hnetur, spila tölvuleik, setja í þvottavél og þurrkara, borða pizzu sem Elvar eldaði, og nú er ég að fara að læra smá í þýsku í hálftíma eða svo (les Erläuterungen zu Hölderlins Dichtung með hjálp orðabókar) og byrja svo að horfa á Body Double sem er triller frá 1984. Svo kannski les ég smá og/eða horfi á aðra bíómynd. Í gær horfði ég á alla 10 seríu í Friends, en reyndar gerði ég auðvitað margt annað líka Meðfram þessu öllu saman hósta ég reglulega. Ég er hins vegar ekki að hjóla eða labba eða hlaupa úti, eða liggja í sólbaði, eða yfirhöfuð að njóta sumarsins, nema þá að njóta þess sem hægt er að gera inni. Ég væri vissulega ekki að læra þýsku eða japönsku eða að horfa á spennandi myndir undir venjulegum kringumstæðum. Skrýtið líf, verulega skrýtið.

mánudagur, júní 25, 2012

Tók aðeins til í útliti á þessu bloggi, mig var farið að langa í breytingu. Man hins vegar ekki lengur hvernig ég fékk þennan fjólubláa borða til að birtast efst, og ég væri gjarna til í að hafa hann rauðan eða svartan akkúrat núna. Það væri því vel þegið ef einhver áttar sig á því hvað þessi partur af leiátinu heitir, að koma leiðbeiningum um breytingar til skila hér í athugasemdum. Ég þarf að fara að blogga á hverjum degi aftur, það er svo miklu gáfulegra að segja eitthvað mis-gáfulegt hér en eitthvað mis-gáfulegt á facebook. Nú er ég aftur á uppleið heilsufarslega séð, og ekki seinna vænna því það bíða margvísleg og fjölbreytt verkefni eftir mér. Ég ætla að skrifa svolítið, og æfa með Hellvar og æfa Bítlalög á gítarinn fyrir Bítlakoverbandið sem ég er í, og svo ætla ég að halda áfram að æfa mig í japönsku því ég ætla í japanskt mál og menningu í Háskóla Íslands í haust. Ég tek það fram að ég er algjör byrjandi í tungumálinu en hef einhvern veginn engar áhyggjur af öðru en þetta verði bæði gaman og ekkert svo erfitt. Ekki of erfitt, að minnsta kosti. Ég er á degi tólf í veikindum og hósta, og þrái að komast í hjólaferð og í ræktina og í göngutúr og að sjá miðnætursól, en ég hef, að mig minnir aldrei orðið alvarlega veik á þessum tíma ársins áður. Sem betur fer styttist dagurinn alls ekki hratt þótt hann sé farinn að styttast og ég get huggað mig við að miðnætursólin er enn þarna. Hóstinn er það reyndar líka, svo nú er bara kapphlaup, hvort vinnur hóstinn eða miðnætursólin? Ég kem allavega örugglega heil í mark, hvenær sem það verður nú.

þriðjudagur, júní 05, 2012

Missti af gærdeginum út af pollen-ofnæmi. Eða réttara sagt, tók fyrri part dagsins með trompi og fór svo og krassaði heima. Við áttum ýmiss erindi út um allan bæ: Fara í LÍN, fara upp á Háskólatorg, koma við í æfingarhúsnæðinu, og því vorum við akandi. Já, afskaplega notarleg ökuferð í blíðunni með góða tónlist og rúðurnar skrúfaðar niður, þar til: BAMM. Ég finn bara hvernig birkipollen og/eða nýslegið gras ræðst á mig með andrúmsloftinu sem skall á andliti mínu. Ég var víst eitthvað að teygja hausinn út um hálfopinn gluggann, svo ég get kennt sjálfri mér um. Þarna fór að halla undan fæti og um klukkutíma síðar var ég orðin að slefandi hundi með blautt nef. Ég harkaði nú samt af mér og fór á kaffihús og svona, en kom við í Jurtaapóteki á leið heim og keypti 2 galdrajurtate, annað til innvortis og hitt til útvortis notkunar. Ég brugga seið úr Augnfró (Euphraisia officinalis) og skola augun upp úr því. Svo er hinn seiðurinn gerður úr Urtica dioica, eða Brenninetlu, og á honum er ég að dreypa. Nú eru allir gluggar lokaðir, og ég búin að vera að éta omega 3 fitusýrur og lauk og hvítlauk í öll mál. Það sagði internetið að minnsta kosti að myndi hjálpa. Mig langar út í "veðrið" en það er ekkert svo gott. Ef ég skelli mér í smá bæjarferð á eftir verð ég með blæju fyrir andlitinu.

sunnudagur, júní 03, 2012

Well, what do you know? A new blog-entry, and in English, for a reason I am unable to tell you... I woke up with English in my head, was speaking English to somebody in my dream. The dream was taking place in Selfoss where there was a conference in the hotel there, and I was taking part in it. All the "hnakki" (a hnakki is somebody with tribal-tattoos, sprey-tan, listening to euro-techno music, and liking muscles and cars) and the "skinka" (a female version of hnakki) were meeting in Hotel Selfoss, to talk about the newest developement in techno music, comparing protein-drinks, and attending lectures on the best tecnique to get an even spray-tan. I have no idea why I was there, not being a skinka, but apparently when I woke up I was trying to get directions from someone in the lobby as to where I would find a pierchin-shop in Selfoss. I was getting pierched. Some dj-s were playing Icelandic pop music from the 80's and 90's in god awful techno-versions. I remember hearing "Vertu ekki að plata mig" and the famous unun-hit "Lög unga fólsins" in the most horrendous techno-versions. It was a strange dream.