EXTRA! EXTRA! Read all about it:
Vínilsafnið mitt er komið í stafrófsröð. Tók bara kvöldstund, þegar ég sleppti að horfa á sjónvarpið. Man reyndar eiginlega ekki hvenær ég glápti síðast. Horfi stöku sinnum á eina og eina kvikmynd, en þættir, fréttir, veður, whatever...aldrei. Gleymi því bara. Hef hins vegar lesið bönsj, og nú flokkað vínilinn. Eitthvað sem ég hef lengi ætlað að gera. Hvílíkur munur, nú get ég fundið allt. Og á morgun ætla ég að skrifa það sem ég skulda að skrifa, OG fara að byrja að læra á Reason-forritið sem ég fæ á morgun. Svo bara þarf ég að vinna soltla tónlist í vikunni, og ef til vill hjóla aðeins og synda. Þá er ég bara að gera allt sem ég á að vera að gera. Þetta er skrifað á kvöldvakt í skífunni, stund á milli stríða. Alltaf nóg af skemmtilegu fólki sem kemur og kaupir tónlist og bíó hjá mér. Hvert kvöld, bara gleði.
Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, júlí 29, 2008
fimmtudagur, júlí 24, 2008
Samarendra Das er indverskur aktívisti, rithöfundur, og
kvikmyndagerðamaður. Hann er afar fróður um
áliðnaðinn og getur fjallað um hann frá fjölmörgum sjónar-
hornum; t.d. tengsl hans við menningarleg þjóðarmorð í
þriðja heiminum í tengslum við báxítgröft, tengsl hans
við hergagnaiðnaðinn og stríðsrekstur, og almennt um
hnattrænar afleiðingar hans.
Þessa dagana stendur Samarendra aðallega í baráttu fyrir
réttindum innfæddra í Orissa-héraðinu á Indlandi, þar
sem fyrirhugaður báxít-gröftur námufyrirtækisins Vedanta
mun leiða af sér menningarlegt þjóðarmorð, ef af honum
verður.
Hinn 22. júlí síðast liðinn var hann í Friðarhúsi og fjallaði sérstaklega um tengsl áliðnaðarins við framleiðslu hergagna
og stríðs.
Í gær, 23. júlí, var hann ásamt Andra Snæ Magnasyni í Reykjavíkurakademíunni, Hringbraut 121 og stýrði umræðum sem brjóta á bak aftur goðsögnina um svokallaða
"hreina" og "græna" álframleiðslu hér á landi.
Í kvöld verður Samarendra Das í Reykjanesbæ og talar á Hafnargötu 22, efri hæð, klukkan 19.30. Eflaust verður málefni svæðisins í brennidepli, og rætt um hugsanlegar framkvæmdir í Helguvík.
kvikmyndagerðamaður. Hann er afar fróður um
áliðnaðinn og getur fjallað um hann frá fjölmörgum sjónar-
hornum; t.d. tengsl hans við menningarleg þjóðarmorð í
þriðja heiminum í tengslum við báxítgröft, tengsl hans
við hergagnaiðnaðinn og stríðsrekstur, og almennt um
hnattrænar afleiðingar hans.
Þessa dagana stendur Samarendra aðallega í baráttu fyrir
réttindum innfæddra í Orissa-héraðinu á Indlandi, þar
sem fyrirhugaður báxít-gröftur námufyrirtækisins Vedanta
mun leiða af sér menningarlegt þjóðarmorð, ef af honum
verður.
Hinn 22. júlí síðast liðinn var hann í Friðarhúsi og fjallaði sérstaklega um tengsl áliðnaðarins við framleiðslu hergagna
og stríðs.
Í gær, 23. júlí, var hann ásamt Andra Snæ Magnasyni í Reykjavíkurakademíunni, Hringbraut 121 og stýrði umræðum sem brjóta á bak aftur goðsögnina um svokallaða
"hreina" og "græna" álframleiðslu hér á landi.
Í kvöld verður Samarendra Das í Reykjanesbæ og talar á Hafnargötu 22, efri hæð, klukkan 19.30. Eflaust verður málefni svæðisins í brennidepli, og rætt um hugsanlegar framkvæmdir í Helguvík.
miðvikudagur, júlí 23, 2008
Áorkaði að taka smá til, sofa helling, "elda" þríréttaða hráfæðismáltíð og fara í langt bað í dag. Semsagt ultimate slæpingur. Nú er ég í vinnu í Skífu Leifsstöð, og er að spá í að koma við hjá ketti foreldranna og segja smá hæ eftir vinnu, og fara svo út að labba hjá Garðskagavita, enda er ég ekki vitund þreytt. Á morgun á ég að mæta klukkan 10 í popppunkt hjá Doktornum á Rás 2, og verð ég í liði með Elízu söngkonu, en saman skipum við lið keflvískra söngkvenna. Á móti okkur keppir lið sumarsmellahöfunda, og er Ingó í Veðurguðunum og einhver einn úr hinni prýðilegu Múgsefjun í því liði. Eins og mig langar að vera þreytt er ég það ekki, enda enn að reyna að snúa við sólarhringnum eftir að ég vakti til átta aðfararnótt sunnudags, í skemmtilegasta brúðkaupi ævi minnar, hjá Rósu Bjarna, minni ástkæru frænku. En Garðskagavitalabb er ágætt til að þreyta og tæma huga líka, eitthvað sem ég þarf, og hvílíkt frelsi að geta farið í göngutúr að nóttu til. Enda Elvar í sumarbústað og Óliver líka, í sitthvorum samt.
mánudagur, júlí 21, 2008
mánudagur, júlí 14, 2008
Mánudaginn....mánudaginn! Borðuðum grænmetisborgara og Kurrywurst mit pommes und mayo í kvöldmat, Cristoph, Nora, Jako Kári, Kjartan, Svala, Óliver, Elvar og ég. Allir saddir, átta manns. Nú er uppþvottavélin og þurrkarinn á fullu, Jako Kári, Óliver, Kjartan og Nora úti á trampólíni, Elvar, Cristoph og Svala að tjilla, og ég að blogga. Á eftir ætla krakkarnir að horfa á eina mynd og svo fara þau upp á flugvöll klukkan tíu, og fljúga aftur heim til Frankfúrt. Ég er ekki að vinna í kvöld, vinn annað kvöld. Er að spá í að reyna að mála svolítið á eftir. Það er líka skýjað og rigning stundum (ekki akkúrat núna samt). Fullkomið að vera inni hjá sér og dunda. Það væri æði að hlusta á plötur og mála smá í kvöld, kannski eftir að ég hef lesið eins og einn kafla fyrir Óliver úr Harry Potter og fangarnir frá Azkeban...Gott tjill hér, en samt nóg að gera.
föstudagur, júlí 11, 2008
Föstudagur enn á ný. Gerði fullt og geri enn. Skemmtilegt að vera í rey á bíl...hefur ekki gerst lengi. mamma splæsti í Benzin, (takk mamma, veit þú er að lesa). Leið eins og unglingi, að keyra á milli staða og útrétta. Fara með reikninga, rukka inn endurgreiðslu (vonandi) frá Icelandair, fyrir dýrt flugvallarhótel sem við neyddumst til að taka vegna seinkunnar flugsins til Manchester. Sundbolakaup (endurgreitt af íþróttahúsinu á Vellinum, þegar vatnskreistivélin reif bolinn minn í tætlur)...Jájá, og svo var bara klukkan að verða fimm og ég því á Hressó aftur, ekki þjóðarbókhlöðu, því hún lokar víst snemmish á fös. Hey, það er bolaveður í Rey. þótt sólarlaust sé. Um 15 stiga hiti og logn. Spjallaði við götuspilara frá Þýskalandi sem var að spila Another Brick in the Wall-sólóið fyrir utan 10-11 þegar ég keypti mér ávexti þar....Sagði að það væri gott að spila á Íslandi, hann hefði gert þetta um áraraðir í Köben, og nú væri allveg steindautt og handónýtt að spila þar, því Sígaunaklíkur tröllriðu nú öllu, og allir danir komnir með leið og gæfu götuspilurum því lítið sem ekkert. Hann kunni alveg sólóið, var bara nokkuð fær, allavega slarkfær. Hann var samt hættur þegar ég kom út, og því gat ég ekki gefið honum. Hann verður samt fös. lau og sunn. fyrir utan 10-11 í austurstræti í sumar, svo endilega henda klinki í hann, því það er svo gott fyrir stemmninguna að fólk vilji spila hér á Íslandi. Böskdjobbið er ekki auðvelt starf, hef reynt það sjálf. Ótrúlega erfitt að byrja, og sitja kannski lengi áður en fólk fer að gefa pening. En þetta er starf eins og hvað annað, og mjög gefandi, því það er svo gott að heyra flott lag kannski á föstudagseftirmiðdegi þegar stress og læti eru í gangi, og maður gengur kannski blístrandi í burtu. Mjög gaman bara. Nú: Smá pólitískur lestur.
þriðjudagur, júlí 08, 2008
ég komst í stutt stopp til rey. það er svo gott að vera umkringdur fólki. ég er bara háð því. sat og borðaði GRAWnola sem ég kom með í plastboxi að heiman, á austurvelli áðan. nú á hressó að emaila og netþvælast. rútu aftur heim eftir klukkutíma. ég er bara svona. sé fólk og finnst ég vera partur af samfélagi. einhverju samfélagi. það er bara ekki gott að vera alltaf einn eða með familíu eingöngu. ég er félagsvera og það er ok. nú er ennþá sól og heitt, og ég sver að ég gæti blekkt mig til að halda að ég væri sunnar á hnettinum. ekkert að kvarta sko, þetta er svo gott. orðin brú í framan og allt. í kvöld: skífu-stuð. á morgun: SUND!
mánudagur, júlí 07, 2008
Óliver og Andri úti að leika, rak þá út í góða veðrið eftir að ræningjaleikur og njósnaraleikur og lögregluleikur og bardagaleikur voru farnir að vera fremur háværir og bögga köttinn. Annars þarf ég að komast til Reykjavíkur að degi til og anda að mér menningu. Ég kom heim frá útiálandinu eftir hádegi í dag, og verð bara að komast í einhvers konar "bæ" og niðri í bæ Reykjavík verður að duga. Þá er það bara hið góðkunna spýt í hina góðkunnu lófa, sund í fyrramál, rúta í bæ, email og skrif og tölvudót og svoleiðis á kaffihúsi. Ætti að hressa stúlkuna aðeins við svo hún festist ekki bara í ekkertinu. Það er sumsé orka sem vantar í mína, og svoleiðis fæ ég úr umferð og erli og mannlífi og látum. Merkilegt en þetta virkar alltaf!!!
miðvikudagur, júlí 02, 2008
Júlí-mánuður er sneysafullur af spennandi hlutum....Bráðum kemur gott veður, og ég fer á Humarhátíð á Höfn á föstudag, og Cheristoph og Nora gifta sig á Þingvöllum á sunnudag,...já,já. Alltaf ljúft í Skífunni á flugvelli. Mikið af góðu fólki sem kaupir hjá mér diska og myndir. Var að selja sætri stúlku The L-word og Pál Óskar. Öðrum myndarpilti After the gold rush með Neil Young. Hann sér hann á Hróarskeldu eftir tvo daga og ætlar að hita sig upp með diskinum. Mig langar líka að sjá Neil Young...En ég sá My Bloody Valentine síðasta laugardag og rosalega er það brjálæðislega góð hljómsveit. Er svöng. Gleymdi að borða kvöldmat. Fékk líka í magann og smá hita og læti...Þetta er íbelgogbiðublogg. Verður að hafa það. Nú er búðin tóm. Er að hlusta á nýju Sigurrós. Hressileg. Er að spá í að skella einhverju rokki á næst. Ætli Morðingjarnir sleppi rétt fyrir miðnætti hér, og allir þreyttir? Prufa bara lágt og sé hvað gerist. Mikið stökk, Sigurrós og Morðingjar. Sigurrós ætti að fá Morðingjana til að hita upp fyrir sig, bara upp á fönnið, svona extreme-stökk eitthvað. Hér með óska ég líka eftir að spila með Morðingunum í Keflavík, á Paddy's. Þegar fjögur Hellvar lög eru klár, spilum við næst, og tökum þau þá líka. Kannski í águst, ef ég og Elvar spýtum í lófana og riggum upp trommum á þau tvö sem vantar uppá? En nú segi ég bless, og ég er að spá í að fá mér annað hvort einn beilís, einn bjór eða einfaldan viskí, er ég kem heim klukkan eitt. Nightcap, fyrir svefninn. Kannski er viskí best til að drepa magabakteríu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)