Leita í þessu bloggi

laugardagur, september 26, 2009

iðrakvef og gjörningaveður eru tvö mjög falleg og gild íslensk orð sem lýsa degi mínum í dag ágætlega. Er líka stödd í Víkingaheimi, og þar brakar og brestur í gluggum, veggjum og skipi. Hljómar oft eins og það sé að fara að bresta á með árás víkinga, en þá er það bara vindurinn. Það er ótrúlega gott að sitja eða standa við stóra gluggann innst í salnum og horfa út á haf. róandi. brjálað rok og öldur og þær lægir bara inn í mér á sama tíma.

miðvikudagur, september 23, 2009

http://www.freerice.com/
Ok, eftirmiðdagshressing sem segir sex: 3 hrökkbrauðssneiðar, fremur grófar (enda segja þær "sex").
1. avokado og feta
2. tahini (sesamsmjör) og gúrkusneiðar
3. grænt pestó og feta

Piparmyntute drukkið með, örlítið hunang.

Váááááá!
Mér finnst eins og meirihluti fólks sem bloggaði sé hætt því og bara á feisbúkk að koma með einhverja fúla statusa. það má alveg sko, en er ekki hægt að gera bæði? Ég veit fyrir mitt leyti að ég fæ engan vegin jafnmikið út úr því að sörfa feisbúkk (sem ég neita að kalla fésbók)-síður og að lesa alls kyns blogg. sum löng, sum stutt, sammála einhverjum pælingum, finnst annað ekkert merkilegt. þetta er samt svo fjölbreytt. einn ákveður að skella inn uppskrift í dag, annar segir allt með tveimur myndum. einn er með link á gott jútúb (sem ég neita að kalla þúvarp). það er fjölbreytileikinn sem maður fær beint í æð og mikið af á bloggum, en þú ert bara að fylla inní fyrirfram ákveðna reiti á feisbúkk. ég ætla aldrei að passa inní reiti (sem ég neita að.....nei djók, þetta er komið gott af uppreisn). Allavega: feisbúkk sökkar, nema pet society og feisbúkkið hans Alberts Sigurðssonar sem er eina sem ég skoða reglulega, enda linkur á hann á blogginu mínu. Blogg rúla. Hér er skemmtilegt festival sem er að byrja á eftir; rettir.is
Ég spila með Hellvar á föstudag klukkan 21.00 á Sódómu (efri hæð gamla Gauks á stöng). Dr.Gunnaband spilar á morgun, fimmtudag, kl. 21.00 á Nasa, og þar syng ég bakraddir, ef ég verð ekki bara enn slöpp. Nei nei, ég verð orðin góð. 2 í flensu í dag og ég búin að úða í mig ólívulaufum, vínberjasteinaolíu, sévítamíni, ávöxtum og tei. bless.

mánudagur, september 21, 2009

Ný vika, ný tækifæri. Ný holskefla af textum sem þarf að ljúka við að lesa. Ef einhver þarf að finna mig verð ég á einhverju af bókasöfnum landsins.

sunnudagur, september 20, 2009

jæja, nú er ég afmeyjuð hvað varðar franska súkkulaðiköku. gerði tvær í gærkvöldi og þær líta báðar guðdómlega út. notaði uppskrift frá ara frænda og hans var allavega sú besta sem ég hafði smakkað fram á þann dag...þannig að við vonum það besta. gærkvöldið fór semsagt í það að baka inni í eldhúsi og hlusta á rás 1 í leiðinni. svei mér ef það er ekki bara hin fullkomna útvarpsstöð. elskaði klassískan kóraþátt unu, og svo síðar um kveldið þáttur svanhildar jakobsdóttur sem er rosalega æðislega skemmtileg og góð. maður heyrir hana alltaf brosa og hún er svo notarleg, og gott ef hún er ekki að nota svona þematengingu milli allra laga sem hún spilar. í gær var verið að spila lög sem tengdust mánuðinum september og um daginn datt ég inná þátt sem fjallaði um gallabuxur!!! vá! elska! enda söng konan foli foli fótalipri og breytti lífi mínu smá við það.
verð að taka undir orð vinkonu minnar sem sagði um daginn að hún væri sátt við að borga afnotagjöldin þótt ekki væri nema til að hafa rás 1 áfram svona frábæra. En í dag: afmæli: keyra upp á völl, beygja grænáshliðinngang, keyra þá götu þar til komið er að keilisbraut, beygja keilisbraut til hægri, keyra keilisbraut/vikingroad fram hjá langbest-veitingastað út á enda götunnar og beygja þar til vinstri valhalla-road. keyra inn á fyrsta mögulega bílastæði á vinstri hönd, þar eru Fjörheimar.

föstudagur, september 18, 2009

er í kaffiboði/teboði að blogga. hahahahahahahah! gestablogg: gagnkynhneigða forræðishyggjan er alveg að drepa mig.....en heiða er gleðigjafi sem lifir í heimi þeirra sem njósna um gagnkynhneigt fólk...þannig að ég er nokk örugg með hana í kaffite....næsta stopp: typpabúðin í smáralindinni....það verður gaman....ást friður og píkur.

fimmtudagur, september 17, 2009

mín bara í gírnum og bloggar á hverjum degi. já, gott að vera vaknaður snemma og fá sér orku úr hollum morgunmat (og kaffi). ætti nú kannski að fara að taka kaffipásu, eða sko pásu á kaffidrykkju, sem er líklega allt annað en kaffipása. ég hef verið dugleg í kaffidrykkju í skóla, vinnu og þess á milli síðustu vikur. mætti segja að það væri skiljanlegt sökum mikils lestur í heimspiki (ef ég væri flámælt). en, nú þarf ég bara að fara að drekka te í stað kaffis í smá tíma. finn það. kaffihægðir eru ekki skemmtilegar. oooo finnst ykkur ekki gaman að lesa orðið kaffihægðir. það segir allt allt of mikið en er samt prýðilegt orð, og vel brúklegt til að lýsa ákveðnu ferli. en te, já. gaba er búið, þarf að klára nokkrar leifar í pokum og svo bara fá að vera með í næstu sendingu hjá tedílernum mínum. en í dag drekk ég samt kaffi. ný sushibyrjun hér til vinstri í hlekkjum. fjallar um heilsu og heilbrigða skynsemi. þar fann ég uppskrift að frábærum morgunsjeik!

miðvikudagur, september 16, 2009

k. þetta er frábær síða til að drepa smá tíma. mæli með öllum vídeóum (finnur þau undir record club á síðunni) og svo að lesa samræðurnar sem beck og tom waits eiga saman. ekki viðtal, meira þeir að fílósófera um heiminn.(samræður að finna undir irrelevant topics) Þar segir t.w. meðal annars þetta:

TW: Yeah, I remember Burlington. Yeah, well you’re still there. You must be getting something out of being there. It’s a tremendous amount of energy. It’s like a battery. It’s always plugged in. When you move away, when you go to a small town, the first thing you experience is being an unplugged appliance. You think of the town, you know. I used to go back to LA just to get a charge,...

ég samdi einu sinni texta sem heitir Electric toy:

Sometimes I feel
Like a broken down electric toy
I don't run properly
I need power
Then I realize
I only have to be plugged in
and when I am
I'm running again
runrunrunrunrunrun....

ég og Tom...sammála!

laugardagur, september 12, 2009

sko, þetta verðiði bara að horfa á! vídeóið er reyndar aukaatriði og skreyting, aðalatriðið er viðtalið sem verið er að taka við Frey Eyjólfsson, en hann bregður sér í margra kvikinda líki. þetta er ótrúlega magnað, ha! maðurinn er snillingur, jaháhahahá.

miðvikudagur, september 09, 2009

Ég er útsofin, enda fór ég að sofa klukkan um eitt, og náði að sofa til tíu. Það gera mjög þægilega notalegir 9 klukkutímar. Það hvarflaði að mér að ég væri ekki mennsk um daginn þegar verið var að tala um að um og eftir fertugt færi fólk að geta sofið minna, sem svo ágerðist með árunum þar til maður er gamalmenni þá getur maður aftur sofið, (tja, eða sumir eldri borgarar fá víst aftur sinn fyrri svefn og aðrir ekki). Ég hef aldrei verið í vandræðum með að sofa mína 8-9 tíma, og það er nú ekki nema tæpt eitt og hálft ár í mitt fertugsafmæli.
Annað sem ég á greinilega ekki sameiginlegt með mannkyninu er fullyrðing um það allt sem valt út úr sögukennaranum í sameiginlegri kennslustund heimspeki- jarðfræði- og sögunema í Meistaranámi síðasta mánudag. Hann sagði að með árunum ætti maðurinn erfiðara með að fá hugmyndir sem honum þættu nógu góðar til að framkvæma þær, sökum spéhræðslu, eða þ.e.a.s. maðurinn hættir að gera hluti því hann er hræddur við að verða aðhlátursefni meðbræðra og systra sinna. HA? Með auknum þroska ætti maður að átta sig á því að það skiptir nákvæmlega ekki nokkru einasta máli hvað neinum finnst um mann. Andy Warhol sagði víst að eina heimspekin sem hann notaði væri "So What"-heimspekin: Ef maður er ekki viss um eitthvað (eins og til dæmis hvort maður myndi móðga e-n með að gera þetta, eða þúveist hætta við að gera listaverk því mamma má ekki vita.....etc) þá bara "So What". Ég verð að viðurkenna að þetta hringdi ansi mörgum fögrum bjöllum í hausnum á mér, og þar fyrir utan hef ég aldrei átt við það vandamál að stríða að vera hrædd við almenningsálit. Ég geri mér grein fyrir því að það er bara ómögulegt að gera öllum til hæfis.
Eru þetta gegnumgangandi vandamál hjá mannkyninu: Svefnerfiðleikar með aldrinum og aukin spéhræðsla þannig að hugmyndir verða síður framkvæmdar? Ef svo er þá er ég geimvera, eða stökkbreytt. Hvort heldur sem er er alls ekki svo slæm tilhugsun. Komment á þetta óskast.

þriðjudagur, september 08, 2009

Er ekki magnað hvað það er auðvelt að vakna ef maður bara drullar sér í rúmið uppúr 10 á kvöldin? Var svo gjörsamlega tryllt búin á því eftir Hotyoga í gærkvöldi í framhaldi af tveimur heimspekikúrsum og vinnu að einu verkefni að ég gat varla gengið, hvað þá keyrt bíl til Keflavíkur. Í framhaldinu hélt ég í augnabliks örvinglun að ég hefði orðið fyrir því óláni að aftur væri búið að stela seðlaveskinu mínu (því var sko stolið síðustu verslunarmannahelgi, upp úr handtöskunni minni....). Ég er ný-búin að fá mér nýtt debetkort og bókasafnskort og sundmiða og rútumiða núna svo ég fékk bara tárin í augun yfir óréttlæti heimsins, og við það gengur Grímur Atlason inn í líkamsræktarstöðina og brosir kumpánlega og segir: Hæ, er ekki allt gott að frétta? og ég bara: Nei, ég er bara alveg að fara að gráta.....
Hversu mikið er nú hægt að hlægja að þessu eftirá? En allavega, veskið fannst á gólfinu í bílnum mínum og hafði því dottið úr töskunni og aldrei komið með mér inn úr bílnum. Ég ætla hinsvegar að læra af þessu og taka með mér hengilás til að læsa skápnum mínum næsta miðvikudag, því ekki vill ég missa nýendurnýjað seðlaveski með öllu tilheyrandi. Þetta var nú gærdagurinn og kvöldið hjá mér, og mikið var gott að skreiðast uppí rúm, safe and sound, leggjast á koddann og rotast eftir öll þessi ósköp.

miðvikudagur, september 02, 2009

Er byrjuð að læra á píanó. Veit núna hvernig C-dúr, F-dúr og G-sjöund gripin líta út og get tekið þau til skiptis og spilað með hægri hendi laglínurnar í "Gamli Nói", "Signir sól", og "oh, when the saints go marching in". Nokkuð gott á hálftíma. Verð orðin geðveik næsta vor. Er að fara að kaupa fyrstu píanóbókina á morgun, úff hlakka svo til. Ætla þá að æfa brotna hljóma fyrir næsta þriðjudag. Svo eru bara 2 dagar í hljómleika á Grandrokki með Dr. Gunna og Hellvar að fara að æfa nú í kvöld. Missi því miður af GCD-gigginu á föstudag þegar ég er sjálf að spila, en Júlli kemur í stað föður síns og spilar bæði á bassa og syngur. Hefði alveg innilega viljað sjá það, en bara vona að það verði endurtekið. Svona er þetta stundum: Það gerist lítið í viku og svo 10 hlutir á sama tíma. Annars verður áreiðanlega gaman að þvælast eitthvað á ljósanótt. Veit allavega um einn fatamarkað sem ég ætla að mæta á á laugardaginn, og svo er Guðmundur Rúnar Lúðvíksson mynd- og tónlistamaður með bragga gerðan úr ljósgeislum og vatni (býr til prismu held ég) og tónlistarflutning með 40 manna hljómsveit með sígaunasniði, frumsamin tónlist. Held það verði mjög gott. Svo pantaði ég 5 bækur á breska Amazon í gær, allar um Heidegger og japanska heimspeki sem hann hafði áhrif á eða hafði áhrif á hann. Verrrrrrí nææs. Mastera þetta bara og svo get ég íhugað að taka doktorinn í Japan seinna í lífinu, þegar tíminn er réttur.