Leita í þessu bloggi

sunnudagur, maí 23, 2004

Nú er bara búið að vera gaman, en ég hef samt verið með bleikaugnasjúkdóm í 5 daga. Annaðhvort er þetta vírus eða ég er Zombie, þeir eru víst svona pinkeye-eitthvað. Hef samt ekki ennþá fundið fyrir löngun í að éta fólk í kring um mig, en maður veit sko aldrei. Hins vegar hefur verið slatti að gera, eins og svo oft áður. Er u.þ.b. að klára eina ritgerð, og þá eru tvær eftir. Svo hef ég verið að gera smá tónlist, og það er náttúrulega oft þannig. En ég var samt búin að setja mér það markmið að gera enga tónlist fyrr en ritgerðir væru búnar...það virkaði bara eins og vítamínsprauta á músuna mína. Hef nú samið eitt ansi gott kántrýlag, og sungið 2 lög inn á plötu, og spilað hljómborð í lagi sem Hellvar og Begga sömdu saman, ...allt eftir að ég fór í straffið. Týpískt. Gaman samt. Í dag er ég á Laugarvatni, fór í gufuna í von um að vírusinn færi við það. Hann fór ekki, og ég held ég sé aftur komin með hita, var sko með hita á miðvikudag þegar þetta byrjaði. Það er læknir á Laugarvatni á morgun, ég er mikið að spá í að láta hann segja mér að ég sé ekki Uppvakningur, og gefa mér eitthvað krem og svoleiðis. Hér er svo Barbapabbapersónuleikinn minn!!! Ég er náttúrulega nörd, og það er best.BÆAcademic
You are Barbatine! You are well-read and love to
learn. You were gloomy in your youth and found
nothing you liked to taste, but you're older now,
and have an incisive sense of humour that
makes you and others smile.


Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla

laugardagur, maí 08, 2004

HÆ Krakkar!
Enn er allt með kyrrum kjörum, ég er ekki búin með ritgerðir, en vinn statt og stöðugt í þeim. Hef ekki hætt í póstinum heldur, þótt ég hafi panikkað við það að fá fyrsta launaseðilinn minn. Er nú hætt að líta á þetta sem launaða vinnu, heldur er þetta heilsubótaganga á morgnanna, og svo hjálpa ég nokkrum samborgurum mínum að fá póstinn sinn heim! Það kemur mér svo skemmtilega á óvart þegar, einu sinni í mánuði, einhver Íslandspóstur leggur inn nokkra þúsundkalla á reikninginn minn. Og svona held ég gleði minni, enda eingin ástæða til annars. Svo tók ég þetta skemmtilega persónuleikapróf, fann það hjá honum flosa fellibyl, en ég er einmitt mikill Prúðuleikaraaðdáandi. Niðurstaðan er skemmtileg, og kemur ekkert smá á óvart....eða hvað? Have fun
Janice jpeg
You are Janice.
You dig the groove man, nothing can bum you out.
Too bad you're too stoned to notice.

INSTRUMENT:
Like, you know, guitar, fer sure.
LAST BOOK READ:
"Finding Your Past Lives on the Web"

FAVORITE EXPRESSION:
"Fer sure, like, fer sure."

FAVORITE THINGS:
Peace, love and, like, granola, totally.

NEVER LEAVES HOME WITHOUT:
Her inner child.


What Muppet are you?
brought to you by Quizilla