Leita í þessu bloggi

laugardagur, janúar 29, 2005

Rafdúettinn Hellvar stendur í ströngu þessa dagana. Erum að semja plötu og sirka hálfnuð með Hellektróstuð. Glænýtt og framandi og mikil tilhlökkun að ljúka við lögin. Svo er aukaverkefni Hellvars að æfa nokkur sjómannalög, eða lög sem tengjast sjónnum því við spilum á þriðjudaginn 2. febrúar í Sendiráðspartýi, sem er með þemað "Nordsee"! Jájájá, það er stolt fley, og síldarvals og sjómaðurdáðadrengur og fleirra gúmmolaði. Yndislegir dagar í sjómannalagaæfingum framundan. Undarlegur fetish sem ég hef alltaf haft fyrir sjómannalögum. Ég man eftir mér pínulítilli með söngbækur eins og "Spangólínu" að syngja hvert sjómannalagið á fætur öðru.
Jájá, pönk, raf, rokk og sjómannavalsar...Hvað er hægt að hugsa sér betra?
Gerði eplahafragraut í gær, og stráðum kanilsykri yfir.Eplakökugrautur.
Svo eyddum við 6 evrum í kæruleysi...eða smá skemmtun, sem er náttúrulega nauðsynleg öðru hverju. Við keyptum sitt hvorn bjórinn og spiluðum svo 5 leiki í pool!
Elvar vann,enda er hann með pool-náðargáfu!

fimmtudagur, janúar 27, 2005

jájá, ég bara sofnaði ekkert þessa nótt, svo ég fór bara ósofin á fætur um fimmleytið, samdi einn texta og las smá, og nú mun ég gera svona fínan morgunmat í formi nýkreists safa og spæleggs. Áðan, þegar ég var enn að reyna að sofna uppi í rúmi talaði Elvar rosalega fyndið upp úr svefni. Hann sagði: "Ertu búin að vera öll kynin, og líka ákveðinn greinir?" Ég svaraði náttúrulega bara: "Já, elskan!" Þá sagði hann: "Það er gott" og snéri sér á hina hliðina.
Þetta finnst mér rooo-saaa-leee-gaaa skemmtilegt!

miðvikudagur, janúar 26, 2005

jæja, aftur tókst mér að breyta einhverjum númerum á uppsetningunni á þessu bloggi, og prófa endalaust eitthvað sem ég var ekki alveg viss um hvað var, þar til eitthvað gerðist og svo annað, og nú er ég laus við græna litinn sem ég fékk leið á, og kominn með eitthvað svona gult, sem sumum finnst eflaust ljótur litur, en er einn af mínum uppáhalds. Sólin er gul,og ég vil mikla sól. Þetta er orðið dáldið sevvenntís svona,...hvítt brúnt appelsínugult gult og grátt. Smá fönk í þessu, og líka nett hallærislegt en gott þó!
Svona er þetta bara í bili. Þetta gerði ég allt þegar ég ætlaði að læra Schelling og fara síðan snemma að sofa. Mikið er nú sniðugt að týma tímanum í þetta. Ég get samt alveg sofið líka. Ætla að reyna að spæla mér egg og kreysta appelsínusafa til að vakna hressilega í fyrramálið. Það er nú aldeilis ljúffengur morgundrykkur, nýkreistur appelsínusafi. Hef ég virkilega ekkert merkilegra að tala um en appelsínusafa núna?
Nú, fyrst svo er segi ég bara bless.

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Besta lag The Residents á við í dag:
"Happy happy birthday to me
happy birthday to meeeeeeeeeeeheeeeeeeeee
Happy happy birthday to me
happy birthday to meeeeeeehehehehe"

og Bítlarnir koma inn með gítarstef:
dádádádá dádá dá dá
(they say it's your birthday)
dádádádá dádá dá dá
(it's my birthday too, yeah)

og Sykurmolarnir taka við:

"þau sáu stóran krumma--a
hann flaug yfir himininn hún snert'ann
aaaaah aaaaaaaah aaaaaaah aaaa-aaaa
aaaaaah aaaaah aaaaaa ííííííj aaaaa"


og eitísstelpa sem ég man ekki hvað heitir hefur upp raust sína:

"it's my party an' I cry if I want to
you would cry to if it happpened to youuuuuuu-ahhh"

En ég er samt ekkert að fara að gráta, því ég á nebbbblega ammmæli!

Kveðjur í tilefni þess eru vel þegnar í kommentakerfi þessa bloggs.
bæó!

mánudagur, janúar 24, 2005

Ég hlýt að vera björn í stelpulíki, því ég neita hvað eftir annað að skríða úr hýði mínu (sænginni) fyrr en eftir 12 tíma. Nú er Janúar og þá sofa birnir, þeir sem í stelpulíki eru, sem og aðrir.

sunnudagur, janúar 23, 2005

You Are 18 Years Old18

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.
Vel gert Heiða!
Ég hegða mér eins og átján, og mér finnst það nokkuð nærri lagi.
Ég er eiginlega frekar fegin að fá þessa niðurstöðu...
Margt hefur gerst síðan á fimmtudag. Ég fór með Elvari til pönklæknissins Barböru, en hún er bæði ódýr, og alls fordómalaus um útlit fólks, enda heldég gamall pönkari sjálf. Hún var víst með dreadlokka (eða leiðalokka eins og ég kýs að þýða það), en lét sér nægja að skarta bleiku leðurdressi við annars hefðbundnari hárgreiðslu, þegar okkkur bar að garði. Biðstofan var full af pönkurum af öllum stærðum, gerðum og útgáfum, og kúbuplaggöt, anarkistaráðstefnuplaggöt og annað sniðugt var á veggjunum. Einnig hafði verið spreyað á einn spegilinn á biðstofunni. Elvar fékk pensilín og staðfestingu á að bronkítis væri enn, en nú hefði líka eyrnabólga bæst við. Vonandi víkja bakteríurnar bráðum fyrir lyfjunum.
Melli bauð í súpu, við fórum svo á skemmtilegan bar og sáum "Jean Serene" performa all-glæsilega. Á laugardag var "hjólreiða-vinnustofa" hjá Mella, og mættu Haukur, Verónica, Elvar og égsjálf með biluð hjól til að fá hjálp við að gera við. Allir hjóla glaðir heim, og á morgun ætla ég að gefa skít í lestir og prófa að hjóla upp í Humboldt. Í gærkvöldi fékk ég mér blund, svona seinnipartinn, og það sem er markverðast við það er að mig dreymdi Ringo Starr!!! Þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem mig dreymir Bítil og hef ég þó verið aðdáandi lengi. (Elvar hefur víst einu sinni dreymt Lennon, og hann var eitthvað að hanga með mér, takk Elvar!!!)
En Ringo var soldið merkilegur með sig og svona ríkur sérvitringur, sem hann ábyggilega er...en kannski er hann ekki merkilegur með sig, ég náttlega þekki hann ekki í alvörunni, bara draumnum.
Hann lánaði okkur eitt af hljóðverunum sínum, sem var staðsett í svona risaskemmu eða flugskýli sem var búið að breyta í fullt af stúdíóum. Við biðum eftir honum útí horni, og svo kom hann akandi á svaka ferð á einhverjum innanhússhummerjeppa, og stökk úr honum á ferð og stoppaði með fætinum svo innanhússjeppinn snérist einn hring og skransaði áður en hann staðnæmdist. Þá sagði Ringo: "Talking about grand entrance...!"
Ég var doldið fúl hvað hann var eitthvað hallærislegur, en þá bauð hann okkur að fá lánað eitt af stúdíóunum sínum, hann væri sko á leið í kvöldverðarboð, "...but you can use my Hard-Rock-Studio!."
Svo bara vaknaði ég.
Eitt að lokum: Fékk komment um að myndband Heiðingjanna: Can I get your number, hefði verið spilað í hálfleik á körfuboltaleik sem var sýndur á Rúv. Þeir sem vilja berja það augum geta gert það hér:
Can I get your number - myndbandið

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Það eru til vondir dagar og góðir dagar. Á vondum dögum er allt grátt og ég skil ekki tungumálið og berlínarbúar eru ókurteisir og ég rétt missi af öllum lestum og það er kalt og ég verð batteríislaus í geislaspilaranum og gleymi húfunni heima. Í gær var ekki þessi dagur, heldur nákvæmlega andstæðan. Náði meira að segja að glósa hluti í tíma sem herra Reiner Adolfi skrifaði ekki upp á töflu heldur sagði bara. Ég skildi. Svo gat ég ekki vaknað í morgun í tímann um Schelling, sem mér finnst svo mikilvægur, en hann er klukkan moðerfokking átta, og til að ná fyrir átta verð ég að vakna tæplega moðerfokking sjö! Það bara virkar ekki nógu vel. En hvað um það. Hér er ég reiðubúin að fara út, ætlum með Elvar til læknis, því hann hóstar enn, svo förum við eflaust á kaffihús og lærum, og ég tek téðan Schelling með þangað. Þetta kaffi sem þú gafst mér Elvar vakti mig svo illilega að ég er bara vöknuð. Vá!
Vinsamlegast gefðu mér meira svona gott kaffi.
Bless,
Heiða

þriðjudagur, janúar 18, 2005

í gær gerði ég súpu sem tók 3 og hálfan tíma!! Svo var boðið í súpu og spilaður popppunktur. Ég vann...þó með naumundum. Mér finnst að allir ættu að eiga popppunkt til að bjóða upp á á síðvetrarkvöldum. Þetta er svo þroskandi spil. Ætlum að spila það aftur við fyrsta tækifæri. Þeir sem lesa þetta og vilja spila (og eru staðsettir nálægt) endilega hringja og melda sig í spil.Ég er vöknuð, og tókst að skríða framúr fyrir 9...nokkuð gott... Ætla nú að pikka inn verkefnið fyrir Hume-málstofuna, sem er alveg bara nokkuð gott líka.

mánudagur, janúar 17, 2005

Berlín: Í dag svaf ég lengi og er því bara þreytt enn. Vakti framundir morgun og veit ekkert einu sinni hvað ég var að gera. Bara dunda mér eitthvað. Lesa smá, tölvast smá, horfa á seinni hluta fransk/amerískrar myndar með þýskum texta, hugsa. Ef mér text að sofna snemma í kvöld ætla ég að reyna að vakna þegar birtir á morgun (kannski sirka 8). Það er svo óhollt að sjá ekki dagsljósið. Verð að læra aðeins á eftir, en reyndar lærði ég bæði á laugardag og sunnudag, svo þetta er nú ókey. Melli sýndi okkur hvernig á að labba frá Prenzlauerberg til Kreuzberg á laugardagskvöld. Löbbuðum og löbbuðum. Borgin verður öðruvísi þegar maður nær að tengja saman hverfin á yfirborðinu með labbi. Neðanjarðarlestir flækja svo oft málin, því þær fara ekkert endilega styðstu leið þangað sem maður þarf að fara. Ég er ennþá allt of slöpp í þýskunni. Í gær glósaði ég enn og aftur yfir 30 orð á einni blaðsíðu af Schelling. Verð að reyna að fá Schelling texta á ensku. Merkilegt að hann hafi ekki verið þýddur á íslensku enn... Kannski bara massa ég þýskuna og þýði svo Schelling á íslensku, ha? Hahahahahah, það slær út í fyrir mér, ég er raunveruleikafirrt af öllu labbinu.

föstudagur, janúar 14, 2005

í sveppaöskjunni sem ég keypti út í búð áðan voru síamstvíburasveppir. Tveir fagurlega lagaðir og stórir og feitir, en samvaxnir, sveppir. Ég hugsaði í 2-3 sekúndur eða svo hvort ég ætti að hringja á náttúrufræðistofnun, eða kannski Heimsmetabók Guinness, en svo réð svengdin og ég skar hann glottandi niður, og nú hef ég í fyrsta skipti á ævinni borðað síamssamvaxið grænmeti. Maturinn var æði, og ber eflaust í sér dulda krafta þar sem svona sjaldgæft dót var í honum. Man ekki eftir að hafa nokkurn tíma áður séð eitthvað síams-grænmeti. Þetta er happa, eins og fjögurrablaðasmári!!!

þriðjudagur, janúar 11, 2005

gerði ritgerð til átta í morgun og skilaði og kastaði mér svo í fleti í 4 tíma eins og sönnum víkingi sæmir. Blés ekki úr nös og mætti í skólann, og ætla nú ekki að leggja mig, heldur fara á kaffihús með Elvari og læra. Við bara notum alla tíma til einhvers nytsamlegs, annað væri bull. fékk frábæra hugmynd að uppfinningu, ekta svona ekki búin að sofa nóg og heilinn farinn á yfirspinn-hugmynd. Vildi semsagt að það væri til vél sem gæti safnað saman ropulykt, maður væri með lítinn svona safnbrúsa, sem lekur ekki, í vasanum. Svo ropar maður alltaf í hann og geymir alla ropana og lyknina. Síðan er hægt að nota þetta svipað og maze-brúsa, í sjálfsvörn. Bara eigin framleiðsla, kostar ekkert, örugglega betra fyrir umhverfið, og líklega jafneitrað. Góður plús fyrir fólk með söfnunaráráttu að bæta þessu í safnið. Ég veit um fólk sem hefur safnað naflakuski, og annað fólk sem safnaði tárum, en ekki ropufýlu. Plís steliði þessari hugmynd, og búiði svona tæki til.
Bibbi er að redda mér hvílíkt. Þegar maður vakir á nóttu (til að læra eða annað) er gott að vita af einhverjum öðrum sem er líka ekki sofandi, og að gera eitthvað. Í nótt vann ég ritgerð og Bibbi setti saman kommóðu og lagaði fullt til og allskonar. Svo spilar hann fullt af góðri tónlist, þetta er svaka fínt svona sem selskapur fyrir nátthrafna. Nú er bara tæp vika eftir af listaverkinu hans "Íbúðin". Um að gera að skella sér, og fylgjast með afrekum hans.

mánudagur, janúar 10, 2005

smá tiltekt í linkum, kveð fellibyl með tárum þar sem hann sagði sjálfur að ekki yrði mikið um blogg,...setti inn dáleiðslukörtu í stað hans. Breytti einu nafni, nýju ári fylgja nýjar áherslur. Vil svo bæta tveimur nýjum bloggurum við, sem ég les oft og því gaman að hafa. Fyrst ber að nefna rassgathole , þar er á ferð spámaður sem ber að taka bæði alvarlega og mark á, og svo er það ein hress brúðarbandsstúlka, en hennar framlag er prýðislesning á vetrardögum (sem og öðrum dögum). Talandi um daga, ég náði að vakna kl. hálf ellefu, og er nú að gera mig klára í sturtubað og svo ætla ég í útið, alla leið upp í bókasafn að ganga frá ritgerð sem ég á að skila á morgummmm. Hef rúman sólarhring, en hún er þó allavega á hinu ástkæra tungumáli ensku, sem mér er mun hugleiknara en þýska, þessa daganna. Fékk heimsókn tveggja gaskarla í morgunn, að lesa á mæla á gashitaranum í eldhúsinu, og ég skildi ekki orð sem þeir sögðu. Þeir voru voða fyndnir, og svo bara skrifaði ég undir eitthvað sem ég vissi ekkert hvað var...vonandi ekki víxil fyrir sonarson annars þeirra. Trallílallíla, er að faralæra. Fyrir þá sem ekki föttuðu, þá er færslan í gær tilvitnun í PurrkPillnikk-texta, eins gott að segja þetta, svo Einar Örn kæri mig ekki...(híhí)

sunnudagur, janúar 09, 2005

afsakið en ég hef...
ekkert að segja...

laugardagur, janúar 08, 2005

nýkominn til baka, og því komið nýtt blogg...eða eitthvað...nýja árið er ekkert svo frábrugðið því gamla. Mér líður svipað, en finnst ég samt vera soldið týnd. Hvar er fólkið sem ég þekki? Hvar er barnið mitt? "Hvar er jörðin sem ég ann, hvar er sveitin, hóllinn minn?" Ég er komin til Berlínar en er lítil og ekki enn lemt og kominn í rútínu. Á morgun höfum ég og Elvar gert mikið læruplan, svo eflaust kemur þetta smá saman. Okkur er líka boðið í mat til Hauks annað kvöld, og Sif er í heimsókn!! En ég sakna Jónu og Sunnu, og Melli er í ferðalagi, og Eirík er í skíðaferðalagi.....vonandi kemst ró á lífið aftur bráðum....og ég þarf að fara að gera hlutina á listanum mínum líka.

sunnudagur, janúar 02, 2005

2005
hvað berð þú í skauti þér?
hvað viltu mér?
hvað mun ég gera?
hvað á ég að vera?
Þetta eru áleitnar spurningar í ársbyrjun, og ég held ég komi hér með nokkurs konar lista yfir það sem mig langar að gera á árinu, og hann er eflaust langt því frá að vera tæmandi. Eitthvað af þessu er svo auðvitað óraunhæft vegna peningaskorts, en það skiptir engu máli, maður á að láta sig dreyma. Gott er að gera þennan lista til að rannsaka huga sinn og komast að því hvað maður í alvörunni vill:

HVAÐ LANGAR MIG AÐ GERA ÁRIÐ 2005:
-taka upp kassagítarsdemó af næstu plötu, helst að klóra mig fram úr því sjálf á q-baseinn okkar.
-semja fleirri lög, og jafnvel halda áfram með Raftónlistarprójectið Enid Mighty.
-böska á götum Berlínar.
-læra góða þýsku.
-læra heima í skólanum.
-spila á tónleikum eins oft og býðst.
-fara í bíó minnst einu sinni í viku.
-kaupa mér yogatíma og þjálfa líkamann aðeins.
-synda meira.
-prófa pilates-æfingar
-skrifa bók.
-skrifa ljóðabók.
-lesa endalaust mikið á þýsku, ensku, íslensku og frönsku.
-hreyfa mig nógu mikið til að vera þreytt líkamlega á kvöldin og geta sofnað, og verða ekki þunglynd.
-ferðast, bæði innan þýskalands og suður á bóginn.
-heimsækja Tokyo, veit að það býður mín eitthvað þar.
-skrifa gamaldags sendibréf til sonar míns og vina og ættingja á íslandi.
-kaupa myndavél og taka myndir, helst bæði digital og á 35mm filmu.
-senda tónlist um allt og fá viðbrögð um útgáfu.
-fara í tónleikaferð (alveg sama hvert, bara vantar að túra.)
-kynnast áhugaverðu fólki til að vinna meiri tónlist með.
-læra að búa til föt á mig.
-ganga um ein með góða tónlist í eyrunum um garða og kirkjugarða og hverfi sem ég þekki ekki og bara hlusta, horfa og hugsa.
-halda áfram í prógramminu mínu.
-vera glöð á hverjum degi.
-framkvæma án þess að hika.
-treysta!!!!