Leita í þessu bloggi

föstudagur, desember 31, 2004

Gleðilegt ár!
meira síðar, er ekki hætt að blogga bara ekki með netsamband svona almennt. bæ heiða

föstudagur, desember 24, 2004

GLEÐILEG JÓL!
ljúft líf á Laugarvatni! pakkabrjálæðið búið og nú tekur kannski spilerí með popppunkti við, eða vídjógláp, .....eða bara bæði. Langar eiginlega ekkert í mat næstu árin... Er að horfa á Bibbajól í beinni, það er sko stuð. Ísinn að koma, veit ekki hvort ég get....reyni allavega. Fékk nýju Huldar Breiðfjörð-bókina (múrinn í Kína), og svo Bibba-safndisk, Hundslappadrífu-disk, Hjálma-disk, Óla Palla-safndisk, keypti sjálf Skáta-disk, og fékk mix-disk frá Tjödda, (hans eigin mix). Vantar því ekki marga diska af óskalistanum mínum. Kaupi mér Mugison og Björk og þá er ég sátt. Fékk náttlega Popppunkt, en líka Da Vinci Code-spilið. Fullt af sokkum, ilmvatn, Backgammonbók, og aðra bók um Elling, eitthvað til að geyma í sósur,....súkkulaðisígarettur og minnisbók með mynd af mér og elvari framaná (gert í Ranimosk)...er ég að gleyma? er ekki viss. Úfffff Óliver fékk svo mikið, hann bara er að drukkna í dóti, rosalega mikið, sko. Nú er óliver í spiderman-náttfötum í spidermansokkum að fara að horfa á Spiderman2 með spidermann-kallinn sinn í fanginu....Bæjó!

fimmtudagur, desember 23, 2004

Skemmtilegasti dagur jólanna runninn upp. Ég er búin að kaupa allt fyrir löngu og á nú bara eftir að dreifa góðgætinu á liðið. Heimagerð kort sem þarf að koma út líka. Á leið í Reykjavík, leika sveinka, það er sko gaman. Sælla er að gefa en þyggja, held það sé rétt. Ég er í svaka stuði.

þriðjudagur, desember 21, 2004

hjaaa, spilaði á tónleikum í gær á gauknum, alveg æði. Búin að fá Hjálma-disk og ÓlaPalla safndisk og Popppunktsspil(ekki búin að spila það...er eiginlega næstum ekki að tíma því fyrr en á aðfangadagskvöld). Ég er afar þakklát að hafa fengið þetta dót, því ég á svo lítinn pening, og langar í fleirri íslenska diska. Ætla að vona að ég geti splæst í Mugison og Björk áður en ég fer aftur til Berlínar. Það er ekkert eins hressandi á veturna og að vera með góða spennandi íslenska tónlist í eyrum á labb-/hjóla-/strætó-/lestar- þvælingi. Voðalega er gott að hafa nú vini og fjölskyldu til að hafa það notarlegt hjá. Íslenskt vatn er líka alls ekki ofmetið, það er bara ekki sambærilegt, ég þamba og þamba....mmmmm. Hlakka til jólanna bigtæm. Ætla að vera jólasveinn og dreifa kortum og pökkum til fólks í Reykjavík og nágrenni á Þollllák. Bragða jafnvel á skötu í fyrsta skipti. Ég held það sé kominn tími til, ég sem lét mig hafa að bragða á eggjapúnsinu, meira að segja eftir að Elvar hafði gefið því falleinkunn dauðans, sem versta drykk sögunnar...HA! Lælælæ., lífið er ágætt.

föstudagur, desember 17, 2004

hæ, og jibbíjei, ég er á Íslandi í jólafríi....! Komum kl. tæpl. hálfeitt í gærnótt, og þá búin að taka einn leigubíl, sem næstum fór á vitlausan flugvöll, og tvær flugvélar sem villtust sem betur fer ekki mikið. Það voru komnir átján langir klukkutímar af ferðalagi, sem lítill piltur var búinn að þola, og vel það. Hann var til fyrirmyndar allan tímann, og greinilega ekkert mál að ferðast með honum. Bara hinn skemmtilegasti ferðafélagi, pilturinn. Á Íslandi hef ég ekki gert mikið, so far. Svaf, vaknaði, tók upp úr tösku, fór í heimsókn til Erlu Óskar, á fund, og erum nú komin til Laugarvatns. Hér er 5 gráðu frost, og stilla, og ÞÖGN eins og hún verður mest. Ætlum í gönguferð niður að vatni og hlusta á þögnina, og svo í gufubað og sund og heita potta á morgun. Lífið er bara fínt, sko, og á mánudag ætla ég að borga smá skuldir og fara í bókasafn og taka nokkrar bækur og reyna að læra smá...Bless bless

þriðjudagur, desember 14, 2004

Nú er jólagjafakaupum I lokið, og þá taka jólagjafakaup II við. Þarf líka að ná að þrífa föt, þrífa smá íbúð og þrífa mig áður en klukkan slær átta miðvikudagskvöld. Þá eigum við nefnilega von á barnfóstrum og/eða leikfélögum Ólivers, sem einnig eru leikfélagar okkar hér í Berlín. Mér taldist til að 9 manns hafi passað eitthvað...gott að skipta þessu aðeins. Síðan er nokkrum öðrum líka boðið, og því verður þetta áræðanlega hið myndarlegasta bjóð. Ætla rétt að vona að dagurinn í dag verði happadrjúgur til að klára fataþvott,...og jafnvel að hægt sé að byrja á að skrifa inní jólakortin sem ég var að vatnslita um daginn. Þetta er nokkuð sniðugt sístem, að vera búin með megnið af jólastöffi áður en klukkan slær 16. des í staðin fyrir að klára áður en búðum lokar á Þorláksmessu...Ég held að stressið sé þar með útilokað, og það er einmitt markmiðið. Keypti mér meira að segja sturtusápu sem lofar á umbúðunum að hún eyði öllu stressi. Til þess notar hún Patchuli, Lavender og Ylang Ylang (hvernig er þetta nafn á ilmolíu eiginlega borið fram?)
Jájá, fórum í meira tívólí í gær. Elvar drakk sitt fyrsta og síðasta Eggjapúns. Ég treysti honum, þannig að þetta verður hér með eitt af þeim hlutum sem ég ætla ekki að prófa áður en ég dey. Hann kúgaðist yfir þessum vinsæla drykk, hvernig myndi ég þá vera sem er eitthvað svo viðkvæm fyrir svona slepjudrykkjum? Man að ég ældi næstum yfir AlohVera-drykkjarjógúrtinni sem kom á marðaðinn hjá MS á síðasta ári. Hún bragðaðist nú reyndar eins og gubb, en margir fíluðu það samt alveg súper vel. En mysudrykkirnir sem voru hér í gangi inðeeitís, Mangósopi og eitthvað...jakk. Smakkaði einhvern mysu-based drykk hér, blanda af mysu og jógúrti með framandiávaxtabragði. Það var bara æði!! Held að trikkið sé að blanda mysu og jógúrt. Í minningunni er Mangósopi ógeð, en AlohVera mun verra,....Elvar segir að heita Eggjapúnsið toppi þetta allt!

sunnudagur, desember 12, 2004

Jæja, nú hef ég loks frá einhverju að segja. Ég og Elvar vorum að koma heim frá smá spileríi, en við vorum fengin til að spila fyrir "Die internationale Messe für das isländiche Phärd" eða hvernig sem það er nú á þýsku, en þýðir allavega alþjóðleg sýning um íslenska hestinn. Þar voru um 1000 gestir (uppselt), og við opnuðum hátíðina, sungum "Tangó", ein í miðjum hring fullum af sandi, og svo hófum við leik á hinu sígilda og ofuríslenska "Á Sprengisandi" og þá komu allir hestarnir inn og fóru að leika listir allt í kring um okkur.!!! Vá þetta var næst því að vera með atriði í einhverjum Sirkus og ég hef komist. Fékk gæsahúð í seinna laginu, þetta var eitthvað svo ofuríslenskt og æðislegt. Ríðum ríðum rekum yfir sandinn, og þarna kom einn hestur á fullu....nei hann fór ekki á mig,... Rökkrið er að síga á Herðubreið!!!! Ég sver'ða, þetta er eitt það skrýtnasta sem ég hef gert. Óóóóóóóóógeðslega gaman, samt. Vorum að fabúlera á leiðinni heim hvort þetta væri undarlegustu aðstæður sem við kæmum til með að spila í á ævinni, en ég get vel ímyndað mér undarlegri aðstæður. Það væri til dæmis hægt að spila í partýinu sem er haldið rétt áður en geimflaug er skotið upp,...við myndum spila eitt lag, svo hæfist niðurtalningin.tíu,...níu....Þá er bara að reyna að koma sér í mjúkinn hjá NASA eða öðru geimflaugaráhugafólki.
Þessa íslensku diska verð ég að eignast:

Æla-nýr diskur /hmmmm ef einhver í Ælu les þá langar mig mest í þennan disk af öllum þeim útkomnum eða væntanlegum diskum....og það myndi veita mér ófáar gleðistundir í útlandinu að eignast fleirri en þau 3 lög sem ég hef í fórum mínum og hef spilað til skiptis í þrjá mánuði....;-) -váááááá hvað Magnari er gott lag!! ÆÆÆÆÆÆÆÆLLLLLLLLAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA

Hjálmar -nýr diskur /Veit ekki hvað hann heitir, en þetta er fyrsta alvöru ragggíið sem komið hefur út á Íslandi (sorrý Utangarðsmenn). Ég felldi nærri tár þegar ég var á tónleikum með þeim á Grandrokk síðasta sumar.

Skátar -nýr diskur /Svaka spennó nýtt band, með söngvara sem minnir mig á Þeysara og Baraflokkinn. Ótrúlega flottir læf líka.

Björk -nýr diskur(Fabúla)verð bara að heyra hann allmennilega og Björk er víst öll í tilraunamennskugír... hef bara heyrt eitt og eitt lag...

og síðast en ekki síst Mugison!!! vá, alveg bara flottasta læfperformans sem ég hef séð, (þegar hann spilaði í Gísla Marteini) síðan ég sá Ammæli í sjónvarpinu rétt eftir að það kom út....

af erlendum diskum liggur mér mest á þessum:

Tom Waits - nýr
Nick Cave - nýr
P.J.Harvey -nýr (heldann heiti uh huh her)
Streets -nýr
Robert Wyatt -nýr
...kannski fæ ég mér einn þeirra ef ég á einhvern afgang þegar okkar jólainnkaupum er lokið.
Nú er stefnan sett í bíó með Óliver á morgun (sunnudag), og líka í heimsókn til Sunnu og Jónu, svo eru jólagjafakaup í snattinu í 3 daga, og svo förum við í fluuuugvél.
ætli ég kíki ekki bara í háttinn...les í Harry Potter á þýsku þar til ég sé ekki augna minna skil...


miðvikudagur, desember 08, 2004

hahahahah, fór og gerði það sem gleður alltaf: keypti mér börger og ný föt!!!
fékk buxur og peysu í H&M á tæpar 18 evrur og miðað við núverandi gengi á evru, sem er 82 íkr. kostar þessi alklæðnaður tæpan 1500-kall. Þetta gleður, og whooper á burgerking líka. Svo keypti ég blómvönd handa Elvari...hann varð svaka hissa, það var líka gaman. úff, ég er sko aldeilis skrýtin smákaka, bara annaðhvert blogg glatt og hitt dapurt...hmmm. Vedikki hvað er að ske. Manic/depressive light? Eða bara langþreytt...
En ég á fullan maga af hambrgra OG appelsínugular rifflaflauelisbuxur OG rauðan bómullarpeysuling. vika í heimför.

þriðjudagur, desember 07, 2004

sofnaði kl. 6 í fyrrinótt, 4 í gærnótt, og nú er klukkan 2 og ég sybbin. Þetta er fínt! skil samt ekki hvernig stendur á því að ég sæki svona í að vaka á nóttunni. Þá er ég bara eitthvað að dunda mér alein. Lesa bækur, skoða í tölvunni, hlusta á tónlist...bara elska að vera svona að hanga einhvernveginn, þegar hinir sofa. æ skrýtið. Æ ég vildi óska að ég væri alltaf með allt í röð og reglu, og lifði ekki svona lífi sem er aldrei í föstum skorðum. Ég vil alveg verða alltaf syfjuð kl. 11 á kvöldin, og sofnuð fyrir miðnætti, og hress og glaðvöknuð réttfyrir sjö!!! Ég er bara alls ekki svoleiðis, spáiði í það hvað það væri einfallt líf. Alltaf einhvern vegin í stuði á morgnanna. Líf mitt er sko andstæðan við þetta. Það er sko málið, að lífið mitt passar ekki inn í neinn kassa, eða eitthvað þekkt form. Ég þarf að reyna að sætta mig bara við það..í stað þess að vera alltaf að óska þess að ég væri týpískari, óska mér viðráðanlegra lífs...Það er náttúrulega ekkert alltaf hægt, og ég er bara nátthrafn,og áður en ég veit af er ég komin í þá rútínu.En hey, þá er ég í rútínu eftir allt, bara ekki þeirri sömu og margir aðrir? Æ þetta er svo margslungið. Mig langar að vera A-manneskja, það er lokapunkturinn. Vil vakna 7: te, ristaðbrauð, blaðið, lesa, vera hress, fara út fyrir 9, læra/gera það sem þarf þann daginn. Langar til að fúnkera í kerfi, því það er svo létt...blablabla..ég veit ekkert hvað ég vil, eða hvað ég er að segja, veit ekki neitt, nema ég er ringluð og þreytt, og allt of margt að hugsa um, og allt eitthvað svo ófókusað og erfitt og já, hey,....þetta er blaðsíðan SKEMMTILEGT! uuuuu Er'ekki allir í stuði?!?

sunnudagur, desember 05, 2004

Svakalega skemmtilegt og mikið prógram búið að vera í gangi. Fórum í þrívíddarbíó á föstudaginn uppi á Potsdamerplatz. Sáum Santa versus the Snowman...og þetta var alveg eins og að vera bara inni í verstæði jólasveinsins á norðurpólnum. Óliver datt bara alveg út og gleymdi meira að segja að borða poppið sitt. Ég keypti mér Miranda appelsínudrykk til að sötra með myndinni,og mikið óskaplega höfðu Tappi Tíkarass rétt fyrir sér þegar þau sungu: ,,Helvítis Miranda, Miranda er vont!". En allavega þrívíddarbíóið IMAX fékk fullt hús stiga hjá mjög svo krítískri dómnefnd Ólivers, Elvars og Heiðu, og mælum við með þrívíddarbíói við öll tækifæri ef fólk mögulega getur. Enduðum bíóferðina á stuttu stoppi í Hagen Dass, og sáum svo loksins jólasveininn, sem sat á sleða á hjólum og hesturinn sem dró sleðann pissaði og kúkaði á gangstéttina!!! Seinna um kvöldið komu Hrafnkell og Sunna og við spiluðum DDR- spilið (eins og útvegsspilið, nema maður býr í austur-þýskalandi, og markmiðið er að ná að kaupa síma, trabant og ganga í flokkinn...áður en Stasí stoppar mann og sendir í fangelsi!) verulega hressandi spil. Laugardag: kökuboð hjá Magga og Eirúnu, og dóttir þeirra, Anna, og Óliver léku sér fram á kvöld. Tónleikarnir gengu mjög vel og allir glaðir og ánægðir. Annað kökuboð á sunnudag: Danskar smákökur hjá Dorte hinni dösku, og manni hennar Carlos frá Perú. Nýkomin heim, kvöldi eytt undir teppi og með bækur og kertaljós hugsa ég bara!+
Góðar stundir, skýrslan búin.

föstudagur, desember 03, 2004

er vakandi á nóttunni, það er eitthvað sem þarf að fara að laga. las 2 bls. í fyrstu harry potter-bókinni á þýsku, meðan ég beið eftir að 2 þvottavélar kláruðust í dag. dansaði með joy division og s/h-draum og fleirri gleðisveitir í eyrunum í þvottahúsinu. hitastig berlínar svo þolanlegt að ég gat verið í pilsi, það er hressandi. smá jólaskraut að skjóta upp kollinum hér og þar, og er bara fallegt. ekkert á við Keflavík á þorláksmessu. er nú bara farin að hlakka til að sjá Keflavík á þorláksmessu...fá bílinn hjá pabba og mömmu og rúnta...he he he..allgjör gleði. keypti upptrekkjanlegt bangsímon-box með 20 bangsímon súkkulaðibitum í fyrir Óliver. Hann fær einn á hverjum morgni, eftir morgunmat. morgun, æfa mig á gítar og söng, laugardaginn spila á tónleikum. sunnudag: kökuboð hjá Dorte hinni dönsku. hún ætlar að baka danskar jólakökur og bjóða. linkaði á Eirik, hann er með puttann á púlsinum í berlín...

miðvikudagur, desember 01, 2004

Ég á jólakjól:


svo á ég jólaklippingu:


svo á ég mat í ísskápnum:


svo á ég sætasta strák í heimi:


...og líka sætasta manninn:


og það er nú aldeilis indælt!