Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, júlí 30, 2009

Þessi dagur er alveg eins og hann á að vera. Vaknaði um 10-leytið og hengdi út á snúru. Fór svo í atvinnuviðtal í Víkingasafn og fékk vinnuna, aðra hverja helgi, byrja eftir 2 helgar. Svo fór ég og keypti fullt af yndislegu í matinn, svo borðaði ég fullt af yndislegu (innifalið þroskaðar ferskjur, rauðan berjasafa og tekex með hvítlaukskotasælu). Slakaði á og las blogg, og nú er ferðinni heitið í sund og gufu. Fór einmitt í gufuferð í gær og vöðvabólgan um allan kropp gleymdist alveg í hálftíma eða svo. Það mun vonandi endurtaka sig núna á eftir. Endur taka sig? Endur taka mig? Endur taka þig? Dýraklám.....Shit. Já, dagurinn góður og kvöldið verður tileinkað Jóa og Karen sem hafa búið vel um Paddýs-flugur í mörg ár. Nú á að kveðja ákv. tímabil og hefja annað. Paddýs í kvöld!

þriðjudagur, júlí 28, 2009

Það er gaman að vera bæði búin að keyra hringinn og fara um Vestfirði á sama sumrinu. Tálknafjörið stóð undir nafni og ég náði meira að segja að slá persónulegt met í hversu oft ég hef spilað sama sólarhring, en við náðum einmitt 4 mismunandi tónleikum frá tímabilinu 13.00 til 06.00. Fór svo tvisvar í náttúrulaugina Pollinn og mæli eindregið með henni. Svona lítil þyrping af heitum pottum og mjög kósí. Fallegt útsýni og slakandi. Jamm og nú er ég í afslöppun heima. Krassandi ferðasögur verða að bíða betri tíma.

miðvikudagur, júlí 22, 2009

Jæja, ég get nú ekki mikið kvartað yfir veðrinu hér á Íslandi í augnablikinu, því svo virðist að eftir að við komum frá Berlín þann 9. júlí hafi verið þokkalega heitt og oftast sól á hverjum degi. Mjög sátt við 19-21 gráðuna sem hefur verið gegnumgangandi hitastig. Ég er að blogga um veðrið. Hahahaha. Ég er sumarstúlka í dag, samt ekki á sumarstúlkublús. Finn ekki réttu snúruna fyrir myndavélina mína, og heldur ekki hleðslutæki fyrir hleðslubatteríin, hlýtur að vera enn í kassa sem er á mjög góðum stað einhvers staðar. Ætlaði sko að setja þessa fínu sumarstúlkumynd af mér en nú þurfiði bara að sjá hana fyrir ykkur: Er í bleikum, grænum, appelínugulum og hvítum kjól sem Begga gaf mér. Berar axlir, máluð í seventís-stíl (mikið augnmeiköp en mjög ljósar varir), bleikar sokkabuxur, grænir lágir glitrandi skór. Sit á netkaffihúsi og nýt þess að vera í tölvusambandi því við höfum ekki net heima. Það er reyndar ekkert mál að vera netlaus, því þá bara fer maður átómatískt að spila meira á gítar og lesa fleirri bækur. Er einmitt að fara að æfa mig fyrir trúbadoraprógrammið sem ég tek í kirkjunni á Tálknafirði næsta laugardag, á Tálknafjöri. Elvar kemur með en vinnur til 4 á föstudag svo við leggjum bara af stað þá. Elska að vera að fara á stað á Íslandi sem ég hef aldrei komið áður á. Sumarið er góður tími á Íslandi. Ferðalög innanlands eru afar vanmetin.

þriðjudagur, júlí 14, 2009

sjíííí. íslandshringur eftir 8 daga tónleikaferð er eitthvað sem ég get ekki beint sagt að sé létt, þótt þetta hafi nú allt tekist vel og verið prýðisskemmtun. bakið svona doldið í vinkil eftir bílsetu síðustu fjögurra daga. lá í 2 tíma áðan og sauð það, og las Nietzsche og horfði svo með Óliver á Gremlins á þýsku eftir það. Ansi fín mynd og þarfnast ekki að maður skilji hvert orð og því fín þýskuæfing. Á morgun: Megaslak. Á miðvikudag: Tónleikar á Paddy's, hluti af Sumargleði Kimi Records. Þar spila ásamt Hellvar, Reykjavík!, Sudden weather change, og Swords of Kaos. Verður eflaust andskoti fínt, bara.

mánudagur, júlí 06, 2009

Erum í Weimar að fara að spila á tónleikum í kvöld og halda smá fyrirlestur/spjall um janúarbyltinguna á íslandi. Berlín var/er/verður frábær og það var svaka gaman á tónleikunum okkar á laugardagskvöldið. Vonandi verður kvöldið í kvöld í Weimar jafn skemmtilegt. Erum á leið í smá tjill heima og svo bara af stað. Fyrirhuguð tívolíferð í Leipzig: Belantis-park á morgun leggst mjög vel í börnin. Hér er heimasíðan um garðinn: http://www.belantis.de/www2006/66df243d406353d0e9db6c5dd027d2d6_de.php

Sjáumst.

miðvikudagur, júlí 01, 2009

Þá er kominn dagurinn áður en maður fer til útlanda. Ég er ótrúlega sátt við að fá að hverfa í burt þótt ekki sé nema stutt. Það er svo margs sem ég sakna við Berlín, eins og til dæmis lyktarinnar í neðanjarðarlestinni. Fann reyndar eina líka lykt á Ingólfstorgi um daginn...get ekki ímyndað mér hvaðan hún kom. Nema búið sé að byggja neðanjarðarlest undir Ingólfstorgi án þess að ég hafi frétt af því.
Tímar kreppu og aðhalds og stýringar í fjármálum landsmanna eru runnir upp, og nú þarf að sýna farseðil í banka áður en maður fær keyptan gjaldeyri. Það er alveg nýtt. Í síðustu utanlandsferð (júlí 2008 til Manchester) vorum ég og Elvar reyndar ansi blönk og sökum slapps gengis kláraðist úttektarheimild á dag í mun færri pundum en við hefðum þurft. Þar áður vorum við í Kína í maí 2008 og þurftum ekkert að spá í peningum. Allt kostaði ekkert og það var bara þanning. En þar áður var svona "eðlileg" utanlandsferð, þ.e.a.s. tónleikaferð til Berlínar áramót 2007-2008 og þá var ekki spáð í öðru en að nota bara debetkort úti, enda gengi krónunnar rétt um hundraðkall og afskaplega eðlilegt bara. Gengi dagsins: 178 krónur per evru. Hugsiði ykkur, þrátt fyrir þetta gengi, að matur, áfengi og tóbak er samt ódýrara í Berlín en á Íslandi......heheheheehe!