Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, febrúar 28, 2006


Ég held með Silvíu Nótt!

mánudagur, febrúar 27, 2006

ég er enn ráðstefnuhöll...á leið í sund og gufu í vesturbæ eftir vinnu. það sem drepur mann ekki gerir mann sterkari, en ég vona að það eigi ekki við bakteríurnar sem ætla með mér í sund og gufu á eftir.

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Jæja, kvefbakteríur allra landa sameinuðust í höfðinu á mér, og eru nú að halda ráðstefnur í nösunum, hálsinum og bak við augun. Það er svo rosalega gaman í þessu sammenkomst að ég bara ligg fyrir og leifi þeim að njóta sín í svolítinn tíma. Ekki loku fyrir það skotið að ég sé bara lasin aftur!!! Langar þó svo mikið í vinnuna á morgun að ég er að spá í að taka stöðuna á mér á morgun í sundi, því það er partur af því að koma reglu og rútínu á líf mitt að fara í sund á hverjum degi, og blogga á hverjum degi. Ég gæti þó þurft að endurskoða sund á morgun, en blogg dagsins er allavega komið á sinn stað, og þá er sagan öll. Farin aftur að liggja og vera ráðstefnuhöll fyrir kvef.

laugardagur, febrúar 25, 2006

Vei nammidagur! Keypti dr.pepper og fastbreak í keflavík og hjálpaði óliver aðeins með risahlauppokann sinn. nú hef ég uppskorið magaverk og smá flökurleika, en mig langar alla vega ekkert í nammi lengur, svo tilgangnum er, á einhvern undurfurðulegan hátt, náð. Ég er ekki frá því að bumban mín sé að minnka og styrkjast, og þá er um að gera að taka sér frí frá sundi í dag, en ég synti sunnnudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Var að lesa bloggið hans sverris og var svo uppveðruð og varð fyrir svo miklum áhrifum, að ég er að pæla í að kaupa mér hlaupaskó. Það að fara út að hlaupa er tvímælalaust eitt af því sem maður getur alltaf gert, og einungis um stofnkostnað að ræða. svo bara fer maður út í góðum hlífðarfatnaði og slær tvær flugur í einu höggi: styrkir líkamann og hlustar á diska sem þarfnast athygli í leiðinni.

föstudagur, febrúar 24, 2006

þegar ég var froskur var mjög gaman. þá fór ég stundum og hoppaði á milli sefblaðanna og vatnaliljanna í tjörninni. þegar ég var pandabjörn var líka gaman. þá nagaði ég bambus daginn út og inn. þegar ég var stelpa var mjög gaman, en það var samt aðeins skemmtilegra að vera pandabjörn.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

búin að synda tvisvar, 10 í árbæjarlaug og 20 í vesturbæjarlaug áðan. átaksverkefnið „sléttum bumbur“ í fullum gangi. það er hræðilega gaman, og ég hef hreinlega aldrei áður sleppt því jafnoft að fá mér súkkulaði og síðustu daga. það má fá sér nammi á laugardögum, og því er ég farin að hlakka til, bara tveir dagar og ég má fá mér nammi. er að spá í að kaupa mér hrískökupakka á eftir, og kannski poppmais til að poppa svona upp á gamla mátann. það er gott að nasla eitthvað svoleiðis á milli mála ef mann langar í eitthvað. rosalega er þetta eitthvað innantómt og leiðinlegt blogg. who cares hvort ég kaupi mér poppmais eða ekki, ha? saltkjöt og baunir, sloggí!

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

ég ætla að vakna snemma í fyrramálið og fara í sund, og ná af mér þessari litlu sætu bumbu sem ég þarf ekki að vera með framan á maganum. There, said it. Núna er ég búin að senda þessa ákvörðun mína út á alnetið og því mun ég neyðast til að vakna snemma, hversu mikið sem mig langar til að sofa lengur í fyrramálið. Ég mun vera ógeðslega mygluð, en bara í einn dag, því ef planið mitt tekst og ég vakna fyrir allar aldir (klukkan 7) og fer í sund í fyrramálið verð ég líka yndislega þreytt annað kvöld og sofna snemma og það hljómar skuggalega mikið eins og regla. Ég þarf reglu. Ég er bara krakki sem þarf reglu. Kannski ég ætti að kaupa mér reglustiku?

laugardagur, febrúar 18, 2006

Hermdi eftir Siggu, fannst þetta sniðugt. Núna bið ég ykkur um að hjálpa mér að finna mig.

föstudagur, febrúar 17, 2006

skemmtilegir dagar eru dagar sem gerast ósjálfrátt. Maður vaknar fyrirhafnarlaust, og fær sér morgunmat sem dugar langt fram á dag. Svo mætir maður í vinnu og verkefnin klárast bara eins og af sjálfu sér. Símtöl hringjast, email sendast, og maður uppgötvar að maður er búinn að gera allt og klukkan er ekkert svo mikið. Þá man maður að mann langar í kaffi og viti menn: það er alveg að koma kaffitími, og maður bara fær sér kaffihlé. Ef allir dagar væru svona, væri heimurinn indislegur staður til að vera í. Hlutir leysast nefnilega oftast náttúrulega ef maður hættir bara að hugsa um þá...

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Las bókina Geimeðlueggin fyrir Óliver, og dreymdi í framhaldi af þeirri lesningu að ég væri að verpa rauðum stórum eggjum sem úr kæmu börn. Byrjaði svo á túr áðan, svo þetta endaði sem betur fer allt vel. Annars hefði ég verið ýkt fökkt núna...hehehe

mánudagur, febrúar 13, 2006

Skemmtilegt: Kötturinn minn ældi í dag og át svo æluna alla aftur...Ég er búin að vera eitthvað off síðan.

föstudagur, febrúar 10, 2006

vó, ég er að fara á goldie lookin'chain í kvöld, alveg óvænt. Þeir eru flokkaðir á allmusic.com sem ,,british comedy-rap"....Hvað þýðir það eiginlega? Ég er spennt, mjög spennt.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Þema Næturvarðarins næsta laugardag eru ,,Yfirhafnir". Mér finnst að ég hafi haft bæði ,,föt" (óskilgreind), og ,,skó og sokka" áður, og því er nú tilvalið að finna yfirhafna-lög. Þá má benda á orð eins og Jakki, Úlpa, Frakki, Kápa, Regnkápa, Regnstakkur, Flíspeysa, Jacket, Coat, Overcoat, Blazer, Raincoat, Overalls, .... og margt fleirra. Þetta er nú kaldasti tíminn og allt snýst um að klæða af sér kuldann með réttu flíkunum. Tillögur óskast.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Stundum finnst mér hver dagur vera eins og þúsund ár, alveg eins og hjá Guði...

föstudagur, febrúar 03, 2006

Gleðilegan febrúar. Þema næsta Næturvarðar verður „Húsgögn“. Stólar, borð, sófar og skápar. Furniture, chairs, table, closet, sofa....Jájá, nú er að stinga upp á einhverju sniðugu. Alltaf hægt að senda póst á 123@ruv.is þegar á þættinum stendur líka. Ætla á Curver+Kimono í kvöld á Nýló. Hlakk, hlakk, hlakk (ég er að hlakka til). Svo er ég með killer-hálsbólgu, örugglega smitast af Óliver, sem er búinn að vera með killer-hálsbólgu í viku. Best að fara að kaupa engiferrót og hunang og gera hálsdrykkinn sem Eivör Páls sagði mér frá: Sjóða engiferrót í vatni í potti í hálftíma, setja hunang úti. Drekka í litlum sjússum öðru hverju. Verð með þetta á hitabrúsa með mér í kvöld...híhíhí. Heldur betur gaman.