Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, desember 02, 2014

Björn í bóli

Jæja, björninn er endalega mættur og hefur tekið yfir líkama minn. Mér finnst gott að sofa 11 tíma á nóttu. Í nótt var það frá 01.00 til 12.00 á hádegi. Ég ætlaði að vakna kl. 09.00 og svo aftur klukkan 10.00 en ég gat það ekki. fór framúr og allt. kveikti á tölvu og reyndi að láta ljósið vekja mig. Fékk mér ískalt vatn. Gerði eiginlega allt sem maður á að gera til að vakna nema drekka koffín, var of löt til að nenna að búa til slíkan drykk. Vaknaði semsamt í hádeginu og nú er ég að fara að fá mér "morgunmat" áður en ég skottast uppí rúv að vinna næsta þátt. Björninn er hýðis-tengd hegðun mín sem tekur oftast yfir desember og janúar ár hvert, nema ég sé að þvælast í útlöndum með meiri birtu en hér finnst. Ég er ekki neitt döpur og sorgmædd, heldur bara orkulaus eins og tóma nutella-krukkan sem við tímum ekki að helda fyrr en búið er að skafa betur úr hliðunum á henni. Já, hún er orkulaus á miðað við alla orkuna sem venjulega fyrirfinnst í henni, og þannig er ég líka. Ég er venjulega alveg með orku á við nokkrar nútelludósir, án þess að reiða mig sérstaklega á nutella sem orkugjafa. Neinei, það er búið að vera hollur grautur og safi og ávextir og hnetur og fræ og alls kyns. nú ætla ég að fá mér hafragraut með valhnetum og sólblómafræjum og sesamfræjum og eplamús og slettu af hnetusmjöri og epla/rabbarbarasafa. tek með lárperur í vinnuna sem ég nasla í kaffinu. labba í vinnuna og það er bjart úti svo það ætti að skila einhverju. ég er samt björn, ég finn það.