Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, apríl 30, 2009

í dag: reyna að gera sem flest það sem gerir góðan dag að góðum degi. Sund, gufa, heiturpottur fyrir bakið mitt, petsociety fyrir barnið í mér, söngæfing fyrir tónlistarmanninn og (vonandi) bíóferð með pabba fyrir bíónördinn og litlustelpudótturina í mér í kvöld. Fyrirhuguð er ferð á Me and Bobby Fisher sem ég er mjög spennt fyrir. Áður höfðum við pabbi skellt okkur saman á Draumalandi og ég verð bara að hvetja ALLA til að sjá hana. Hvaða skoðun sem þið hafið á álverum og náttúruvernd þá er eiginlega mjög gott að sjá þessa hlið málsins. Bókin er náttúrulega líka frábær og svakalega gott að vita að það er enn til fólk á Íslandi sem reyknar ekki virði hlutanna út í krónum, heldur raungildi. Bobby Fisher er svo bara must því hann var einmitt maðurinn sem rambaði á línu snillings og geðsjúklings. Eða hvað? Kannski var hann bara ekkert geðveikur heldur of þröngsýnn heimur sem hann og við búum í. Það er í eðli snillinga og listamanna að sjá hluti sem eru svo langt í burtu að hinn almenni meðaljón kemur engan vegin auga á þá. Þess vegna eru þeir litnir hornauga og fá ekki viðurkenningu fyrr en löngu síðar þegar framtíðin og menning hennar sér loks um hvað þeir voru að tala.
Framsýnir listamenn og snillingar fá ekki viðurkenningu samfélagsins sem þeir lifa í, en það fá þeir sem eru afburðar-eitthvað, þ.e.a.s. skara fram úr meðaljónunum, en eru þó með tengingu í þann raunveruleika sem þeir búa í. Meðaljóninn skilur nefnilega hvað slíkir menn eru að segja því þeir sjá það og stefna þangað sjálfir. Þegar snilligáfu lýstur niður einhvers staðar er viðkomandi álitinn í besta lagi sérvitur og skrýtinn, og í versta lagi hættulegur og geðsjúkur og lokaður inni. Sagan hefur ótal dæmi um slíkt.....Hvenær lærum við þetta????

þriðjudagur, apríl 28, 2009

Er búin að vera að horfa á svínaflensufréttir á Skynews. Allur morguninn hefur farið í að pæla aðeins í því hvort/hvenær þessi flensa kemur hingað til landsins. Komst að þeirri niðurstöðu að við værum bara einstaklega heppin að búa á eyju, og mun færri hafa efni á að ferðast akkúrat núna þannig að hættan er þó allavega minni. Elvar talaði um að þeir með góð ónæmiskerfi væru í meiri hættu því vírusinn vinnur þannig. Ég er þá í lítilli hættu, og við öll í fjölskyldunni, því ónæmiskerfin okkar hafa verið í klessu allan tímann sem við höfum búið hér á vellinum. Semsagt, enn meiri heppni. Þetta hljómar svolítið Pollíönnu-lega, en sorry, þetta eru staðreyndir. Það kemur bara berlega í ljós þegar um alvarlega sjúkdóma eða styrjaldir er að ræða að það er fínt að vera aleinn úti í miðju ballarhafi. Til að halda upp á þetta er ég farinn út á Garðskagavita að ganga í roki og rigningu. Hver vill koma með?

laugardagur, apríl 25, 2009

Kosningar í dag! Endilega nýttu nú atkvæðið þitt. Það er ekki réttlætanlegt að kvarta yfir því að ekkert sé eins og þú viljir í þjóðfélaginu og nenna svo ekki að fara á kjörstað. Kosningar eru spennandi, því þar hefur maður rétt á að hafa sína prívatskoðun á málunum. Öll atkvæði skipta máli og getur munað um hvert eitt og einasta. Ekki sleppa því að mæta á kjörstað, og kjóstu svo eftir eigin sannfæringu og réttlætiskennd!!!!

fimmtudagur, apríl 23, 2009

fimmtudagur: í dag er elvar í list án landamæra klukkan 13.00 í frumleikhúsinu. strax eftir það er heiða á sumarhátíð vg á kosningaskrifstofunni við hliðina á paddys. þar leika dr.gunni og heiða barnalög fyrir gesti og gangandi klukkan ca.14.30. allir að mæta og koma með vinina. svo er kvöldið óráðið. Einhver plön hjá ykkur?

miðvikudagur, apríl 22, 2009

voðalega er gott að vera ein og löt á morgnanna. verð samt að fara að fá mér kaffi til að koma blóðinu á hreyfingu, en mikið er þetta nú ljúft og notarlegt. sængin er hlý, fólkið er gott sem ég er að skrifast á við og lesa blogg hjá, hljóðið í veðrinu er sefandi, kötturinn minn er mjúkur, maðurinn minn og strákurinn voru skemmtilegir áðan þegar þeir voru að taka sig til í vinnu/skóla. já, þarf bara kaffi þá er ég sko góð.

þriðjudagur, apríl 21, 2009

óliver að leika við nágrannastrákinn hann ágúst, í næsta húsi við afa og ömmu. afinn og amman að skoða í garðinum hvað er að koma til eftir veturinn. páskaliljurnar eru að byrja að springa út. ég og elvar liggjum í slökun milli stríða. svo er góður fundur á flughótelinu í kvöld. atli bergur og jórunn. gaman.

sunnudagur, apríl 19, 2009

Jámmm sunnudagur. formúla á eftir. morgunmatur borðaður í rúmi. agatha christie-bókin búin (góð). bíllinn okkar bilaði í gær (slæmt). Þriðji í trúbadoragiggi á eftir fyrir heiðu trúbador, og nú er það kosningamiðstöð vinstri grænna, Hafnargötu 36a, hliðina á Paddys sem verður fyrir valinu. Í gær Árborg, í fyrradag Hella. jámmm.

föstudagur, apríl 17, 2009

Skemmtilegt að minnast á að Hraun er að spila á miðnætti á Paddys í Keflavík í kvöld! Komiði og verið sæt/ljót/það sem þið viljið vera, en allavega ætti gleðin að vera við völd!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!Súpergaman.

fimmtudagur, apríl 16, 2009

Vöknuð og í prýðilegri svefnvenjum en ég hef lengi verið. Það er að segja sofnaði rúmlega ellefu í gær og fyrir ellefu hinn daginn. Þannig að vaknið mitt klukkan korter yfir sjö báða dagana var ekki erfitt. Í gær las ég fyrst auglýsingu, svo mætti ég á Vatnsstíg til að sýna hústökufólki samstöðu og veita styrk, svo tók ég pulsu og át bensín (eða öfugt) og svo keyrði ég á Selfoss þar sem ég hitti Arndísi hina stórkostlegu kraftaverkakonu sem er í öðru sæti á lista V.G. í suðurkjördæmi. Saman fórum við á Sólheima, (nýta bílana betur og fá félagsskap í leiðinni) þar sem einn fulltrúi úr hverjum flokki var boðaður í opinn stjórnmálafund og þar stóð hún sig með prýði en ég tók myndir. Athygli vakti að fulltrúi Sjálfstæðismanna mætti hvorki né boðaði forföll og þykir það í meira lagi undarleg hegðun hjá flokknum. Það er greinilegt hvar forgangurinn liggur þar á bæ.

þriðjudagur, apríl 14, 2009

Þriðjudagur og ég og Óliver og Ljóni sitjum í náttfötunum og tökum daginn rólega. Ljóni og Óliver eru nú sætustu og yndislegu krúttudýr sem til eru. Förum að fá okkur morgunmat, og svo bara gera eitthvað ævintýralegt.

mánudagur, apríl 13, 2009

http://en.wikipedia.org/wiki/Finnish_profanity
Ágæt páskalesning! Góða skemmtun og takiði eftir því hvað paska þýðir á finnsku. Gjörbreytir allri hugsun okkar um páska og páskaegg......Langar í sánabað bara við að lesa þessa hressingu.

laugardagur, apríl 11, 2009

Þessir kallar halda upp á Páskana á eyjunni sinni, páskaeyju. Þar verður maður nú að fara einhvern tíma til um páska til að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Af hverju er ekki hægt að kaupa þessa kalla úr súkkulaði? Það myndi ég vilja, frekar en egg....

miðvikudagur, apríl 08, 2009

Ég held að Alexandra vinkona og samsveitungur hafi rétt fyrir sér, við höfum veikst alveg óeðlilega mikið eftir að við fluttum hingað upp á völl. Veit að loftið er MJÖG þurrt, svo bakið mitt flagnar næstum, en hefur það ekki bara hræðileg áhrif á ónæmiskerfið líka? Hvað gerir þurrt ónæmiskerfi? Nú það býr til slím og kvef....eða eitthvað...Hmmm, hvað veit ég svosem um ónæmiskerfi? Eníhú, er með kvef and shit, Elvar líka, en hann með hita meðan minn er farinn. Þá bara tjillar maður aðeins við lestur góðra bóka og ofreynir sig alls ekki fyrir neina muni. Þannig að: Ekkert jóga á eftir, þótt ég hafi næstum verið búin að selja mér að mér væri alveg batnað. Nei, ekki hjóla út í Bónus heldur, Heiða mín!!! Þér gæti slegið niður. Passa Heiðuna litlu, það verð ég að gera.

þriðjudagur, apríl 07, 2009

mánudagur, apríl 06, 2009

Blogg er betra í sínu náttúrulega umhverfi á Blogger og þar mun ég áræðanlega vera. Ég sofnaði seint(e.0300), og vaknaði snemma (f.10.00). Líklega næst 5-tíma svefni sem ég hef fengið lengi, ég hef nefnilega sofið alveg prýðilega upp á síðkastið. 5 tíma svefn er þó ekkert svo slæmur svona einu sinni. Ég er allavega ágæt eftir 1 kaffibolla og kannski verð ég góð eftir 2. Á leið í Reykjavík að skila inn reikningi, skila inn umsókn, ná í bréf, fara til læknis, fara niður á höfn að gera handahlaup....
L8ER

sunnudagur, apríl 05, 2009

Blogg í word

Þetta er blogg í gegn um word. bara varð að prufa það, er svo nýjungagjörn. kannski er þetta þó engin nýjung og ég gamaldags. ég held ég sé bæði gamaldags og nýjungagjörn. þannig vil ég hlusta á vínilplötur en fylgjast með því sem er að gerast í tónlist í dag. og eitthvað. jájá. whatever. þetta er alveg nákvæmlega eins og að blogga á hefðbundinn hátt. veit ekki hverju ég bjóst svo sem við. er að bíða eftir að vinur okkar Christoph komi. hlakka til því hann er skemmtilegur. ég er þreytt því ég fór í fjallgöngu í dag, lítið fjall samt, veit ekki hvað það heitir....

Bróðir Svartúlfs vann Músiktilraunir 2009 og á það fyllilega skilið. Enn einar Músiktilraunir að baki og lífið því hætt að snúast um að hlusta eftir sneriltrommu til að velta fyrir sér hvort trommari sé nógu þéttur eða fabúlera um fingrafimi gítarleikara. Ég fæ alltaf það syndróm að fara að hlusta bara á trommur í lögum eftir að Músiktilraunir eru búnar. Ég er nörd, já ég veit. Það er ein hljómsveit sem komst ekki á verðlaunapall sem mig langar að benda sérstaklega á, og það er sveitin Spelgur. Tvær stelpur með ótrúlega spennandi tónlist. Söngkonan er sykursæt í útliti og rödd en semur verulega twisted texta sem hún flytur án þess að bregða svip. Mjög mikið David Lynch, eitthvað. Sem er gott. Aldrei nóg af eerie-weird-nessi í heiminum.
Fylgjast með Spelg, Annars er Bróðir Svartúlfs, Ljósvaki og The Vintage allt eðal-gott stöff og úrslitin í ár voru virkilega ánægjuleg.
Takk fyrir mig, íslensk tónlist.

föstudagur, apríl 03, 2009

ég las fyrir börn í leikskóla í dag. það tókst afskaplega vel og var hreint ljómandi skemmtilegt. nú er ég að hanga í tölvu og tjilla, en eftir smá tíma náum við í þýskar stelpur sem ætla að eiga stutta viðdvöld hjá okkur áður en þær halda út á land í heimsókn til annarrar þýskrar stelpu sem gisti hjá okkur um daginn....flókið? Nei, í rauninni ekki. Heimurinn er eitt gistiheimili þar sem allir þekkjast eða þekkja einhvern sem þekkir einhvern og svo framvegis. Við leyfum fólki að gista hjá okkur og fáum að gista hjá þeim (eða vinum þeirra) seinna. Svona er hægt að kynnast fólki og heiminum og leika sér og gleðjast saman, án þess að taka þátt í kapítalismanum. Á sunnudag kemur Christoph vinur okkar við hjá okkur eftir að hafa verið í vinnuferð á Akureyri um helgina, en hann fer aftur á mánudagsmorgunn. Svo er snillingurinn, hinn belgíski Wim Van Hooste nýkominn til landsins og mætti á Hellvar-giggið í gær. Hann verður á Nokia-on-ice hátíðinni um helgina, og á músiktilraunum á laugardag og fer svo á Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Þar fer maður sem kann að meta tónlist. Heimurinn er fullur af frábæru fólki sem bíður eftir því að þú kynnist því.

fimmtudagur, apríl 02, 2009

Hellvar á 11unni í kvöld, ásamt the way down og nora. ókeypis, og bjórtilboð!!!!