Leita í þessu bloggi

laugardagur, júní 30, 2007

Hér er nýjasta dróttkvæði mitt:

Vinur minn að morgni

Ljósbrúnn og mjúkur
Sekkur að botni
Fingur gegnum bréfið
Vinur minn að morgni
Hvað ég myndi gefa
fyrir stinnan og dekkri
Fljótandi á yfirborði
Glansandi af heilbrigði

miðvikudagur, júní 27, 2007


Indverskir Bítlar! Vei!!!!!!!!!

Hver er þarna að horfa á mig í gegnum tölvuskjá? Tékkiði á freknunum.

Heimskur hlær að sjálfs síns fyndni....
Eigiði góðan dag!!!

laugardagur, júní 23, 2007


Vá hvað þetta er skrýtið og skemmtilegt lag! Myndbandið líka, og hver vildi ekki geta dansað svona fallega? Kate Bush er guð, ég meina það!!!!Takk fyrir að vera til, Kate Bush, ástarkveðjur.

föstudagur, júní 22, 2007


Ég óska ykkur gleði og gæfu um helgina. Má ég fá nokkur komment, plííííís?

miðvikudagur, júní 20, 2007


Ég get svo svarið fyrir það, mig dreymdi í nótt að ég var að skoða bloggið mitt og var með heillangt og skemmtilegt blog um eitthvað sem ég man ekki. Það var ótrúlegt að fara svo núna rétt í þessu inn á síðuna sína, og ekkert nýtt þar. Ég sem var handviss. Og svona er nú raunveruleikinn margslunginn, maður getur ekki verið viss um neitt. Aha.

fimmtudagur, júní 14, 2007

Ég er að fara á Hornstrandir!

þriðjudagur, júní 12, 2007

Af skemmtilegu og leiðinlegu sem ég hef verið að gera undanfarið.
Já, það er líklega enn að standa upp úr að hafa náð að sjá Sonic Youth flytja plötuna Daydream Nation í heild sinni, og það í fyrsta skipti sem þau gerðu það. Barcelona-borg er svo mjög skemmtileg, fyrir það hvað það er auðvelt að koma sér á milli staða og létt að rata. Meira að segja litlir vegvísar um allt sem segja manni í hvaða átt hitt og þetta er. Gerði það að verkum að ég gekk svona sirka klakklaust frá ströndinni Barceloneta og heim til mín, á Placa de Univercidad. Ok, það var langt og allt en ég var ekki að flýta mér og skoðaði eldgamla hverfið Barrio Gothica. Þar fann ég einhverja svona hönnunarbúðagötu, þar sem mig langaði í allt en hafði ekki efni á sokkapari. Mjög töff föt samt. Rambaði bara á þessa götu og þar rétt hjá var maður að spila á hörpu. Þar rétt hjá var búð sem seldi heimagerðar sápur og ég fékk mér eina með grænu te-lykt. Já, stórborgir hafa í sér þetta óvænta sem ég þarf. Stundum er nóg að finna búð sem selur heimagerðar sápur til að næra ævintýrið í sér. Borgin þarf þó að vera nógu stór til að allt geti gerst og maður viti ekki nema brotabrot, því annars kemur manni ekkert á óvart. Upplifði síðasta laugardag að Keflavík kom mér skemmtilega á óvart, og er þetta í fyrsta skipti sem svona ævintýri henda mig hér. Ég og Elvar og ÓLiver vorum á leið í sund á degi sundsins, (ókeypis í sund) og þá sáum við auglýsta myndlistarsýningu á elliheimilinu hinum megin við götuna. Svo lemtum við í brúðkaupslest af bílum sem flautuðu og létu öllum illum látum um mínútu síðar. Svo rákumst við á skilti sem auglýsti flóamarkað niðri við sjó, og við fórum þangað, keyptum vídeóspólur, spil og vínilplötur. Þetta gerðist allt á korteri eða svo, og svo bara fórum við í sund! Elska svona óplanað. En af leiðinlegu: Rosalega er nýjasta Pirates of the Caribian ömurlega leiðinleg. Ég hef ekki séð 1 og 2 en Óliver er tíðrætt um Djakk Spæró, (Jack Sparrow), sem er mikil sjóræningjahetja í augum barnsins. Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín? Hrikaleg leiðindi, í 2 tíma og 50 mínútur. Endalaus mynd, ....og enn ein slagsmálin....og enn einn fallbyssubardaginn....og þá kemur draugaskipið aftur.....
Leið reyndar á tímabili eins og ég væri að horfa á mynd gerða eftir sögu William S. Burroughs, eins og Naked Lunch. Svo mikil voru leiðindin að ég fór að reyna að blása upp það súrrealíska og gera það að aðalatriði. Já, ég dó. Ekki góð, ekki eyða pening í hana. Óliver hæstánægður samt, enda aðdáandi Djakk Spæró.

laugardagur, júní 09, 2007

Kominn tími á langan og upplýsandi póst. Ég er búin að vera að gera alls kyns skemmtilega hluti síðan ég kom heim frá Barcelona aðfaranótt þriðjudags. Er að skrifa aðeins um ferðina. Hellvar spilaði á fyrstu tónleikunum sínum í langan tíma í gærkvöldi. Spiluðum með Skátum og Tommy Gun á Paddys. Það leit nú á tímabili ekki vel út fyrir meðlimi Hellvar því ásamt því að vera hljómsveitarmeðlimir eru þau einnig móðir og faðir Ólivers, sem er með hægðatregðu þessa dagana. Microlaxið sem við gáfum honum kickaði inn 10 mínútum áður en við áttum að spila, og þetta var mjög mikill og laglegur foss sem hann bjó til. Of miklar upplýsingar, kannski? Nee, þetta reddaðist. Honum leið betur á eftir og treysti sér til að fara í pössun upp á efri hæðina til litla Ólivers, Matta og Öldu og horfa á eina mynd á meðan foreldrarnir spiluðu. Hann vaknaði hins vegar eldhress í morgun og ég er að reyna að fá hann til að eta smá rúsínur. Vona að þetta lagist að sjálfu sér, því þetta er microlax-ævintýri númer 2 á 2 vikum. Enginn kúkur, foss, enginn kúkur, foss, sem sé....Af mér er það að frétta að ég er enn að reyna að finna mér skemmtilega vinnu til að vinna með freelance-skrifunum. Tveir möguleikar í stöðunni, og vona ég að annar hvor þeirra gangi upp. Ekki laust við að ég sé með snefil af head-bang harðsperrum eftir Skátagiggið í gær, en þeir eru tvímælalaust snillingar! Nýja platan æði, og ég mæli með því að þið verðið ykkur út um eintak. Grúví sjitt, og gott að sjá þá læv líka. Jæja, þá er það hinn vikulegi göngutúr í sjoppu að velja bland í poka. Síjú.

þriðjudagur, júní 05, 2007

Jæja, komin heim í íslenskt lyklaborð og íslenskt veður. Verð að vera hreinskilin, ég bara er ekki neitt að fíla hitastig undir 20 gráðum. Svona er þetta nú bara, jájá. Hef nóg að skrifa um því Primavera var alveg stórfín. Sonic Youth eru upplifun, í hvert skipti.

föstudagur, júní 01, 2007

já, ég svitna hér. thad var búdaráp i dag, en ef til vill kemst ég á strondina á morgun. Low í kveld, og líka nokkrar adrar ágaetar hljómsveitir. Modest Mouse t.d. med gítarleikarann knáa Herra Marr úr Smiths innanbords. ¿Aetli marri í Herra Marr?
¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿Elska thetta ofuga spurningamerki. Vei, bless.