já, hmm, er ekki temmilegt að blogga pínulítið aftur, fyrst komið er að þættinum? Uppástungurnar fyrir bloggið hér að neðan eru stórfínar, og er búin að finna stóran hluta þeirra, og margt til. Ég varð smá lasin eftir Airwaves, og held ég að það sé í sjálfu sér mjög eðlilegt, því mér taldist til að ég hefði séð 16 hljómsveitir á 3 dögum (fór ekkert fyrsta kvöldið því Hellvar var að æfa um kvöldið úti í Hafnarfirði). Það sem stendur upp úr í minningunni er náttúrulega af íslenskum böndum bæði Rass og Æla, en af þeim erlendu sem ég sá var ég hrifnust af 200, hinni færeysku pönksveit sem er alveg indisleg. Gusgus var svaka fín líka, og gaman þegar óvænti leynigesturinn Páll Óskar steig á svið með þeim. Ég er semsé alveg fullsödd af tónleikaglápi í bili, en hefði ekkert á móti því að reyna að sjá eitthvað af þeim fínu bíómyndum sem eru í boði á Óktóberfest,kvikmyndahátíðinni sem var opnuð í fyrradag. Mig langar að sjá Grizlie-man, mynd Werner Herzog, og svo langar mig einnig að sá 2 myndir sem sýndar eru í síðustu sýningarviku hátíðarinnar: Drawing Restraint 9, (Matthew Barney) og The search for Angela...eitthvað, fjallar um stelpu sem fer að leita að öllum nöfnum sínum í bandaríkjunum og finnur 40 en kemst svo að því að 26 af þeim hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða verið nauðgað...Hmmmm, mjög áhugavert. Ætli hlutfallið sé svona hátt sama hvaða nafn er tekið, eða hvað?
Jæja, ég er farin að steikja egg og beikon, og setja á brauð með tómötum og skinku. Þetta var ósk Ólivers um morgunmat í gærkvöldi. Hann er mesta krúsíbollan, og fílar egg og beikon!!!! Þá þarf ég bara að kenna honum að drekka te, og svo getum við flutt til Bretlands, í sveitasetur á landsbyggðinni. hehehe
Leita í þessu bloggi
laugardagur, október 29, 2005
miðvikudagur, október 19, 2005
Gleðilegan fyrsta í Airwaves. Sökum anna við tónleikasókn hef ég fengið frí frá næturvaktinni næsta laugardag. Afleysari minn er ekki af verri endanum, en hann heitir Kiddi og hefur verið kallaður eftir nagdýri. Hvers vegna, veit ég ekki. Veit hins vegar að hann er með góðan tónlistarsmekk. Þáttur því næst þann 29.október, en þá verður þemað Paradís og Himnaríki. Kem með komment um það sem stendur upp úr á Airwaves þegar ég hef tíma til að pústa fyrir framan tölvu. Jippppíiiiiikóóóóóóla!
fimmtudagur, október 13, 2005
Hvernig getur verið kominn fimmtudagur aftur? Síðast þegar ég skrifaði var sunnudagur og rólegheit, svo kemur mánudagur með tilheyrandi vinnu, og svo blikkar maður augunum einu sinni og úps....vikan þotin fram hjá. Nú veit ég ekki hvernig ykkur finnst tíminn líða hjá, en ef minn fer eitthvað hraðar en hann gerir nú þegar, þá fer ég að verða hrædd. Blikk, úbs á ég fimmtugsafmæli á sunnudaginn næsta? Blikk, ha? Er Óliver að fara að eiga fimmtugsafmæli?...og svo bara búið.....SKKKKKKEEEEEERRRÍÍÍÍÍ shit. Annars er næsta þema Tími, og Klukkur, og ég held ég hafi notað það einu sinni áður fyrir 3 árum síðan, en ég er ekki alveg viss. Hugmynd frá Ingvari fyndna. Veriði nú góð hvert við annað áður en það er of seint. Og já ég mun spila: ,,Tíminn líður hratt, á gerfihnattaöld"...
sunnudagur, október 09, 2005
sif klukkaði mig, svo ég fæ annað tækifæri í 5 gagnslausar staðreyndir um mig:
1. Ég elska popppunkt, og reyndar öll svona spurningaspil sem ganga út á að geta svarað spurningum. Trivial, popppunktur, og líka finnst mér fimbulfamb, matador, hættuspilið og scrabble skemmtilegt. Mér finnst samt stundum leiðinlegt að tapa, en sjaldnar eftir að ég er orðin stærri, en það gerist enn.
2. Ég horfi alltaf á formúlu 1-kappaksturinn í sjónvarpinu.
3. Mig langar rooooosalega að eiga skjaldböku, mig hefur eiginlega alltaf langað í eina svoleiðis, og þá landskjaldböku, en ekki vatna.
4. Mig langar líka í flygil, og hef strengt þess heit að þegar ég verð orðin rík og á stórt hús einhvers staðar uppi í sveit í Englandi, ætla ég að hafa flygil í tónlistarherberginu.
5. Ég er með ofnæmi fyrir pensilíni.
Klukka núna Ingvarfyndna, Rassgathole, Johnnypoo, Djonní, og Doktorgunna
1. Ég elska popppunkt, og reyndar öll svona spurningaspil sem ganga út á að geta svarað spurningum. Trivial, popppunktur, og líka finnst mér fimbulfamb, matador, hættuspilið og scrabble skemmtilegt. Mér finnst samt stundum leiðinlegt að tapa, en sjaldnar eftir að ég er orðin stærri, en það gerist enn.
2. Ég horfi alltaf á formúlu 1-kappaksturinn í sjónvarpinu.
3. Mig langar rooooosalega að eiga skjaldböku, mig hefur eiginlega alltaf langað í eina svoleiðis, og þá landskjaldböku, en ekki vatna.
4. Mig langar líka í flygil, og hef strengt þess heit að þegar ég verð orðin rík og á stórt hús einhvers staðar uppi í sveit í Englandi, ætla ég að hafa flygil í tónlistarherberginu.
5. Ég er með ofnæmi fyrir pensilíni.
Klukka núna Ingvarfyndna, Rassgathole, Johnnypoo, Djonní, og Doktorgunna
laugardagur, október 08, 2005
Þegar maður vinnur mikið fær maður líka meira útborgað en áður. Gallinn við þetta system er að maður er svo búinn á því að maður gerir ekkert skemmtilegt þótt maður eigi til þess peninga. En á föstudaginn hætti ég bara við að hlaupa á milli staða og fara í 2 tíma í eitt verkefni, og svo hlaupa í bankann og svo hlaupa í....(get my point) ... og bara fór í kringluna með það fyrir augum að kaupa mér mjúkt og hlýtt og nota það svo til að verða ekki aftur kvefuð og líða vel í íslenskum kulda. Keypti mér yndislega húfu, stórkostlega vettlinga, unaðslegan trefil, og svo ævintýraprinsessupils. Svo fór ég í hagkaup og keypti bómullarlitlustelpunaríur í minni stærð og mjúka loðna sokka. Fór svo heim og fór í náttföt og ný nærföt og mjúkuloðnusokkana og var inní restina af eftirmiðdeginum og allt kvöldið, öll mjúk og hlý. Drakk te, borðaði heilsufæði, lagði einn kapal, hlustaði smá á tónlist, aðeins á útvarpið, horfði svo á eina mynd með Óliver og Elvari öll undir sama teppi, með suðusúkkulaði frá Ingu ömmu. Sofnuðum svo hálf-ellefu. Allllllllllveg nákvæmlega það sem ég þurfti á að halda. Enda vaknaði ég endurnærð og úthvíld uppúr átta í morgunn.
mánudagur, október 03, 2005
skemmtilegt, já. það er nú ýmislegt skemmtilegt þessa dagana. í augnablikinu dettur mér í hug: lífrænt avókadó, að lesa fyrir óliver á kvöldin, popppunktur, bylting bítlanna, nýji paul-diskurinn, nýja john-safnplatan, krónukóla með læm útí, amerískir dagar í hagkaupum, freyðisjévítamín, vinnurnar mínar, hljómsveitin hellvar, betri helmingur minn hann elvar, óliver, sund í vesturbæjarlaug, melabúðin, úti að labba niðri í miðbæ, út að hjóla, kertaljós inni myrkur úti, chai-te,
uuu leiðinlegt: strætó, kuldinn, hálsbólga, strætó, kuldi, strætó, strætó, strætó..........STRÆTÓ!
uuu leiðinlegt: strætó, kuldinn, hálsbólga, strætó, kuldi, strætó, strætó, strætó..........STRÆTÓ!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)